Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.10.1988, Blaðsíða 10
Sveigjanlegur afskriftatími. 100% fjármögnun. Óskert bankafyrirgreiðsla. Leigugreiðslur tengdar tekjum. Staðgreiðsluafsláttur. SLANDS 10 Tíminn Þriðjudagur 18. október 1988 Þriðjudagur 18. október 1988 ÍR-ingar glopruðu niður unnum leik Fótbolti: Kcflvíkingar sigruðu ÍR-inga með 82 stigum gegn 73 í Flugleiðadeild- inni í körfuknattleik á sunnudags- kvöldið í íþróttahúsi Seljaskóla. ÍR- ingar höfðu yfir í hálfleik 41-37. Sturla Örlygsson gerði fyrstu stig ÍR-inga úr vítaskotum, en Sigurður Ingimundarson jafnaði fyrir Keflvík- inga. ÍR-ingar voru síðan fyrri til að skora og staðan varð 6-2, 10-4, 14-8, 16-13 og með góðum leikkafla náðu ÍR-ingar 9 stiga forystu, 22-13. Kefl- víkingar voru hreinlega úti að aka og leikmenn ÍR fóru á kostum og skoruðu grimmt. Pressuvörn Kefl- víkinga kom ÍR-ingum ekki úr jafn- vægi, þvert á móti var hún aðal- ástæðan fyrir því að munurinn jókst enn og varð mestur 16 stig, 37-21, þegar tæpar 4 mi'n. voru til leikhlés. Jón Örn Guðmundsson, fyrirliði ÍR- ingar fékk þá sína 5. villu og varð að fara af leikvelli. Við það riðlaðist nokkuð leikur ÍR og Keflvíkingar fóru að sjá árangur erfiðis síns í pressuvörninni. Á skömmum tíma breyttist staðan og var þegar leiktím- inn var hálfnaður, 41-37 ÍR-ingum í vil. Varnarleikur ÍR hafði þá verið mjög slappur síðustu mín. fyrri hálf- leiksins og Magnús Guðfinnsson Keflvíkingur var aðalmaðurinn í því að hrúga niður stigunum fyrir Suður- nesjaliðið. í upphafi síðari hálfleiks hafa eflaust flestir reiknað með að Kefl- víkingar myndu verða fljótir til að jafna og gera út um leikinn, en svo var nú ekki. ÍR hófu síðari hálfleik- inn með góðri svæðisvörn og Kefl- víkingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Fyrstu 8 stig hálfleiksins voru skoruð af leikmönnum ÍR og staðan breyttist í 49-37. En Keflvík- ingar áttuðu sig fljótlega og fundu svar við svæðisvörninni. Eftir að þeir höfðu gert 9 stig í röð án þess að ÍR-ingum tækist að svara fyrir sig, og staðan orðin 55-52 fyrir ÍR, breyttu ÍR-ingar aftur yfir í maður á mann vörn og við það jafnaðist leikurinn aftur. Frumkvæðið var ÍR- inga allt fram á að tæpar 4 mín. voru til leiksloka, að Keflvíkingar komust yfir 69-68 og síðan 72-68, eftir að Guðjón Skúlason skoraði þriggja stiga körfu. Pegar tæpar 3 mín. voru til leiksloka var staðan 74-71 fyrir Keflavík og ÍR-ingar tóku að grípa til örþrifaráða til að jafna. Það varð einungis til þess að leikmenn ÍBK juku muninn síðustu mínúturnar og þeir tryggðu sér sigur 82-73. 1 liði Keflvíkinga voru þeir Sigurð- ur Ingimundarson og Magnús Guð- finnsson bestir, ásamt bakvörðunum snjöllu Jóni Kr. Gíslasyni og Guð- jóni Skúlasyni. í liði ÍR voru þeir Jón Örn Guðmundsson og Björn Steffensen góðir, auk Ragnars Torfasonar, en Sturla Örlygsson var gríðarsterkur í fráköstunum. Karl Guðlaugsson átti og góðan leik, en liðið mátti ekki við því að Jón Örn færi út af í fyrri hálfleiknum og undir lok leiksins héldu menn ekki haus og léku eins og byrjendur. Ekki vantar mikið uppá að liðið fari að vinna fleiri leiki og með smá heppni og yfirvegum hefði liðið átt að geta sigrað í öllum leikjum sínum til þessa. Lið Keflvíkinga hefur sýnt að það er til alls líklegt í vetur, en liðið skortir þó enn þá festu sem nauðsyn- leg er til þess að eiga möguleika á að vinna meistaratitilinn. ÍR-ingar léku án Jóhannesar Sveinssonar í þessum leik, en hann var í leikbanni, eftir að hafa verið rekinn af velli í fyrsta leik ÍR í deildinni, gegn KR. Greinilegt var að mikið munaði um Jóhannes í ÍR-liðinu. Axel Nikulásson, sem meiddist í leik ÍBK gegn KR á fimmtudag, lék ekki með ÍBK í þessum leik og verður hann frá keppni um tíma. Dómarar voru þeir Kristinn Al- bertsson og Leifur Garðarsson og skiluðu þeir hlutverki sínu með sóma. Þar kom að því að Bengals töpuðu leik Fyrir leiki helgarinnar var liö Cincinnati Bengals eina liðiö í bandarísku NFL-deildinni, sem ekki hafði tapað leik. Liðið tapað um helgina fyrir New England Patriots, en er sem fyrr í efsta sæti miðriðils American deildarinnar. Buffalo Bills eru í efsta sæti í Austurriðlinum og Seattle Seahawks og Denver Broncos eru efst og jöfn i Vesturriðlinum. í Nationaldeildinni eru þrjú lið efst og jöfn. í Austurriðlinum meistararnir Washington Redskins, Phoenix Cardinals og New York Giants. í miðriðlin- um hafa Chicago Bears góða forystu og New Orieans Saints leiða í Vesturrriðlinum. Úrslitin á sunnudag urðu annars þessi: Chicago Bears-Dallas Cowboys ............. Cleveland Browns-Philadelphia Eagles . . Indianapolis Coits-Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Raiders-Kansas City Chiefs . Green Bay Packers-Minnesota Vikings . . New England Patriots-Cincinnati Bengals . New York Giants-Detroit Lions............ Houston Oilers-Pittsburgh Steelers . , . . . Washington Redskins-Phoenix Cadinals . . Dcnvcr Broncos-Atlanta Falcons .......... San Francisco 49ers-Los Angcles Rams . . Miami Dolphins-San Diego Chargcrs . . . . New Orleans Saints-Seattle Seahawks . . . . 17-7 . 19-3 . 35-31 . 27-17 . 34-14 . 27-21 . 30-10 . 34-14 . 33-17 . 30-14 . 24-21 . 31-28 . 20-19 Körfuknattleikur: Leikið í kvöld f kvöld verða tveir leikir i' Flugleiðadeildinni í körfuknattleik. f íþróttahúsi Seljaskóla leika ÍR-ing- ar gcgn Njarðvíkingum og á Sauðárkróki eigast við heimamenn í Tindastól og Valsmenn. Báðir leikirnir heljast kl. 20.00. Haukur vann gullið Haukur Gunnarsson, ÍFR, varð Ólympíumeistari í 100 m hlaupi karla í CP7 flokki á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul um helgina. Haukar hljóp á 12,80 sek. og jafnaði þar með eigið heimsmet. Árangurinn er Ólympíumet, en Haukur hafði í undanrásunum tví- bætt Ólympíumetið í þessum flokki „spastískra" íþróttamanna. Geir Sverrisson, sundmaður úr Njarðvík, vann silfurverðlaun í 100 m bringusundi í flokki A8. Hann synti á 1.21,25, sem er nýtt íslands- met. Geir var aðeins 8/100 úr sek- úndu á eftir sigurvegaranum í sund- inu. Ólafur Eiríksson, ÍFR, vann bronsverðlaun í 400 m skriðsundi, synti á 5.00,02 ntín. sem er nýtt íslandsmet. Gamla íslandsmetið átti hann sjálfur, en það var 5.01,54 mín. Lilja María Snorradóttir frá Sauð- árkróki varð í 4. sæti í 400 m skriðsundi. Litlu ntunaði að hún kæmist í verðlaunasæti, en á síðustu metrunum féll hún úr 2. sæti í það 4. Lilja María synti á 5.50,59 mín. sem var 1/100 úr sek. lakari tími en hjá þeirri sundkonu er hafnaði í 3. sæti og 8/100 frá 2. sæti. Það er því óhætt að segja að íslensku keppendurnir standi sig vel í Seoul, þeir bæta árangur sinn stöðugt og hala inn verðlaunapen- ingana. BL Jón Kr. Gíslason var ÍR-ingum skeinuhættur á sunnudagskvöld. Á myndinni að ofan reynir Jón Kr. að brjótast framhjá Sturlu Örlygssyni. Tímamynd: Cunnar. Jólavörurnar komnar Aðventuljósin vinsælu, 8 mismunandi gerðir. Jólatré 70 sentimetra, með öllu skrauti, og seríu. Jóla-„glöggsett“ keramik. > Jólatrésfætur, með patent festingu (nýjung). Lampar í barnaherbergi, (ótrúlega skemmtilegir). Barna leikspil, 11 mismunandi gerðir. Barna hárskraut, 15 mismunandi gerðir. Snyrtisett, hárspennur, tindagreiður. Tískuskartgripir, gott úrval. Ferðatöskur, (3 í setti) eða stakar. Skólatöskur, (skjalatöskuútfærslan) stórgott verð. Ferða-grill. Gasgrill. Rafmagnsgrill. Grillvagnar, (rafmagns). Einfaldir og tvöfaldir. Grillofnar. Vöfflujárn, með og án teflons. Einföld, og einnig tvöföld. Pottar og pönnur, hnífar og skæri, hitabrúsar og könnur. Stórkostlegt úrval leik- fanga. Gjörið svo vel og hafið samband, og/eða lítíð inn, alltaf næg bílastæði, og engir stöðumælar. LEHKÖ MF. (Jmboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365 275 stig á Sauðárkróki Frá Erni Þórarinssyni frcttamanni Tímans: Leikur Tindastóls og Hauka í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik, sem háður var á Sauðárkróki á sunnudagskvöld, er án efa einn mest spennandi körfuboltaleikur sem þar hefur verið háður. Úrslit fengust ekki fyrr en leikurinn hafði verið framlengdur þrívegsis, en lokatölu- rnar urðu 141-134 fyrir Hauka. Hinir fjölmörgu áhorfendur sem mættu í íþróttahúsið á Sauðárkróki fengu svo sannarlega vel fyrir aurana sína. Leikurinn, sem stóð í tvær og hálfa klukkustund var jafn nær allan tímann og gífurleg barátta á báða bóga. Að loknum venjulegum leik- tíma var staðan 106 gegn 106 og jöfnuðu Haukar úr vítaskotum á síðustu sekúndunum. Pegar 3 sek. voru eftir af fyrstu framlengingu höfðu Haukar tveggja stiga forystu, 118-116. Þá varð Haukum það á að gleyma Val Ingimundarsyni eitt augnablik í allri ringulreiðinni og það var nóg, Valur fékk sendingu yfir endilangan völlinn og jafnaði 1 sek. fyrir leikslok. í Iok næstu framlengingar virtust Tindastólsmenn ætla að fara með sigur af hólmi, þeir höfðu 2 stig yfir 10 sek. fyrir leikslok og voru með boltann, en Pálmar Sigurðsson náði knettinum af heimamönnum, braust upp völlinn, fékk 2 vítaskot sem bæði rötuðu í körfuna og enn var jafnt 127-127. En nú var eins og Tindastólsliðið dytti úr stuði, það skoraði ckki stig næstu 3 mín. og á meðan náðu Haukarnir 7 stiga for- skoti og þar með voru úrslitin ráðin í þessari æsispennandi viðureign. Tindastólsliðið náði fljótlega for- ystu í leiknum, eftir 5 mín. var staðan 12-7 og tveir leikmenn höfðu skorað nær öll stigin, þeir Eyjólfur og Henning. Um miðjan fyrri hálf- leik var jafnt, en aftur náði heimalið- Körfuknattleikur: Stórsigur UIUIFN Njarðvíkingar unnu léttan sigur á Stúdentum, 101-54, er liðin áttust við í íþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudagskvöld. Staðan í hálfleik var 52-23 Njarðvíkingum í vil. Yfirburðir Njarðvíkinga voru miklir, þeir tóku forystuna strax í upphafi, 12-6 og síðan 38-17 um miðjan fyrri hálfleik. Lokatölurnar voru eins og að ofan greinir. Bestir Njarðvíkinga voru þeir Helgi Rafnsson, ísak Tómasson og Friðrik Rúnarsson, sem hitti mjög vel. í liöi ÍS léku allir undir getu. BL ið forystu, eftir góða rispu hjá Val Ingimundarsyni sem náði tveimur fráköstum í röð við Haukakörfuna. Tveim mín. fyrir hálfleik komust síðan Haukarnir yfir í fyrsta skipti í leiknum, 53-52 og í hálfleik leiddi Tindastóll, 60-57. Fljótlega í síðari hálfleik náðu Haukar 8 stiga forskoti, þá varð Val Ingimundarsyni ljóst hvert stefndi, tók leikhlé og stappaði stálinu í sína menn, sem söxuðu jafnt og þétt á forskotið þar til 8 mín. voru eftir að staðan var jöfn ogsíðan varð munur- inn mestur 3 stig allt til leiksloka. í tveimur fyrstu framlengingunum hélst sama spennan, munurinn mest- ur 4 stig og liðin skiptust á um forystuna. Lokunt leiksins hefur áður verið lýst. Ekki verður annað sagt en Hauka- liðið hafi verið heppið að sigra í leiknum, þar sem liðin voru svo jöfn að sigurinn gat allt eins lent hjá heimaliðinu. Fyrir Haukana átti Pálmar stórleik, að vísu bar lítið á honum í fyrri hálfleik, en eftir að Jón Arnar og Henning voru farnir út af með 5 villur, var Pálmar allt í öllu og skoraði 43 stig og hélt knettinum vel á þýðingarmiklum augnablikum. Jón Árnar átti einnig ágætan leik, var sérlega harður í fráköstunum, þó smávaxinn sé, Jón fór út af um miðjan síðari hálfleik með 5 villur. Henning átti sömuleiðis ágætan dag og gerði 25 stig, en varð að fara út af 5 mín. fyrir leikslok. Þá var Ingimar einnig drjúgur í vörninni. Fyrir Tindastól átti Valur stórleik, skoraði alls 53 stig og hirti aragrúa af fráköstum og barðist gríðarlega. Einnig átti Eyjólfur Sverrisson stór- lcik í fyrri hálfleik og gerði 26 stig, hann varð hins vegar að fara fljótlega útaf með 5 villur i síðari hálfleik. Einnig áttu Sverrir og Kári ágætan dag. Allt liðið barðist hetjulega, staðráðið í að vinna sinn fyrsta leik í deildinni og var vissulega nær sigri en nokkru sinni áður, en gæfan virtist snúa við þeim baki í leikslok eins og áður var lýst. Dómarar voru þeir Helgi Braga- son og Kristján Möller, þeir áttu ekki góðan dag, enda leikurinn vanddæmdur og þeir ekki öfunds- verðir af hlutverkinu. OÞ/BL Leikun UMFT-Haukar 134-141 Uð: UMFT Nófn Skof 3.SK SFK VFK BT BN ST SUg Kári 3-2 , 6-2 1 5 3 3 - 13 Sverrir 5-3 6-1 - 3 2 2 - 10 Eyjólfur 10-7 4-3 2 1 2 1 - 31 Pétur 2-2 1-1 - 2 3 - - 9 Björn 9-4 2-0 2 1 4 1 - 12 Ágúst - - 1 2 3 _ _ 0 Valur 18-13 6-2 8 14 3 3 - 53 Kristinn 1-0 - - 3 - - - 0 Guðbrandur 5-2 - 1 - 1 - - 6 Leikur: UMFT-Haukar 134-141U9: Haukar Nófn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Pálmar 12-6 17-6 - 5 1 3 - 43 Henning 12-7 2-0 2 4 1 1 - 25 Ólafur 6-2 - 2 - 1 - - 9 Jón Arnar 10-6 - 1 2 1 2 - 13 Hálfdán 1-0 - 1 2 - 1 - 2 Ingimar 9-7 - 5 7 2 2 _ 16 Tryggvi 2-2 - 1 - - - - 6 ívar 15-5 - 2 1 4 - - 9 Eyþór 3-2 - _ 2 1 _ - 4 Reynir 10-6 - - 3 3 - - 14 Leikur: S-UMFN 54-101 Lið: ÍS Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Páll 11-4 6-1 - 3 8 - 2 12 Jón 6-4 2-0 - 1 _ 2 _ 9 Sólm. 3-1 - 1 2 _ _ 1 2 Þorsteinn 11-5 - 1 3 - _ _ 11 Héðinn 1-1 2 Hafþor 7-3 - 1 2 - 1 _ 6 Ágúst 6-3 1-0 - 3 4 1 _ 6 Bjarni 5-2 - - 1 1 1 1 4 Heimir 1-0 2-0 - 1 3 - _ 0 Valdimar 3-0 1-0 - 3 6 1 1 2 Leikur: S-UMFN 54-101 Lið: UMFN Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Sticj Helgi 8-6 - 5 7 2 5 _ 12 Friðr. Rún. 12-9 2-1 1 3 1 - - 23 Hreiðar 3-0 - 1 2 1 2 - 2 Gunnar 4-0 2-1 1 5 - 1 - 7 Alexander 6-2 - - - 1 - - 4 Friðr.R. 7-2 - - 4 3 _ 1 10 Teitur 3-2 7-3 2 4 _ 7 - 17 lsak 7-4 1-1 2 2 2 1 2 12 Ellert 6-3 - - 3 3 - _ 10 Agnar 5-2 - 2 2 - - - 4 Körfuknattleikur: Leikur: R-ÍBK Lið: ÍR Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST SUg Björn St. 14-8 _ 1 3 2 1 2 19 Karl 5-3 5-1 - 2 3 5 6 11 Sturla 12-2 3-0 1 16 4 1 4 8 Ragnar 12-7 - 9 5 1 3 2 14 Gunnar 2 0 BjörnL. 1-0 - - - 1 1 - 0 Bragi 1-1 2 Jónöm 11-9 - - - 3 5 - 19 Ólympíuleikar fatlaöra: Leikur: R-ÍBK Lið: ÍBK Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Sticj Falur 4-1 1-1 1 1 _ 1 5 5 Sigurður 11-9 _ 3 2 3 - - 20 Gestur 3-2 2-0 - - 1 - - 4 Albert 3-1 _ 1 5 1 - - 2 Magnús 14-10 - 2 7 3 - - 20 Guðjón 9-2 5-2 1 2 2 1 6 14 JónKr. 14-6 6-1 3 5 2 1 6 17 Körfuknattleikur: Lýsing hf. býður þjónustu á sviði fjármögnunarleigu. Við kaupum og leigjum þér síðan flestar tegundir véla og tækja. BRUIMBÚT ■AFÖKKjQSASIÆDUM Suöurlandsbraut 22, 108 Reykjavlk Sími 91-689050 Landsbanki Islands SJSlA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.