Tíminn - 05.08.1988, Síða 5

Tíminn - 05.08.1988, Síða 5
Föstudagur 5. ágúst 1988 Tíminn 5 Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarfiokksins í Skipulagsnefnd: Er þörf á stærra slysi svo borgarstióri vakni? Á kortinu má sjá slysstað, merktan x, flugbrautina, Hríngbraut eins og hún liggur í dag og Hríngbraut eins og hún kemur tii með að liggja, samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Inn á kortið er einnig búið að teikna aðrar framkvæmdir í gatnagerð sem skipulagið gerir ráð fyrir. Innanlandsflugið til Keflavíkur Flugslysið við Reykjavíkurflug- völl fyrr í vikunni, þar sem þrír Kanadabúar fórust er flugvél þeirra hrapaði aðeins 100 metrum frá Hringbrautinni, hefur endurvakið umræðuna um framtiðarskipan innanlandsflugsins. Alfreð Þor- steinsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í Skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar, hefur harðlega gagn- rýnt afstöðu sjálfstæðismanna í borgarstjórn til þeirrar slysahættu sem staðsetning vallaríns hefur í för með sér. í samtali sem Tíminn átti við Alfreð í gær, kom fram að sam- kvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem gilda á til ársins 2004, stendur til að færa Hringbrautina enn nær flugvellin- um. Alfreð sagði slysahættuna auk- ast verulega verði þessar hugmyndir sjálfstæðismanna að veruleika. „Það eru engin áform uppi um að minnka þá slysahættu sem stafar af vellinum, sérstaklega norður-suður brautinni. Þvert á móti á að auka slysahættuna þar sem það á að færa Hringbrautina alveg ofan í enda brautarinnar," sagði Alfreð. „Áætl- að er að flutningur Hringbrautar kosti á bilinu 400-500 milljónirþegar allt er talið. Sú upphæð virðist vera smámunir í augum meirihluta sjálf- stæðismanna,“ sagði Alfreð. Bíður Davíð eftir næsta slysi? „Ég hef margsinnis varað við flug- slysahættu, sem stafar af Reykjavík- urflugvelli, nú síðast við afgreiðslu aðalskipulagsins fyrr á þessu ári,“ sagði Álfreð í samtali við Tímann. „Sjálfstæðismenn með Davíð Oddsson, borgarstjóra, í broddi fylkingar, hafa lokað bæði augum og eyrum fyrir þessu. Af ummælum borgarstjóra eftir flugslysið sl. þriðjudag er ljóst, að hann ætlar ekkert að aðhafast. Það þarf greini- lega enn stærra flugslys til að hann vakni af dvalanum. Svo er að sjá, að það vaxi borgar- stjóra í augum að taka á þessu máli. Allur hans röskleiki virðist bundinn við stórframkvæmdir við byggingu í Tjörninni og Öskjuhlíðinni, en þeg- ar kemur að stórum málum, sem varða öryggi Reykvíkinga, og fram- tíðaráform um skynsamlega upp- byggingu borgarinnar, er eins og allur vindur sé úr honum,“ sagði Alfreð. Framsóknarmenn í borgarstjórn hafa haft sérstöðu varðandi Reykja- víkurflugvöll og ítrekað varað við flugslysahættu í þéttbýli, sem af honum stafar og flutt tillögur þess efnis að flytja ætti núverandi starf- semi á Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurvallar. „Menn verða að gera skýran greinarmun á flugslysahættu al- mennt við flugvelli og flugslysahættu við flugvöll í þéttbýli, eins og á við um Reykjavíkurflugvöll, þar sem fólki á jörðu niðri stafar mikil hætta af, verði flugslys," sagði Alfreð. Hann benti á fjórar röksemdir fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. í fyrsta lagi yrði þannig minnkuð slysahætta. í öðru lagi fengist dýrmætt íbúða- byggingarland fyrir Reykjavíkur- borg, sem stöðvaði frekari útþenslu byggðar, sem er dýrt bæði fyrir borgaryfirvöld og íbúa. í þriðja lagi myndi gamli miðbær- inn aftur styrkjast með aukinni byggð. I fjórða lagi yrði kostnaður Reykjavíkurborgar vegna flutnings á flugstarfseminni í lágmarki ef flug- ið yrði flutt til Keflavíkurflugvallar, þar sem flest öll aðstaða er þegar fyrir hendi þar. Einnig myndi sparast nú flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem er í bígerð fyrir hundruð mill- jóna króna. Bæta þarf samgöngur til Keflavíkur „Hins vegar er forsenda fyrir flutningi innanlandsflugs til Kefla- víkurflugvallar sú, að samgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur verði bættar. Framsóknarmenn í borgarstjórn hafa bent á að eðlileg- ast væri að byggð yrði flugmiðstöð í Suður-Mjódd Breiðholts, sem liggur vel við umferð frá Keflavíkurflug- velli. í framtíðinni mætti hugsa sér að ný tækni yrði notuð til fólksflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkur, t.d. einteiningar eða aðrar tegundir hraðlesta, sem færu þarna á milli á miklu skemmri tíma en nú þekkist. Að öðrum kosti yrði að flýta breikkun Keflavíkurvegar, en það er framkvæmd, sem er mjög nauð- synleg hvort sem er vegna þess hve Stór-Reykjavíkursvæðið er orðið samtvinnað atvinnulega,“ sagði Alfreð. JIH Glæsivagnar á ferðalagi Félagar í Fornbílaklúbbnum lögðu land undir fót nýverið og heimsóttu Norðurland. Hópurinn lagði upp frá Reykjavík fimmtudaginn 28. júlí og endaði ferðin með sýningu á Akureyri, og voru þá um 40 bifreiðar í hópnum. Að sögn Kristins Snæland, farar- stjóra, var tilgangur ferðarinnar sá að sýna almenningi hina ágætu far- kosti sem í hópnum voru, auk þess sem ferðin var skemmtiferð klúbb- félaga. Með í ferðinni var einnig fulltrúi frá íþróttafélagi fatlaðra og safnaði hann fé í þágu sinna samtaka meðan á ferðinni stóð. Að sögn Kristins var staðnæmst á flestum þéttbýlisstöðum á leið hóps- ins og vakti flotinn mikla athygli, enda samanstóð hann af ýmsum glæsivögnum. Aldursforsetinn, Ford árgerð 1929, var allajafna í fararbroddi, einnig voru í hópnum allmargir far- kostir sem þjónað höfðu atvinnulífi landsmanna fyrir og um stríð. Allir bílarnir í hópnum áttu það sameiginlegt að líta mjög vel út og voru margir hverjir hreinasta augna- yndi. Upplýsingar um bílana voru til fyrirmyndar, en á hverjum og einum kom fram tegund, árgerð, nafn eig- anda og fleira. ÖÞ Fljótum/-gs Frá ferð Fombflaklúbbsins um landið. Hér em bflamir staðsettir á Ketilási í Fljótum. T(mamynd:ÖÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.