Tíminn - 16.08.1988, Síða 12
12 Tíminn
.Tifitih-
Þriöjudagur 16. ágúst 1988
Khartoum - Þúsundir ör-
væntingarfullra íbúa Súdan
reyndu í gær að hlaða garða
meðfram Nílarfljóti, en vatns-
magn í Níl er nú meira en það
hefur verið í áraraðir. Stjórn-
völd í Súdan, sem er eitt fáæk-,
asta rfki Afríku, hafa farið fram ;
á hjálp annarra þjóða vegna
gífurlegra flóða í landinu að
undanförnu. Opinberar tölur
segja að 58 manns séu látnir,
en óttast er að talan sé mun
hærri. Um 2 milljónir manna
eru heimilislausar.
Osló - Arne Treholt sem I
dæmdur var fyrir njósnir í þágu
Sovétmanna, hefur tapað bar-
áttu sinni fyrir endurteknum
réttarhöldum. Að mati hæstar-
réttar í Noregi er engin ástæða
til að leyfa Treholt að flytja mál
sitt aftur, en hann er talinn hafa
verið einn besti njósnari Sov-
étmanna á Vesturlöndum.
Treholt sem er 45 ára gamall
afplánar nú 20 ára fangelsis-
dóm.
London - Fyrirhuguð heim-
sókn Sylvester Stallone til!
London í næstu viku í þeim
tilgangi að kynna nýju Rambo
myndina sína, olli miklum deil-1
um í Bretlandi, þar sem einmitt
nú er eitt ár liðið síðan ungurí
maður gekk berserksgang í j
bænum Hungerford í Englandi
og myrti 16 manneskjur áður J
en hann framdi sjálfsmorð.
Washington - Skoðana-
kannanir benda til þess að
Panamabúar vilji kjörinn for-
seta en telji jafnframt að
ástandið í landinu sé ekki nógu
gott til að réttlátar kosningar
geti farið fram.
Asuncion - Alfredo Stro-
essner forseti Paraguay hóf
nýtt fimm ára stjórnartímabil í
gær en Ijúki hann því hefur
hann setið i valdastól samfleytt
síðastliðin 39 ár. Stroessner er
nú 75 ára gamall.
Beirút-Stjórnvöld í Líbanon
undirbúa nú miklar öryggisráð-;
stafanir vegna forsetakosning-
anna í vikunni en hræðsla við
vopnuð átök og skemmdarverk
á kjörstöðum er mikil. Fjölmiðl-
ar segja að allir hermenn hafi
verið kallaðir úr leyfi og her-
sveitir séu tilbúnar að takast á
við óeirðir sem kunna að
verða.
Bangkok - Námsmenn
sem staðið hafa fyrir óeirðun-
um í Burma undanfarið hafa !
hug á að efna til frekari mót- J
mæla til að krefjast lýðræðis, I
erhafteftirstjórnarerindrekum. j
Námsmennirnir eru sagðir j
vera að undirbúa friðsamlegar
mótmælaaðgerðir víðs vegar I
um landið á morgun.
New York - Eldur blossaði
upp í Empire State bygging-
unni í New York í gær, í annað
skipti á þremur dögum. Eldur-.
inn kom upp á 50. hæð en
Sngin er 102 hæðir. Síð- j
inn föstudag braust eldur I
út á 82. hæð. Þá særðust 7 i
slökkviliðsmenn og nokkrar i
skemmdir urðu í húsinu. Ekki;
lágu fyrir upplýsingar um slys
né skemmdir vegna eldsins í,
gær.
Kabúl - Eldflaugum var
varpað á Kabúl, höfuðborg Af-
ganistans í gær, á meðan
Najibullag forseti landsins til-
kynnti fréttamönnum í utanrík-
isráðuneytinu að afganski her-
inn hefði náð héraðshöfuð-
borginni Kunduz aftur af afgön-
sku skæruliðasamtökunum
Mujahideen. Talið er að sex
manns hafi látist í árásinni.
ÚTLÖND
Stöðugar óeirðir í Suður-Kóreu:
Námsmenn halda áfram kröfum
um sameiningu landshlutanna
Lögreglan í Suður-Kóreu handtók
í gær 1200 mótmælendur sem kröfð-
ust viðræðna við námsmenn í Norð-
ur-Kóreu um sameiningu Suður- og
Norður- Kóreu, nokkrum klukkust-
undum eftir að Roh Tae-woo forseti
landsins lagði fram tillögu um að
hann fundaði með leiðtoga Norður-
Kóreu, Kim II- sung.
Ríkisstjórn Roh Tae-woos fyrir-
skipaði lögreglu að koma í veg fyrir
fund námsmannanna sem halda átti
í landamærabænum Panmunjom,
þar sem stjórnvöld telja að allar
samningaviðræður varðandi hugsan-
lega sameiningu norður- og suðurh-
luta landsins verði að fara fram milli
embættismanna og annarra fulltrúa
ríkisins, ekki námsmanna.
Námsmennirnir höfðu ekki ein-
ungis haft hug á að ræða hugsanlega
sameiningu landshlutanna, heldur
jafnframt kröfu Norður-Kóreu-
manna um að fá að halda hluta
ólympíuleikanna hjá sér, en f>eir
verða haldnir í næsta mánuði.
Um 4000 námsmenn sem gerðu
tilraun til að yfirgefa Yonsei háskól-
ann í Seoul, til að ganga fylktu liði
að landamærunum voru stöðvaðir af
óeirðalögreglunni, sem réðst inn á
háskólalóðina, að sögn sjónarvotta.
Námsmennirnír báru fána sem
þeir höfðu áritað með blóði sínu:
Óeirðalögreglan beitti mikilli hörku við handtöku námsmannanna.
„Sameinum Norður-og Suður-Kór- Vitnisegjalögreglunahafavarpað hörku við handtöku námsmann-
eu.“ táragassprengjum og beitt gífurlegri anna. IDS
Bróðir Najibullah vandar honum ekki kveðjurnar:
„Var tilbúinn
að fórna öllu“
Siddiqullah Rahi, yngri bróðir
Najibullah forseta Afganistans
fordæmdi bróður sinn harðlega á
fréttamannafundi í Kabúl í gær,
kallaði hann ósveigjanlegan harð-
stjóra og sagði hann bera ábyrgð á
dauða föður þeirra fyrir 5 árum.
Yngri bróðirinn sem snéri baki
við stjórn landsins og leitaði á
náðir afganskra skæruliðasamtaka,
Mujahideen á síðasta ári, lét þau
orð falla á fréttamannafundi að
útsendarar Najibullah hefðu drep-
ið föður þeirra, er hann lá á
sjúkrahúsi í Kabúl árið 1983.
Hann ákærði bróður sinn jafn-
framt fyrir að hafa látið ræna sér
árið 1981, fyrir að hafa iátið fang-
elsa sig árið 1986 auk þess að hafa
ógnað fjölskyldu sinni stöðugt.
„Najibullah var tiibúinn að fórna
öllu, fjölskyldu sinni og föðurlandi
fyrir eigin metnað og sjálfselsku,"
sagði Siddiqullah.
Þetta var í fyrsta sinn sem Sidd-
iqullah kom fram á opinberum
vcttvangi eftir að hann kom til
Pakistans frá Afganistan t síðustu
viku, en hann hefur búið ásamt
eiginkonu sinni og tvcimur börnunt
meðal skæruliða í norðurhluta Af-
ganistans undanfarið ár.
f gær var liðinn sá tími sem
Sovctmenn höfðu til að flytja á
brott helming liðs síns frá Afganist-
an. Hinn hlutinn vcrður að hafa
yfirgcfið landið fyrir 15. febrúar á
næsta ári.
„Najibullah hefur oft lýst þvt
yfir að cf ekki sé hægt að stjórna
Afganistan án þess að Sovétmenn
séu þar, þá sé alls ekki hægt að
stjórna Afganistan," sagði Siddiq-
ullah.
Siddaqullah var sleppt úr fang-
elsi í febrúar á síðasta ári og flúði
á náðir skæruliðasamtaka Mujahi-
deen í september.
Hann sagði á fréttamannafund-
inum aö hans helsti mctnaður væri
að gerast hermaður Mujahideen,
en talsmenn skæruliðasamtaka í
bænum Peshawar í norðurhluta
Pakistans töldu líklegra að hann
mundi sækja um hæli á Vesturlönd-
unt. IDS
Viðræðum Jórdana og PLO lokið:
Báðir aðilar
ánægðir með
niðurstöðurnar
Forsvarsmenn Frelsissamtaka Pal-
estínumanna, PLO, héldu til Kairó
í gær, eftir fund þeirra með fulltrúum
Jórdana vegna ákvörðunar Husseins
konungs um að rjúfa öll tengsl við
Vesturbakkann.
„Við erum mjög ánægðir með
niðurstöður viðræðnanna. Þær hafa
sefað þá miklu hræðslu sem greip
um sig meðal Palestínumanna eftir
ákvörðun Husseins," er haft eftir
talsmanni PLO.
„Jórdanar hafa gefið loforð um að
halda áfram allri þjónustu við íbúa
Vesturbakkans sem verið hefur, auk
þess sem við náðum samkomulagi
varðandi stöðu Palestínumanna í
Jórdaníu," sagði talsmaðurinn.
Viðræðunum, sem voru þærfyrstu
milli aðilanna síðan Hussein tók
ákvörðun sína um að færa stjórn-
sýslulega- og lagalega ábyrgð á nærri
850.000 íbúum Vesturbakkans á
hendur PLO, var lýst sem heiðarleg-
um og uppbyggjandi af báðum aðil-
um.
Sawt al-Shaab, dagblað í
Amman, höfuðborg Jórdaníu, sagði
að viðræðurnar myndu væntanlega
hafa mikil og góð áhrif á tengsl
Jórdanaog PLO í framtíðinni.
Haft er eftir Abdullah Hourani,
sem situr í framkvæmdanefnd PLO,
að stjórnvöld í Amman hefðu gefið
loforð um að halda brúnum yfir
Jórdanána opnum auk þess sem
íbúum Vesturbakkans yrðu áfram
afhent vegabréf.
Að sögn embættismanns Jórdana
fá íbúar Vesturbakkans nú afhent
vegabréf til tveggja ára í stað fimm
eins og áður var, auk þess sem þeir
missa sjálfkrafa jórdanskan ríkis-
borgararétt sinn í kjölfar ákvöröun-
ar Husseins. IDS
Hernaðarstefna Sovétmanna
lítið breyst síðustu árin
John Galvin, aðalstjórnandi
N ATO herjanna segir litlar sjáanleg-
ar breytingar hafa orðið á hernaðar-
stefnu Sovétmanna frá því að Kreml-
arleiðtoginn Mikhail Gorbatsjov tók
við völdum árið 1985.
Galvin, sem er yfirmaður sam-
ræmdrar herstjórnar í Evrópu lét
þau orð falla er hann var í heimsókn
hjá bandarískum hermönnum í
Vestur -Berlín að hernaðaráætlanir
Sovétmanna væru í meginatriðum
óbreyttar.
Galvin sagði að mikið væri rætt
um breytingar á kennisetningum og
hernaðaráætlunum Sovétmanna en
sönnunargögn um hve miklu búið
væri að breyta væru hins vegar af
skornum skammti. „Ég heyri margt
um væntanlegar breytingar, en sé
hins vegar minna framkvæmt," sagði
Galvin. Og bætti við: „Framkvæmd-
in er það sem skiptir máli, viljinn
einn er ekki nægjanlegur.“
Hann sagðist telja að viðræður
varnarmálaráðherra og hernaðar-
sérfræðinga NATO annars vegar og
Varsjárbandalagsins hins vegar gætu
gefið góða raun ef tryggt væri að
upplýsingastreymi væri jafnt frá báð-
um aðilum.
Varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, Frank Carlucci, hefur áður
lýst yfir svipuðum skoðunum varð-
andi litlar breytingar hjá Sovét-
mönnurA. IDS