Tíminn - 02.07.1988, Qupperneq 11
Laugardagur 2. júlí 1988
HELGIN
I
21
I BETRI SÆTUM
LUJ
Critical Condition:
Á fall-
andi
fæti hjá
kall-
greyinu
Stjömugjöf = ★
Aðalhlutverk: Richard Pryor, Rachel
Ticotin, Ruben Blades
Leikstjóri: Michael Apted
Það er nú hreint og beint
sorglegt að fylgjast með Ric-
hard Pryor og hvernig honum
hnignar með hverjum deginum
sem líður. Maðurinn sem
Eddie Murphy dáði og dýrk-
aði, er nú algjört hræ sem selur
sálu sína hæstbjóðanda og það
sést kannski best á nýjustu
afurð hans á íslenska mynd-
bandamarkaðnum, Critical
Condition, sem Regnboginn
sýndi hér fyrir ári.
Myndin segir frá misheppn-
uðum kaupsýslumanni, Lenni-
han, sem leitar aðstoðar okrara
og krimma, Mazzini að nafni,
þar sem allt er komið í hönk
hjá honum. Löggan hefur hins
vegar komið fyrir míkrafóni á
honum til að klófesta okrar-
ann. Lennihan lendir því í
súpunni þegar handtakan fer
fram. Löggan heldur að hann
sé krimmi og Mazzini að hann
sé svikari. Hann er dæmdur í
eins árs fangavist, í sama fang-
elsi og okrarinn. Sá kemur
honum í skilning um að þar
bíði hans ekkert nema dauð-
inn.
Pryor bregður á það ráð að
reyna að láta dæma sig geð-
veikan og þar upphefjast hin
ýmsu ævintýri. En eins og allar
amerískar myndir, þá endar
þessi mynd alveg afskaplega
vel.
Þetta er hreint og beint af-
skapleg b-mynd. Frumleikinn
er ótrúlega lítill og maður hef-
ur séð öll þessi atriði í mörgum
myndum áður. Það sést vel að
Pryor er kominn í mikla
klemmu á andlega og peninga-
lega sviðinu og hann er fallinn
í sömu gryfju og margir aðrir
Hollywood leikarar, að leika í
öllum myndum sem honum
bjóðast.
Pessi mynd er uppfull af
aulahúmor og leiðindum og
ekkert annað. -SÓL
Myndbandaleigur hækka verö á spólunum:
FARA ÚR 250
í 300 KRÓNUR
Myndbandaleigur innan Sam-
bands íslenskra myndbandaleiga og
einnig hluti annarra leiga, hafa
ákveðið að hækka verð á útleigu á
spólum og gekk hækkunin í gildi í
gær. Par með hækkaði verðið unt 50
krónur, úr250 krónum í 300 krónur.
Að sögn starfsmanns SÍM eru
þetta ekki saniræmdar aðgerðir, né
heldur gerðar í nafni samtakanna.
heldur hafi mönnum einfaldlega
fundist vera kominn tími til að
hækka. Hækkanirnar hafi venjulega
fylgt í kjölfarið á hækkun bíómið-
ans, sem nú stendur í tæplega 300
kallinum. Þá sagði starfsmaðurinn
að myndbönd hefðu ekki hækkað
síðan á síðasta ári og hækkunin væri
því ekki nema eðlileg með tilliti til
annarra hækkana í þjóðfclaginu.
____________ -SÓL
Mikið að gera á
myndbandaleigum
Yfirleitt eru sumarmánuðirnir
erfiðir fyrir eigendur myndbanda-
leiga. Oft er þá mjög lítið að gera og
fólk notar blíðviðrið og birtuna til að
spóka sig úti.
Á suð-vesturhorni landsins hefur
þetta hins vegar ekki verið raunin í
sumar og reyndar sjaldan verið jafn
mikið að gera á sumum myndbanda-
leigum og einmitt nú í júnímánuði.
„Pað er ekki nema von, þetta hefur
ekki verið neitt sumar hér í júní.
Petta er búið að vera mildur vetur,“
komst eigandi einnar myndbanda-
leigunnar að orði í samtali við Tím-
ann í gær.
„Það er alltaf mest að gera þegar
veður er slæmt, hvort sem það er
vetur eða sumar,“ sagði starfsmaður
á Myndbandaleigu kvikmyndahús-
anna og bætti því við að í byrjun
vikunnar hefði strax orðið vart við
breytingu en þá gægðist sólin fram
úr skýjunum í fyrsta skipti í lengri
tíma og leiga á myndböndum datt
niður að sama skapi.
Starfsmenn annarra myndbanda-
leiga tóku í sama streng. Sögðu
júnímánuð hafa verið mjög góðan
en hins vegar var víða lítið að gera í
maí. IDS
„TOPP TUTTUGU“ Það Itala ekki orðið miklar Itreylingar á toppi listans þessa vikuna. Kjórar vinsælustu inyiuliruar eru á síniini stað, óhagganlegar. Linimgis þrjar nyjar niyndir komu inn á listann og er það óvenjii litið. Kn svona lítur liann út.
1. ( 1) Innerspace (Steinar)
2. ( 2) Dirty Dancing (J.B. Heildsaia)
3. ( 3) Something Wild (Skífan)
4. ( 4) Raising Arizona (Steinar)
5. ( 6) TheJerk (Laugarásbíó)
6. ( 5) No Mercy (Steinar)
7. ( 8) Roxanne (Skífan)
8. ( 7) Hands of a Stranger (J.B. Heildsala)
9. (10) Otto #2 (Myndbox)
10. (11) WiseGuy (J.B. Heildsala)
11. (13) Dudes (Steinar)
12. (17) Critical Condition (Háskólabíó)
13. ( 9) Rent-A-Cop (J.B. Heildsala)
14. (18) Whistle Blower (J.B. Heildsala)
15. (-) White Water Summer (Skífan)
16. (-) Amazing Stories #4 (Laugarásbíó)
17. (-) He’s My Girl (Myndbox)
18. (15) Lady Beware (Myndbox)
19. (19) PositivelD (Laugarásbíó)
20. (16) CaseClosed (Steinar)
Spurningaleikur „í betri sætum“:
Nöfn vinningshafanna
Dregið hefur verið í spurningaleik
„í betri sætum“. Upp komu þrjú
nöfn og reyndust allir hafa rétt
svör. Spurt var um mynd Stanley
Kubrick, Skothylkið. Vinningshaf-
arnir reyndust allir vera karlkyns,
og getur verið að kvenþjóðin hafi
ekki haft mikinn áhuga á myndinn:
sökum innihalds. En nóg um það
Hér eru rétt svör:
1. 2001, A Space Oddity, Lolita,
Shining, Dr. Strangelove, A
Clockwork Orange.
2. Nýbýlavegur 4
3. Skothylkið
4. Born to kill (Fæddur til að
drepa)
5. Matthew Modine, Adain
Baldwin, Vincent D'Onofrio,
Dorian Harewood, Lee Ermey.
Hér birtum við...
Hér birtum við nöfn vinningshaf-
anna:
Ágúst Jónsson
Sigluvík II
V-Landeyjum
Garðar H. Magnússon
Giljahlíð
Borgarfírði
Gunnar Stefánsson
Breiðagerði 17
Reykjavík
Tíminn óskar vinningshöfunum
til hamingju og vonast til þess að
áhugafólk um myndbönd fylgist
áfram með myndbandasíðunni því
fleiri spurningaleikir eru á döfinni.
Við erum búnir að heyra hljóðið
í vinningshöfunum og óska þeim til
hamingju með vinninginn. Sem
nærri má geta voru þetta ánægjuleg
samtöl á báða bóga.
Þá vill Tíminn jafnframt þakka
Steinum hf. fyrir að gefa verðlaun
í spurningaleiknum. Fjöldi úr-
lausna barst og það þýðir ekkert að
gefast upp þó þitt nafn hafi ekki
verið dregið út núna. Það verða
fleiri tækifæri.
íbúi bar kennsl á hann seint og síöar:
Þjófur að nóttu flúði yfir þökin
Það gerðist fyrir nokkru að kald-
ur trekkur vakti Reykvíking af
svefni. en hann hafði gleymt að
loka svaladyrunum. Hann bjó á
annarri hæð í húsi í gömlu hverfi í
borginni og hirti því ekki alltaf um
að loka dyrunum. En nú var kalt
og því snaraðist hann fram úr
rúminu og tiplaði á náttfötunum
fram í stofu til að loka kuldagjóst-
inn úti. Þá sér hann hvar maður
stendur fast að veggnum úti á
svölum og lætur lítið fyrir sér fara
í rökkrinu. Ibúinn hrekkur í fyrstu
við, en stekkur svo til og skellir
aftur svalahurðinni. Um leið gat
hann virt manninn á svölunum
fyrir sér stutta stund. Svo gerði
hann lögreglu viðvart. En maður-
inn var sporlaust horfinn á braut.
Þessa nótt ók lögreglan um
hverfið í leit að grunsamlegum
tnanni og eftir nokkra eftirgrennsl-
an var maður tekinn til yfirheyrslu
á lögreglustöðinni, sem ckki gat
gert grein fyrir sínum ferðum.
íbúinn var kallaður á stöðina til að
bera kennsl á hann. Þegar þangað
kom sat maðurinn úti í horni og fól
andlit sitt í höndum sér, en þcgar
hann færði þær frá, þótti íbúanum
ólíklegt, að þar væri kominn sami
maður og hafði verið á svölum
hans áður. Við svo búið var
manninum sleppt.
Hann var þá hinn glaðasti og
sagði íbúanum að hann taldi sig
vita hvernig þetta hefði borið að og
bauðst til að skýra nánar fyrir
honum hvað hann ætti við. Hann
fylgdi honum því heim og sýndi
hvernig þjófi tækist að komast cftir
húsþökunum á svalirnar og sömu
leið til baka.
Þetta þótti íbúanum líkleg kenn-
ing og hugsaöi ekki mcira um það
að sinni.
Það er svo nokkrum dögunt
síðar, þegar íbúinn er á gangi í
nágrenninu, að hann sér mann
álcngdar og kennir þar manninn á
svölunum. Með hrópum tók hann
á rás í átt að manninum, sem
skaust inn í söluturn og sncri sér
þar út að vegg. Þegar fbúinn kom
þar inn var hann ekki í neinum
vafa. Hann haföi fundið manninn.
Og þegar maðurinn sneri sér vtð,
sá hann, að þar var kominn sami
maður, og áður hafði fylgt honum
heim af lögregiustöðinni.
íbúinn lét því kyrrt liggja. þj