Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. október 1988 Tíminn 9 llllllll""lll BÓKMENNTIR Ein bók á sænsku eftir nóbelsverðlaunahafann: Utgefandi Mahfouz hírist í kjallara lr\noo\/ni í C\/íKIáA- Frá Þór Jónssyni í Svíþjóð: Það fór ekki hjá því að fyki dálítið í blaðamenn er ritari sænsku akademíunnar tilkynnti, að bókmenntaverðlaun Nóbels féllu sjötíu og sjö ára gömlum Egypta í skaut sem enginn þeirra hafði nokkurn tíma heyrt nefndan á nafn. „Hver er þessi Mahfouz?“ spurðu þeir hranalega og gátu ekki dulið vonbrigði sín. „Er hann betri rithöfundur en Nadime Gordimer og Christa WoIf?“ spurðu hinir sem væntu þess að kona fengi verðlaunin í ár. og hófu ákafa leit að þýddum bókum eftir Mahfouz, en leitin bar Ekkert lófatak fyllti sali kaup- hallarinnar í Stokkhólmi svo sem í fyrra er Jóseph Brotsky fékk verð- launin, heldur var ritara akadem- íunnar stillt upp við vegg í orðanna fyllstu merkingu. „Hefur Mahfouz meiri áhrif á ykkur en Carlos Fuentes?“ „Já, sem stendur," svar- aði ritarinn stuttlega. „Er það satt eða þótti ykkur kominn tími til að arabi fengi verðlaunin?" „Hér er dæmt á bókmenntafræðilegum grunni, þetta er ekki heimsmeistarakeppni í bókmennt- um,“ svaraði ritarinn. „Þó verður á það að líta að hinn austræni heimur hefur ekki áður hlotið þessi eftirsóttu verðlaun.“ Ritarinn forð- aði sér stuttu síðar á bak við rammgerðar dyrnar og hætti sér ekki í frekari umræður. Bóksalar í Svíþjóð höfðu birgt sig upp af bókum eftir þá rithöf- unda sem þeim þóttu líklegir til verðlaunanna. Þegar þeir heyrðu nafn Mahfouz tilkynnt í útvarpinu tóku þeir um höfuð sér og spurðu: „Hver í dauðanum er það?“ Svo flettu þeir upp í uppflettiritum sínum. Enga bók áttu þeir til eftir Egyptann sem þó er frægastur allra rithöfunda í sínu heimalandi og bækur hans hafa selst í fleiri mill- jónum eintaka. Bóksalarnir tóku niður skiltin sem þeir þegar höfðu sett upp í glugga og letrað á: Hér fást bækur nóbelsverðlaunahafans, engan árangur. Tvær þriggja bóka hans sem þýddar hafa verið á sænsku voru ófáanlegar, útgefanda þeirrar þriðju var ekki hægt að finna. Gefin út í kjallaraholu í þröngri kjallaraholu á stúd- entagarði í Lundi rekur sænskur útgefandi nóbelsverðlaunahafans í bókmenntum, Örjan Gerhards- son, bókaútgáfu sína. Fyrirtæki sitt nefnir hann „Fyrirsát". Það lætur lítið yfir sér, ekkert gefur til kynna að í húsinu sé rekin bókaút- gáfa, og sá sem á erindi verður að fikra sig eftir dimmum og skítugum gangi að dyrum „Fyrirsátar“. Örj- an er sá eini í heimalandi Nóbels sem á til sölu fáein hundruð eintök af bók eftir verðlaunahafann. Hún nefnist „Niður Nílar“, og það væri synd að segja að hún hafi selst eins og heitar lummur fram að þessu. Nú hinsvegar slást bóksalar um eintök af bókinni. Örjan hefur öll tromp á hendi, bókinni dreifði hann glottandi til bóksala í Lundi á föstudagsmorgun. Þrjár bækur eftir Mahfouz hafa verið þýddar á sænsku en aðrir útgefendur í Svíþjóð hafa fyrir löngu tekið bækur hans af markað- inum enda reiknuðu þeir einna helst með að verðlaunin féllu Mexíkananum Carlos Fuentos í skaut, en það var öðru nær og „Niður Nílar“ sem safnað hefur ryki í kjallaranum í Lundi í nokkur ár varð óvænt gullnáma Örjans. Tvisvar á meðan á prentvinnslu bókarinnar „Niður Nílar“ stóð var beiðni um styrk úr þýðingarsjóði hafnað. Ögn vandræðalegur hefur nefndarmaður nú útskýrt synjun beiðninnar, byggð á mati þýðingar- sjóðsnefndar, þannig að „Niður Nílar“ hafi ekki verið með bestu bókum höfundar. Örjan Gerhardsson er lagstur undir feld og lætur engan ónáða sig. Hann hefur ekki viljað tala við fréttamenn - móðir hans flutti þær kveðjur úr fylgsni hans að þeir ættu heldur að snúa sér að Mahfouz sjálfum, hann væri áhugaverður, Órjan sjálfur ekki. Og bóksalarnir eru sem fyrr í öngum sínum, þeir mega til að finna Örjan. Örjan er liðlega þrítugur að aldri og starfar einn í fyrirtæki sínu og stjórnar prentvélunum sjálfur. Hann er hugsjónamaður í sinni grein, á það til að kaupa upp birgðir af verkum lítt þekktra höfu- nda sem seldar eru á útsölu til þess að forða bókum þeirra frá gleymsku og sér til þess að verk þeirra fáist áfram á markaðinum. Að gefa út þýðingu á verki egypsks rithöfundar var hugsjónastarf en nú makar hann krókinn á því. Vafalaust má heyra prentvélarnar snúast á fullu á næstunni, stúdent- unum á efri hæðunum til ómældrar gremju. Og hér í Svíþjóð leiða menn getum að því að Órjan sé að undirbúa ferð til Egyptalands þar sem hann hlýði á nið Nílar. Naguib Mahfouz á göngu í Kairó. Beggja vegna landamæranna William Kennedy: Járngresið, Guðbergur Bergsson þýddi, Almenna bókafélagið, 1988. Það er býsna sérkennileg skáld- saga sem Guðbergur Bergsson rit- höfundur hefur hér þýtt og borið á borð fyrir íslenska lesendur. Höf- undurinn, William Kennedy, er bandarískur og hefur fengið Pulitzer verðlaunin fyrir þessa sögu sína. Hún gerist vestanhafs árið 1938, og sögusvið hennar einkennist af því að hún fæst fyrst og fremst við að lýsa drykkjusjúkum rónum og lífi þeirra. Reyndar má samt líka segja að hún snúist mestpart utan um líf aðalsögupersónunnar og eins af rón- unum, sem er Francis Phelan. Hann er tæplega sextugur og hefur orðið fyrir því óláni rúmum tuttugu árum fyrr að missa nýfæddan son sinn í gólfið svo að hann lést. Eftir þann atburð hljóp Francis að heiman og hefur síðan verið á stanslausu flakki. Síðustu árin hefur hann aukheldur verið í slagtogi við konu af svipuðu sauðahúsi, Helenu, og þegar sagan gerist eru þau nýkomin aftur til heimabæjar hans. Tildrögin eru þau að skömmu áður hefur Francis hitt annan son sinn uppkominn, og keypti sá hann út úr fangelsi og bað hann líta aftur inn heima. Þetta er að mörgu leyti ákaflega vel samin bók, með glöggum lýsing- um og atburðarás sem er vel til þess fallin að grípa lesanda sinn og halda honum föstum við efnið allt til loka. Þó er söguþráðurinn dálítið flókinn, og veitir flestum trúlega ekki af að tvífara yfir bókina ef þeir vilja átta sig á honum til fulls. Auk þess hefst sagan á degi sem nefndur er Aftur- göngudagurinn og er sá „þegar draugar koma í heimsókn og dauðir ganga ljósum logum“ (bls. 33). Þetta notfærir höfundur sér á sérkennileg- an og óvanalegan hátt, með því móti að hann lætur látið fólk hvað eftir annað verða á vegi Francis Phelans og ræða við hann. Er þetta í þeim mæli að segja má að sagan gerist í rauninni beggja vegna landamær- anna á milli lífs og dauða. Er þarna oftast um að ræða menn sem Francis hefur ýmist banað sjálf- ur eða verið viðstaddur er þeir létu lífið. Ekki er mér fyllilega ljóst eftir lestur bókarinnar hvort um á að vera að ræða einhverja sérlega miðils- hæfileika hans, eða hvort þetta teng- ist einfaldlega bara Afturgöngudeg- Guðbergur Bergsson rithöfundur. inum sem svo er nefndur þarna. En hitt fer ekki á milli mála að höfundur beitir þessu efnisatriði markvisst til þess að leiða fram fyrir lesendur sína einstök atriði úr fyrri lífsþræði sögu- hetju sinnar, og þá fyrst og fremst þau sem mestum úrslitum hafa ráðið um framganginn í lífi hans. Að formi til má einnig segja að þetta sé saga drykkjusjúklings f ræsinu, eða róna, og að sem slík eigi hún sér fastan stað í samtíma sínum. En jafnframt því eru teygðir angar aftur í tímann, til fyrri tímabila í lífi Francis Phelans, jafnt til skýringar og til lýsingar á ástandi hans á sögutímanum. Ekki er beint hægt að segja að hér sé verið að takast á við vandamál drykkjusýkinnar, eins og það myndi orðað í dæmigerðum vandamálabókum nú á dögum. Þvert á móti er sagan það mikill skáldskapur af sjálfri sér að engin leið er að telja drykkjusýki sögu- fólksins aðalviðfangsefnið. Þar gnæfir yfir að höfundur er fyrst og fremst að lýsa persónum og samspili þeirra innbyrðis. Þetta er með öðrum orðum verk af þeirri tegund þar sem áherslan er á beinum lýsingum atburða, sögu- sviðs og fólks. Hið sérkennilega hér er að inn í þessar myndir eru hinir framliðnu felldir, með þeim hætti að þeir koma þar fram eins og eðlilegir hlutar af umhverfinu öllu. Þetta er síður en svo nokkur varhugaverður draugagangur, og raunar tæpast meir en svo yfirnáttúrlegur, eins og honum er hér lýst. Þvert á móti gerist það hér hvað eftir annað að Francis rekst á látna menn, ekki bara í kirkjugarðinum þar sem sagan hefst og helst væri kannski við þeim að búast, heldur í strætisVagninum líka, og lendir hann þar jafnvel í hrókasamræðum við þá. Hinum látnu er hér lýst með sama raunsæinu og öðrum söguper- sónum, með öðrum orðum líkt og lifandi fólki af holdi og blóði. Með þessum samræðum gefur höfundur lesendum sínum því smám saman inn litla skammta af fyrri ævisögu Francis Phelans og því sem hefur á daga hans drifið. Þetta er vægast sagt óvanaleg aðferð, en ekki er því að leyna að hún er áhrifarík. í þessari sérkennilegu aðferð höf- undar, svo og vel dregnum nær- myndum hans af sögusviði sínu, sýnist mér einnig að helsti styrkur þessarar sögu felist, svo og það sem sérkennir hana frá öðrum. Og sér- staða hennar felst líka í öðru, og það er afstaðan til rónanna í bókinni, sem svo eru nefndir. Þetta er fólk sem hefur sokkið niður í neðstu lög þjóðfélagsins vegna drykkjufýsnar sinnar. En ekki verður þó séð að markmið höfundar geti verið það að leita sérstaklega skýringar á ástandi þessa fólks, hvað þá að benda á leiðir til þess að íækna það. Né heldur að deila á þjóðfélagið fyrir að hlynna ekki betur að því, eða þá að það sé megintakmark hans að fá okkur hin til að vorkenna þessu fólki. Þvert á móti kemur í ljós að til dæmis Francis á þegar öllu er á botninn hvolft töluvert mikið eftir af eðlisþáttum eins og ást og umhyggju- semi, sjálfsvirðingu og hæfileikanum til að láta hart mæta hörðu. Þegar upp er staðið í bókarlok fer ekki á milli mála að hann er talsvert miklu sterkari og yfirleitt áhugaverðari persóna en ætla mætti í byrjun. Þarna er því fyrst og fremst á ferðinni lýsing á mun stórbrotnari persónuleika en ætla mætti að óreyndu, og sú lýsing vegur miklu þyngra í þessari sögu heldur en glíma við lýsingu á áfengisvandan- um, nú eða ádeila á þjóðfélagið fyrir að það skuli yfirleitt leyfa þessum vanda að vera til áfram. Af þessum sökum hefur það verið þarft verk hjá Guðbergi Bergssyni og Almenna bókafélaginu að koma þessari sögu á framfæri á íslensku. Hún á töluvert mikið lof skilið. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.