Tíminn - 29.11.1988, Page 5

Tíminn - 29.11.1988, Page 5
Þriðjudagur 2'9'. nóvémber 1988 rr i t ; i I i Tíminn 5 ... og þáflaug HRAFNINN. Saga úr Sjónvarpinu komin út, eftir Ingva Hrafn Jónsson. Um Markús Örn segir: Sjónvarpið hefur sett niður undir hans stjórn „Markús Örn Antonsson er að mínu mati lýsandi dæmi um stjórnmálamann sem skipaður er í starf sem hann ræður tæpast við. Ekki af því að hann réð mig og rak mig síðan, heldur vegna þess að hann hefur hvorki menntun né reynslu til þess að stjórna fyrirtæki sem veltir á annan milljarð króna á ári, hefur á fjórða hundrað manns í vinnu og er ein æðsta menningar- stofnun þjóðarinnar. Ríkisútvarpið hefur sett hörmulega niður undir hans stjórn. Sá sem hér veður elginn er Ingvi Hrafn Jónsson í nýútkominni bók sinni; „Og þá flaug hrafninn". Bókin er gefin út hjá Frjálsu framtaki og er 218 síður sem að mestu eru undirlagðar frásögnum Ingva Hrafns af atburðum úr frétta- stjóratíð hans hjá Sjónvarpinu. Ingvi Hrafn vandar ekki mönnum kveðjurnar sem verið hafa honum andsnúnir eða þvælst í veg honum á einhvern hátt einhvern tíma. Ingimar Ingimarsson núverandi fréttamaður Sjónvarpsins var um skeið aðstoðarmaður Péturs Guð- finnssonar framkvæmdastjóra Sjón- varpsins og fær hann meðal annars þessi ummæli: „Vafalaust á Ingimar einhverjar góðar hliðar. Ég varð bara ekki var við þær. Hins vegar mun hann einhvern tímann í framtíðinni gera sér grein fyrir að hann var notaður sem strengjabrúða huglítilla manna til að vinna fyrir þá skítverkin sem þeir þorðu sjálfir ekki að fram- kvæma.“ Þá fær Helgi H. Jónsson ekki sérlega góða einkunn heldur og segir um hann meðal annars: „Fyrstu dagana komu starfsmenn á fréttastofunni, fréttamenn sem aðrir til mín einn af öðrum og báðu um einkafundi til þess að kvarta yfir framkomu Helga H. Jónssonar og sögðu að ég hefði ekki fyrr verið búinn að afhenda honum lyklana að fréttastjóraherberginu er hann var kominn á fulla ferð við að reyna að grafa undan mér og gefið það til kynna beint og óbeint að það færi að styttast í það að ég færi úr þessum stól og að líkurnar fyrir því að hann settist í hann væru yfirgnæfandi. ... ..hann væri maður framtíðarinnar á fréttastofunni." Þess skal getið hér að Ingvi Hrafn ber líka fólki vel söguna í bókinni og fá t.d. þau Ómar Ragnarsson, Pétur Guðfinnsson og Ólína Þorvarðar- dóttir mun hlýlegri einkunn en þeir heiðursmenn Markús Örn, Ingimar og Helgi H. -sá Ingvi Hrafn Jónsson. Tveggja ára hætt kominn Drengur á öðru ári var hætt kominn á Grundarfirði í gærdag, þegar hann datt í tjörn sem er rétt hjá heimili hans, en tjörnin er jafnan notuð sem skautasvell á vetrum. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var send til að sækja barnið og flutti það á Landspítalann. Þegar síðast fréttist var líðan þess eftir atvikum. -ABÓ Ólympíumótið í skák: 13.-14. sætið er íslands Fyrir síðustu umferð ólympíu- skákmótsins í Þessalóníku er ís- lenska skáksveitin í 13.-14. sæti með 30 vinninga. Á laugardag tefldu fslendingarnir við Itali og unnu þar góðan sigur 3-1 og má þess geta að þar tapaði Jón L. Árnason sinni fyrstu skák. í næst- síðustu umferð tefldi íslcnska sveitin við Tékka. Okkar menn sóttu svo sem ekki gull í greipar þeirra, því þeir Jóhann, Margeir og Helgi gerðu allir jafntefli í sínum skákunt og Þröstur Þór- hallsson á biðskák og hefur þar heldur lakari stöðu. Enn er óljóst við hverja íslenska sveitin kemur til með að etja kappi, en eins og áður sagði er sveitin í 13.-14. sæti. Efst er sovéska sveitin með 37 vinninga og er hún þegar búin að tryggja sérsigurinn. -PS ------------------------------------------------------------------------0—0--—-------------------- Stéttarsamband bænda tim ummæli Jóns Sigurðssonar varðandi lausagöngu bufjár og gróðurvérnd: Onóg þekking og úr sam* hengi við raunveruleika Stjórn Stéttarsambands bænda harmar ummæli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra varðandi búfé og gróður- vernd. Sérstaklega þá hugmynd sem þar birtist um að efna beri til herferðar meðal almennings um að hætta að kaupa ákveðnar kjöttegundir frá vissum svæðum landsins, til að knýja fram bann við lausagöngu búfjár og leggja áherslu á gróðurvernd. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í kjölfar fyrrnefndra ummæla, en þar kemur einnig fram sú skoðun að ummælin séu úr samhengi við raunveruleikann og virðist byggð á ónógri þekkingu. Á sama stað tilgreinir stjórnin einnig fjögur atriði þar sem ráðherr- ann, að hennar mati, fer beinlínis með villandi og rangt mál. í fyrsta lagi sé það liðin tíð að hross séu f lausagöngu á umræddum afréttarsvæðum. f öðru lagi sé sú hugmynd við- skiptaráðherra að mismuna svæðum við innkaup á kjöti atlaga gegn öllum kinda- og hrossakjötsmarkaði landsins í heild, því kjöt í smásölu er ekki aðgreint eftir framleiðslu- stað. í þriðja lagi gefi ráðherrann það í skyn með þeirri fullyrðingu að „lang- lundargeð“ fólks sé á þrotum vegna ríkisútgjalda sem tengjast kinda- kjötsframleiðslu að ekkert sé aðhafst og sauðfjárrækt sé hömlulaus. Ekk- ert tillit sé tekið til gróðurverndar- sjónarmiða og ríkisútgjöld vegna hennar séu feiknarleg. Stjórn Stétt- arsambandsins segir þetta rangt og bendir m.a. á að sauðfé hafi fækkað um hvorki meira né minna en um þriðjung, eða 272 þúsund fjár á einum áratug. í fjórða og síðasta lagi nefnir stjómin að ríkisútgjöld tengd land- búnaði hafi stöðugt farið lækkandi sem hlutfall af ríkisútgjöldunum í heild. Einnig hafi stórlega dregið úr fjarfestingum og vöruinnflutningi til landbúnaðar. Jóhannes Kristjánsson for- maður félags sauðfjárbænda: „Þetta var afskaplega vinalegt," sagði Jóhannes er Tíminn spurði hann álits á ummælum Jóns Sigurðs- sonar ráðherra í garð bændastéttar- innar. „Svona lagað á maður í hans stöðu ekki að láta sér um munn fara, þetta er líkara málflutningi green- peace-manna og hann ætti ef til vill að sækja um inngöngu þar.“ Jóhannes sagði ennfremur að bændur þessa lands væru víðast hvar á fullri ferð við að græða upp land og rækta skóg, fé hefði stórlega fækkað og hrossum væri hvergi beitt á viðkvæma afrétti. Maðurinn færi með ósannindi og hefði ekki hunds- vit á því sem að hann væri að tala um. Jóhannes sagði jafnframt að sér fyndist skjóta skökku við að æðsti yfirmaður bankamála í landinu léti hafa þetta eftir sér á sama tíma og viðskiptabankarnir stæðu ekki skil á lögbundnum greiðslum afurðalána til bænda. Honum væri nær að standa sig í stykkinu þar heldur en að reka slíkan atvinnuróg gegn bændastéttinni. Þessu viðhorfi Al- þýðuflokksins væri kannski best lýst með orðum Halldórs heitins Páls- sonar fyrrverandi búnaðarmála- stjóra, sem hann lét falla á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands árið 1982. „Alþýðuflokkurinn hefur aldrei verið landbúnaði þarfur, fremur en fjárpestir og aðrar plágur". Andrés Arnaids hjá Landgræðslu ríkisins: „Landgræðslan á gott samstarf við bændur. Þeir taka víða þátt í upp- græðslu landsins og við eigum yfir- leitt mjög góð samskipti við bændur.“ Andrés sagði ennfremur að það samstarf fælist aðallega í skipulagi sumarbeitarinnar, enda færu gróðurverndarsjónarmið og arðsemissjónarmið saman með góðu skipulagi beitar. Varðandi hrossabeit sagði hann að hún tíðkaðist nær eingöngu á afréttum í Húnavatnssýslum og Á skyggðu svæðunum hefur sauðfé fækkað á árunum 1977-1987 um 110 þúsund eða 30,34%. Skagafirði. Það hefði áunnist mjög mikið á síðustu árum í að minnka hrossabeit á viðkvæmum svæðum. Andrés sagði að ekki væri um að ræða land sem væri beint í uppblást- urshættu, en það væri spurning hvort réttlætanlegt væri að beita hrossum á land sem væri í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli, eins og dæmi væri um á Guðlaugstunguafrétt á Eyvind- arstaðaheiði. Hann sagði að við- kvæmustu gróðursvæðin væru á eld- fjallabeltinu sem teygði sig frá Reykjanestánni upp í gegnum upp- sveitir Árnes- og Rangárvallasýslu og allt austur í Vestur- Skaftafells- sýslu, en sveigði þaðan norður á Mývatnsöræfi. Aðspurður kvað Andrés þá hjá Landgræðslunni hafa áhyggjur af vaxandi fjölda gæsa á hálendinu, aðallega á Norður og Austurlandi. Hún væri grasbítur sem tæki mjög mikið til sfn. Hinsvegar væri aðal- lega rætt um sauðfé og hross þegar minnst væri á ofbeit vegna þess að þar væri unnt að stýra beitinni. - ág/ssh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.