Tíminn - 16.08.1988, Side 15

Tíminn - 16.08.1988, Side 15
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 Tíminn 15 Mynd þessi er úr garðinum að Fremristekk 8. IngólfurDavíösson: Húnvetnskar konur og garðarnir sex Hin árlega garðaskoðun Garðyrkjufélags íslands á höfuðborgarsvæðinu fór fram sunnudaginn 24. júlí kl. 1-7, og varð Breiðholt fyrir valinu að þessu sinni. Höfðu 6 Breiðhyltingar, samkvæmt tilmælum félagsins, góðfúslega fallist á að leyfa skoðun garða sinna öllum almenningi, hvort sem menn voru í félaginu eða ekki. Veður var hið fegursta, logn, sólskin og hiti, enda var aðsóknin mikil allan tímann. Flestir voru vitanlega úr Reykjavík og Hafnar- firði, en margir komu lengra að, svo sem úr Keflavík og víðar sunnan með sjó; af Akranesi, og austan fjalls frá Hveragerði, Sel- fossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, sunnan úr Grindavík, já og norðan úr Húnavatnssýslu. Þaðan kom stór rútubíll með húnvetnskar konur. Húnvetnskar konur hafa einnig sótt garðasýningar nokkur undanfarin ár hingað suður. Samkvæmt gestabókum sóttu heim garðana í Breiðholti rúmlega 500 manns. Og hvað var að sjá? Jú, það var margt og mikið. Skoðun- argarðarnir sex eru mjög fjöl- breyttir. Þar vaxa margar tegundir trjáa og runna, fjöldi skrautjurta- tegunda og einnig matjurtir. sumar hverjar undir gróðurhlífum. Stærsti garðurinn er í brekku með mörgum haglega hlöðnum stöllum, blómskrýddum mjög. í öðrum garði er stórt steinabeð og mikil steinhæð. Beðið er gert úr fjölda flatra, sænúinna fjörusteina og milli þeirra gróðursettar mjög margar íslenskar jurtategundir, sumar þeirra í ýmsum litbrigðum. Þarna er og dálítil tjörn með ís- lenskum vatnajurtum. í einum garðinum lýsa flóðaljós jurtir, tré og runna þegar skyggja tekur. Fjölbreytnin er mikil og er sjón sögu ríkari. Margir fleirí garðar í Breiðholti eru vitanlega verðir skoðunar, en einhvers staðar varð að setja takmörk. Sjónvarpsmenn komu, skoðuðu og tóku myndir, en hvar voru blaðamenn? Ræktun er orðin mjög mikilvæg í Reykja- vík, sum hverfi líkt og skógarlundir að sjá og litauðgi blóma mikil. Fleiri og fleiri rækta salat, kálteg- undir, t.d. kínakál, undir gróður- hlífum. Mun sú ræktun fara mjög vaxandi, og um margar tegundir að velja til ræktunar. Munu húsmæð- ur eiga drjúgan hlut að máli, ekki síður en bændur þeirra. Almenningsgarðar eru mikil- vægir. Vil ég stuttlega vekja hér athygli á einum þeirra, garðinum við Grundargerði; hann er ekki gamall, en sannarlega verður skoðunar, og þess að í honum sé verið. Nú er einmitt verið að setja þar upp tæki fyrir börn, klifur- grindur, rennibrautir o. fl. leik- tæki. Trjáraðir og löng og mörg skjólbelti úr gljávíði veita gott skjól og þarna eru stórar grasflatir. Og uppi í horni lumar þessi Grund- argerðisgarður á unaðsfögrum, allstórum reit litskrúðugra sumarb- lóma og reit með steinhæð og margar fjölærar jurtir af ýmsum stærðum og gerðum. Hávaxin skessujurt, skjaldmeyjarfífill o.fl. risar gnæfa yfir. Einhver blaðaljósmyndari ætti að taka í sig hug og dug og taka myndir til birtingar í garðinum, svona þegar mesta umstang versl- unarmannahelgarínnar er um garð gengið! Getið skal þess, að deildir garð- yrkjufélagsins út um land hafa opnað garða til gestamóttöku vissa daga og veitt verðlaun. DAGVIST BARIVA FORSTÖÐUMENN Stöður forstöðumanna við eftirtalin heimili eru laus til umsóknar. Leikskólinn Árborg — Hlaðbæ 17 Skóladagheimilið Völvukot — Völvufelli 7 Skóladagheimilið Langholt — Dyngjuveg 18 Fóstrumenntun áskilin! Upplýsingar veita umsjónarfóstrur og fram- kvæmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna, Hafiiarhúsinu við Tryggvagötu eða í síma 2 72 77 RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar Mjög lágt verð 900x14 PR.Nylon ....kr. 9.500.00 1000x20/16 PR. Nylon . kr. 10.800.00 1100x20/16 Pr. Nylon .. kr. 11.800.00 1000x20 Radial......kr. 12.800.00 1100x20 Radial......kr. 14.800.00 11R 22,5 Radial.....kr. 12.900.00 12R 22,5 Radiai.....kr. 14.900.00 1400x24/24 PR. EM Nylon............kr. 36.000.00 Gerið kjarakaup Sendum um allt land. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 oa 84844. w BLIKKFORM ______Smiðiuveqi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.