Tíminn - 05.08.1988, Page 8

Tíminn - 05.08.1988, Page 8
8 Tíminn. Föstudagur 5. ágúst 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Ástand efnahagsmála Ríkisstjórnarinnar bíða mikil verkefni, sem leysa verður á stuttum tíma. Almenningur gerir sér fulla grein fyrir því að rekstrarvandi útflutnings- framleiðslunnar er slíkur að þar er skjótra úrbóta þörf. Ríkisstjórnin getur gengið út frá því sem vísu að fólkið í Iandinu er fúst til þess að lúta eðlilegum ráðstöfunum sem gerðar eru til bjargar grundvall- aratvinnuvegum þjóðarinnar. Almenningur áttar sig fyllilega á því að miklar breytingar hafa orðið hvað varðar afkomuskilyrði útflutningsgreinanna. Almenningur veit að verðbólgan innanlands hefur skekkt rekstrargrundvöll þeirra fyrirtækja, sem eiga allt undir verðlagi á erlendum mörkuðum. Pess vegna lætur enginn landsmaður sér annað til hugar koma en að vænta megi strangra efnahags- aðgerða af hálfu ríkisvaldsins. En ríkisstjórnin verður að auki að gera sér grein fyrir því að það hefur einnig verið gengið nærri afkomu heimilanna í landinu að undanförnu. Svo víst sem það er að almenningur er við því búinn að gerðar verði meiri eða minni ráðstafanir til bjargar útflutningsfyrirtækjum, þá er sú eðlilega krafa uppi að gerðar verði ráðstafanir til þess að létta almenningi að rísa undir útgjöldum til brýnustu lífsnauðsynja og að þær byrðar sem efnahagsástandið óhjákvæmilega kallar yfir þjóð- ina komi réttlátlega niður. Enginn vafi er á því að fjöldi fólks hér á landi býr við svo góð lífskjör og efnahag að það þolir kjaraskerðingu meðan verið er að koma efnahags- lífinu á réttan kjöl. En það er líka til hópur fólks, sem ekki þolir neina kjaraskerðingu. Efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar verða að miðast við að sá hópur manna, sem erfiðasta stöðu hefur, verði ekki fyrir kjaraskerðingu, heldur verði gengið út frá því að hlutur þess hóps verði bættur með sama hætti og nú er fyrirhugað að bæta rekstrarstöðu undirstöðufyrirtækja þjóðarbúsins. í þessu sambandi verður ekki hjá því komist að hverfa frá ýmsum þeim tilraunum, sem uppi hafa verið síðustu ár eftir forskriftum markaðshyggj- unnar. E»ar kemur að sjálfsögðu fleira en eitt til greina, en breytt stefna í vaxtamálum er óhjá- kvæmileg. Frjálsræðisstefnan í vaxtamálum hefur nú verið reynd í nokkur ár með alvarlegum afleiðingum fyrir atvinnurekstur og heimilishald. Hún hefur einnig átt sinn þátt í verðbólguaukningu. Hins vegar hefur komið í ljós að þessi stefna hefur ekki aukið peningasparnað í / bankakerfinu og ekki dregið úr eftirspurn eftiþlánum. Það ætti að vera einrí meginþáttur efnahagsráð- stafana að aflétta vaxtaokrinu. garri Líka Bolungarvík . Einar heitinn Guöfinnsson var á sínuin tíma umsvifamikill athafna- maöur vestur í Bolungarvík. Hann byggði þar upp stórfyrirtæki á sviði útgerðar, fiskvinnslu og verslunar, cn nú er helst að sjá að farið sé að halla þar verulega undan fæti. Þessa ályktun má draga af frétt í Þjóðviljanum í fyrradag, um álögð gjöld í Vestfjarðaumdæmi, en þar segir: „/ nýúíkominni álagningarskrá Skattstofu Vestfjaröaumdæmis kemur fram að hið gamaigróna stórfyrirtæki Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík greiðir hvorki tekju- né cignaskatt. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Helga Kjart- anssonar, skattstjóra í umdæminu, er það vegna þess að skuldir fyrir- tækisins umfram eignir eru það miklar að eignaskattsstofn nær ekki að myndast. Híns vegargreið- ir fyrirtækið um 5,6 milljónir í aðra skatta, þar af um 3,1 milljón í aðstöðugjöld.“ Þessi frétt var ckki borin til baka í blaöinu í gær svo að gera veröur ráð fyrir að hún sé rétt. En hún er athyglisverð fyrir þá sök að eftir henni að dæma er eiginfjárstaða þessa fyrirtækis orðin þannig að hlýtur að jaðra við að það sé að koinast í þrot. Kannski það segi frjálshyggjumönnum eitthvað um þær aðstæöur, sem fyrirtæki úti á landi búa viö í dag, ef rétt er að þetta höfuövígi einkaframtaksins á landsbyggðinni sé komið í hættu á að velta yfir uin. Gúrkutíðin Og áfram með Þjóðviljann. Það er vitað að nú á þessum árstíma er lítið að gerast í þjóðlíf- inu, margir í sumarleyfum og þess vegna þröngt um fréttir til að fylla fjölmiðlana með. Þjóðviljinn brá þó á sérkennilegt ráð í gær til þess að leysa þennan vanda. Á blaðsíðu tvö í blaðinu var eins dálks frétt þar sem skýrt og skil- merkilega er frá því greint að verðbréfasjóðirnir nýju séu nú farnir að bólgna út. Var þar stuðst við skýrslu frá Seðlabanka íslands, þar scm fram kom að verðbréfa- eign sjóðanna hafði vaxið um 206% á árinu 1987. Á blaösíðu Hmm í sania blaði var hins vegar önnur þriggja dálka frétt um verðbréfasjóði, þar sem sömuleiðis er frá því grcint að þeir séu farnir að bólgna út. Þar var aftur vitnað í skýrslu frá Seðla- bankanum og frá því skýrt að verðbréfaeign þessaru sjóða hefði vaxið um 206% á árinu 1987. Þegar betur er skoðað kemur í Ijós að hér er nákvæmlega sama fréttin endurtekin, orðrétt samhljóöa hinni. Ef Garri man rétt var einhvern tíinann talað um sérstök agúrku- verölaun til þess fjölmiðils sem skuraði fram úr í því að leysa fréttaskortsvandann í gúrkutíð- inni. Er eiginlega nokkur þörf á því að bcra fram sérstaka tillögu um það hver eigi að hljóta þá gúrku að þessu sinni? Artúnsbrekkan Og úr þessu út í uinferðina. Svo vill til að Garri hcfur undanfarnar vikur talsvert oft átt leið eftir veginum hér upp Ártúnsbrekkuna, ofan við Elliðaárnar. Hvernig sem á því stendur er svo að sjá að á þessum vegarkafla sé talsvert hrað- ar ekið en lög mæla fyrir um. Þarna er 60 kílómetra há- markshraði á klukkustund, en ekki er annað að sjá en að þær reglur séu talsvert miður virtar heldur en á öðrum götum höfuðborgarinnar með sömu hraðatakmörkun. Garri hefur nú undanfarið nokkrum sinn- um gert það af ásettu ráði að halda sig nákvæmlega við þessi hraða- mörk og fylgjast jafnframt ineð hraðamælinum í bíl sínum. Það hefur ekki 'brugðist að stanslaus stramnur bíla hefur verið framúr honum í hvert skipti, og nokkuð jafnt í hvora áttina sem ekið er. Hvernig á þessu stendur er ekki gott að segja. Þó má vera að á uppeftirleiðinni, þegar menn þurfa hvort sem er að auka bensíngjöfina á móti brekkunni, gæti jafnvel hinir samviskusömustu ökumenn ekki að bensínfætinum og séu konmir vel yfir mörkin áður en þeir vita af. Líka kann ástæðan að hluta til að liggja í því að þarna er breiður og grciðfær vegur, tvær akreinar i báðar áttir, sem hvetji til þess að hraðinn sé aukinn. En hitt er Ijóst að þama hafa orðið alvarleg umferðarslys á liðn- um árum. Líka er greinilcgt að þarna er að koma upp hin alvarleg- asta slysagildra. Á þessum stað virðist því vera ástæða fyrir lögregl- una til að grípa í taumana. Garri. llllllllllll VÍTT OG BREITT illlllllllllll llllllllllllllllllllllllllll llllllllllllll Siðgæði með afföllum Stundum hvarflar að manni að ekki sé allt með felldu á íslenskum peninga-og lánamarkaði. En slíkar hugrenningar stafa ekki af öðru en þekkingarskorti, því þegar þeir sem vit hafa á fjalla um rentuna eða gjaldmiðilinn liggur ljóst fyrir að vextir eru alltof háir og eru að knésetja allt atvinnulífið eða að vextirnir eru síst of háir, því háir vextir stuðla að auknum sparnaði, sem aftur kemur atvinnulífinu til góða. Það fer nefnilega allt eftir því hvaða vitmaður um efnahagsmál hefur síðasta orðið hvaða skoðun um vextina er rétt og hver röng. Sama er að segja um skráningu gjaldmiðilsins. Fast gengi eða „rétt“ gengisskráning kemur sér ýmist vel eða illa fyrir atvinnu- og efnahagslífið, allt eftir hver á held- ur og alltaf má færa rök fyrir því að föst gengisskráning eða gengisfell- ing séu til blessunar fyrir efnahags- lífið og er hvorutveggja gert á álíka sannfærandi hátt þegar svo ber undir. „Þjónusta“ Því er víst engin ástæða til að verða hissa þótt fréttir berist af nýmælum í peningaviðskiptaheim- inum sem viðvaningar kunna ekki að gera upp á milli hvort eru rétt eða röng, siðleg eða óhæfa. Viðskiptakálfur Mogga greindi frá því í gær að ríkisbankinn h.f. hafi tekið upp nýja „þjónustu" fyrir viðskiptavini, eins og það,er kallað. Verðbréfamarkaður Ut- vegsbankans er farinn að kaupa kreditkortamiða með afföllum. Sagt er að ávöxtunarkrafan sé 60% og lítur það fallega út á blaði. Svo er reiknað út hvað ríkis- bankinn fær fyrir sinn snúð og sett upp í töflu og allt er þetta einkar snyrtilegt. En allt í allt greiða kreditmiða- salar, þ.e. kaupmenn, sem svarar 120% ársvöxtum með því að þiggja „þjónustuna." Frjálsu og óháðu verbréfamark- aðirnir eru fyrir löngu búnir að finna þá gróðalind að kaupa kredit- kortamiða með afföllum. Fjárvana kaupmenn og aðrir sem fá greitt með plasti geta ekki alltaf beðið í mánuð eftir að fá peningagreiðslu hjá kreditkortafyrirtækjunum en geta þá selt kortin með afföllum. Einsdæmi? Ekki hefur áður heyrst að al- vörubanki hafi tekið svona við- skiptahætti upp en það dregur hver dám af sínum sessunaut og hver segir að siðgæði ríkisbanka þurfi að vera á hærra plani en verðbréf- abraskara úti í bæ? Það er áreiðanlega góður bisniss að kaupa kreditkortamiða með afföllum. Gaman væri nú fyrir þá sem hvorki hafa vit á fjármögnun eða bankastarfsemi að fá fréttir af hvort það tíðkast nokkurs staðar í veröldinni utan íslands að virðu- legar fjármálastofnanir kaupi kred- itkortamiða af matvörukaupmönn- um og kráaeigendum með afföll- um. Einnig væri það fróðleikur að fá að vita hvort kreditkortafyrirtækj- um kemur það ekkert við að milli- liðir séu að braska með kortamið- ana og hvort það séu algengir viðskiptahættir í útlandinu. Kemur korthöfum, sem kvittað hafa fyrir úttekt með nafni sínu og t.d. er tilgreint hvar og hvenær hann var á kenderíi, ekkert við um hverra hendur þannig einkamál fara? Allt brall óviðkomandi aðila með kreditkortamiða hlýtur að vera trúnaðarbrot gagnvart kort- hafa. Tæpast lækkar kreditmiðasalan með aföllum vöruverð, heldur hljóta þannig tiltektir að hækka vöru og þjónustu. Sömuleiðis er óhætt að álykta að miðabraskið auki fjármagnskostnað heldur en hitt og ekki er á kaupmönnum að heyra að sá kostnaðarliður megi hærri vera. En kannski er allt þetta sjálfsagt og eðlilegt. Maður hefur bara ekki vit á viðskiptum eins og þeir hjá verðbréfamörkuðunum. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.