Tíminn - 29.11.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 29.11.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Timitin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrimurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Öfgaskrif efnahagsráðgjafans Morgunblaðið hefur tekið upp þá venju að birta í helgarblaði sínu fasta smádálka um áhugavert efni af ýmsu tagi undir aðalfyrirsögninni „Mannlífsstraumar“. Þá kröfu verður að gera til höfunda, sem rita slíka dálka, að þeir séu.færir um að fjalla hleypidómalaust um það efni sem þeim er falið að skrifa um. Sú krafa er þeim mun brýnni að dálkahöfundar Morgunblaðsins eru kynntir sem sérfræðingar á sínu sviði og leiddir fram sem vel menntaðir greinahöfundar. Ekki verður með sanni sagt að höfundur sá, sem ritar hagfræðidálk Morgunblaðsins sl. sunnudag, beri með sér einkenni menntunar og fordómaleysis um þjóðfé- lagsmál og „mannlífsstrauma“. Þvert á móti opinberar hann sig sem fulltrúa þeirrar staglfræði, sem margir íslenskir viðskiptafræðingar láta ala upp í sér um þessar mundir. Er augljóst af Morgunblaðsgrein Ólafs ísleifs- sonar, að hann er lítt fær um að rita um þjóðfélagsmál eins og upplýstum höfundi sæmir. Hins vegar er hann liðtækur í að búa til pistla í þeim heimdellingastíl, sem einkennist af þröngsýnni innrætingu, en á lítið skylt við frjálsa fræðimennsku og vísindahugsun. Inntakið í grein Ólafs ísleifssonar, sem reyndar er sérlegur efnahagsráðgjafi Þorsteins Pálssonar, er að koma þeim vitlega boðskap á framfæri að núverandi ríkisstjórn hafi tekið upp efnahags- og fjármálastefnu, sem tíðkuð sé í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu, - hvorki meira né minna! Þessi greinarhöfundur Morgun- blaðsins lætur m.a. hafa það eftir sér, að það sé stefna Steingríms Hermannssonar að hér skuli ríkja „forn- eskja“ í efnahagsstjórn og pólitískri hugmyndafræði. Eftir þessu er öll greinin. Varla hafa ritstjórar Morgunblaðsins ætlast til þess að dálkahöfundur í blaði þeirra tæki upp á því að fjalla um þjóðfélagsmál á allra lægsta plani. Ritstjórarnir vita það eins og allir skynsamir menn, að efnahagsstefna og almenn stjórnmálastefna núverandi ríkisstjórnar á ekk- ert sammerkt með austantjaldspólitík. Ef Morgunblað- ið ætlar að fara að efna til umræðu um íslensk stjórnmál á grundvelli slíkra öfga, þá er augljóst að umræðan verður út og suður. Það eru takmörk fyrir því hvað menn geta látið út úr sér af pólitískri vitleysu. Það er að sjálfsögðu rétt að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar víkur í mörgu frá efnahagsstefnu og hagstjórnaraðferðum fyrri ríkisstjórnar. Og hví skyldi hún ekki gera það? Þessi „frávik“, ef svo má til orða taka, eru þó öll í samræmi við gild pólitísk viðhorf í vestrænum lýðræðisríkjum, þar sem fjölhyggja fær að njóta sín en ekki einstefna staðlaðra hagfræðikenninga á borð við þá, sem páfadómur hagfræðingaveldisins hér á landi elur á í tíma og ótíma. í vestrænum lýðræðislöndum greinir menn auðvitað á um hagfræðileg efni. Þar gera menn sér m.a. grein fyrir að hagfræðikenningar eru ekki óháðar stjórnmála- skoðunum, heldur tengjast þeim að meira eða minna leyti. Algild, vísindaleg hagstjórnarkenning hefur ekki verið fundin upp ennþá og verður aldrei, eðli málsins samkvæmt, frekar en algildar þjóðfélags- og stjórnmála- skoðanir yfirleitt. Þau sannindi eiga við um öll þjóðfé- lög, ekki síst vestræn lýðræðisþjóðfélög, sem ísland er hluti af. Morgunblaðið ætti að vara sig á rithöfundum á borð við Ólaf ísleifsson efnahagsráðgjafa Þorsteins Pálsson- ar. GARRI llllllllllllll VAR ÞAD FLEIRA? Mikil hneykslan virðist hafa ríkt í landinu síðan Óiafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, upp- lýsti að forseti Hæstaréttar hefði samkvæmt hcimild keypt áfengi, vodka og viskí, fyrir tvö hundruð og þrjátíu þúsund krónur. Hefur ekki linnt birtingu á einhliða skoðunum síðan, þar sem fólk ber sig utan ákaflega og segist aldrei hafa heyrt af annarrí eins ósvinnu. Víst eru áfengiskaup forsetans í ríflegra lagi, en frá hans bæjardyr- um séð munu þeir margir, sem á einu ári hafa keypt áfengi fyrir 230 þúsund krónur, og þarf raunar ekki nema eina giftingarveislu til. Alþýðudómstóll landsins hefur verið kvaddur á vettvang í Ijölmiðl- um og fellt samhljóða þann dóm, að forseti Hæstaréttar hafi hegðað sér hneykslanlega. Hefur hinn margfrægi alþýðudómstóll með sínar „grunduðu“ skoðanir aldrei komist í jafnfeitt að geta þannig fellt úrskurð sem snertir Hæstarétt sjálfan. Útnesjamennska Vegna þessa máls hefur forseti Hæstaréttar sagt af sér og gerst óbreyttur dómari við réttinn, og nú síðast hefur hann ákveðið að skila aftur meginhluta þess áfengis- magns, sem hann hafði keypt. Auðvitað ræður fyrrverandi forseti hvernig hann bregst við niðurstöð- um alþýðudómstóls. Þó er vonandi að hann láti þama staðar numið og fari ekki að játa á sig einhverjar stórsyndir að hætti þeirrí sem misstu höfuð í mcnningarbylting- unni í Kina. Mál þetta er nefnilega miklu verra en það sem snertir fyrrverandi forseta. Það er í eðli sínu útnesjamennska af versta tagi og ber vott um króníska veikleika stjórnsýslunnar i landinu. í einn tíma fengu forsetar þingsins svo- nefnt „forsetabrennivín" að vild, þ.c. áfengi á kostnaðarverði. Þeir voru sviptir því. Enginn veit af hverju, nema ef vera skyldi að í stað þess að safna því í kjallara neyttu þeir þess svo af fréttist. Við þessa breytingu var skrifað bréf, sem enn hefur ekki fundist þegar þetta er skrífað, en sagt vera frá árínu 1971, þar sem skýrt er frá því að ákveðnir embættismenn skuli fá brcnnivín á kostnaðarverði, þeirra á meðal forseti Islands og forseti Hæstaréttar á meðan hann fer með forsetavald ásamt tveimur öðrum þegar forseti landsins er íjarver- andi. Ríkið hefur einn kassa Alveg er Ijóst að þessi bréflegu ákvæði um „forsetabrennivínið“ eru út i hött. Þær veislur sem handhafar „forsetabrennivíns“ halda eru greiddar af ríkinu, en ríkið hefur einn kassa eins og kunnugt er. Úr honum er borgað fyrir veislurnar og til hans rennur það fé sem keniur inn fyrir brenni- vínssölu. Tilvist „forsetabrenni- víns“ á rætur að rekja aftur til þess tíma, þegar fólk lifði fábrotnara lífi og hafði minna sér til skemmtunar en nú gildir; þegar engar sólar- landaferðir voru tíðkaðar, siglingar voru jafn fágætar og á dögum Sturlunga og hvorki Hrafn Gunn- laugsson eða Jón Óttar fæddir. Þá þótti það tilvísun á heimild upp á meira kátínulíf að eiga aðgang að „forsetabrennivíni", heitið í höfuðið á þingforsetum. En það er eins og þjóðin ætli seint að vaxa upp úr fábreytileika sínum. Hún er enn við útnesin stödd í þessu máii og býsnast nú mikinn yfír áfengis- kaupum eins þeirra, sem hafði heimild. Hneykslanleg fríðindi Og hvemig á svo að líta á þessa heimskulegu heimild um kaup á „forsetabrennivíni“, þegar engin þörf er á áfengi á sérstöku verði á meðan ríkið eða Alþingi borgar opinbcrar veislur? Hvernig sem fólk leitar lyrir sér og hvemig sem það ígrundar „hneykslið", þá er alveg Ijóst, að „forsetabrennivín“ er hugsað sem fríðindi og aðeins sem fríðindi, jafnvel kauphækkun vilji menn það heldur. Vilji svo einhver nota sér þessi fríðindi til að koma upp hjá sér vísi að vínkjall- ara, en drekkur ekki sjálfur, þá ætlar allt> vitlaust að verða. Sjái einhver samræmið í þessu þá er sá hinn sami meira en rökheldur. Vilji menn vera að fást við fyrrver- andi forseta Hæstaréttar út af þess- um smámunum, áfengiskaupum upp á 230 þúsund, þá eiga hinir sömu að snúa sér að stjórnsýslunni, jafnvel fjármálaráðherra, og spyrja hann hvort ríkiskassinn sé ekki einn og hvað svona fríðindi eigi að þýða. Það er auðvitað á valdi hvers og eins, sem hefur þessi fríðindi hvort hann notar þau og hve mikið. Alþýðudómstóll getur engu ráðið um það á meðan forréttindabréfíð frá 1971 er í gildi. Hann getur í mesta lagi spurt, eins og ATVR: Var það nokkuð fleira? Aftur á móti hefur ekki heyrst að ónýta eigi forréttindabréfíð. Þeir sem njóta guðlegrar umhyggju stjóm- sýslunnar eiga sem sagt að halda áfram að kaupa „forsetabrenni- vín“, enda hlýtur það að vera skrítið þjóðfélag að mati stjórnsýsl- unnar sem engin forréttindi leyfír. Garrí VÍTTOG BREITT Fóstbræðralag um forréttindi Fréttir af gróflegu misrétti í lífeyrissjóðsmálum hefur fallið í skuggann af fregnum um rösklegar tiltektir forseta Hæstaréttar í áfengiskaupum. Á því máli þykjast flestir þurfa að hafa skoðun og þykir með ódæmum að opinber starfsmaður notfæri sér aðstöðu til að hressa upp á heimilisbirgðir sínar af brennivíni. Fyrrum forseti Alþingis hefur látið að því liggja opinberlega, að hagkvæm áfeng- iskaup séu ekkert annað en svolítil launauppbót fyrir vel unnin störf í þágu lands og lýðs við að stýra sameinuðu þingi og sinna viðamikl- um skyldum handhafa forseta- valds. Fer ekki illa á því að auka- getan sé greidd í brennivíni og eðlilegt er að mönnum sem gegna svo virðulegum embættum sé í sjálfsvald sett hvað þeir meta störf sín til margra brennivínsflaskna. Fjölmiðlar hafa verið að reikna út og suður hve lengi tilteknar áfengisbirgðir endast ef svo og svo mikið er drukkið á gefnu tímabili og síðan einhvem mismun á heild- söluverði og útsöluverði brenni- vínsins og em allar þessar reikni- kúnstir heldur fáfengilegar og marklitlar. Forsetar og handhafar eiga auð- vitað að meta sjálfír hve mikið brennivín þeir kjósa að kaupa, enda engum öðmm betur treyst- andi til að þekkja þarfir þeirra. Sjálftaka fríðinda Kristján Ragnarsson vakti máls á því á aðalfundi LÍÚ, sama daginn og fárið út af forsetabrennivíninu hófst, að landsmönnum væri mis- munað gróflega í lífeyrissjóðsmál- um og að ríkið og bankarnir verðu háum fúlgum til að bæta lífeyri sinna starfsmanna á sama tíma og launþegar annarra vinnuveitenda nytu mun verri kjara. Ríkissjóður og bankarnir hafa greinilega nóg fé til að standa að svona misrétti. Það er merkilegt fóstbræðralag forréttindastéttanna sem heldur nær almáttugri verndarhendi sinni yfir þeirri sjálftöku fjármuna sem opinberir starfsmenn og banka- menn njóta fram yfir aðra landsmenn. Ríkisstarfsmennirnir hjá ríkis- fjölmiðlunum gerðu lítið úr ábend- ingum Kristjáns, enda uppteknir við að sinna fréttum af öðrum fríðindum en þeim, sem falla þeim sjálfum í skaut. Fréttamönnum Stöðvar 2 rann blóðið til skyldunnar, enda njóta þeir allt annarra og verri lífeyris- kjara en starfsbræðurnir sem ríkis- sjóður lítur til í náð. Talað var við Pétur Blöndal, sem er flestum öðrum betur að sér í málefnum lífeyrissjóða. Grófleg mismunun Það kom fram hjá Pétri, að opinberir starfsmenn og banka- menn njóta 70% betri lífeyriskjara en aðrir launþegar. Með uppbótum á lífeyri er hægt að gera ráð fyrir að vinnuveitendur forréttindastétt- anna greiði 20% í lífeyrissjóði þeirra, á móti 4%, en aðrir at- vinnurekendur greiða 6%. Lífeyr- isréttindi forréttindastéttanna þýða 14% betri kjör en aðrir verða að sætta sig við. Fríðindi forréttindastéttanna koma m.a. fram í því að þær geta farið mun fyrr á eftirlaun en aðrir miðað við aldur og fá hærri eftir- laun. Auk opinberra starfsmanna hef- ur Alþingi samþykkt að þingmenn njóti hinna góðu sérkjara. Starfs- menn stjómmálaflokkanna fá einnig opinber eftirlaun. Og enn er hópur sem Pétur nefndi, sem nýtur hinna góðu kjara sem greidd eru úr sjóði allra landsmanna. Það eru starfsmenn ASÍ. Ef skammstöfunin velkist fyr- ir einhverjum skal áréttað að það er starfsfólk Alþýðusambands íslands, sem nýtur bestu kjara forréttindastétta meðal launþega. Forréttindin eru þannig varin bak og fyrir af löggjafanum, fram- kvæmdavaldi og embættismanna- kerfum og mikið, lifandis, skelfing- ar, ósköp væri æskilegt að fá ein- hverja frambærilega skýringu á hvernig stendur á starfsfólki verka- lýðshreyfingarinnar í þessum hópi, ef það er rétt að það njóti allt annarra og betri lífeyriskjara, en tekist hefur að ná fram fyrir þá launþega sem ekki eru opinberir starfsmenn eða vinna í bönkum. Meðal þess sem gjaldþrot Út- vegsbankans hafði í för með sér, er 222 millj. kr. skuld við örfáar bankastjórafjölskyldur vegna líf- eyris, sem bankinn skuldar þeim. Milljónirnar verða greiddar úr ríkissjóði. Ekki þarf að taka fram að for- réttindastéttir þjóðfélagsins nefna aldrei iífeyrisréttindi sín þegar þær eru að ljúga launaskriði og um- framgreiðslum upp á aðra laun- þega þegar þær setja fram kröfu- gerðir. Þá eru alítaf undarlega slælega rekin tryppin þegar lífeyris- kjör almennra launþega ber á góma í samningagerðum. Er það tilviljun hve margir hlaupa í felur þegar bryddir á lífeyrismálum í opinberri umræðu og hún rennur alltaf út í sandinn? Brennivínshamstur háembættis- manna er nokkuð sem allir skilja og vilja tala um en ef rétt er reiknað má spyrja hvort þau for- réttindi eru nokkru meiri en hundr- uð milljóna króna framlög rfkis og banka til að mismuna landsins börnum þegar aldur færist yfir þau. OÓ í>

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.