Tíminn - 05.11.1988, Page 2

Tíminn - 05.11.1988, Page 2
2 HELGIN Laugardagur 5. nóvember 1988 I Riðið til brúðkaups í Vatnsfjörð Til gamans sýnd yður, góði vin: Reisa mín vestur að ísafjarðar- dúpi MDCCIX með séra Birni Þórð- arsyni og Vigfúsi Jónssyni, hver þá giptist Kristínu Guðbrandsdóttur í Vatnsfirði, en þar var þá prestur séra Hjalti Þorsteinsson. Reistum vér á stað dag 26. Augustii á þriðjudag að Þingnesi í Borgarfirði 4 saman, en Monsér Vigfús var undan oss kom- inn með þriðja mann og átti mót vera á Kvennabrekku. En Sigurður Jónsson sýslumaður, var þá ei á stað reistur vestur; fór hann að ekta Ólöfu á Eyri í Scyðisfirði það sama sinn og nær samferða að segja. Grjótbrú slæm Nú er þar að byrja söguna, er vér tókum oss upp úr tjaldstað við Þingnes miðvikudag; eg náttaði þar og fjórðu nótt á heimreisunni frá ísafirði einn. Eyjarvað á Hvítá er sagt reitt, meðan að sér smáeyrar sunnan fram, og norður yfir má slarka, meðan stóra eyrin er uppi; það er riðið á snið yfir ána til vesturs, suður yfir mót straum; svo að Hamraendum, þar vestur er gömul grjótbrú slæm, vandriðin og vatns- mikil; svo cru holt og sund að Hjarðarholti, slæmt fyrir vestan túnið. Riðum vér með ánni og að Spóamýri, og svo yfir hálsinn að Glýsstöðum í Norðurárdal. Þá koma sléttar engjar með ánni upp hjá Desey um miðjan dalinn. Riðum vér svo Bjarnadal vestan undir Baulu- fjalli, berjum þakinn, mjög slæman veg og langan undir Bröttubrekku. Þá vestur hallaði, kom Sökkólfsdal- ur, djúpur, skuggalegur, óbyggður að Breiðabólsstað, þar er þá bjó Sigurður Pálmason; þar náttaði cg á heimreisu 3. nótt. Svo er riðið með sömu á, að bæir eru á báðar hendur og byggð í hlíðum tveim meginn, allt að Sauðafelli og Hamraendum, stefnt í útnorður á Breiðafjörð eður Hvammsfjörð, óbyggðafjöll fyrir norðri, til austur og suðaustur sú stóra hciði, en fyrir vestan Snóks- dalsmúla er Hörðadalur, þá með sjó vestur eptir Skógarströnd, svo cr Helgafellssveit, Eyrarsveit og Nes- hreppur undir Jöklinum. Nú tjölduðum vér á Kirkjunesi hjá Barðaskála við Miðá í Kvenna- brekkulandi í Miðdölum í Náhlíð, skammt frá Sauðafelli, uppfrá Snóksdalspollum, við ármótin; þar lágum vér og kyrrir í 4 daga, bíðandi eptirMons. Vigfúsi úrStykkishólmi. - Jón biskup og Ari lögmaður og séra Björn voru teknir í kirkju á Sauðafelli og síðan hálshöggnir í Skálholti. - Barði var drepinn hjá tjaldstað vorum í skála sínum á Kirkjunesi. Séra Gísli S. var þá prestur að Kvennabrekku og Vatns- horni í Haukadal. En Sauðafells- kirkja og Snóksdalskirkja fengu á þeim dögum ungan prest, áður í auðn frá bólutíðinni. Dag 20. sept- ember, er eg reið suður um, var tún enn óslegið á Sauðafelli og Kvenna- brekku, lýðvana. Þá er að ferðast að Kambsnesi réttleiðis úr Pollum, en vér fórum ofan yfir hálsinn hjá Stóruskógum og fyrir munnann á Haukadal, - hann gengur austsuöur langt í heið- ina, - riðum Haukadalsá yfir á hálsinn í millum hans og Laxárdals, fórum yfir Laxá, svo og gengur sá dalur austnorður í fjöll langt; þar er að ríða fjöruveg fyrir framan með Hvammsfirði, en vér fórum að fjöru við þá fögru Ljárskóga, allt nær að Ás- garði; þar er kirkja, og þá er komið í Hvammssveit, og gengur megin- byggð hennar vestur með því langa fjalli og annesi, sem gár langt fram í Breiðafjörð. Að sunnan er Féllsströnd, en norðan Skarðsströnd á þessu nesi. En vegur er yfir fjallið þvcrt vestur við heiðina í Saurbæinn, dalur eður skarð, greitt og langt með götuslóðum frá Leysingjastöðum í Hvammssveit að Bessatungu í Saur- bæ. Frá Sælingsdalstungu má og ferðast norðurað Hvítadal; þar situr nú séra Árni Jónsson prestur í Saurbænum, að HvoliogStaðarhóli. Hjá honum þágum vér greiða til og frá í Hvítadal. Séra Magnús prófast- ur var þá að Hvammi; hann er bróðir herra eðla sekreterans Árna Magn- ússonar. Hans gott benefic[ium) Hvammur, annexurnar í Ásgarði og Sælingsdalstungu; þar bjó Snorri goði forðum og svo Guðrún Ósvíf- ursdóttir. Þar var drukkið vei Nú um reisuna yfir tjáðan fjallveg frá Leysingjastöðum (þar náttaði eg heimleiðis aðra nótt). Á þeim Svínadal var Kjartan Ólafsson drcp- AlELAtZ Á þessu korti má sjá í grófum dráttum leið þá er þeir félagar fóru. Vatnsfjörður, hið forna höfuðbói við Djúp. Lýsing höfundar á kirkjunni þar, sem þá var þriggja alda gömul og reist af Birni Jórsalafara, þykir hin merkilegasta. (Ljósm. Einar Laxness). inn við Kjartansstein, þar er stórt bjarg, en flatur halli þar hann var deyddur, og Bolli sat undir höfði hans. Þar var drukkið vel, og þar hjá áðum vér ölvaðir, svo rákuni vér að Hvítadal, og svo þaðan um sólarlag ofaneptir dalnum eða sveitinni. Saurbærinn er líkur Norðurárdal, utan yfrið há fjöll eru á báðar síður, og ekkert sést, utan upp í himinn og í fjörur vestur. Á fellur að miðjum dal og eru sléttar og loðnar engjar með henni, en bæir til hlíða tveim megin. - Rákum vér nú á nótt fram með ánni og að Hvoli: þar er kirkja og fögur jörð, önnur á Staðarhól; hann er suður við hálsinn upp frá Tjaldanesi, en þar er sú nafnkunna sölvafjara að Holtum og Brunná við sjómálið. Sölvamannagata er mér sagt liggi þar úr Saurbæ til norðurbyggða; þar kól herra Einar junk(ara) í hel við tólfta mann; hann var son Björns ríka sem Englendingar drápu í Rifi og 7 menn hans; sonur Ólafar ríku var Einar junkari; sú hélt 50

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.