Tíminn - 05.08.1988, Qupperneq 16
16 Tíminn
Föstudagur 5. ágúst 1988
lllllllllíllllllllllllli DAGBÓK . .
Listasafn íslands:
MYND MÁNADARINS
í Listasafni fslands er vikulega kynnt i
mynd mánaðarins. Par stendur nú yfir
sýning á verkum rússneska málarans
Marcs Chagalls. Chagall var af gyðinga-
ættum, fæddur í Vitebsk í Rússlandi árið
1887. Hann settist að í Frakklandi og lést
þar árið 1985 á 98. aldursári.
Á sýningunni eru 41 verk, olíumálverk,
vatnslitamyndir og teikningar og gefur
sýningin góða mynd af listferli Chagalls
og þeim viðfangsefnum er heilluðu hann
mest. Mynd ágústmánaðar „Blávængjaða
klukkan" er meðal verka á sýningunni.
Þetta er olíumálverk frá árinu 1949.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer
fram í fylgd sérfræðings alla fimmtudaga
kl. 13:30. Aðgangur að sýningunni kostar
kr. 300.
Síðasti sýningardagur er sunnudagur-
inn 14. ágúst.
Listasafnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11:00-17:00. Veitingastofa
safnsins er opin á sama tíma.
Nína Gautadóttir í Gallerí
SVART Á HVÍTU 30. júlí-14. ág.
Laugardaginn 30. júlí var opnuð í
Gallerí „Svart á hvítu", Laufásvegi 17,
sýning á verkum Nínu Gautadóttur. Á
sýningunni verða olíu- og akrýlmálverk
unnin 1987-’88.
Nína Gautadóttir nam myndlist í París
á árunum 1969-1976. Hún hefur tekið
þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi og
víðar og einnig haldið einkasýningar.
Nína hefur verið búsett í París fráárinu
1969, en einnig dvalið í Nígeríu og í
Kamerún. Hún hefur unnið til fjölda
verðlauna og viðurkenninga fyrir list
sína, nú síðast á alþjóðlegri sýningu í
Aþenu.
Þetta er fimmta einkasýning Nínu
Gautadóttur hér á landi, en fyrsta einka-
sýning hennar var að Kjarvalsstöðum
1980. 1983 hélt hún sýningu í Listmuna-
húsinu og aftur á Kjarvalsstöðum 1986.
Þá lauk nýlega sýningu hennar í Glerár-
kirkju á Akureyri.
Sýning Nínu er opin alla daga nema
mánudaga kl. 14:00-18:00 og stendur til
14. ágúst.
f LIST A VERK ASÖLU gallerísins
(efri hæð) eru til sölu verk ýmissa mynd-
listarmanna og má m.a. ncfna:
Karl Kvaran, Georg Guðna, Huldu
Hákon, Helga Þorgils Friðjónsson, Hall-
dór Björn Runólfsson, Jón Óskar, Jón
Axel, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Pétur
Magnússon, Kees Visser, Ólaf Lárusson,
Svanborgu Matthíasdóttur, Pétur Magn-
ússon, Sigurð Guðmundsson, Sigurð Ör-
lygsson, Pieeter Holstein og Tuma Magn-
ússon. Listaverkasalan er opin á sama
tíma og sýningarsalur gallerísins, kl.
14:00-18:00 alla daga nema mánudaga.
Leiðbeiningar við þjóðvegi
Bæklingurinn Leiðbeiningar við þjóð-
vegi er fylgirit með 13. tbl. Freys, en
Vegagerð ríkisins og Náttúruverndarráð
gefa út. Einnig er í bæklingnum átta
blaðsíðna efni frá Stéttarsambandi
bænda. Á sl. ári urðu deilur milli Vega-
gerðar ríkisins og ýmissa aðila í dreifbýli
um það á hvern hátt væri leyfilegt að
Benóný Ægisson
ORG-útgáfan gefur út „Leirböð“
eftir Benóný Ægisson
Út er komin hjá útgáfunni Org bókin
Leirböð, þættir um þjóðernið eftir
Benóný Ægisson. „Bókin er 64 blaðsíður
og fjallar um þjóðernishyggju, þjóðremb-
ing og þjóðernisfasisma," segir í frétta-
tilkynningu.
f bókinni eru tvær smásögur, einn
ljóðleikur (óperutexti), atómljóðabálkur
og ríma, og kennir þar margra grasa. Þar
er m.a. fjallað um: “Hvernig var að vera
á bísanum í Róm Mússólínis árið 1939 í
upphafi síðari heimstyrjaldar? Hvernig
má íslenskur ráðherra í heilögu stríði
sínu við kanann og hvalastofnana? Þá er
einnig reynt að upplýsa rúmlega aldar-
gamalt morðmál frá fslendingabyggðum í
Kaupmannahöfn."
auglýsa þjónustu við ferðamenn á skiltum
meðfram þjóðvegum. í framhaldi af því
voru haldnir fundir með fulltrúum Vega-
gerðar ríkisins, Náttúruverndarráðs og
Stéttarsambands bænda, þar sem komist
var að samkomulagi um reglur um leið-
beiningarmerki meðfram þjóðvegum og
auglýsingaskilti utan þéettbýlis, og birtast
reglurnar í þessu riti.
Handrit, bækur og myndir
á uppboði hjá BÓKAVÓRÐUNNI
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 15:00 efnir
Bókavarðan til fjölbreytts uppboðs í
Templarahöllinni við Eiríksgötu.
Meðal þess sem selt verður eru allir
Hæstaréttardómar frá upphafi, einnig úr
öðrum gömlum dómasöfnum, m.a. svo-
kölluðum „fsafoldardómum", kennslu-
bækur eftir Bjarna Benediktsson, gamlar
fasteignabækur, allt Almanak Þjóðvina-
félagsins frá 1875-1950, rit eftir Jón
Bjarnasonúnítaraprest, pr. í Vesturheimi
1879, Annáll 19. aldar eftir séra Pétur í
Grímsey, ýmsar bækur um sögu Reykja-
víkur, gamlar handritaprentanir og
heilmargar bækur úr íslenskum og nor-
rænum fræðum, ýmsar frumútgáfur eftir
Halldór Laxness, m.a. Kvæðakverið í
alskinnsbandi og útgáfa af fslandsklukk-
unni sem var tölusett í 60 eintökum.
Þá verða seld bréfasöfn, m.a. bréf
Ásmundar Jónssonar skálds frá Skúfs-
stöðum, sem hann sendi til vina sinna frá
Danmörku á stríðsárunum, og bréf sem
fjalla um áform Kreugers eldspýtnakóngs
um að stofna hér á landi eldspýtnaverk-
smiðju með Kristjáni Torfasyni á Sól-
bakka við Önundarfjörð.
Einnig verða boðnar til sölu nokkrar
gamlar franskar tískumyndir frá upphafi
19. aldar, gamlar myndir og stungur frá_
fslandi, nokkrar myndireftir Karl Einars;
son Dunganon, hertoga af Sankti Kildu,
mynd eftir Alfreð Flóka og e.t.v. fleiri
myndverk.
Uppboðsgripirnir verða til sýnis hjá
Bókavörðunni að Vatnsstíg4 í Reykjavík
laugardaginn 6. ágúst kl. 11:00-15:00, en
uppboðið hefst í Templarahöllinni sunn-
udaginn 7. ág. kl. 15:00 stundvíslega.
Samstarfshópur
friðarhreyfinga minnist
Hírósíma og Nagasaki
Friðarsinnar um allan heim minnast
þess nú að 43 ár eru liðin frá því að
Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorku-
sprengjum á japönsku borgirnar Híró-
síma og Nagasaki. í kjölfar þess opnuðust
augu heimsinsfyrirógnarmætti kjarnork-
unnar og því, að ekkert getur réttlætt
notkun slíkra vopna.
í kvöld, föstud. 5. ágúst, hafa íslenskar
friðarhreyfingar ákveðið að fleyta kertum
á Reykjavíkurtjörn og minnast um leið
fórnarlamba árásanna og benda á leiðir til
að hindra að slíkur harmleikur endurtaki
sig. fslenskir friðarsinnar leggja einkum
áherslu á nauðsyn þess að nýgerðum
afvopnunarsamningum verði fylgt eftir
með kjarnorkuvopnalausum svæðum og
banni við tilraunum með kjarnorkuvopn.
Kl. 22:30 í kvöld verður safnast saman
við Tjörnina og þar verður stutt dagskrá.
M.a. mun Viðar Eggertsson leikari lesa
Ijóð. Flotkerti verða seld á staðnum og er
ætlunin að fleyta þeim á þeirri stundu sem
sprengjunni var varpað á Hírósíma.
Undir fréttatilkynninguna skrifar Sam-
starfshópur friðarhreyfinga, eða 7 samtök
friðarhreyfinga á fslandi:
Friðarhópur fóstra, Friðarhreyfing ís-
lenskra kvenna, Menningar- og friðar-
samtök íslenskra kvenna, Samtök her-
stöðvaandstæðinga, Samtök íslenskra
eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök
lækna gegn kjarnorkuvá og Samtök um
kjarnorkuvopnalaust ísland.
Heyrnar- og talmeina-
stöð íslands: Móttaka
á Norðurlandi vestra
Móttökur verða á vegum Heyrnar-og
talmeinastöðvar íslands á Norðurlandi
vestra 8. til 13. ágúst. Þar fer fram
greining heyrnar- og talmeina og úthlutun
heyrnartækja.
Áætlað er að vera á Ólafsflrði 8. ág.,
Siglufirði 9. ág., Sauðárkróki 10. ág.,
Blönduósi 11. ág. og fram til hádegis 12.
ág., Skagaströnd 12. ág. frá kl. 13:00 og
á Hvammstanga 13. ágúst.
Sömu daga, að lokinni móttöku Heyrn-
ar- og talmeinastöðvarinnar, verður al-
menn lækningamóttaka sérfræðings í
háls-, nef- og eyrnalækningum.
Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á
viðkomandi heilsugæslustöð.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Sumarferð kórs og safnaðarfélags Ás-
prestakalls verður farin sunnudaginn 14.
ágúst.
Lagt af stað frá Áskirkju kl. 08:30.
Messað í Strandakirkju.
Allar nánari upplýsingar og skráning í
ferðina í síma 37788 hjá Guðrúnu, - í
síðasta lagi 7. ágúst.
Sumarierðalag Verkakvenna-
félagsins Framsóknar
Hið árlega sumarferðalag Verka-
kvennafélagsins Framsóknar verður farið
7.-9. ágúst nk. Farið verður um Skaga-
fjörð og gist á Sauðárkróki.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félags-
ins. Sími er 688930.
Leiðrétting
í grein í Tímanum í gær, Kvíaeldi í sjó
á Vestfjörðum, var rangt farið með nafn
á forstöðumanni Lax hf. í Tálknafirði.
Hann er sagður vera Árni Sigurðsson,
Norðurbotni, en hið rétta er að Björgvin
Sigurjónsson veitir stöðinni forstöðu.
Árni er hinsvegar starfsmaður Lax hf.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar
á þessum missögnum.
Föstudagur
5. ágúst
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gunnar Björnsson
flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu
fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. Meðal efnis er sagan
„Freyja“ eftir Kristínu Finnbogadóttur frá Hítar-
dal. Ragnheiður Steindórsdóttir lýkur lestrinum.
Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um
kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikflmi. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 Úr sögu siðfræðinnar - Hegel. Vilhjálmur
Árnason flytur sjötta og lokaerindi sitt. (Endur-
tekið frá þriðjudagskvöldi).
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Niður aldanna. Sagt frá gömlum húsum á
Norðurlandi og fleiru frá fyrri tíð. Umsjón: örn
Ingi. (Frá Akureyri)
11.00 Fróttir. Tilkynningar.
11.00 Samhljómur. Umsjón: Daníel Þorsteinsson.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.35 Miðdegissagan: „Jónas“ eftir Jens Björn-
eboe. Mörður Árnason les þýðingu sína (2).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir
kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags
að loknum fréttum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.00 Af drekaslóðum. Úr Austfirðingafjórð-
ungi. Umsjón: Kristjana Bergsdóttir. (Frá Egils-
stöðum)(Endurtekinn þáttur frá laugardags-
kvöldi).
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Meðal efnis er framhalds-
sagan „Sérkennileg sveitardvöl“ eftir Þorstein
Marelsson sem höfundur les. Einnig kynnt
spurningakeppni Barnaútvarpsins sem hefst 7.
ágúst. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir
og Vernharður Linnet.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Rameau, Ponchielli,
Borodin og Bizet. a. Fimm dansar úr „Les
Boréades“-svítunni eftir Jean-Philippe Ram-
eau. 18. aldar hljómsveitin leikur; Frans Brugg-
en stjórnar. b. Stundadansinn eftir Amilcare
Ponchielli. Fílharmoníusveit Berlínar leikur;
Herbert von Karajan stjórnar. c. „Polovtsian“-
dansar úr óperunni Igori fursta eftir Alexander
Borodin. Suisse Romande hljómsveitin leikur;
Kór útvarpsins í Lausanne syngur;
Ernest Ansermet stjórnar. d. Barnaleikir eftir
Georges Bizet. Parísarhljómsveitin leikur; Dan-
iel Barenboim stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Hringtorgið. Sigurður Helgason sér um
umferðarþátt.
Tón'ist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.35 Náttúruskoðun. Jóhann Pálsson garðyrkju-
stjóri talar um reskiplöntur.
20.00 Litlí barnatíminn. Umsjón: Gunnvör Braga.
(Endurtekinn frá morgni).
20.15 Blásaratónlist. a. Konsert fyrir blásara og
ásláttarhljóðfæri eftir Pál P. Pálsson. Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur; höfundur stjórnar. b. Kons-
ertpolki fyrir tvær klarinettur og blásarasveit eftir
Pál P. Pálsson. Gunnar Egilson og Vilhjálmur
Guðjónsson leika á klarinettur með Lúðrasveit
Reykjavíkur; höfundur stjórnar. c. Kvintett fyrir
málmblásara eftir Keith Jarrett. Bandaríski
málmblásarakvintettinn leikur.
21.00 Sumarvaka a. Faðir Siglufjarðar. Birgir
Sveinbjörnsson tekur saman þátt um séra
Bjama Þorsteinsson tónskáld, ævi hans og
störf. Rætt er við séra Vigfús Þór Árnason,
Þorstein Hannesson og Óla Blöndal. (Frá Akur-
eyri) b. Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir
Bjama Þorsteinsson. Páll P. Pálsson stjómar.
Kynnir: Helga Þ. Stephensen.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist.
23.10 Tónlistarmaður vikunnar - Páll Pampic-
hler Pálsson. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
(Endurtekinn Samhljómsþáttur frá febrúar sl.)
24.00 Fréttir.
00.10 Píanótríó í a-moll op. 50 eftir Pjotr Tsjaík-
ovskí. Itzhak Perlman leikur á fiðlu, Vladimir
Ashkenazy á píanó og Lynn Harrell á selló.
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
9.03 Viðblt - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Miðmorgunssyrpa - Eva Ásrún Albertsdótt-
ir.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála - Sigurður Gröndal.
16.03 Dagskrá
Dægurmálaútvarp.
18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Snúningur. Pétur Grétarsson ber kveðjur
milli hlustenda og leikur óskalög.
02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl.
5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00,10.00,11.00,12.00,12.20,
14.00,15.00,16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00
og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands
Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir.
SJÓNVARPIÐ
Föstudagur
5. ágúst
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Sindbað sæfari. Þýskurteiknimyndaflokkur.
Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún
Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
19.25 Poppkorn. Umsjón Steingrímur Ólafsson.
Samsetning Ásgrímur Sverrisson.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Basl er bókaútgáfa. (Executive Stress)
Breskur gamanmyndaflokkur um hjón sem
starfa við sama útgáfufyrirtæki. Aðalhlutverk
Penelope Keith og Geoffrey Palmer. Þýðandi
Ýrr Bertelsdóttir.
21.00 Pilsaþytur. (Me and Mom) Bandarískur
myndaflokkur af léttara taginu um mæðgur sem
reka einkaspæjarafyrirtæki í félagi við þriðja
mann. Aðalhluverk Lisa Eiibacher og Holland
Taylor. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
21.50 Farandsöngvarar. (The Night the Lights
Went Out in Georgia). Bandarísk bíómynd frá
1981. Leikstjóri Ronald F. Maxwell. Aðalhlut-
verk Kristy McNichol, Mark Hamill, Denis Quad,
Sunny Johnson og Arlen Dean. Framagjörn
sveitasöngkona á í erfiðleikum með bróður sinn
sem syngur með henni vegna sífelldra vand-
ræða hans í kvennamálum. Þýðandi Þorsteinn
Þórhallsson.
23.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Föstudagur
5. ágúst
16:10 Gigot Gamanmynd um mállausan húsvörð í
París sem tekur að sér vændiskonu og barn
hennar. Aðalhlutverk: Jackie Gleason og Kathe-
rine Kath.Leikstjóri: Gene Kelly. Framleiðandi:
Kenneth Hyman. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson.
20th Century Fox 1962. Sýningartími 100 mín.
17.50 Silfurhaukarnir. Teiknimynd. Þýðandi: Bolli
Gíslason. Lorimar.
18.15 Föstudagsbitinn. Vandaður tónlistarþáttur
með viðtölum við hljómlistarfólk, kvikmyndaum-
fjöllun, og fréttum úr poppheiminum. Þýðandi:
Ragnar Hólm Ragnarsson. Musicbox 1988.
19.19 19:19. Fréttir og fréttaskýringaþáttur ásamt
umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á
baugi.
20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamála-
myndir sem gerðar eru í anda þessa meistara
hrollvekjunnar. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragn-
arsson. Sýningartími 30 mín.
21.00 í sumarskapi. Meðöldruðum. Stöð2, Stjarn-
an og Hótel ísland standa fyrir þessum skemm-
tiþætti í beinni útsendingu. Gamla fólkið verður
í öndvegi á Hótel íslandi í kvöld. Kinnir: Bjarni
Dagur Jónsson ásamt fleirum. Dagskrárgerð:
Egill Eðvarðsson. Stöð2/Stjarnan/Hótel ísland.
22.00 Sérsveitarforinginn. Commando.
Schwarzenegger birtist hér í hlutverki ofursta
sem er nauðbeygður til að takast á hendur
hættumesta leiðangur lífs síns. Rae Dawn
Chong er mótleikari hans í gervi flugfreyju, sem
reynist honum erfiður samstarfsmaður. Aðal-
hlutverk: Arnold Schwarzenegger, Rae Dawn
Chong og Dan Hedaya. Leikstjóri: Mark L.
Lester. Framleiðandi: Peter Yates. Þýðandi:
Snjólaug Bragadóttir 20th Century Fox 1985.
Sýningartími 90 mín.
23.25 Við rætur lífsins. Roots of Heaven. Myndin
Við rætur lífsins greinir frá erfiði hugsjónar-
manns við að bjarga fílum í útrýmingarhættu af
völdum veiðimanna. I för með honum er marglit-
ur hópur, þar á meðal örlagafyllibytta og nætur-
klúbbasöngkona. Aðalhlutverk: Trevor Howard,
juliette Grecko, Errol Flynn, Herbert Lom og
Orson Wlles. Leikstjóri: John Houston. Fram-
leiðandi: Daryl F. Zanuck. Þýðandi: Snjólaug
Bragadóttir. 20th Century Fox 1958. Sýningar-
tími 120 min.
01.30Staðinn að verki. Eye Witness. Spennu-
mynd um húsvörð sem stendur morðingja að
verki án þess að sjá andlit hans. Morðingjann
grunar að unnt verði að bera kennsl á hann og
gerrir sínar ráðstafanir. Aðalhlutverk: William
Hurt, Christopher Plummer og Sigourney We-
aver. Leikstjóri: Peter Yates. Framleiðandi:
Peter Yates. Þýðandi: Björgvin Þórisson. 20th
Century Fox 1981. Sýningartími 105 mín.
02.55 Dagskrárlok.