Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 20
Augjýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, © 28822 686300 Tíminn Tíminn Opinber umræöa um lækkun vaxta í síðustu viku eyddi hræöslu og titringi bílakaupenda vegna gengisfellingar: Stórir bílhaugar af árg. ‘88 seldust upp Svo virðist sem opinber umræða um lækkun raunvaxta á fjárskuldbindingum og líkur á fljótlegri lækkun nafnvaxta hafi dregið úr hræðslu fólks við gengisfellingu. Þetta kom fram ■ viðtölum við nokkur bílaumboð í gær. Sagði einn sölumanna nýrra bíla ræða fer að heyrast í blöðum og hjá Toyota umboðinu, Hrafnkell Sigtryggsson, að talsverður titringur hafi verið farinn að gcra vart við sig meðal kaupenda að undanförnu en úr þessu hafi dregið í síðustu viku. Eftir viðræður Tímans við sölumenn nýrra bíla að dæma, er ljóst að opinber umræða hefur gífurleg áhrif á fólk varðandi bílakaup og er jafnvel talað um að gengisfellingar- titringsins verði vart áður en um- öðrum fjölmiðlum. Kaupendur virðast því hafa fingurinn mjög þétt á púlsi ríkisfjármála og efnahagslífs. Undanfarið hafa bílaumboðin verið að keppast við að selja þá bíla senr þau hafa átt á lager af þeirri árgerð sem nú er að víkja, en þ.e. árgerð 1988. Þetta hefur gengið misjafnlega vel og sum umboðanna hafa þurft að leggja mikinn pening í að auglýsa þessar hverfandi árgerð- Fæst bílaumboð sitja ennþá uppi með stóran lager af bílum árgerðar 1988. Meðal umboða sem áttu stór- an lager af tegundum bíla frá síðustu árgerð voru Ingvar Helgason, To- yota, Jöfur og Bifreiðar og landbún- aðarvélar. Að sögn sölumanna hefur salan gengið vel undanfarnar vikur í flest- um tilfellum. Ingvar Helgason á nokkra Subarubíla eftir en ekki nema 2-3 Nissan Prairie sem mikið voru auglýstir á góðum kjörum. Dæmið lítur ágætlega út þar að sögn Eyjólfs sölumanns. Toyota á talsvert eftir enn af Toyota Corolla en þar á bæ eru menn ekki svartsýnir á að geta selt þá tegund, þar sem alltaf væri eftirspurn eftir Corolla, eins og sölumaður orðaði það. Þegar Tíminn talaði við Finnboga Eyjólfsson í Heklu, sagði hann að þeir virtust hafa reiknað dæmið mjög vel á síðasta ári og því væri ekki neinn bíll eftir af þeim tegund- um sem mest eru keyptar inn til landsins. Það hefði haldist vel í hendur við komu nýju árgerðarinn- ar sem hefur verið að koma til landsins síðustu daga. Allt útlit er því fyrir að útsöluaugl- ýsingar og rýmingarsölur hafi borið góðan árangur þrátt fyrir verulegan samdrátt í heildarsölu frá síðasta ári. Að sögn viðmælenda Tímans er ekki búist við öðru en að endursölu- verð eigi almennt enn eftir að lækka fram eftir árinu. Telja sölumennimir að það eigi eftir að lækka hægt og sígandi þangað til það nær því marki að vera fyllilega sambærilegt við endursöluverð á notuðum bílum í nágrannalöndum okkar. Varð einn og einn sölumaður til þess að viður- kenna að endursöluverð hafi verið allt of hátt í langan tíma og því hafi verið tími til kominn að það lækkaði til samræmis við það sem eðlilegt getur talist. Býöur einum fötluöum í 100 þús. kr. ferðalag: Friðelskur Frakki gleður fatlaða Næstkomandi þriðjudag,23. ágúst verður cinn fatlaður einstaklingur hér á landi einum 100 þúsund króna tékka ríkari. Sá sem gefur þessa peninga er franskur og ber nafnið Jacques Suchet. Hann kemur frá St. Etienne í Frakklandi en býr nú ásamt þýskri konu sinni og tveiniur börnum í Þýskalandi. Suchet er ákafur friðarsinni og einstakur hugsjónamaður sem hefur undanfarin þrjú ár selt plaggöt og Ijósmyndir og notað stærsta hluta ágóðans til að gefa fötluðum peninga til ferðalaga. Hann segist hafa verið síðastliðin þrjú sumur í Noregi og selt þar plaggöt. Ágóðann hafi hann notað í þágu 8 norskra fatlaðra einstaklinga. „Ég tek mér þá pen- inga af þessari sölu, sem ég þarf til þess að komast af, en afganginn hef ég látið af hendi rakna til fatlaðra," segir Suchet. En hver er ástæðan fyrir öllu þessu hugsjónastarfi? Jacques Suc- het svarar þeirri spurningu þannig til að allt hans starf miði að því að koma á friði hvar sem er í heiminum. Þetta sé ein leið til þess að minna á þá staðreynd að gífurlegar fjárupp- hæðir renni til hermála í heiminum og ekki síður til þess að minna á það að margítrekuð stríð hafi orsakað dauða og örkuml milljóna manna um heim allan. „Þessi barátta er gegn stríði, fjöldamorðum, allri vopnaframleiðslu, kynþáttafordóm- um og eyðingu náttúrunnar. Gjafir til fatlaðra má segja að séu táknræn- ar fyrir þessa baráttu. Með þessum fjárframlögum er unnt að gleðja þetta fólk og veita því þá ánægju sem það gæti að öðrum kosti ekki notið. Peningarnir eru betur komnir hjá fötluðum en til framleiðslu her- gagna,“ segir Suchet. Hann kom til íslands sl. fimmtu- dag með Norrænu og mun dvelja hér á landi til 1. september nk. Þann tíma ætlar hann að nota til þess að útbreiða friðarboðskapinn og selja plaggöt, ef einhverjir vilja kaupa þau af honum. En það mikilvægasta við ferð Suchet til íslands, segir hann þó vera að gefa einum fötluðum einstaklingi hér 100 þúsund króna ávísun. Næstkomandi þriðjudag, að viku liðinni, ætlar hann að draga eitt bréf úr vonandi þykkum bunka bréfa frá fötluðu fólki, sem gæti hugsað sér að vinna til ókeypis sumardvalarferðar. Til að eiga möguleika á að hljóta hnossið er fötluðu fólki, eða for- svarsmönnum þess, bent á að senda póstkort eða bréf með nafni viðkom- andi og heimilisfangi til Jacques Suchet, Póstgíróstofan Árntúla 6, 106 Reykjavík. Tíminn mun síðan segja frá þeim heppna í blaðinu miðvikudaginn 24. ágúst. Að aflokinni íslandsferð mun Suc- het fara á ný til Noregs þar sem plaggatsölunni verður áfram haldið fram í nóvember. Síðan fer hann til Þýskalands og vinnur þar í vetur, en tekur síðan upp þráðinn í apríi. Suchet segir að mikið standi til næsta sunrar en þá hyggst hann standa fyrir mikilli uppákomu á Champs-Elysee í París í tilefni af 200 ára afmæli frönsku byltingarinn- ar. Þann 14. júlí hefur hann boðað fjölda manns á friðarhátíð á þessari frægustu götu Parísarborgar. Meðal annarra hefur hann sent bæði Bandaríkjaforseta og Sovétleiðtoga boð um að koma þá til Parísar. í dreifibréfi um þessa fyrirhuguðu uppákomu segir að Suchet óski eftir að sjá þar konunga, drottningar, prinsa og forseta víðs vegar að úr heiminum sem geti þannigsýnt friða- rvilja í verki. Þá er tekið fram að bæði Khomeini erkiklerkur í íran og páfinn séu velkomnir til samkund- unnar. óþh Jacques Suchet við gamla sendiferðabflinn sinn, sem er innréttaður sem heimili með ölium nauðsynjum, svefnbekk, eldunaraðstöðu o.fl. Tímamynd: Pjetur 750 ár frá Örlygsstaðabardaga: Minnisvarði reistur Frá Erni Þórarinssyni, fréttaritara Tímans í Fljótum. Þann 21. ágúst n.k. eru 750 ár liðin frá því Örlygsstaðabardagi var háður. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að reisa minnisvarða á Örlygsstöðum og verður hann afhjúpaður þennan dag. Minnisvarðinn er s.tuðlabergsd- rangur sem reistur verður á steyptri undirstöðu, á þeim slóðum þar sem talið er að bardaginn hafi verið háður árið 1238. Það er sýslunefnd Skagafjarðar sem hefur forgöngu um að koma minnismerkinu upp. Umræða um þetta merki hófst fyrir nokkrum árum og hafa ekki síst brottfluttir Skagfirðingar sýnt þessu máli áhuga. Eins og áður segir verður minnisvarðinn reistur sunnudaginn 21. ágúst og hefst athöfnin að Örlygsstöðum kl. 15:30. Þar mun m.a. Jón Torfason, sagnfræðingur, flytja ræðu, og einnig fulltrúar Menntamálanefndar Skagafjarðar, en nefndarmenn hafa haft veg og vanda af undirbúningi þessa máls. {Menntamálanefndinni sitja: Sr. Gunnar Gíslason, Varmahlíð, for- maður, Sigurður Jónsson, Reynist- að og Valberg Hannesson, Sól- görðum. v -gs

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.