Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 19
Tíminri. -19 Fimmtudagur 18. ágúst 1988 Raisa Gorbatsjova, hin 54 ára gamla eiginkona sovéska þjóðar- leiðtogans, hefur tekið vestræna heiminn með trompi. Hún hefur verið kölluð „gimsteinninn í sov- ésku krúnunni", þessi lífsglaða amma með vingjarnlega brosið og eðlilegu framkomuna. Hins vegar er hún ekki alveg jafn vinsæl heima fyrir, að minnsta kosti ekki meðal roskinna borgara. Þeir telja „úrkynjaðan" iífsmáta hennar skaðlegan rétttrúuðum kommúnistum á öllum aldri. Þeir yngri eru himinlifandi og sjá gjarn- an í Raisu tækifæri til að hressa upp á klæðaburð sinn. Hvernig kona er Raisa eigin- lega? Allir vita að hún er gift einum valdamesta manni í heimi - Mikhail Gorbatsjof. Fólk á Vesturlöndum veit ekki margt um hana, annað en það sem sést, þegar hún kemur í heimsókn. Enginn efast um að hún er manni sínum mikill styrkur, þegar um er að ræða að hafa áhrif vestantjalds. Raunar virðist hún eilítið leyndar- dómsfull. Raisa er lítið fyrir að tala um sjálfa sig við vestræna blaða- menn. Eitt og annað hefur þó síast út gegn um þykka múra Kremlar. Til dæmis neitaði Gorbatjsof ekki í sjónvarpsviðtali að þau hjón ræddu stjórnmál sín á milli, rétt eins og allt annað. Raisa og Mikhail eru afi og amma. Irna dóttir þeirra, sem er að minnsta kosti jafn glæsileg og móðir hennar, á dóttur sem heitir Oksana og er kölluð Sasha. Raisa hefur alltaf tíma fyrir telpuna og Raisa fylgir manni sínum allt og vekur jafnan aðdáun. nýtur þess að vera amma. Raisa er tungumálamanneskja, en flaggar því lítt heima fyrir, þar sem ekki telst til kosta að tala annað en rússnesku. Þegar hún kom til Parísar fyrir þremur árum, fór hún í heimsókn í tískuhús Cardins og öllum til undrunar tal- aði hún reiprennandi ensku, all- góða þýsku og vel nothæfa frönsku. Cardin sjálfur var mjög hrifin af henni, þegar hann impraði á mark- aðsmálum í Sovét með fatnað sinn í huga og kallar hann ekki allt ömmu sína í viðskiptamálum. Vitað er að Raisa er fædd 1934, en ekki hvar. Flestir vita þó að hún er af gyðingum komin. Hún er doktor í heimspeki frá háskólanum í Moskvu og kynntist Mikhail á námsárunum þar, en hann nam lögfræði á sama stað. Fordómafullir Rússar kvarta yfir óhófi Raisu, af því að hun hefur keypt sér föt og skartgripi á Vestur- löndum. Þeir voru ekki ófáir sem glenntu upp augun, þegar hún keypti sér demantseyrnalokka í Bond Street í London og greiddi með American Express-korti, sem er tákn auðvaldshyggjunnar sjálfr- ar í augum margra Rússa. Þannig klæddist Raisa í heimsókn í franska utanríkis- ráðuneytið, mjög við hæfí. Kristinn Snæland:! UM STRÆTI OG TORG SÓMAFÓLK Unaðsreitur Því er ekki að neita, að þrátt fyrir aðfinnslur mínar um eitt og annað sem mér finnst miður fara um frágang eða umgengni um lönd eða aðrar eignir borgarinnar, þá er víða að finna hið gagnstæða eða einstaklega vandaðan frágang og snyrtilega umgengni. Nefni ég enn, rétt sem dæmi, hús og lóð Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut/Grensásveg. Þar er allt svo glerfínt, hreint og strokið að jafnvel ég kemst í gott skap í hvert sinn sem ég þarf að greiða rafmagnsreikninginn. Það er verst að reikningurinn skuli ekki koma vikulega. Annan unaðsreit fann ég nýlega, en það er lítill almennings- garður upp af Sogavegi, milli Ak- urgerðis og Grundargerðis, en hægast er að koma að honum frá Grundargerði, rétt ofan Sogaveg- ar. Þarna er margvíslegur trjágróð- ur og skjólgóðir lundir víðsvegar, með bekkjum. í einu horni garðs- ins er afmarkaður blómagarður með margskonar blómum og for- vitnilegum gróðri. í annan stað er svæði með leiktækjum fyrir börnin. Nú er þetta ekkert betra eða meira en annarsstaðar má finna í borginni en staðurinn vakti forvitni mína og ég fór sérstaka skoðunarferð um garðinn. Er skemmst frá því að segja að hvert sem litið var, bar allt vitni um einstaka snyrtimeqnsku og alúð. Blómabeðin, trjáreitirnir og grasflatirnar, allt tandurhreint, snyrt og snurfusað. Hvergi rusl að sjá, brotna grein eða illgresi. Ég hugsaði með mér að sælgætisbréf eða sígarettustubb hlyti ég að finna, en þó ég gengi alla göngustíga garðsins fannst ekkert slíkt. Því miður veit ég ekki deili á þeim sem þarna vinna eða nöfn þeirra, en eftir höfðinu dansa limirnir og víst er að sá vinnuflokkur sem þarna vinnur er góður og undir góðri stjórn. Það fólk sem svona vinnur er sannkallað sómafólk. Hans Petersen hf. Það bar við nýlega, þegar sá afskiptasami skrifari sem hér situr við vél, ók niður Höfðabakka, þá birtist á götunni og við hana hrein skæðadrífa af alls konar bréfarusli.' Nú er það engin nýlunda að þeir sem aka rusli á öskuhaugana við Gufunes, gangi svo illa frá farmi bifreiða sinna að næsta lítið sé eftir þegar loks er komið á haugana. Ruslinu er þá dreift jafnt og þétt um alla borg. Þarna virtist hinsveg- ar sem óhapp hefði orðið og eitt ílát hreinlega tæmst á götuna. Við rannsókn á ruslinu kom í ljós að umslög og fleira sem þarna var, var allt merkt Hans Petersen hf. Nú er fyrirtækið ekki langt þarna undan, uppi á Lynghálsi, og tók því skrifari lúkufylli af rusli og ók með það að upphafsstað. Er ekki að orðlengja það að starfsfólk fyrirtækisins tók upplýsingum um ruslið með þökk- um og um tíu mínútum síðar, þegar skrifari átti aftur erindi niður Höfðabakkann var starfsfólk frá Hans Petersen önnum kafið við að tína upp ruslið. Þarna voru hárrétt og skjót viðbrögð. Fólk sem vinnur svona er sannkallað sómafólk. Hinir sem taka að sér að aka rusli á öskuhaugana og eru svo nánast eins og rusladreifarar á leiðinni ættu að taka sín vinnu- brögð til endurskoðunar. Auðvitað á enginn að flytja rusl um borgina nema svo um búið að það komist þangað sem því er ætlað. Dæmin um sóðana sjást hvern dag við Ártúnsbrekku, Höfðabakka og Gullinbrú. Það væri ágætis verk- efni fyrir lögregluna, þegar lítið kemur inn á radarinn í Ártúns- brekku, að gefa gaum að sóðunum sem aka rusli án yfirbreiðslu. Þeir ættu a.m.k. að þola áminningu. Húsnæðisvandræði Eins og flestum er kunnugt ríkja veruleg húsnæðisvandræði í borg- inni. Hluti af vandanum er að fjöldi fólks hefur enganveginn efni á að greiða þá leigu sem krafist er. Ástandið er þannig að dæmi eru um einstaklinga sem nú búa í húsbílum. Þá ertil athugunarhvort ekki megi leysa vanda margra með því að nýta tjaldstæðið í Laugar- dalnum betur, þannig að þeir sem eiga hjólhýsi geti fengið þar vetrar- geymslu fyrir hýsin og leigt þau jafnframt út. Þetta kann að þykja heldur hráslagaleg tillaga en stað- reynd er að margir búa nú við húsakynni sem eru miklu verri en lítið hjólhýsi. Það skal tekið fram að flest hjólhýsi má tengja við rafmagn frá rafveitu og svo hitt að með því að búa í hjólhýsi á tjald- stæðinu í Laugardal þá hefur fólkið þó aðgang að baði og þvottaað- stöðu sem oft vantar þegar leigt er lélegt húsnæði í borginni. Vitan- lega er mér ljóst að þessi tillaga fær engar undirtektir, því samþykkt hennar þýðir viðurkenningu á því ófremdarástandi sem nú ríkir í húsnæðismálum í borginni. Ég er reyndar nokkuð viss um að vanda- málið er há leiga en ekki skortur á húsnæði. Ég er og nokkuð viss um að fjöldi fólks greiddi með ánægju svona 10 þúsund krónur á mánuði fyrir gott hjólhýsi í Laugardal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.