Tíminn - 29.11.1988, Síða 9

Tíminn - 29.11.1988, Síða 9
Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Sverrir Hermannsson fyrrv. menntamálaráðherra: Flaggað á Akureyri Fyrirspurn til Arnmundar Backman, háyfirdómarafráfyrrverandi menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni Veleðla herra hæstaréttarlögmaður! S.l. laugardag komst ég yfir svohljóðandi fréttatilkynningu frá Menntamálaráðuneytinu: „Fréttatilkynning vegna sam- komulags sem gert hefur verið á milli menntamálaráðherra og Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra í Norðurlandskjör- dæmi eystra. í samkomulaginu felst: Sturlu var boðið að taka á ný við fyrra starfi sínu sem frædslustjóri Norðurlandskjördæmis eystra eða þiggja styrk til námsdvalar erlendis í2 ár. Sturla valdi hinn síðari kost. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga áfrýjun dóms bæjarþings Reykjavíkur í máli Sturlu gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til baka. Með því er unað við þá niðurstöðu héraðsdóms að upp- sögn Sturlu hafi verið ólögmæt. Hann fær þvígreiddar skaðabætur auk sérstakra miskabóta, með hlið- sjón af 3. mgr. 11. gr. sbr. 2. mgr. 9. gr. 1 nr. 38/1954. Með þessu samkomulagi er deila málsaðila endanlega útkljáð með fullum sáttum. Sturla skal í engugjalda þessarar deilu í framtíðinni gagnvart ráðu- neytinu ognjóta trausts, sannmælis og fyllsta réttar í samræmi við embættisgengi við hugsanlega starfsumsókn á sviði fræðslumála í framtíðinni. Trúnaðarmaður menntamálaráðherra í þessu sam- komulagi var Arnmundur Backman, hrl.“ Þar sem þér eru tilgreindur sér- stakur trúnaðarmaður mennta- málaráðherra í rnáli þessu sný ég mér auðmjúklega til yðar, sem greinilega eruð einnig skipaður sérstakur untboðsmaður laga og réttar í þessu sambandi og hafið verið fenginn til þess af fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra að finna lagalega niðurstöðu í mál- inu í stað Hæstaréttar. Mér er alveg sérstaklega mikið niðri fyrir að fá útlistun yðar á lokadómi yðar, þar sem Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, gefur eftirfarandi yfirlýsingar í Morgunblaðinu s.l. laugardag: „Ráðuneytið hefur strikað yfir þennan kafla í sögu sinni með þessari niðurstöðu", þ.e. niður- stöðu yðar, herra hæstaréttarlög- maður, sem vafalaust er byggð á grunnmótaðri lögspeki yðar og réttdæmi. Það vill nefnilega svo til að undirritaður var aðalhöfundur að þessum kafla í sögu Menntamála- ráðuneytisins. í honum er að finna eitthvað af starfsæru hans og því miður ýmissa helstu starfsmanna Menntamálaráðuneytisins. Ein- hver myndi nú segja að mín vegna sæi ekki á svörtu. En Svavar Gests- son er raunar af því húsi, þar sem alsiða er að færa sögulegar stað- reyndir út og inn úr mannkynssög- unni eftir „smag og behag“. (Að ég sletti dönsku er til virðingar- og áhersluauka). Þegar Sovét fsland, óskalandið, kemur, er aldrei að vita hvernig íslandssagan muni líta út. Ef armur Ó. Grímssonar í Alþýðubandalaginu verður ofan á er hætt við að lítið muni fara fyrir sögu Svavars. Nema maðurinn verði strikaður út með öllu! Og þá er nú vissara að vera búinn í tíma að skjóta stoðum undir kaflann minn með lögvísi og réttvísi, raungirni og óhlutdrægni. Þess vegna skrifa ég yður ærbödigst til, þar sem þér sitjið uppi með allt þetta og meira til og enginn vafi að þér þurfi að fá öndinni frá yður hrundið eins og Ármóður skegg forðum. Það sem veldur mér líka vökun- um m.a. er eftirfarandi úr umsögn ríkislögmanns um dóm bæjarþings Reykjavíkur í máli fyrrverandi fræðslustjóra á Norðurlandi- eystra: „Dómurinn skilur í raun eftir óútfylltan tékka fyrir forstöðu- menn stofnana til umframeyðslu að vild. Samkvæmt dóminum get- ur slík fjármálastjórn ekki varðað öðrum viðurlögum en áminningu. “ Ég veit að þér skiljið manna best að undir svona leka þarf strax að setja og verður yður vafalaust ekki skotaskuld úr því, þar sem Svavar og Ó. Grímsson hafa í raun sett yður yfir Hæstarétt í málinu, og ítreka ég lukkuóskir mínar til yðar vegna svo sérstæðs virðingarauka, sem fáum mun hlotnast, og engum utan Alþýðubandalagsins. Ó. Grímsson, foringi yðar og fyrirsagnarmaður, segir svo orðrétt í viðtali við Morgunblaðið 24. nóvember s.l.: „Allur aðdragandi verður að vera með þeim hætti að enginn geti dregið í efa að þrófmál- ið sé byggt á eðlilegum siðferðileg- um grunni. Þess vegna vildi ég sem ráðherra ekki taka við agavaldi sem jafnvel Hæstiréttur (leturbr. mín). úrskurðaði mér á grundvelli forsögu þessa máls“. Ég vek athygli yðar á þessu, sem getur orðið yður til leiðbeiningar við útlistunina og styrktar ef ein- hver skyldi voga sér að fetta fingur út í að Hæstiréttur var settur af í málinu og þér í staðinn. Ó. Grímsson leggur áherslu á siðferðið. Robespierre hinn franski endaði allar ræður sínar á að tala um dyggðina. Ó. Grímsson segir á öðrum stað í viðtalinu við Mbl. að fræðslu- stjóramálið hafi verið svo persónu- legt, og pólitíska moldviðrið, sem Alþýðubandalagið þyrlaði upp, svo villugjarnt, að nauðsyn hafi borið til að taka það af Hæstarétti og fá yður í hendur. Til lukku, hávelborni herra lögmaður! Ann- ars vaknar spurningin hvort hér er ekki góður leki á ferðinni, sem þér þurfið ekki að setja undir. Gætu ekki brennivínskaupin í Hæstarétti orðið hápersónuleg og að fj ármála- ráðherra vildi ekki af þeim sökum taka við „agavaldi" í því úr hönd- um dómstóla og fá yður í staðinn málið í hendur? Þá yrði nú glatt í Hæstarétti! í samræmi við dóm yðar í fræðslu- stjóramálinu mynduð þér senda dómaranum dobbelt það brenni- vínsmagn sem hann var búinn að verða sér úti um. Að því búnu myndi fjármálaráðherra kosta dómarann í tvö ár á heilsuhæli erlendis á fullu kaupi, auk þess sem þér mynduð taka fram til öryggis að hann héldi kjörgengi til embættis forseta lýðveldisins ásamt smærri embættunum. En nú er komið að aðalatriði erindis míns við yður og bið ég yðar velborinheit enn á ný af- sökunar á framhleypninni og ónæð- inu. Það huggar mig að ég veit að þér hafið ígrundað allt af stakri nákvæmni og eigið í fórum yðar nákvæma útlistun á yfir-hæstarétt- ardómi yðar. Þess vegna bið ég yður allra náðarsamlegast um upplýsingar og síðan skýringar á eftirfarandi atrið- um í niðurstöðum dóms bæjarþings Reykjavíkur í fræðslustjóramál- inu, uppkveðnum 8. apríl 1986: 1. Á bls. 48, efst, segir í niður- stöðu dómsins að umframnotkun fræðslustjórans á fé árið 1986 hafi numið kr. 10.363.000,- - tíumill- jónumþrjúhundruðsextíuogþrem- þúsundumkróna °°/wo. Spurning: Hvaða viðurlög teljið þér, herra lögspekingur, að eigi við um slíkt misferli ? í þessu sambandi ber að upplýsa að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að þetta gerði fræðslustjórinn af ráðnum hug og þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Menn tamálaráðuneytisins. Gæti það auðveldað yður svarið að minna á að útsöluverð dómara- brennivínsins er talið nema aðeins einum fimmta hluta af óráðsíu fræðslustj órans ? 2. Á bls. 49, efst segir svo í dómi undirréttar: „Stefnanda, (þ.e. fræðslustjóranum - Aths. mín) var skylt að hlíta fyrirmælum ráðu- neytisins að því eralmennt viðkom fjársýslu í fræðsluumdæminu. Með því að heimila ofangreinda um- framkennslu brást hann því starfs- skyldu sinni“ (Lbr. mín). Spurning: Hversu mikið af miska- bótum, sem þér dæmduð fræðslu- stjóranum, er til komið vegna of- angreindra starfshátta fræðslu- stjórans fyrrverandi? 3. Á bls. 50 í dóminum, efst, segir svo: „Fallast verðurá, að stefnandi hafi með baráttuaðferðum sínum fyrír aukinni stuðnings- og sér- kennslu í umdæminu eigi gætt þeirrar hófsemi sem krefjast verð- ur af manni í slíku trúnaðarstarfi og þar með brugðist trausti yfír- hoðara sinna í Menntamálaráðu- neytinu, m.a. með ummælum í fjölmiðlum, þar sem ekki er farið rétt með staðreyndir um kennslu- þörf“ (Lbr. mínar). Spurning: Hversu mikið ákváð- uð þér í dómi yðar að Ó. Grímsson, fjármálaráðherra, skyldi greiða í verðlaunafé fyrir umgetnar starfsaðfcrðir? 4. Á bls. 52, efst, segir svo i dómi bæjarþings Reykjavíkur frá 8. febrúar 1986: „Einnig telur dómur- inn að stefnandi hafi við stjórnun embættisins og í opinberri umfjöll- un brotið trúnað við Menntamúla- ráðuneytið og ráðherra þess“, (Lbr. mín). Spurning: Hvað er að brjóta trúnað, hr. Höjesteretssagförer? Og hvað vóg trúnaðarbrotið þungt í miskabótarupphæð ykkar Svavars? Fleiri spurningar set ég nú ekki fram að sinni, en ég bið og vona að yður verði greitt um svör. Ég hefi rætt við ritstjóra Morgunblaðsins um að gefa yður rúm fyrir svör yðar og lærdómsríkar útlistanir. Ef þér skylduð ekki lesa Morgunblað- ið hefi ég til vonar og vara sent bænakvabb þetta til Tímans og Þjóðviljans einnig og veit að þau blöð myndu fúslega ljá yður rúm fyrir lærdómslistir yðar. Ég bið og segi að þér farið ekki að blanda veslings fræðslustjóran- um fyrrverandi of mikið inn í þetta mál úr því sem komið er. Hann er orðinn algjör aukapersóna í þess1 um sjónleik, sem Alþýðubandalag- ið á allan heiður af að hafa sett á svið. Ekkert má skyggja á loka- atriðið, þar sem sjálfir ráðherrarnir Ó. Grímsson og Svavar, hafa tekið að sér að syngja lokaaríuna með öruggu lögfræðiiegu undirspili yðar. Ég vona að þér sjáið yöur fært að svara mér fljótt og vel, svo ég komist hjá frekara umstangi. Rétt cr að mál þctta fari sem mest af hljóði, því annars er ekki að vita nema fjölmiðlafólk hrökkvi upp af værum blundi. Þá verður fjandinn laus. Það er ekki gustuk að vera að stugga við fréttamönnum, síst hin- um hlutlausu, því Atli Rúnar t.d. á Útvarpinu mun hafa oftekið sig í fyrra á þrotlausri vinnu í þágu réttlætisins og hlutleysisins, vikum saman, nætur og daga, í máli þessu. Á hinn bóginn má auðvitað segja að þá sé til skammar að hinn nýi háyfirdómur yðar skuli ekki vekja meiri athygli á þeim bæjum, en raun ber vitni. Allravirðingarfyllst, Sverrir Hermannsson fyrrverandi menntamálaráðherra P.S. Ég vil vekja sérstaka athygli yðar á því að þegar háyfirdómur yðar féll var flaggað fyrir yður og Svavari og Ó. Grímssyni og hele herskabet á Akureyri. Uppalendurnirogskóla- stjórarnir Sverrir Pálsson og Bene- dikt Sigurðarson drógu íslenska fánann alveg á hún skólum sínum í fögnuði yfir réttum framgangi göfugs og góðs máls og yður til ævarandi lofs og dýrðar og af- ganginum af Alþýðubandalaginu. Yðar auðmjúkur og undirdánugur Sverrir Herntannsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.