Tíminn - 09.11.1988, Page 16

Tíminn - 09.11.1988, Page 16
16 Tíminn Miövikudagur 9. nóvember 1988 DAGBÓK ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllll Jólakort Styrktarfélags vangefinna Sala er nú hafin á jólakortum félagsins. Eru þau með myndum af verkum lista- konunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Átta kort verða í hverjum pakka og fylgir spjald hverjum þeirra, sem gildir sem happdrættismiði. (300 kr.) Listamaðurinn hefur gefið félaginu frummyndirnar, 4 talsins, og verður dreg- ið um þær 20. janúar 1989 og vinning- snúmerin þá birt í fjölmiðlum. Myndirnar eru þessar: Nesstofa á Sel- Mynd af Bessastööum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur er á einni gerð kortanna sem Styrktarfélag vangefinna gefur ót. tjarnarnesi, Tjörnin í Reykjavík, Bessa- staðir og Lágafell í Mosfellsbæ. Verðgildi myndanna er frá 40-70 þús kr. Jólakortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á stofnunum félagsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Enn eru ósótt eftirtalin vinningsnúmer frá síðasta ári: nr. 53 - 2417 - 1184. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.00, í síma 1 10 12. Verkakvennafélagið Framsóltn Basar Verkakvennafélagsins Fram- sóknar, verður haldinn laugardaginn 12. nóv., kl. 14.00, í húsakynnum félagsins Skipholti 50a. Konur: vinsamlegast kom- ið munum sem fyrst á skrifst. félagsins. Kökur vel þegnar. Ath.: Allur ágóði rennur til jólaglaðn- ings eldri félagskvenna. Bílaleiga Akureyrar býður upp á nýstárlegar ferðir frá 15. okt. - 15. des.í vetur. Þar er um að ræða „rjúpnaveiðipakka" frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Innifalið f pökkunum er: flugfar, bíll, veiðileyfi og gisting með morgun- verði. Gist verður að Grýtubakka í Höfðahverfi og gilda veiðileyfin þar og einnig á öðrum bæjum í nágrenninu. Þarna er kjarrivaxið rjúpnaland, þar sem sunnlenskir veiðiinenn geta kynnst alvöru rjúpnaveiði. Heyrnar- og talmeinastöðin í Borgarnesi Móttaka verður á vegum Heyrnar-og talmeinastöðvar (slands í Borgarnesi, laugardaginn 12. nóv. n.k. Þar fer fram greining heyrnar- og talmcina, og úthlut- un heyrnartækja. Tckið er á móti viðtals- beiðnum hjá viðkomandi heilugæslum. Breiðfirðingafélagið - 50 ára afmæli I tilefni 50 ára afmælis Breiðfirðingafé- lagsins verður haldin afmælis- og árshátíð að Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 18. nóvember og hefst hún með borðhaldi kl. 20:00. Húsið opnað kl. 19:00. Miðasala og borðapantanir í Sóknar- salnum Skipholti 50A sunnudaginn 13. nóv. kl. 14:00-18:00. Upplýsingar veita: Birgir í síma 44459, Finnur í sfma 30773 og Olöf í síma 51446. BILALEIGA '-■eð utibu allt í knngum Ió dið, gera þer mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar Kosningavika í Ameríska bókasafninu Kosningavika hefst í Menningarstofn- un Bandaríkjanna dagana 4.-9. nóvem- ber í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 8. nóvember n.k. Ameríska bókasafnið verður sérstak- lega skreytt af þvf tilefni og verða mynd- bönd sýnd af kappræðum forsetafram- bjóðendanna Bush/Dukakis á opnunar- tímum safnsins. Morguninn 9. nóvember verður safnið opnað kl. 08:00 og verður á boðstólum kaffi og vínarbrauð fyrir þá sem vilja líta inn til að kynna sér niðurstöðutölur kosninganna, sem verða skráðar jafnóð- um og þær berast bókasafninu. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 11:30-17:30, nema fimmtudaga, en þá er opiðkl. 11:30-20:00. Nánari upplýsingar um kosningaviku veitir blaðafulltrúinn í síma 62 10 20. Daði sýnir á Hótei Borg ( nóvember-mánuði heldur Daði Guð- björnsson myndlistasýningu á Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Daði Guðbjörnsson er fæddur 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hann er formaður Félags íslenskra myndlistarmanna og hefur átt sæti í safnráði Listasafns (slands. Daði hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga bæði hérlendis og erlendis. Á sýning- unni eru aðallega olfumyndir en einnig nokkuð af vatnslitamyndum. Svarfdælingar athugið! Árshátíð Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni verður haldin laugardaginn 12. nóv. kl. 19:00 í Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Happdrætti Kvennalistans Drætti hefur verið frestað til 21. nóv- ember 1988. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga - eftirtaldir staðir hafa minningarkortin til sölu. Reykjavík: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun (safoldar, Austurstræti og Bókabúð Vest- urbæjar, Vfðimel. Seltjarnames: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamraborg 5 og Engihjalla 4 Halnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarijörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3 fsaljörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Árneshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnbogastöðum Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12 Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og Bókabúðirnar á Akureyri Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaðir: Steinþór Erlendsson, Laufási 5 Höfn, Hornaflrði: Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3 Vestmannaeyjar: Axel Ó. Lárusson skóverslun, Vestmannabraut 23 Sandgerði: Póstafgreiðslan, Suðurgötu 2-4 Keflavík: Bókabúð Keflavíkur, Sól- vallagötu 2 Nýmenntamál 3. tbl. 6. árg. ( Ritstjórarabbi blaðsins er nokkuð rætt um gerðir fyrrv. menntamálaráð- herra, Birgis ísleifs Gunnarssonar, í skólamálum og starfsráðningum, en nokkur samtök kennara hafa mótmælt ýmsum stöðuveitingum hans. Þá er grein eftir Kristrúnu (saksdóttur: Hvað verður um iðnfræðsluna í kjölfar framhaldsskólalaganna? „Skólasöfn og þroskaheftir nemendur“ nefnist grein eft- ir Elínu Stephensen, yfirkennara við Barnaskóla Akureyrar. I blaðinu er birt skólaritgerð, þar sem danskur nemandi segir frá lífinu á lslandi, eins og hann heldur að það sé. Þá segja kennarar í Ketilsstaðaskóla í Mýrdalshreppi frá skóla sínum, sem er fámennur skóli, þar sem starfsemin byggist á: Kjarnatímum, valtímum og föstum tímum. Lesskilningur nefnist grein eftir Sigríði Þ. Valgeirsdóttur, en þar segir m.a.:“ Lestrarhraði segir í heild lítið eða ekkert um lesskilning." Margt fleira er í þessu blaði sem er yftr 40 bls. Útgefandi er Bandalag kennarafé- laga, en ritstjóri er Hannes Ólafsson. Á forsíðu er mynd af nemanda í vélfræði í Austurbæjarskóla. (Ljósm. Gestur Gunnarsson) \v, \ ' i 'O' < M * . - m. ‘v ** Afangar-nr. 30 Valþór Hlöðversson er nýr ritstjóri Áfanga. Hann skrifar „Ritstjóraspjall" og ræðir ýmsar breytingar og ýmis vanda- mál í umhverfisvernd, svo sem „dósagos- byitinguna". Þorsteinn Einarsson, fyrrum íþróttafulltrúi, skrifar greinina „í sólar- hring meðal súlna“, og teiknar viðeigandi smámyndir, en Sigurgeir Jónasson tók Ijósmyndir er þeir félagar dvöldu í Hellis- ey, sem er ein af úteyjum Vestmannaeyja. Þá er sagt frá í máli og myndum ferð þriggja gúmbáta niður Hvítárgljúfur í Árnessýslu. Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru kynntar með korti, frásögnum og ljós- myndum. Ljósopið er myndasyrpa með fögrum ljósmyndum eftir Max Schmid. Pétur Þorleifsson segir frá haustferð á Vatnajökul árið 1976: „Vatnajökull - heimur út af fyrir sig“. Þá er viðtal við Þorvald Bragason deildarstjóra um Land- mælingar íslands. Frjálst framtak hf. gefur ritið út. Á veiðum Tímaritið Á veiðum er komið út, og er það 2. tbl. 1988. Tímaritið er um stanga- og skotveiði, og kostar kr. 339,- í lausa- sölu. Útgefandi er Frjálst framtak hf. e Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 9. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Rúnar Þór Egilsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Fúfú og fjallakrílin" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur les (8). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Bjömsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Börn og foreldrar. Þáttur um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti, þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K. Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sál- fræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm Norðfjörð svara spumingum hlustenda. Sím- svari opinn allan sólarhringinn, 91-693566. Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. (Einnig útvarpað miðvikudagskvöld kl. 21.00 að viku liðinni). 13.35 Miðdegissagan: „Austrænar smásögur“ eftir Marguerite Yourcenar. Arnar Jónsson les þýðingu Hallfríðar Jakobsdóttur (2). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Endurlekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Guð- mundur Jónsson, Guðmunda Elíasdóttir og Alþýðukórinn syngja. 15.00 Fréttir. 15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu- dagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Kynnt bók vikunnar, „María veimiltíta“, eftir Ulf Stark. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55 eftir Ludwig van Beethoven. Fílharmoníuhljómsveitin í Vín- arborg leikur; Wilhelm Fúrtwángler stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30Tilkynningar. 19.30 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynn- ir verk samtímatónskálda. 21.00 Að tafli. Jón Þ. Þór sér um skákþátt. 21.30 Markaður möguleikanna. Umsjón: Einar Kristjánsson. (Áðurflutt í þáttaröðinni „I dagsins önn“ 2. nóvember sl.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Samantekt um nýja námsskrá grunn- skóla. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Olöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa. Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemd- um og ábendingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustendaþjónustu dægurmálaútvarps- ins og í framhaldi af því spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlustendur um grænmeti og blómagróður. 14.00 Á milli máia. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 íþróttarásin. Umsjón: íþróttafréttamenn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu með önnu Björk Birgisdóttur. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá sunnudegi þátturinn „Á fimmta tímanum“ þar sem Halldór Halldórsson fjallar um Kim Larsen í tali og tónum. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARPIÐ Miövikudagur 9. nóvember 16.30 Fræðsluvarp. 12.1. Brasilía — Skýjakljúfar og fátækrarhverfi. Þriðji þáttur. Myndaflokkur í fimm þáttum um líf og störf íbúa í Brasilíu. (20 mín.) 2. Umferðarfræðsla. Þáttur á vegum Fararheillar '87. (5 mín.). 3. Ánamaðkar, nyt- söm jarðvegsdýr (11 mín.) 4. Vökvakerfi. Grunnatriði vökvakerfa í tækniheiminum kynnt. (8 mín.). Kynnir Fræðsluvarps er Elísabet Siemsen. 18.00 Töfraglugginn. Umsjón Árný Jóhannsdóttir. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Föðurleifð Franks. 3. (Frank's Place). Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor- steinn Þórhallsson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjón Sigurður Richter. 20.55 Allt í hers höndum. ('Allo ’Allo) Annar þáttur. Breskur myndaflokkur sem gerist á hernámsárunum i Frakklandi og fjallar um Réne gestgjafa og viðskiptavini hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.20 Bréfið. (The Letter) Bandarísk bíómynd frá 1940. Leikstjóri William Wyler. Aðalhlutverk Bette Davis, Herbert Marshall, James Stephen- son og Frieda Inescort. Eiginkona gúmmíplant- ekrueiganda játar að hafa myrt mann í sjálfsvöm. Óprúttnir aðilar komast yfir bréf sem sannar annað og hyggjast græða á því. Áður á dagskrá 26. febr. 1983. 23.00 Seinni fréttir. 23.50 Dagskrárlok. 'Smt Miðvikudagur 9. nóvember 16.10 Minningarnar lifa. Memories Never Die. Myndin fjallar um erfiðleika konu sem snýr heim eftir sex ára dvöl á geðsjúkrahúsi. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner, Gerald McRaney og Barbara Babcock. Leikstjóri: Sandor Stern. Framleið- andi: David Victor. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Universal 1982. Sýningartími 100 mín. 17.45 Litli folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.10 Dægradvöl. ABC's World Sportsman. Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga- mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC._______ 18.40 Spænski fótboltinn. Sýnt frá leikjum spænsku 1. deildarinnar. Edit Media 1988. 19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.45 Heil og sæl. Allt sama tóbakið. I þessum þætti verður fjallað um tóbak og reykingar. Umsjón: Salvör Norðdal. Handrit: Jón (ÍWar Ragnarsson. Dagskrárgerð: Sveinn Sveinsson. Framleiðandi: Plúsfilm. Stöð 2. 21.20 Pulaski. Bresk spenna. Bresk fyndni. Út- koman er Pulaski. Aðalhlutverk: David Andrews og Caroline Langrishe. Leikstjórn: Christopher King. BBC 1988._____________________________ 22.20 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A Television History. Islam 800-1250. Að loknum innrásum víkinga og annarra herskárra þjóða, kemur Evrópa út úr myrkri miðaldanna og tími krossferða hefst. Á sama tíma blómstruðu viðskipti í Feneyjum og Genóva. Þulur: Júlíus Brjánsson. Þýðandi: Guðmundur A. Þorsteins- son. 22.50 Herskyldan Nam, Tour of Duty. Spennu- þáttaröð sem segir frá nokkrum ungum piltum í herþjónustu í Víetnam. Aðalhlutverk: Terence Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og Ramon Franco. Leikstjóri: Bill L. Norton. Fram- leiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Zev Braun 1987. 23.40 Líf og fjör. High Time. Létt gamanmynd um mann á fimmtugsaldri sem sest á skólabekk með unglingum. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Tuesday Weld og Fabian. Leikstjóri: Blake Edwards. Framleiðandi: Charles Brackett. 20th Century Fox 1960. Sýningartími 100 mín. 01.20 Dagskrárlok. ró% UTVARP Mjölnisholti 14, 3. h. Opið virka daga 15.00-19.00 Sími 623610

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.