Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 19
Þriðjudagur 1ö. ágúst'1988
Tíminrl 19
Glæsilegur ferill
- Ég hef alltaf leikið mér eldri
konur, segir hin 61 árs gamla
Angela Lansbury. - Raunar hafa
flestar þeirra verið fremur leiðin-
legar persónur. Ég hef meðal ann-
ars leikið mæður Elvis Presley og
Warren Beatty. Við þekkjum Ang-
elu best sem rithöfundinn og spæ-
jarann Jessicu Fletcher og það er
persóna sem henni geðjast vel að.
- Jessica er aðlaðandi hæfileika-
kona og satt að segja finnst mér við
líkar að mörgu leyti. Auk þess
erum við alveg jafn gamlar.
Angela Lansbury á að baki 45
viðburðarík ár sem leikari, bæði á
sviði, í kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum. Hún hefur oft fagnað vel-
gengni, en í einkalífinu hefur sitt-
hvað misjafnt drifið á dagana.
- Ég flúði með alla fjölskylduna
til Bandaríkjanna, þegar London
varð fyrir loftárásum 1940.
Mamma var leikkona (Moyna
McGill) og við fórum til Holly-
wood vegna metnaðar hennar. Þar
vann ég í lítilli verslun þar til vinur
mömmu bað mig að koma í próf
vegna aukahlutverks. Hann fékk
ekki hlutverkið sem hann langaði
í, en ég fékk 7 ára samning.
Þrisvar sinnum hefur Angela
Lansbury verið tilnefnd til Óskars-
verðlauna, í fyrsta sinn 1944 fyrir
kvikmyndina „Gasljós" með Ingrid
Bergman. Tony-verðlaunin, Óskar
leikhúsanna hefur hún hlotið 4
sinnum.
Eiginmaður Angelu er fram-
leiðandinn Peter Shaw og þau eiga
tvö börn, Anthony og Deirdre.
Hamingjan brosti við fjölskyldunni
þar til foreldrunum var tjáð, að
bæði börnin væru fíkniefnaneyt-
endur.
- Við komumst að raun um að við
urðum að gera eitthvað og niður-
staðan varð sú að við keyptum lítið
hús á írlandi. Þar bjuggum við í
nokkur ár, þar til börnin voru
komin yfir vanda sinn. Þá fórum
við aftur til Bandaríkjanna og ég
fékk strax mörg ný hlutverk.
Árum saman kom hún sér hjá að
leika í framhaldsþáttum, en um
síðir tókst manni hennar að telja
hana á að reyna. Velgengnin lét
ekki á sér standa. Jessica Fletcher
er feikivinsæl persóna, svo vinsæl,
að Tom Selleck í Magnum fékk
hana til liðs við sig til að fjölga
áhorfendum sínum. Framleiðend-
ur létu þau Jessicu og Magnum
hittast á Hawaii, en Angela er
þeirrar skoðunar, að það hafi verið
misráðið.
- Mér finnst það hálfgerð út-
þynning á Jessicu að draga hana
burt úr sínu venjulega umhverfi,
segir hún. - Auk þess erum við
Tom Selleck allt of ólík til að
samstarf okkar geti verið fullkom-
ið.
Angela Lansbury.
Raymond Burr lætur ekki deigan síga á áttræðisaldri. Hér er hann
sem Perry Mason með félögum sínum, Dellu Street (Barböru Hale)
og Paul Drake (William Katt).
Nóg að gera
Raymond Burr er 71 árs og
hefur nóg að gera, auk þess sem
hann leikur spæjarann Perry Ma-
son á ný. Hann er að undirbúa
þáttaröð sem á að heita „Lifandi
goðsagnir" og fjalla um fólk sem
afrekaði eitthvað svo merkilegt, að
það breytti öllu fyrir þá sem á eftir
komu.
Burr á einnig dagblað og sjón-
varpsfélag, en nýjasta áhugamálið
er vínframleiðsla. - Ég hef verið
bóndi í 20 ár, segir hann. - Þegar
ég er heima á búgarðinum, fer ég
á fætur klukkan hálf fimm og það
er ekki ólíkt því að vera leikari.
Eftir fjögur ár fer ég að tappa eigin
víni á flöskur og eftir fimm ár getur
fólk fengið að bragða það.
Þó Burr eyði miklum tíma í
búskapinn, tengist nafn hans alltaf
fyrst og fremst Perry Mason. -
Þegar allir héldu að ég væri hættur,
ákvað ég að halda áfram af krafti,
segir hann. - Mér finnst áhorfend-
ur eiga það hjá okkur að fá meira
af þáttum, sem hafa verið svona
vinsælir lengi. Auk þess slaka ég á
þegar ég er önnum kafinn og
mér finnst ég heppinn að fá tæki-
færi til að vinna að því sem mér
finnst skemmtilegt.
Líf Raymonds Burr hefur ekki
verið dans á rósum. Fyrsta eigin-
kona hans fórst í flugslysi á stríðs-
árunum, önnur hafnaði á geð-
veikrahæli og sú þriðja lést úr
krabbameini. Sjálfur særðist Burr
tvisvar í stríðinu og lenti í tveimur
flugslysum. Einkabarn hans,
sonurinn Michael, lést af hvít-
blæði. Burr gengur 35 börnum í
föðurstað og öll bera þau eftirnafn
hans. Auk búgarðsins utan við San
Francisco á hann stóra plantekru á
Fiji-eyjum og hús á Azoreyjum.
Lítil saga að lokum: Burr var
himinlifandi í vor, þegar lokið var
upptökum á þætti af Perry Mason.
Þær fóru nefnilega fram í Denver,
en þar er kalt á vorin. Þar sem Burr
er ekki kornungur lengur, þurfti
hann að ganga í síðum nærbuxum
og kvartaði sáran yfir að sýnast enn
feitari í þeim. Þegar hann kom loks
heim til sín var hann snöggur að fá
sér nýjar silkinærbuxur, þó þær
kostuðu upp undir 3.000 krónur.
Tímamót hjá Rod
Eins og heimur veit, er söngvar-
inn Rod Stewart með knattspyrnu-
dellu og lék raunar í gamla daga.
Nú í sumar fékk hann að leika
landsleik á Wembley í fyrsta sinn á
ævinni. Um var að ræða leik milli
Englands og Skotlands og rann
ágóðinn til góðgerðastarfsemi. 1
liðunum voru gamlir atvinnumenn,
nema Rod, sem aldrei var atvinnu-
maður. Ekki virtist það há honum,
því hann tryggði Skotum sigurinn,
skoraði tvö mörk, en Bretar náðu
ekki að skora.
Önnur tímamót eru í vændum í
lífi Rods með haustinu. Þá gengur
hann nefnilega í hjónaband, að því
er traustustu heimildir herma. Vin-
kona hans, fyrirsætan Kelly
Emberg, setti hnefann í borðið og
hótaði að fara sína leið með litlu
dóttur þeirra, ef hann vildi ekki
kvænast henni. Hann var raunar
búinn að heita sjálfum sér að gera
þann fjára aldrei aftur eftir skilnað-
inn frá Alönu Hamilton og sam-
búðina við Britt Ekland. Hann fór
fram á það við Kelly að hún
eignaðist fleiri börn og það sem
fyrst, því vissulega eldist Rod eins
og annað fólk og vill fremur sýnast
faðir barnanna sinna en afi, þegar
þau fæðast.
Hitt er svo annað mál hvort Rod
Rod Stewart og Kelly Emberg.
sjálfstætt hár?
hefur skánað með aldrinunt. Á
árum áður voru sagðar hroðalegar
sögur af umgengni hans á hótelher-
bergjum og víðar þar sem hann
hafði viðdvöl. Nýlega brá hann sér
til Glasgow að horfa á knattspyrnu-
leik, ásamt nokkrum félögum
sínum. Tekin var á leigu átta
Skyldi dóttirin líka hafa svona
manna flugvél og þegar hún lenti í
Glasgow leit hún út að innan eins
og svínastía eftir meiri háttar mat-
arveislu unt borð. Flugfélagið
krafðist þess að Rod greiddi hreins-
un á vélinni og lýsti jafnframt yfir
- að hann fengi ekki að vera farþegi
í vélum félagsins framvegis.
Gott hj á
Belindu
Söngkonan Belinda Carlisle
gerði það gott eina helgina um
daginn. Auðkýfingur nokkur bauð
henni 25 milljónir króna, flugfar
með Concorde báðar leiðir yfir
Atlantshaf, þyrlu til og frá flugvelli
og fatapeninga, ef hún vildi koma
og syngja í afmælisveislu dóttur
hans. Fyrr má nú vera, þó svo
umrædd dóttir yrði 21 árs. Belinda
hugsaði sig um í eina sekúndu og
þáði svo boðið.
Belinda Carlisle á svo sem fyrir
því að gera það gott, því lífið hefur
við henni allt annað en auðvelt.
Hún er 29 ára og gift Morgan
Mason, syni James Mason leikara.
Þau búa í Benedict Canyon við
Hollywood, í húsi sem Carol
Lombard átti eitt sinn.
Þegar Belinda var söngkona
kvennahljómsveitarinnar Go Go’s,
Belinda Carlisle hefur góðar og
gildar ástæður til að vera
broshýr.
ánetjaðist hún áfengi, kókáíni og
mat, svo hún hljóp í spik og þurfti
á aðstoð sérfræðinga að halda til að
komast á réttan kjöl. Sjálf segir
hún að það sé versta lífsreynsla sín
að þurfa að ganga í AA, Átvagla-
félagið og Kókaínbanasamtökin til
að venja sig af þessu öllu. Hjá
átvöglunum tókst henni að losa sig
við 20 kíló og gætir sín nú vel. Til
dæmis hieypur hún um allar jarðir
daglega og stundar æfingar af
krafti.
Áður en hún fór að syngja, var
hún meðal annars gengilbeina,
seldi ís, afgreiddi bensín og vann í
móttöku á hóteli. Uppáhalds-
leikarinn er eiginmaðurinn, upp-
áhaldsmaturinn ávextir og græn-
meti og uppáhaldsfötin þröngar
buxur, síðan hún fór að komast í
þær aftur. Þau hjón eiga sér að
gæludýri stofuvanið svín sem heitir
Óskar, auk páfagauks og fjögurra
hunda.