Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. ágúst 1988
Tíminn 7
Mikið verður um hátíðahöld í Viðey í dag, á 202 ára
afmæli Reykjavíkurborgar. Fyrir tveimur árum færði
ríkisstjórn Islands Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu og Við-
eyjarkirkju að gjöf í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar.
Síðan hefur verið unnið að viðgerðum og endurbyggingu á
húsunum og umhverfi þeirra og undanfarna daga og vikur
hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum við að Ijúka
frágangi til að þess að allt geti orðið sem fallegast þegar
húsin verða tekin í notkun seinni partinn í dag.
Hátíðin hefst með messu í kirkj-
unni og mun biskupinn yfir íslandi
vígja þar nýtt fjögurra radda pípu-
orgel og blessa þær viðgerðir sem
unnar hafa verið. Sr. Þórir Steph-
ensen predikar og þjónar fyrir
altari ásamt dómkirkjuprestunum
sr. Hjalta Guðmundssyni og sr.
Lárusi Halldórssyni. Marteinn H.
Friðriksson dómorganisti leikur á
orgelið og Dómkórinn syngur.
Meðhjálpari verður sr. Andrés
Ólafsson. Áður en messa hefst
mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika
en svcitin ntun jafnframt leika við
opnun Viðeyjarstofu sem hefst að
messu lokinni. Þá mun Hjörleifur
B. Kvaran, formaður Viðeyjar-
nefndar afhenda Davíð Oddssyni
borgarstjóra mannvirkin og Davíð
að því búnu ávarpa gesti. Þá flytur
Herdís borvaldsdóttir ljóð eftir
Matthías Jóhannessen og þeir
Birgir ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra og Sverrir
Hermannson fyrrv. menntamála-
ráðherra flytja ávörp.
Eins og áður hefur komið fram í
Tímanum er hugmyndin að í Við-
eyjarstofu verði rekinn ráðstefnu-
og veitingasalur sem opinn verður
alla daga vikujinar. Þegar hafa
verið bókaðar ráðstefnur og einka-
samkvæmi í Stofunni á næstunni,
en að öllu jöfnu verður hún opin
almenningi. Kirkjan verður hins
vegar opin alla daga nema þegar
um einkaathafnir er að ræða s.s.
skírnir eða brúðkaup, en fyrsta
brúðkaupið verður einmitt í Við-
eyjarkirkju á laugardag. Fyrsta
almenna guðsþjónustan verður á
sunnudaginn og hefst hún klukkan
14:00 og verður það sr. Hjalti
Guðmundsson sem messar.
Mótmælir
frétt ríkis-
sjónvarps
1 tilefni af frétt ríkissjónvarpsins
15. ágúst 1988 um nýtt aðalskipulag
Reykjavíkurborgar, samþykkti
bæjarstjórn Kópavogs eftirfarandi
ályktun á fundi sínum 16. ágúst:
„Bæjarstjórn Kópavogs átelur
harðlega vinnubrögð og rangan
fréttaflutning fréttastofu sjónvarps-
ins í umfjöllun um Fossvogsdal í
þessari frétt.
í fréttinni kemur fram, að í stað-
festu aðalskipulagi Reykjavíkur-
borgar sé gert ráð fyrir Fossvogs-
braut, en að engu getið úrskurðar
ráðherra um að aðalskipulag
Reykjavíkurborgar nái aðcins að
lögsagnarmörkum Reykjavíkur og
Kópavogs.
Ráðherra féllst ekki á tillögu
skipulagsstjórnar ríkisins um frestun
á skipulagi í Fossvogsdal, heldur
hafnaði því, að Rcykjavíkurborg
sýndi í aðalskipulagi sínu Fossvogs-
braut á landi Kópavogs.
Fossvogsbraut er því ekki á stað-
festu skipulagi Reykjavíkurborgar.“
Heimsókn
kínversks
ráðherra
Varautanríkisráðherra Kína, hr.
Zhou Nan, dvelur ásamt fylgdarliði
á íslandi 25. til 29. ágúst nk. í boði
Steingríms Hermannssonar, utan-
ríkisráðherra.
Auk viðræðna við utanríkisráð-
herra mun varautanríkisráðherrann
m.a. hitta að niáli forsætisráðherra
og samgönguráðherra. Jafnframt
mun varautanríkisráðherrann
heimsækja Alþingi í boði forseta
sameinaðs þings.
Varautanríkisráðherrann mun
einnig skoða söfn í Reykjavík og
heimsækja Vestmannaevjarog Þing-
velli.
Um útflutn-
ingsleyfi
Af gefnu tilefni vill ráðuneytið
i'treka að umsóknir um útflutnings-
leyfi á ferskum karfa og ufsa þurfa
að berast viðskiptaskrifstofu ráðu-
neytisins fyrir kl. 12:00 á hádegi
föstudags vegna útflutnings í næstu
viku á eftir.
Hótel Borg og danskir dagar fram á sunnudagskvöld:
Borgin með
ekta danska
uppákomu
í>að eru danskir dagar á Borginni
núna og verða fram á næstkomandi
sunnudagskvöld. Tíminn kynnti sér
málið og lét sér vel líka enda hefur
sjaldan verið eins þægilegt og
skemmtilegt að fara út að borða. Á
þessum dönsku dögum Borgarinnar
er eingöngu boðið upp á danskan
mat og danska drykki. Mikið af
matföngum hefur verið flutt inn til
landsins sérstaklega en annað er
matreitt eftir nákvæmri leiðsögn
danskra matreiðslumeistara. Til
dæmis hefur Emmess-ísgerðin fram-
leitt takmarkað magn af sérlöguðum
dönskum ís fyrir þessa daga. í>á er á
hverju kvöldi hægt að hlýða á danska
harmónikkuleikara spila öll gömlu
góðu lögin og einnig er hægt að
panta lög sérstaklega. Þessir dönsku
dagar eru haldnir í náinni samvinnu
við danska sendiráðið og vinafélög
Danmerkur á fslandi.
Nokkur fyrirtæki hafa unnið að
vörukynningu í samvinnu við hótelið
og blandast það annarri danskri
umgörð í matsalnum. Er það mál
manna að ekki hafi skapast eins
dönsk stemning á Borginni frá því
Kristján 10. Danakonungur gisti þar
árið 1930.
Danska sjónvarpið mun næstu
daga senda menn sína á Borgina til
að taka þar upp skemmtidagskrá og
getur þá mikið orðið um að vera.
Allir gestir fá að kynnast sérstak-
lega danskri óvæntri uppákomu í
boði danska sendiherrans á íslandi,
en ekki er hægt að greina frá því
opinberlega. Það verður þá ekki
lengur óvænt uppákoma.
Danskir dagar á Hótel Borg.