Tíminn - 16.08.1988, Page 5

Tíminn - 16.08.1988, Page 5
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 Tíminn 5 w Aflamark þýðingarmikil efnahagsstærð í yfirstandandi mótun efnahagsaðgerða: Osennilegt að farið verði að tillögum fiskifræðinga Fyrsta áþreifanlega stærðin fyrir stefnumörkun ríkisstjórn- ar Þorsteins Pálssonar í efnahagsmálum á næsta ári var kunngerð í húsakynnum Hafrannsóknarstofnunar í Reykja- vík í gær. Um er að ræða tillögur stofnunarinnar um aflamagn hinna ýmsu tegunda fyrir næsta ár, og ýmislegt bendir til að nú eins og áður hefur verið gert verði tillögurnar einungis notaðar sem rekakkeri á það að hve miklu leyti unnt verður að auka veiðiheimildir til að mæta versnandi ástandi í efnahagsmálum og viðskiptakjörum. Tillögur stofnunarinnar gera ráð fyrir 300 þúsund tonna aflamarki í þorski sem er það sama og stofnunin lagði til í fyrra en um 60 þúsund tonnum minna en talið er að muni veiðast í ár. Fjárlög og lánsfjárlög eru nú í undirbúningi og á Pjóðhags- stofnun er verið að vinna að gerð þjóðhagsáætlunar og er beðið eftir pólitískri ákvörðun um það hvort og hversu mikið heimilað verður að veiða umfram það sem fiskifræðing- ar leggja til. Að sögn Þórðar Friðjónssonar er verið að reikna út hvaða áhrif samdráttur í aflamarki muni hafa á hinar ýmsu þjóðhags- stærðir, ss. viðskiptajöfnuð. Allur slíkur útreikningur veltur þó á ann- arri þýðingarmikilli stærð sem enn er ófrágengin, þeim efnahagsað- gerðum sem nú eru til umræðu. Skýrsla Flafrannsóknar er ekki „svört" í þeim skilningi að þar komi fram knýjandi nauðsyn á samdrætti í afla. Fiins vegar gefur hún ekki heldur tilefni til þess að búast niegi við því að aukinn afli lýsi óvænt upp dökk efnahagsský á íslenskum himni. í samtölum Tímans við nokkra stjórnmálamenn í gær töldu þeir ólíklegt að farið yrði að tillögum Flafrannsóknarstofnunar þar sem slíkur samdráttur gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar í för með sér fyrir nær allar greinar sjávarútvegs í land- inu sem þegar er rekinn með halla. Þvert á móti töldu þeir að óhætt væri að hafa heildaraflamarkið nokkuð rúmt og draga þannig að einhverju leyti úr þeim áföllum sem þjóðarbú- ið hafi orðið fyrir. Einn orðaði það svo að líta mætti á þessar tillögur Hafrannsóknarstofnunar sem „rek- akkeri“ á það hversu langt þorandi væri að fara í þá átt. Hins vegar sögðu þeir að ekki yrði heldur farið út í neitt happdrætti með því að ákveða verulega aukningu á magni umfram það sem áætlað er að veiðist í ár, eða um 360 þúsund tonn af þorski. Þegar Tíminn bar þessar skoðanir undir Steingrím Her- mannsson í gærkvöldi tók hann und- ir þær í meginatriðum þó hann vildi undirstrika að ekkert væri ákveðið í þeim efnum: „Sjávaraflinn er sérstaklega stór stærð varðandi efnahagsmálin og kemur því mikið inn í allar efnahags- ákvarðanir.“ Sagði hann að samdráttur sá sem felst í tillögum fiskifræðinganna þýddi áframhaldandi samdrátt í þjóðfélaginu. Það væri mjög alvar- legt fyrir afkomu þjóðarbúsins, núna þegar við höfum orðið fyrir verðfalli á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum. Veiðiheimildir hafi vissulega oft verið víkkaðar til að minnka áhrif samdráttar og viðskiptahalli sé góð- ur mælikvarði á þetta. Veiðiheimild- ir mætti þó aldrei víkka um of þar sem vitanlega mætti ekki ganga mjög nærri þorskstofninum. - BG/KB Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um hámarksafla 1989: Hámarksafli þorsks verði 300.000 tonn Hafrannsóknarstofnun kynnti tillögur sínar um hámarksafla fiskistofna í gaer. Fremst á myndinni má sjá þá Svend-Aage Malmberg og Jakob Jakobsson, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Tímamynd:Gunnar Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins um niðurfærsluleiðina: Ekki fær nema hún virki alls staðar Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, telur að niður- færsla á launum og verðlagi sé aðeins fær ef hún nær til alls þjóðfélagsins. Segir hann að nú sé þörf á mjög mikilli niðurfærslu á verðlagi ef fara á þá leið og í raun mun meiri niðurfærslu en framkvæmd hefur verið áður í íslensku efnahagslífi. Forsenda slíkra efnahagsaðgerða sé sú að hægt verði að tryggja fyrirfram að þær verði framkvæmdar alls staðar í þjóðfélaginu. Steingrímur segist lítið geta sagt um það sem er að gerast í nefnd þeirri sem oft hefur verið nefnd forstjóranefndin og ætlað er að koma með tillögur að efnahagsaðgerðum fyrir ríkis- stjórnina, vegna trúnaðar. Hins vegar hafi niðurfærsluleiðin verið mikið rædd annars staðar og meðal annars í efnahagsmála- nefnd Framsóknarflokksins. Þá hafi fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar lýst yfir því opinberlega að þeir séu óánægðir með að þessi leið verði farin vegna þess að ekki sé mögulegt að tryggja niðurfærslu verðlags. „Þessi leið hefur í raun aðeins verið farin einu sinni á íslandi og þá í litlum mæli. Ef hún verður farin núna þarf hún að vera mjög mikil og víðtæk. Hún verður að ná til lækkunar á öllu verðlagi og þar með talin þjónusta eins og þjónusta verkfræðinga, lögfræð- inga og s.frv.,“ sagði Steingrím- ur. Sagði hann að nú væri nauð- synlegt að spyrja hvernig hægt verði að fylgja eftir lækkun vöru- verðs og iækkun fjármagnskostn- aðar. „Spurningin er núna hvern- ig hægt verði að tryggja allt þetta, ef þessi leið verður farin. En til að þessi leið sé fær verður að tryggja að hún gangi í gegnum allt þjóðfélagið og sé framkvæmd alls staðar,“ sagði Steingrímur Hermannsson. KB Hafrannsóknarstofnun kynnti skýrslu um nytjastofna sjávar og umhverfisþætti fyrir 1988 og afla- horfur fyrir næsta ár, á blaðamanna- fundi í gær. Það er svo stjórnvalda að móta fiskveiðistefnu á grundvelli þeirra tillagna um hámarksafla hinna ýmsu fiskistofna sem þar eru bornar fram. Kemur þar m.a. fram að Hafrannsóknarstofnun telur æski- legt að þorskafli verði takmarkaður við 300 þúsund tonn árið 1989, miðað við 360 þúsund tonn sem áætlað er að veiðist í ár, ef þorsk- stofninn á ekki að fara minnkandi næstu tvö árin. Þetta er sami há- marksafli og stofnunin lagði til fyrir árið í ár. Meðalþyngd þorsks og kyn- þroskahlutfall eftir aldri hefur lækk- að miðað við 1987 og árgangar 1986 og 1987 eru taldir vera mjög lélegir, sambærilegir við árgang 1982 sem er talinn lakasti árgangur sem fram hefur komið sfðustu þrjá áratugi. Við 300 þúsund tonna afla á ári mun veiðistofninn standa sem næst í stað en hrygningarstofn mun hins vegar vaxa um 80 þúsund tonn. Veiðistofninn er nú talinn hafa verið 1.130 þúsund tonn við upphaf ársins og talið er að í ársbyrjun næsta árs verði hann tæp 1.100 þúsund tonn, en hrygningarstofn um 310 þúsund tonn. Ekki er gert ráð fyrir göngum þorsks frá Grænlandi fyrr en eftir 1990. Við Grænland er nú mikið af fjögurra ára þorski (árgangi 1984) að vaxa upp en hann er að mestu kominn þangað frá íslandi. Gert er ráð fyrir því að hann muni ganga til hrygningar á Islandsmið að ein- hverju leyti árið 1990 en aðallega árin 1991 og 1992. Enn sem komið er er ekki unnt að segja fyrir um í hve miklum mæli það verður og er stærð þorskstofnsinsm.a. þessvegna ekki framreiknuð lengraentil 1990. Hafrannsóknarstofnun leggur til að aflahámark fyrir ýsu á næsta ári verði 60 þúsund tonn og 70 þúsund tonn árið 1990. Gert er ráð fyrir því að aflinn verði 60 þúsund tonn í ár en í fyrra var hann aðeins tæp 40 þúsund tonn. Bæði veiðistofn og hrygningar- stofn ufsa munu fara vaxandi á næstu árum en þar sem aukin sókn í ufsa mun ekki leiða til aukins af- raksturs til langframa leggur Haf- rannsóknarstofnun til að aflahámark árið 1989 og 1990 verði 80 þúsund tonn. Ufsaaflinn var um 80 þúsund tonn í fyrra og gert er ráð fyrir að hann verði svipaður í ár. Lagt er til að hámarksafli á ís- landsmiðum á næsta ári verði 75 þúsund tonn af bæði karfa og djúp- karfa samanlagt. Karfaaflinn var 88 þúsund tonn í fyrra og í ár er gert ráða fyrir um 90 þúsund tonnum. Grálúðuafli jókst úr 31 þúsund tonni árið 1986 í 45 þúsund tonn 1987 og gert er ráð fyrir að grálúðuafli í ár verði 48 þúsund tonn. Við nýja úttekt á ástandi grálúðustofnsins kemur í ljós að sóknin beinist nú mjög að yngri grálúðu og er lagt til að leyfilegur hámarksafli verði 30 þúsund tonn árin 1989 og 1990, cn við það mun stofninn standa nánast í stað. Góð nýliðun hefur verið í síldar- stofninum og er lagt til að aflinn verði aukinn úr 75 þúsund tonnum í fyrra, í 90 þúsund tonn í ár og 100 þúsund tonn á næsta ári. Hafrannsóknarstofnun leggur til að hámarks loðnuafli á tímabilinu júlí-nóvember í ár verði 500 þúsund tonn. Stærð veiðistofnsins verður síðan mæld í haust, eins og venja hefur verið á undanförnum árum, og að því loknu verða settar fram tillögur um hámarksafla fyrir seinni hluta 1988-1989 vertíðarinnar. Heildaraflinn á loðnuvertíðinni 1987-1988 var 1.115 þúsund tonn. Humarveiðar gengu allvel 1987 en veiðar hafa gengið illa við Suðaust- urland á núverandi vertíð og má búast við nokkru minni afla en í fyrra. Það er því lagt til að dregið verði úr sókn í humar og að leyfileg- ur hámarksafli á næsta ári verði 2.400 tonn. Rækjuafli hefur farið ört vaxandi undanfarin ár, sérstaklega eftir að veiðar á djúpslóð hófust fyrir alvöru. Heildaraflinn árið 1987 var tæplega 39 þúsund tonn en var tæp 25 þúsund tonn árið 1985. Samdráttur varð hins vegar í rækjuafla á grunnslóð í fyrra um 20% miðað'við 1986 og er búist við að hann kunni enn að minnka í ár. Lagt er til að hámarks- afli verði 600 tonn við Arnarfjörð, 2200 tonn við ísafjarðardjúp og 1800 tonn við Húnaflóa. Ráðgjöf hefur verið frestað fyrir Eldeyjarsvæðið og Breiðafjörð. Tillögur um hámarksafla úthafs- rækju verða gerðar að afloknum mælingum sem hófust í júlí og munu standa út ágústmánuð, og tillögur um hörpudisksveiðar verða lagðar fram þegar árangur veiða í ár liggur fyrir, svo og niðurstöður úr rann- sóknarleiðöngrum í september. Umhverfisþættir Árferðið í sjónum við ísland var metið af gögnum sem safnað er í vorleiðangri ár hvert og í heild sýndu niðurstöður leiðangursins í vor ágætt ástand sjávar í hlýja sjón- um fyrir Suður- og Vesturland. Framvinda gróðurs var svipuð því sem gerist í meðalári en áta langt undir meðallagi. Mikil breyting hafði hins vegar orðið á norður- og austurmiðum frá því sem var í undangengnu góðæri áranna 1984-1987, en árferðið í sjón- um við landið einkenndist þá af hlýindum og innstreymi hlýsjávar á norðurmið. Mælingar í vor sýndu aðstæður sem svipar til köldu áranna hér við land, t.d. áranna 1981-1983, sem einkenndust af svokölluðum svalsjó sem hafði neikvæð áhrif á viðgang og vöxt nytjastofna. Versn- andi umhverfisaðstæðna gætir ekki eingöngu hvað varðar hita og seltu sjávarins heldur einnig þörunga- magn og átudreifingu á norðurmið- um sem voru í lágmarki sl. vor. Að sögn Hafrannsóknarmanna er ekki unnt að meta hvort hitastig sjávar á norður- og austurmiðum muni áfram verða svo lágt sem nú er. JIH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.