Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18: ágúst 1988 Tíminn 3 Fundur Verslunarráðs (slands um gjaldþrot íslenskra fyrirtækja: fjórða hundrað orðið gjaldþrota á árinu Svipaður fjöldi fyrirtækja hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta það sem af er þessu ári og á árinu 1987 í heild. Þá var 351 fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta, samanborið við 101 árið 1983. Þetta kom m.a. fram á fundi sem Verslunarráð íslands boðaði til um gjaldþrot íslenskra fyrirtækja í gær. Þar fluttu erindi þeir Ásgeir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Veltis hf., Sverrir Norland, forstjóri Smith og Norland, Þorvald- ur Einarsson, lögfræðingur Búnað- arbankans, Ásgeir Thoroddsen, lög- maður, og Ragnar H. Hall, skipta- ráðandi. Var komið inn á ýmsar hliðar þessara mála á fundinum, rætt al- mennt um rekstrarskilyrði atvinnu- fyrirtækja, svo og tæknilega van- kanta á meðferð gjaldþrotamála. í umræðunni um rekstrarskilyrðin var það rn.a. nefnt í framhjáhlaupi,, hvað varðar útflutnings- og sam- keppnisgreinar, að gengið væri kol- vitlaust skráð og að fjármagnskostn- aður væri óheyrilega hár á sama tíma og samdráttar gætir og velta fyrirtækja minnkar. En megin umkvörtunarefnið var slæm eiginfjárstaða fyrirtækja og hversu óhagstætt er fyrir fólk að leggja fé í þau. „Það var mikið rætt um það hversu erfitt væri fyrir fólk að leggja fé í fyrirtæki," sagði Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands, í samtali við Tímann. „Það þarf að haga málum þannig að fólk geti gert það í ríkara niæli á sambærilegum kjörum og það fær fyrir sparifé sítt. Það er það mikill munur á kjörum á sparifé og hlutafé, fyrirtæki eiga í vandræðum með að verða sér úti um eigið fé og það er einmitt ein ástæða þessara gjald- þrota,“ sagði Vilhjálmur. Hvaða leiðir er hægt að fara til að gera það eftirsóknarverðara fyrir fólk að leggja fé í fyrirtæki? „Það má t.d. gera með því að búa þannig um málin að hlutafé njóti sömu skattmeðferðar og sparifé. í raun ætti það að fá betri meðferð því það er svo mikil áhætta fólgin í því að leggja pening í fyrirtæki en fólk er með allt sitt á hreinu þegar það er með sparifé. Hlutafé, sem er fyrir ofan ákveðið mark, er eignaskattsskylt og arður af hlutabréfum, fyrir ofan ákveðið mark, er tekjuskattsskyldur. Þessi mörk eru tiltölulega lág þannig að ef fólk á verulegar eignir í fyrirtækjum er það strax farið að borga af því töluverða skatta. Síðan er það þannig með þá frádráttarheimild, sem í gildi er vegna kaupa á hlutabréfum, að hún er með tiltekið þak, sem er í sjálfu sérgóðragjalda vert. Enaðal gallinn er, að þetta nær bara til mjög stórra fyrirtækja á okkar mælikvarða, en fólk leggur fé í smærri fyrirtæki. Þetta er einmitt atriði sem Enskilda Securities benti á þegar það gerði Miðstjórnarfundur Framsóknar: Bíða átekta Tímasetning miðstjórnarfund- ar framsóknarmanna hefur ekki enn verið ákveðin, en áður hafði verið gert ráð fyrir að fundurinn yrði hafður í byrjun september. Stéingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki verði tekin ákvörð- un um miðstjórnarfundinn fyrr en fyrir liggi skýrari línur um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar. óþh úttekt á hlutabréfamarkaðnum hér,“ sagði Vilhjálmur. Af öðrum atriðum sem fjallað var um má nefna endurskoðun á gjald- þrotalöggjöfinni sjálfri. Þar var lögð mest áhersla á kaflann um nauðar- samninga. „Þar er verið að tala um að þegar menn eru komnir með greiðslustöðvun, þá hafi kröfuhafar meiri áhrif á stjórn fyrirtækisins og hvernig hiutunum er ráðstafað þenn- an tíma. Annað sem menn veltu fyrir sér var möguleikinn á að setja undir þann leka að menn misnoti sér fresti til að fleyta málum áfram. Það eru margir sem ganga langt í því að misnota fresti. Það er greinilegt að menn kvarta yfir því að borgarfóg- etaembættið og þeir sem fara með dómsvald í þessum málum séu of linir, að þeir veiti fresti sjálfkrafa o.s.frv. Þetta er spurning um að taka upp harðari „praxís“,“ sagði Vil- hjálmur. Stjórnendur fyrirtækja bera ákveðna ábyrgð þegar fyrirtæki eru komin út á hálan ís og ntenn veltu fyrir sér á fundinum hvort stjórnend- urnir væru gerðir nógu ábyrgir gerða sinna. „Mikið var talað um það að þeir sem eigi í erfiðleikum og sjá fram á að dæmið gengi ekki upp, þeir ættu að bregðast við eins fljótt og unnt væri. Þannig yrði leyst úr málum á eins farsælan hátt og unnt er, því eftir því sem menn draga hluti lengur stækkar bara vandamál- ið.“ Vilhjálmur nefndi að bagalegt væri hversu lélcgar upplýsingar liggi fyrir um lánstraust fyrirtækja. „Það var hér á árum áður til svokölluð skrá um afsagða víxla en síðan hættu bankarnir að afsegja víxla og eftir það er þessi heimild ekki til og engin jafn góð verið tekin upp í staðinn. Þetta þýðir að lánsviðskipti eru mik- ið óöruggari en áður fyrr og það er spurning um að leita leiða til að koma þessum málum í lag. Það var t.d. beðið um það að bankarnir hefðu samstarf við aðila eins og Verslunarráðið til að kippa þessu í liðinn með einhverjum hætti. Það tengist þessu að kvartað var undan því að fyrirtæki skiluðu ekki inn reikningum á seinkun til hlutafé- lagaskrár eins og skylt er í lögum. Þessu er ekkert framfylgt," sagði Vilhjálmur. JIH Bambrds III INTERNATIONAL AFTUR Á ÍSLANDI r * _______ _ ^ ímm' " ...... i:ar:' c v>0 O eAÓ. _____________ ^ * :\ . * ; 'Mk' Við höfum nú tekið saman við BAMFORDSINTERNATIONAL í Bretlandi um sölu á BAMFORDS 355 mykjudreifurum. BAMFORDS 355 eru 4,2 rúmm. - Lengd 3,03 m. - Breidd 1,32 m. - Efnisþykkt í bol 3 mm í göflum 5 mm. - Keðjur 28 st. - Eigin þyngd 1105 kg. - Keðjur og legur Heavy duty. - Hraði á öxli 242 sn./mín. - Vökvabremsur. - Handbremsur. Vökvaopnun á hlíf. - Mjög stórir flotbarðar 16x200. - Beislistjakkur. - Auga fyrir dráttarkrók. - Keðjufestingar eru soðnar á öxulinn, þannig að aðeins 3-4 keðjur standast á. Þetta fyrirkomulag orsakar að orkuþörf BAMFORDS 355 er miklu minni en hjá sambærilegum dreifurum. Kynntu þér BAMFORDS 355 - Hagstætt verð og greiðslukjör. Hafið samband BTB, Borgarnesi.......Sími 93-71200 við sölumenn okkar Kf. Húnvetninga, Blönduósi .Sími 95-4200 eða umboðsmenn, Vélaval, Varmahlíð, Skagafirði.Sími 95-6118 sem eru: Dieselverk, Draupnisg. 3, Akureyri . . . Sími 96-25700 Kf. Þingeyinga, Húsavík.......Sími 96-41444 Erlingur Ólafsson, Hvolsvelli.Sími 98-78199 VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF. - Vélaborg JÁRNHÁLSI 2 - SÍMI 83266 - 686655

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.