Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Trvggvogötu, S 28822 Átján mán. binding § 7,5% SAMVINNUBANKINN STRUMPARNIR 1 HRESSA KÆTA Tíminn Landsamband fiskeldis og hafbeitarstöðva telur að stjórn Atvinnutryggingasjóðs hafi ekki heimild til að setja sér þær vinnureglur sem hún hefur gert: Stjórnin hefur gefið sér rangar forsendur Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina auglýsti um helgina eftir lánsumsóknum og var sérstaklega tekið fram í auglýsingunni að þar sem málefni fiskeldis og loðdýra bænda væru nú til athugunnar, þá kæmu þessar greinar ekki til álita með lánveitingu á þessu ári. Auglýsingin birtist á laugardag, en þann dag var almennur félagsfundur hjá Landsambandi fiskeldis og hafbeitarstöðva þar sem ræða átti m.a. stöðu fiskcldisins, en hins vegar varð auglýsing atvinnutryggingasjóðs aðalumræðuefni fundarins. ,Við teljum að stjórn Atvinnu- LFH í samtali við Tímann í gær. tryggingasjóðs hafi gefið sér rangar forsendur þegar þeir telja að það sé verið að koma á einhverjum sér björgunaraðgerðum fyrir fiskeldi og loðdýrarækt núna,“ sagði Frið- rik Sigurðsson framkvæmdastjóri „Auk þess er það okkur mjög til efs,“ sagði Friðrik, „og við getum ekki fundið það, að þeir hafi heim- ild í reglugcrðinni til að setja sér svona vinnureglur, og með einu pennastriki undirskilið heilar at- vinnugreinar." Friðrik sagði að ályktun fundar- ins hefði verið send Gunnari Hilm- arssyni formanni stjórnar sjóðsins, auk þess sem afrit var sent forsætis- ráðherra. „Við teljum að sam- kvæmt yfirlýsingum forsætisráð- herra sé sú athugun á okkar málum sem nú fer fram, í þá veru að fiskeldi fái starfskilyrði hér til jafns við aðrar útflutningsgreinar. I því felst tvennt," sagði Friðrik, „ann- ars vegar að fiskeldisstöðvar fái aðfurðalán til jafns við aðrar út- flutningsgreinar, þ.e.a.s. um 75% af birgðum, en í dag eru afurðalán undir 40% hjá vel flestum fyrir- tækjum í fiskeldi." Parna er því verið að tala um hækkun upp í 75% út tæplega 40%. „í öðru lagi þá erum við að tala um að fiskeldi og loðdýrarækt fái endurgreiddan söluskatt, sem er nokkuð sem fisk- vinnsla hefur búið við í nokkur ár.“ Landbúnaðarráðuneytið hefur í samráði við forsætisráðuneytið skipað starfshóp, sem er ætlað að fara ofan í saumana á rekstrarlán- unum og á hvaða hátt megi leysa vandamál þessarar greinar. „Við sjáum ekki aðra leið færa en að til komi einhvers konar greiðslutrygg- ing frá ríkinu. Við erum þá að tala um ríkisábyrgð, hvort sem menn vilja kalla það einhverju örðu nafni eða ekki. Þetta er þó ekki eins víðtæk ríkisábyrgð eins og kannski menn vilja halda í fyrstu þar sem hún kemur á eftir hefðbundnum afurðarlánum bankanna. Þannig að ef fiskeldistrygging fiskeldisfyr- irtækis hrekkur ekki til greiðslu á afurðalánum og fyrirtækið getur ekki útvegað greiðslu með öðrum hætti, þá verður ríkið að greiða. Áhættan er afar lítil. Þetta kerfi hefur verið ríkjandi í Noregi og fleiri löndum til fjölda ára. Þar hefur þessi leið verið farin, þar sem engin önnur leið er til,“ sagði Friðrik. -ABÓ Ekkert varö af 6 milljón dollara viöbótarsamningi við Sovétmenn: Hætta við kaup á frystum flökum Sunnanáttin gengur niður Það kom sér vel fyrir útivinnandi, á höfuðborgarsvæðinu í gær að vera í regngalla. Þegar mest gekk á var semhelltværi úrfötu. Umhleypingar síðustu daga hafa haft í för með sér slagveður, sérstaklega á Suð-Vestur- horninu. Nú virðist þó sem breytinga sé að vænta og spáin í gær gerði ráð fyrir norð-austan golu á höfuðborgar- svæðinu og víðar um land í dag. Þrátt fyrir að spáð sé þurrviðri í dag er vissara að leggja ekki frá sér regngallann, því lægðir eiga ábyggi- lega eftir að leggja leið sína upp að landinu á næstu dögum. Smiðurinn á meðfylgjandi mynd grettir sig mót suð-austan áttinni, sem skall á honum og flengdi í andlit hans regndropum. Það var þó ekkert að gera nema bíta á jaxlinn, vitandi að veðrið gat ekki versnað úr þessu. Tímamynd: Gunnar Sovétmenn hafa hætt við kaup á frystum fiskflökum af íslendingum, að verðmæti um 6 milljónir dala, sem samsvarar um 282 milljónum íslenskra króna, en hafa þess í stað keypt ódýrari fisk af öðrum þjóðum m.a. Argentínumönnum. Samning- ur þessi, sem var viðbótarsamning- ur, var álitinn borðleggjandi og talið að aðeins ætti eftir að ganga frá formsatriðum þegar ákvörðun Sov- étmanna barst síðla á föstudag, enda höfðu þeir áður tilkynnt að heimild væri fyrir kaupum á frystum fiskflök- um að upphæð 6 milljónum dala frá fslandi. „Það var á föstudaginn sem til- kynning kom frá Sovétmönnum þar sem fram konTað þeir væru búnir að ráðstafa þessu peningum til kaupa á fiski annarstaðar frá og því yrði ekki um að ræða viðbótarkaup frá ís- landi,“ sagði Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í samtali við Tímann. Gylfi sagði að frá því í septemberbyrjun hefðu þeir verið búnir að óska eftir viðræðum, um frágang á þessum samningi. „Þeir höfðu tilkynnt okkur að þeir hefðu 6 milljónir dollara til ráðstöfunar til að kaupa fisk frá íslandi. Þetta var staðfest í opinberum viðskiptavið- ræðum milli landanna, og það var nánast bara formsatriði að ganga frá verðum. Þeir hafa ýtt því á undan sér að tala við okkur, þar til svarið barst á föstudag,“ sagði Gylfi. Það að Sovétmenn hætti við þessi kaup kemur ekki til með að hafa mikil áhrif, þar sem ekki var búið að vinna upp í þe^si 3000 tonn nema að óverulegu leyti. Þarna var um að ræða nýja framleiðslu fyrir frystiiðn- aðinn á fjórða ársfjórðungi. Að- spurður hvort þetta hefði þá ekki áhrif á frystiiðnaðinn, sagði Gylfi að svo yrði ekki þar sem framleiðslunni yrði núna stýrt inn á aðra markaði, eftir því sem hægt væri að koma því við. -ABÓ Jóhann sigraði Jóhann Hjartarson rúllaði and- stæðingi sínum, Hollenska stór- meistaranum Jan Timman upp í 25 leikjum, í tólftu umferð Heimsbikar- mótsins í gær. Jóhann hafði svart. Með þessum þriðja sigri sínum í fjórum síðustu skákum, hefur Jó- hann styrkt stöðu sína og er nú í sjötta til áttunda sæti ásamt þeim Yusupov og Nunn. Önnur úrslit urðu þau að Nunn og Tal, Spassky og Kasparov, Alexand- er Belyavsky og Sokolov, Ehlvest og Ribli, Nikolic og Spielman, og Yus- upov og Anderson gerðu jafntefli. Hins vegar vann Portisch skák sína við Sax, þ.e. Sax féll á tíma. Að sögn skákskýrenda var Sax með mun verri stöðu allan tímann. Margeir og Kortsnoj tefldu enn er Tíminn fór í prentun. -ABÓ Stolið f rá lögmönnum Brotist var inn í Lögmannsstofuna sf. Skipholti 50b í Reykjavík á tímabilinu, frá klukkan 19.00 á sunnudag til kiukkan 9.00 í gærm- orgun og þaðan stolið ýmsum skjölum. Starfsmenn lögmannsstofunnar tilkynntu um innbrotið þegar þeir komu til vinnu í gærmorgun og hafði ýmsum skjölum verið stolið, en síðdegis í gær lá ekki fyrir hvaða skjöl það voru og þá hvort þau tengdust ákveðnu máli. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.