Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 19
Þriöjudagur- 1 8-. október -1-988..... * • • i»i»»»»t»»»»»»»» Tírriihn5 ‘1 SPEGILL Loðfeldatískan fordæmd Nú eru loðfeldir meira í tísku en nokkru sinni og dýravinir flykkjast til að mótmæla slátrun saklausra dýra til þess eins að fullnægja hégómagirnd mannskepnunnar. Ein þeirra harðorðustu í garð tískuþrælanna er leikkonan Elke Sommer. - Hvernig getur fólk hugsað sér að láta drepa sjaldgæf og elskuleg dýr og nota húð þeirra sem tískufatnað? segir hún. - Aldrei myndi mér detta í hug að klæða mig í slíka flík. Eike og vinir hennar og dýranna krefjast þess að loðfeldir af dýrum verði hreinlega bannaðir sem fatnaður. Einkunt hryllir Elke við því að nú eru loðfeldir úr svokölluðu „Swakara-skinni" mjög eftirsóttir, en þeir er gerðir úr undurmjúkum gærum ófæddra lamba. Skinnin koma að mestu frá SV-Afríku, en þar heita lömbin „kara“. - Ég get ekki ímyndað mér að fólk vildi kaupa þessa feldi, ef það fengi að sjá hvernig þeir verða til, segir Elke. Hún segir vandalaust fyrir tísku- fataframleiðendur að gera föt út gerfiefnum sem líkist mjög raun- verulegu loðskinni. Engin dýr þurfa að láta lífið fyrir hégóma. - Hér er ekki verið að tala um peninga og tísku, heldur verndun dýra og mannúð. Mjög sjaldgæf dýr eru í útrýmingarhættu einungis vegna græðgi mannsins. Framleiðendur loðfelda úr dýra- skinni segja að alltaf verði nægur markaður þar sem fólki finnist visst stöðutákn að eiga loðfeld, heist sem dýrastan. Þeir benda á að þeir séu í raun að gera fólki greiða með því að halda fjölda loðinna dýra f skefjum. Þá sé minkur alinn beinlínis til að gefa af sér feldinn í fatnað og minkafeldir séu yfir 60% alira loðfelda. Önnur fræg kona sem berst fyrir verndun dýra, Brigitte Bardot, viðurkennir að hún hafi gengið í loðfeldum allt þar til henni varð Ijós sá hryllingur sem fram fór við að afla efnisins í þá. Hún orðar hlutina þannig: - Það er bara heimskt fólk sem leyfir sér ekki að skipta um skoðun. Þrír vinsælir loðfeldir. Sá skýjaði er úr Chinchillaskinnum og þarf cin 80 dýr í svona flík, sem kostar hálfa þriðju iniiljón krona. Sá dökki er úr skinnum af kínverskum moskusrottum og kostar 190 þúsund, en sá Ijósi, sem raunar er skærbleikur er úr refask- inni og kostar 400 þúsund. Skjótt skipast veður... Hvað er satt og hvað logið um Patrick Swayze? Oft er það svo þegar verið er að skrifa um stjömur og frægt fólk, að prentsvertan er varla þornuð þegar fréttir berast um að klausan sé úrelt. Fræga fólkið virðist lifa lífinu svo hratt að dálkahöfundar hafa ekki undan að fylgjast með. Nýlega skrifuðum við um hvað allt væri Ijúft og indælt hiá Patrick Swayze, stjörnunni úr I djörfum dansi og Stríðsvindum. Nú kveður hins vegar við annan tón og hefur komist illa upp um strákinn Tuma. Að vísu er alveg rétt að hann og frúin, hin finnska Lisa, keyptu sér búgarð og búa þar með dýrunum sínum, en nú er víst komið í ljós, að það var Lisa sem beinlínis dró Patrick burt frá ljúfa lífinu í Los Angeles. Hann var farinn að drekka nokkuð þétt og gerði víst allan tímann meðan á tökum stóð á áðurnefndum myndum. Lisa til- kynnti meira að segja að hún væri tilbúin að eignast barn, þó það sé ekki komið á dagskrá enn. Það allra nýjasta er að Patrick hafi loks samþykkt að fara í meðferð. Hann segir drykkjuna hafa byrjað eftir fimm sársauka- fullar aðgerðir á gömlu meini í hné og allan tímann hafi hann ekki vitað, hvort hann yrði haltur alla ævi og gæti aldrei dansað framar. Það er svo sem jákvætt að Pat- rick skuli reiðubúinn að takast á við vandamál sitt, en hitt er víst öllu verra, að hann kvað vera búinn að koma sér upp náinni vinkonu í bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.