Tíminn - 02.07.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1988, Blaðsíða 8
18 HELGIN Laugardagur 2. júlí 1988 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SA Komau aftur Ekki bar á öðru en Söndru Mallow liði prýðisvel á nýjum bústað sínum í Eastwood í Rotherham í Englandi, eftir að hún settist þar að ásamt eiginmanninum John og Anthony syni þeirra. Þau hjón höfðu verið gift í átta ár og virtust hin ánægðustu með lífið. Raunar var þó ekki allt sem sýndist þar og þó að Sandra væri broshýr, var hún ekki allskostar hamingju- söm, hvað brátt kom á daginn. Á leið í verslanir þurfti hún að ganga fram hjá nokkurri röð einbýl- ishúsa. í einu þeirra átti Richard Pearse heima. Hann var atvinnulaus og hélt sig heima við megnið af deginum. Hann veitti athygli þessari ungu konu, sem átti svo oft leið framhjá á morgnana og brátt fór hann að haga þannig til að vera úti í garðinum, svo hann gæti heilsað henni. Fagnaði athyglinni Söndru var talsvert í mun að eignast einhverja vini á nýja staðn- um og þess vegna heilsaði hún hjartanlega, þegar hinn 41 árs gamli Richard bauð góðan dag og brosti til hennar. Það sem ekki hvarflaði að henni í fyrstu, var að hann túlkaði alúð hennar þannig að hún vildi gjarnan verða eitthvað meira en kunningja- kona hans. Þess vegna tók hann upp að eiga erindi í verslanirnar á sama tíma og hún, í von um að koma á nánara sambandi. Maureen, hin 39 ára gamla eigin- kona Richards, var bara fegin að hann fór eitthvað í eina eða tvær klukkustundir. í>á hafði hún stund- arkorn út af fyrir sig. Til að byrja með fagnaði Sandra því að Richard Pearse sýndi henni svo mikla athygli, en varð þess fljótlega vör að hann sóttist eftir meira en bara félagsskap hennar. Þar að kom að hann greip um mitti hennar og sagði sem svo að þau gætu vissulega notið lífsins saman. Sandra brást við með að vísa honum mjög ákveðið á bug, en fann þó jafnframt til vissrar spennu við að finna að hún gekk í augun á karlmanni. Ófrísk Neistinn var að kulna í hennar eigin hjónabandi og smávegis sak- leysislegt daður var kærkomin til- breyting í fremur fábreytilegt hvers- dagslíf. Þó að hún vissi ósköp vel, að það var rangt að gangast upp í athygli Richards, kærði hún sig ekki um að hann hætti að sækjast eftir návist hennar. Þegar allt kom til alls, þurfti hún ekki að skammast sín fyrir neitt. Áður en hún vissi af, var hún búin að fá mun meiri áhuga á Richard, en hún hafði ætlað sér og dag einn ákváðu þau að hittast á laun. Það gerðist heima hjá Söndru og næstu mánuðina áttu þau þar ásta- Sandra Mallow með sonum sínum, Marcus og Anthony. mann sinn, gerði honum ókleift að treysta henni nokkurn tíma. Vissulega urðu þetta Söndru von- brigði og smám saman rann upp fyrir henni að ekki stoðaði að tala hann til. Þannig hafði hún ekki hugsað sér að sambandið endaði. Samt vildi hann halda áfram að hitta hana rétt eins og áður og hafa engar skyldur gagnvart henni. Sandra kærði sig bara ekkert um slíkt lengur. Þrátt fyrir það lofaði hún þessu að halda áfram um tíma. Það hvarflaði að henni að slíta sambandinu alveg, en þegar hún hugsaði um það, vildi hún ekki missa hann. Komdu aftur í maí 1987 fór Richard að verða leiður á henni og kom stöðugt með nýjar afsakanir fyrir að geta ekki hitt hana. Fljótlega skildist Söndru hvað var að gerast, svo hún ákvað að reyna að vinna ást hans á ný, með því að taka sér annan elskhuga. Fyrir valinu varð hinn 37 ára gamli Anthony Glebe. Sandra var ekkert sérstaklega hrifin af honum, en taldi hann geta þjónað tilganginum prýði- lega. Svo brá þó við að í stað þess að verða afbrýðisamur, notaði Richard kærkomið tækifæri til að slíta öllu sambandi við Söndru. Næstu vikurn- ar bað og þrábændi hún hann um að koma aftur, en hvorki bænir né tár stoðuðu hið minnsta. Til þess að þurfa ekki að láta sér nægja aðeins eiginmanninn, John, sem hún elsk- fundi sína á morgnana, þegarSandra var ein heima. Richard fannst lífið orðið bærilegt á ný og naut þess að geta slakað á frá þeim vandamálum sem hann átti við að glíma vegna atvinnuleysisins. Sjö mánuðum síðar tilkynnti Sandra að hún væri ófrísk og hann ætti barnið. Gat ekki hætt í augum Söndru var þetta loka- sönnun þess að hjónaband þeirra Johns var ekki eins og það átti að vera. Hún kærði sig ekki um að halda áfram að fara svona á bak við hann og stakk upp á að þau Richard fengju bæði skilnað og færu að búa saman. Það tók Richard hins vegar ekki í mál. í fyrsta lagi var hann verkamað- ur, en Sandra dæmigerð miðstéttar- kona. í öðru lagi hafði hann engar tekjur og gæti því ekki séð fyrir heimili. Loks sagði hann að það hvernig hún kæmi fram við eigin- Richard Pearse með konu sinni Maureen, sem hann vildi ekki yfirgefa. Sandra Mallow var gift, en yfir sig ástfangin af nágrannanum, Richard Pearse. Þau eignuðust barn saman, en svo varð hann leiður á henni og sleit sambandinu. Sandra tók sér nýjan elsk- huga til að vekja afbrýði hans, en það hefði hún betur látið ógert... til mín A ArAJk JT á. & * ± 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.