Tíminn - 29.11.1988, Side 7

Tíminn - 29.11.1988, Side 7
Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Tíminn 7 36. þingi ASÍ lokið. Verður vart minnst sem tímamótaþings: Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ „Félagsmenn ásaka okkur um linku í samningum, aumingjaskap gegn atvinnurekendum“. Tín>amynd:Gunnar. Akkilesarhæll ASI skipulagið sjálft? „Á síðasta áratug hafa níu sinn- um verið sett almenn lög um þessi efni (Um kjaraskerðingar og skerðingu samningsréttar) og er þá sleppt að telja löggjöf sem sett hefur verið til að stöðva verkföll afmarkaðra hópa,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson í ræðu þegar hann setti 36. þing ASÍ fyrir rúmri viku. Þingið á vart eftir að verða skráð á spjöld sögunnar sem tímamóta- þing. Það fór hægt af stað og óvissa um framboðsmál forystusveitar- innar og forsetans fram undir mitt þing skyggðu framan af á þau mál sem þinginu var einkum ætlað um að fjalla - skipulagsmál hreyfingar- innar, kjaramál og lífeyrismál. Ósamstæð hreyfing gegn sameinuðum atvinnurekendum ASÍ er um margt afar ósamstæð og ósamheldin hreyfing og sundr- ung virðist hafa farið vaxandi undanfarin ár á sama tíma og atvinnurekendur hafa borið gæfu til að standa saman sem ein heild. Mikið af kjarabaráttunni hefur farið fram á þann hátt að einstakir hópar hafa gert sínar kröfur og hafa samningar orðið þeim hag- stæðastir sem á einhvern hátt hafa sterka samningsaðstöðu, t.d. fá- mennir sérhæfðir starfshópar sem mikilli röskun gætu valdið í þjóðlíf- inu, legðu þeir niður vinnu. Þessir hópar hafa staðið vörð um lykilhagsmuni sína og ekki viljað á neinn hátt gefa þá eftir hreyfing- unni í heild til góðs og til að efla samstöðu innan hennar. Um margt hefur því staða at- vinnurekenda verið óskastaða. Þeir hafa getað att starfsgreinahóp- um saman og alið á sundurlyndi launþega með því að gera vel við suma hópa en miður við aðra. Þeir lægst launuðu sitja eftir í orði vilja allir rétta hlut hinna lægst launuðu, fólksins sem vinnur erfiðustu, leiðinlegustu og fá- breyttustu störfin sem oftar en ekki eru í framleiðslugreinunum sem allt þjóðfélagsbatteríið hvílir á. Hins vegar þegar komið hefur að því að láta verkin tala hafa komið vöflur á menn og því hafa samningar jafnan farið á þann veg að samið er um prósentuhækkanir sem leiða til þess að þeir sem vinna á lágu töxtunum strípuðum fá ein- hverjar krónuhækkanir sem litlu sem engu skipta en þeir á háu töxtunum fá hins vegar mun fleiri krónur. Kjarabaráttan er því í raun farin að snúast talsvert um að viðhalda og auka ákveðið launabil milli starfsgreina og launahópa. Þá hefur verið gagnrýnt hversu frumkvæðislaust ASI hefur verið í þjóðfélagsumræðunni og látið öðr- um aðilum eftir að móta hana. Lítið hafi heyrst frá þessum 60 þúsund manna samtökum þegar frjálshyggjuraddirnar fóru að ger- ast háværar og lítið meira hafi æmt í þeim þegar margar hugmyndir hennar fóru að komast í framkvæmd. Linka og aumingjaskapur? Ásmundur Stefánsson sagði í setningarræðu sinni: „Félagsmenn ásaka okkur um linku í samning- um, aumingjaskap gagnvart at- vinnurekendum. Margir stjórnmálamenn taka undir þessa gagnrýni. Þeir og kjós- endur þeirra gleyma því sem þessir sömu stjórnmálamenn hafa klippt og skorið úr kjarasamningum." Þessi orð hans má skilja sem svar við gagnrýni á forystu hans sl. átta ár af þeim toga sem hér að ofan hefur verið nefnd. Gagnrýni á forystu ASÍ er gjarn- an bundin við persónu Ásmundar Stefánssonar og sagði einn þing- fulltrúi á ASÍ þinginu að Ásmund- ur hafi í setningarræðu sinni sem stundum hefur verið nefnd líkræð- an yfir ASÍ, sýnt þingheimi full- kominn skort sinn á sjálfsgagnrýni. ASÍ hafi verið staðnað bákn undanfarin tíu ár og hafi ekki tekist að aðlaga sig breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu. Mestallan þennan tíma hafi Ás- mundur sjálfur verið forseti og mótað stefnu samtakanna og hafi hann því hitt sjálfan sig fyrir í ræðunni. Þó væri langt í frá sök Ásmundar eins hvernig komið væri. Þar væri sjálft skipulag hreyf- ingarinnar veigamikill þáttur. Skipulagið áfram í ólestri í ljósi þessa og almenns ástands í fjárhags- og atvinnumálum þjóð- arinnar hefði mátt búast við ein- hverjum breytingum á skipulagi, starfi og forystu samtakanna, en svo varð ekki að neinu marki. Þórir Daníelsson fráfarandi for- maður skipulagsnefndar sagði að ASÍ væri nú skipulagslegur óskapnaður og tæpti á að einhverj- ar annarlegar ástæður hlytu að liggja að baki því að samþykktir fyrri þinga um skipulagsbreytingar hefðu ekki komist til framkvæmda, einkum samþykkt 35. þingsins. ( samþykkt þess um skipulagsm- ál er gert ráð fyrir því að verkalýðs- félög verði sameinuð í stærri sam- bönd sem verði ekki fámennari en svo að þau ráði ekki við að hafa launaðan starfsmann. Þá verði þessi sambönd sameiginlegur vett- vangur allra launþega í tilteknum atvinnugreinum. Skipulagsnefndin lagði fram á þinginu nú samþykkt sína og lét samþykkt síðasta ASÍ þings fljóta með sem fylgiskjal. I samþykkt skipulagsnefndar segir að hún telji það mistök að ekki skyldi hafa verið farið að samþykktinni og skipulagi ASÍ breytt á þann veg sem þar var gert ráð fyrir. Breytingar á skipulaginu með atvinnugreinaskiptingu sem mark- mið séu ekki aðeins æskilegar held- ur beinlínis nauðsynlegar og hét nefndin á þingið að leggja ríka áherslu á að sú þróun næði fram að ganga. Niðurstaða þingsins varð þó sú að málinu var vísað til sambands- stjórnar þegar hún kemur saman næsta haust. Ásmundur fékk að ráða Það vakti óskipta athygli hversu ríka áherslu Ásmundur Stefánsson lagði á að Þóra Hjaltadóttir for- maður Alþýðusambands Norður- lands yrði ekki annar varaforseta ASÍ og Ásmundur fékk sitt fram og komst jafnframt upp með að gefa engar haldbærar skýringar á hversvegna. Einn þingfulltrúa sagði við Tím- ann að hefði Þóra áttað sig nógu fljótt hefðu viðbrögð hennar við þessu hátterni Ásmundar átt að verða þau að bjóða sig fram til forseta móti Ásmundi. Hún hefði jafnvel mátt eiga von á sigri en í öllu falli hcfði það hrist rækilega upp í hreyfingunni. Lífeyrismál voru eitt aðalmála þessa þings enda eru þau nú í hinum mesta ólestri. Meðlimir al- mennra lífeyrissjóða verða nú að greiða 10% af laununum í sjóðina sem skiptist þannig að launþeginn greiðir 4% en launagreiðandinn 6%. Almcnnu lífeyrissjóðirnir eru nú eitthvað rúmlega 70 talsins eftir því sem í fljótu bragði sýnist og það segir sig sjálft að rekstur þeirra er fáránlega dýr og flókinn fyrir bragðið. Lífeyrisréttindi cru verulega misjöfn og það kom fram á þinginu að ættu launamenn að ná svipuðum rétti og opinberir starfsmenn hafa, þyrftu greiðslur að nema um 20% af launum. Miklar umræður urðu um lífeyr- ismálin á þinginu og þess krafist að lagafrumvarp um lífeyrissjóðina verði afgreitt hið fyrsta en það hefur verið til athugunar hjá tveim fjármálaráðherrum síðan í júnís.l. Verkalýðshreyfingin vill að frumvarpið verði samþykkt á Al- þingi en samhliða því fari fram uppgjör á sjóðunum og stjórnvöld tryggi síðan öruggan lífeyri með- lima vcrst settu sjóðanna. Kvennabyltingin í vaskinn Þá urðu og allmiklar umræður um jafnréttismál og aukna hlut- deild kvenna í embættum á vegum hreyfingarinnar og hvernig það verði best tryggt. Samþykkt var tillaga frá Kristbirni Árnasyni sem stuðla á að aukinni hlutdeild kvenna í æðstu stjórn sambands- ins. Eftir að kjörnefnd hafði lagt sína tillögu fram um 18 aðalmenn í miðstjórn var beðið um uppá- stungur um aðra menn og kom fram tillaga frá Stefaníu Þorgríms- dóttur um þrjár konur, þær Birnu Þórðardóttur, Þorbjörgu Samúels- dóttur og Sigrúnu Clausen. Samþykkt tillögu Kristbjarnar skömmu áður dugði þó ekki til að stappa stálinu í tvær af þeim konum sem Stefanía vildi fá til að auka hlutdeild kvenna í æðstu stjórn sambandsins því þær lýstu því báðar yfir strax að þær gæfu ekki kost á sér í miðstjórn. Það voru þær Þorbjörg og Sigrún en Birna lét ekki deigan síga. Nú sitja sex konur í miðstjórn af 18 og telst það vart hátt hlutfall. -sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.