Tíminn - 16.08.1988, Side 14
14 Tíminn
Þ r i'ðjiícf a cj u rT 6'iagú st11988 *
Lettar mótmæla gífur
legri umhverfismengun
- sem stafar af vanhugsaöri iðnaðaruppbyggingu Sovétmanna í landinu
Margir tóku þátt í aðgerðum í Ríga
til að mótmæla illa skipulögðum
fyrirtækjum sem Lettar segja að
séu að eitra allt umhverfið.
Loks hafa Lettar, sem lotið hafa stjórn Sovétmanna I
nærri hálfa öld og er ein fámennasta þjóð Evrópu, hrist af
sér doðann og nú ríður yfír þjóðina bylgja þjóðernistilfínn-
ingar. Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Times var
þar nýlega á ferð og segir frá nýjum hræringum ■ landinu.
„Logandi glóðir
undir öskuiagi“
Á síðustu vikum hafa Lettar
gripið til mótmæla gegn því að
menning þeirra sé kæfð af rúss-
neskum innflytjendum, og hafa
krafist meiri sjálfstjórnar. Mót-
mæli þeirra hafa ekki síst beinst
gegn gífurlegri mengun sem að
mestu leyti stafar af vanhugsuðum
iðnaði, sem komið hefur verið upp
í landinu.
Lettneskur embættismaður lýsti
fyrirbærinu sem „zemdega", þ.e.
logandi glóðir undir öskulagi. Öld-
um saman hafa Lettar lotið yfirráð-
um útlendinga, fyrst og fremst
Rússa, og það var aðeins á milli-
stríðsárunum sem þeir fengu að
kenna hinn sæta ilm sjálfstæðis.
Rússamir gerðu innrás í Lett-
land 1940 og sovéskir sagnfræðing-
ar hafa til þessa fordæmt sögu
Lettlands 22 árin þar á undan fyrir
að vera „smáborgaraleg og fasisk".
í augum flestra Letta, 2.6 milljón
manna þjóðar, er saga þessara ára
saga frelsis. En það er ekki fyrr en
nú, með komu glasnoststefnunnar
í Moskvu, að glóðir þjóðernis-
kenndar hafa náð að loga glatt.
Fundur menntamanna
í júní
Á fundi í júnímánuði sl., sem
kann að marka þáttaskil í nútíma-
sögu Letta, fóru lcttneskirmennta-
menn fram á að róttækar breyting-
ar yrðu gerðar á stjórnaraðferðum
í landinu.
Aðalatriðið í máli margra
ræðumanna var að allt frá 1940
hefðu yfirvöld í Moskvu notað
Lettland, og þar með þessa tækni-
lega þróuðu og iðnu þjóð, sem
aðsetur ýmissa illa grundaðra efna-
hagslegra áætlana. Afleiðing þessa
á umhverfi, menningu, tungumál
og lýðræði í Lettlandi hefðu orðið
skelfilegar.
Vistfræðilegt stórslys
þegar orðið - græningj-
um vex fiskur um hrygg
Reyndar blasa hin hrollvekjandi
áhrif á umhverfið hvarvetna við
augum. Hinar mílnalöngu sendnu
strendur umhverfis Riga hafa verið
lokaðar þeim sem hafa hug á
sjóböðum í allt sumar vegna þess
að Eystrasalt nær ekki lengur að
hreinsast á náttúrlegan hátt og
hefur lotið í lægra haldi í ójöfnum
leik við úrgang frá pappírsverk-
smiðjum, sementsverksmiðjum og
öðrum verksmiðjum, sem dæla
ómældu magni eiturefna í hafið.
í ofanálag renna 500.000 rúm-
metrar af óhreinsuðu skolpi frá
Ríga í Rígaflóa á hverjum degi.
Allur þessi úrgangur hefur leitt til
vistfræðilegs stórslyss.
Hreyfing græningja er aðeins að
koma undir sig fótunum í Lettlandi
og hélt nýlega opinn fund í smá-
bænum Sigulda. Tíundi hluti
bæjarbúa mætti á fundinn og meðal
þeirra sem tóku til máls voru ýmsar
kommúniskar máttarstoðir bæjar-
ins, þ.á m. dómarinn og aðstoðar-
lögreglustjórinn.
Ræðurnar sýndu hversu hratt
græningjarnir hafa náð að vekja
athygli þjóðarinnar og að þcim vex
óðum fiskur um hrygg. Dómarinn
í Sigulda sagði fljótlega skilið við
umræðuefni sitt, sem var hin meng-
aða á í bænum, og tók til við að
fordæma nauðungaflutninga
Stalíns á tugumþúsunda Lctta til
Síberíu og að krefjast þess að endir
verði bundinn á látlausan innflutn-
ing vinnuafls af öðrum þjóðernum
en lettnesku til Lettlands.
Undirskriftasafnanir
Tvær undirskriftasafnanir fóru
fram meðan á fundinum stóð. Ann-
arri var beint gegn fyrirhuguðu
kjarnorkuraforkuveri, hin var
áskorun þess efnis að hinn gamli
dökkrauði og hvíti lettneski fáni,
sem Stalín bannaði á sínum tíma,
fengi aftur opinbera viðurkenn-
ingu.
í nágrannalandinu Eistlandi hef-
ur eigin fáni þegar fengið opinbera
viðurkenningu og hefur sú ákvörð-
un sovéskra yfirvalda létt aðeins
þrýstingi af niðurbældum þjóðern-
istilfinningum. Nokkuð öruggt er
að Lettland fái sömu viðurkenn-
ingu bráðlega. Á undirskrifta-
plaggið hafa þegar safnast 60.000
nöfn.
Stöðugur straumur vinnuafls til
Lettlands frá öðrum lýðveldum
Sovétríkjanna hefur valdið því að
innfæddum finnst þeir vera að
hverfa í fjöldann. Á síðasta ári
einu komu til landsins 18.000
manns af öðru þjóðerni, aðallega
rússnesku, til að vinna í nýjum
verksmiðjum sem flestir Lettar
vildu helst að aldrei hefðu verið
reistar. Fáir þeirra aðfluttu hafa
fyrir því að læra lettnesku og þeim
er þegar í stað skipað efst á hús-
næðisbiðlistana, á sama tíma og
innfæddir þurfa að bíða langtímum
saman í örvæntingu.
Skriffinnar í Moskvu
skipuleggja og skipuleggja
Öll vandræðin stafa af miðstýrðu
efnahagslífi Sovétríkjanna. Lettar
halda því fram að skriffinnar í
Moskvu taki fyrst þá ákvörðun að
byggja verksmiðju í Lettlandi, síð-
an þurfi þeir að flytja inn vinnuafl
frá öðrum lýðveldum Sovétríkj-
anna, svo hráefnið og loks komast
þeir að þeirri niðurstöðu að þeir
verði að byggja ný kjarnorkuver til
að sjá fyrir nægri orku. „Núna
segjum við einfaldlega: Pakkaykk-
ur fyrir, við erum búin að fá nóg,“
er viðkvæði Lettanna.
Frumstæð uppbygging græningja
enn sem komið er leggur grundvöll
að nýrri fjöldahreyfingu í Lett-
landi, sem verður stofnuð á opnum
fundi síðar í ágúst. Henni hefur
þegar verið gefið nafnið Þjóðfylk-
ingin.
í nágrannalýðveldunum Eist-
landi og Litháen er slík hreyfing
þegar komin á fót og markmið
lettnesku Þjóðfylkingarinnar eru
álitin svipuð og í nágrannaiöndun-
Markmið
Þjóðfylkingarinnar
Þjóðfylkingin ætlar að lýsa
stuðningi við perestrojka, einkum
og sér í lagi þeim stefnumiðum að
draga úr miðstýringu og auka lýð-
ræði. En Þjóðfylkingin stefnir líka
að því að vera róttæk samtök,
sérstaklega ef þau gera að stefnu-
skrá sinni yfirlýsingu menntamann-
anna á júnífundinum sem sagt er
frá hér að framan, en allar líkur
benda til þess.
Eitt af markmiðum mennta-
mannanna var að gera Lettland að
efnahagslega sjálfstæðri einingu,
sem 'ætti viðskipti við önnur lýð-
veldi Sovétríkjanna, í stað þess
eingöngu að standa skil á varningi
eftir duttlungum miðstýrendanna í
Moskvu.
Menntamennirnir kröfðust þess
líka að Lettland hlyti alþjóðlega
viðurkenningu sem fullvalda ríki
innan alríkis sovésku lýðveldanna,
en hefði eigin fulltrúa við Samein-
uðu þjóðirnar.
Enn eitt mikilvægt atriði á
stefnuskrá Þjóðfylkingarinnar er
krafa um að í lýðveldinu verði tvö
tungumál viðurkennd og lettneska
verði hið opinbera mál ríkisins.
Eins og er eru öll mál á ríkisins
vegum rekin á rússnesku. Jafnvel
forystumaður landsins, Boris
Pugo, sem að nafninu til er Letti,
verður að byrja ræður sínar á
fundum með almenningi á því að
biðjast afsökunar á því að hann tali
rússnesku.
Ung lettnesk kona skýrði blaða-
manni frá því hversu illa dauðvona
föður hennar liði vegna þess að
hann gæti ekki skýrt fyrir rússneska
lækninum á sjúkrahúsinu hvar
hann fyndi til og hvernig honum
liði.
Lettar í útrymingarhættu
eins og fiskurínn í Rígaflóa?
5. ágúst sl. voru hátíðahöld í
Ríga í tilefni þess að 48 ár voru
liðin frá því Lettland gekk inn í
Sovétríkin. Það er erfitt að sjá að
landið hafi notið góðs af veldi
Sovétríkjanna.
Embættismaður í utanríkisráðu-
neyti Lettlands segir að aðalsökina
eigi Stalín. Hundruð þúsunda
Letta fluttust úr landi eftir að
Sovétmenn lögðu landið undir sig
1940, og aftur eftir heimsstyrjöld-
ina, til að komast hjá því að verða
fluttir nauðugir í rússneskar vinnu-
búðir. “Þetta var yfirleitt mennt-
aða fólkið okkar, verkfræðingar,
læknar, listamenn, arkitektar
o.s.frv: Tómarúmið sem þetta fólk
skildi eftir sig var fyllt með innflytj-
endum að austan," segir hann.
„Það er dapurlegt en nú eru
Lettar að verða að minnihlutahópi
í sínu eigin landi“, segir í yfirlýs-
ingu frá júnífundinum.
Það er ekki undarlegt að hreyf-
ing græningja dafni í Lettlandi.
Lettum finnst þeir nefnilega sjálfir
vera í útrýmingarhættu og hafa
þess vegna góða ástæðu til að finna
samkennd með fiskinum í menguð-
um kígaflóa!