Tíminn - 29.11.1988, Side 12

Tíminn - 29.11.1988, Side 12
12 Tíminn Þriðjudagur 29. nóvember 1988 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Banda- ríkiastjórn sem neitaöi Arafat leiðtoga Palestínu um vega- bréfsáritun er alls ekki á móti því aö fundur allsherjarþings Sameinuöu þjóöanna er fjalla skal um Palestínumáliö verið haldinn annars staðar en í Bandaríkjunum þar sem höf- uðstöðvar SÞ eru til húsa. GENF - Rauði krossinn sem fylgst hefur meö skiptum siúkra og særðra stríðsfanga Iraka og írana á nú í viðræðum við ríkin tvö í von um að þau haldi áfram fangaskiptum, en ekki hefur verið skipst á nema litlum hluta þeirra sjúku og særðu fanga sem ríkin höfðu samið um. BANKOK - Ríkisstjórn- Thailands hefur komið á fót sérstökum sjóð til að aðstoða fólk er sárt á um að binda eftir flóðin í landinu sem kostuðu að minnsta kosti 900 manns lífið í síðustu viku. ISLAMABAD - Nýr forseti Pakistan mun verða kjörinn 12. desember, en kjósa þarf til forsetaembættisins þar sem Zia ul-Haq sem var forseti fórst í flugslysi í ágústmánuði. Þá hefur Ghulam Ishaq Kahn sem gegnir forsetaembættinu til bráðabirgða ákveðið að flýta útnefningu forsætisráðherra og mun hann útnefna nýjan forsætisráðherra á morgun. Allar líkur eru á að það verði Benazir Bhutto. WASHINGTON - Við skiptahalli Bandaríkjanna varð óhagstæður um 28,53 millj- arða dollara á þriðja ársfjórö- ungi þessa árs og hefur því nokkuð dregið úr honum frá því sem var fyrri part ársins. MOSKVA - Geimfar með franskri og sovéskri áhöfn lagðist að sovésku geimstöð- inni Mír. Þarmunu geimfararnir vinna vísindastörf. Víst er talið að geimfararnir sem fyrir eru í Mír séu fegnir heimsókn, en þeir hafa verið úti í geimnum í tæpt ár. JERÚSALEM - Forsætis- ráðherra Israels og leiðtogi hins hægri sinnaða Lik- udbandalags, Yitzhak Shamir, segist reíðubúinn að láta Verkamannaflokknum eftir tvö mikilvæg ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja. NEW YORK - Chase Man- hattan bankinn hækkaði út- lánsvexti sína um 0,5% í gær og eru vexti hagstæðustu lána þar nú 10,5%. Eru það hæstu vextir á hagstæðustu lánum sem verið hafa í Bandaríkjun- um frá því í janúar 1985. Er gert ráð fyrir að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. Helstu bankar hækkuðu vexti í úr 9,5% í 10% í febrúarmánuði síðast- liðnum. ÚTLÖND Bandaríkjamenn bregðast skyldu sinni sem gestgjafar Sameinuðu þjóðanna: Arafat fær ekki vegabréfsáritun Bandaríkjamenn hristu heldur betur upp í arabaheiminum og víðar um helgina er þeir neituðu Yasser Arafat leiðtoga útlagastjórnar Pal- estínumanna um vegabréfsáritun, en Arafat hugðist ávarpa allsherjarþing Samcinuðu þjóðanna 1. desember. Sjálfur Peres de Cuellar fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst vanþóknun sinni á þessari ákvörðun Bandaríkjamanna og segir þá hafa brugðist gestgjafaskyldu sinni. Frelsissamtök Palestínu hafa farið fram á að Arababandalagið haldi sérstakan fund vegna þessa máls og hugmyndir eru á lofti um að Samein- uðu þjóðirnar fjalli um málefni Pal- estínumanna á fundi í Sviss þar sem Bandaríkjamenn hafi brugðist skyldu sinni og brotið samning er gerður var við Sameinuðu þjóðirnar árið 1947. f þeim samningi skuld- binda Bandaríkjamenn sig til að hindra ekki ferðir fulltrúa aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna til höfuð- stöðvanna í New York. PLO hefur haft aukaaðild að samtökunum. V-Þjóðverjar, Belgar og Hollend- ingar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Bandaríkjamanna og ítalir hafa sagt hana „vafasama". Vildu Hollending- ar meira að segja að Evrópubanda- lagið léti málið til sín taka. Sovét- menn liafa gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega. Utanríkisráðherrar Egyptalands og íraks hafa frestað för sinni til höfðustöðva Sameinuðu þjóðanna vegna þessa máls. Flest arabaríkin hafa fordæmt þetta athæfi Banda- ríkjamanna sem kemur Arafat og hófsantari Palestínumönnum mjög illa þar sem ákvörðunin gæti þýtt skipbrot hófsamrarstefnu Palestínu- manna sem Arafat hefur barið í gegn að undanförnu. Enda stóð ekki á hinunt herskárri samtökum Palest- ínumanna að dæma stefnu Arafats vonlausa. Arafat fær ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og getur því ekki ávarpað allshcrjarþing Sameinuðu þjóðanna. fsraelar hins vegar fagna þessari ákvörðun mjög enda hafa þeir, ásamt valdamiklum gyðingum í Bandaríkjunum, barist mjög gegn því að Arafat fengi vegabréfsáaritun og viljað allt til þess vinna að Arafat gæti ekki ávarpað allsherjarþingið sem leiðtogi hins nýja Palestínuríkis. Rök Bandaríkjamanna fyrir því að Arafat fái ekki vegabréfsáritun eru þau að hann sé hryðjuverkantað- ur þar sem samtök hans PLO hafi staðið fyrir hryðjuverkum í gegnum tíðina. Það hindraði Bandaríkja- menn ekki að veita Arafat vega- bréfsáritun er 'hann ávarpaði alls- herjarþingið árið 1974. Samkomulag 0PEC ríkja undirritað Eftir erfiða fæðingu þá náðu OPEC ríkin í gær samkomulagi um framleiðslukvóta, hámarks- verð og lágmarksverð á olíu, en það hefur ekki tekist sl. tvö ár. Það munaði þó engu að allt færi í háaloft á sunnudag þegar undirrita átti sögulegt samkomu- lag um kvóta og hámarksverð, en íranar höfðu þá lagt blessun sína yfir samkomulagið en þeir höfðu verið helsti þröskuldurinn. Á síð- ustu stundu lögðu Sádi-Arbar fram tillögu um lágmarksverð og gátu franar og sum önnur aðildar- ríkin ekki fallist á þá tillögu í fyrstu. En eftir ströng fundarhöld náðist endanlegt samkomulag ríkjanna. Framleiðsla OPEC ríkjanna verður dregin saman úr 23 millj- ónum fata á dag í 18,5 milljón föt á dag. Hámarksverð á olíufatið hjá OPEC ríkjunum verður 18 doll- arar, en lágmarksverð 13 dollar- ar. Sádí-Arabar höfðu lagt til að lágmarksverð yrði 15 dollarar, en urðu að gefa eftir. Sovétmenn í stórtækum kornkaupum Sovétmenn voru stórtækir í kornkaupum í gær og ættu því að geta bakað brauð á næstunni. Þeir undirrituðu samninga um kaup á níu milljón tonnum af korni frá Bandaríkjunum árlega næstu fimm árin og um kaup á tveimur milljón tonnum frá Frökkum. Samningurinn við Frakka var undirritaður í kjölfar heimsóknar Mitterrands Frakklandsforseta til Moskvu og gerir hann ráð fyrir að . Sovétmenn greiði 280 milljón dollara fyrir kornið. Samningurinn við Bandaríkja- menn var einnig undirritaður í gær, en fyrri kornsamningur ríkj- anna rann út í septembermánuði. Gerir samningurinn ráð fyrir að Sovétmenn kaupi níu milljón tonn af korni á hverju ári næstu fimm árin. Miðnefnd sovéska kommúnistaflokksins fundar í uppeisnarhreiðrinu Eistlandi: Ræðir stjórnarskrána Miöncfnd sovéska kommúnista- flokksins hélt í uppreisnarhreiðrið Eistland ■ gær til að ræða tillögur að stjórnarskrárbreytingum sem lagðar verða fyrir Æðsta ráð Sovétríkjanna í dag. Hugmyndunum hefur vægast sagt verið illa tekið í Eistlandi og hafa Eistar hafnað þeim á þingi sínu þar sem þeir telja hugmyndirnar skerða sjálfsákvörðunarrétt sovét- lýðveldanna. Sömu stefnu hafa þing Georgíu og Azerbaijan tekið, þó þau lýðveldi hafi ekki gengið eins langt og Eist- land sem krafist Itefur fullveldis. Litháar og Lettar hafa einnig gagn- rýnt hugmyndirnar. Mikhaíl Gorbatsjov sendi þessum sovétlýðveldum hörð skeyti í sjón- varpsávarpi á sunnudagskvöld þar sem hann hafnaði ýtrustu kröfum Eista um fullveldi, gagnrýndi lpið- toga og sakaði þá um mistök í kynningu á umbótastefnu sinni. Gorbatsjov lagði áherslu á að sam- komulag yrði að nást um stjórnar- skrárbreytingarnar en gaf sterklega í skyn að ekki kæmi til greina að Kremlverjar gæfu eftir völd sín yfir lýðveldunum. Talið var að harðar deilur yrðu á fundi miðnefndarinnar í gær, enda er ástand víða mjög órólegt í Sovét- ríkjunum. Eystrasaltsríkin hafa lagt áherslu á sjálfstæði sitt og Azerar og Armenar berast á banaspjótum í Azerbaijan og Armeníu. Að minnsta kosti tíu manns hafa látist í kynþáttaátökum í Azerbaijan undanfarið og sögusagnir eru á kreiki um að mun fleiri hafi fallið. Þá gerðist það í gær að armenski leyniherinn fyrir frelsun Armeníu sem barist hefur fyrir sjálfstæði Arm- ena í Tyrklandi lýsti því yfir að herinn myndi hefna fyrir aðför Az- era að Armenum í Azerbaijan. Er þetta í fyrsta sinni sem samtökin láta til sín taka frá því kynþáttaólgan braust upp á yfirborðið í Armeníu og Azerbaijan í byrjun þessa árs. Samtökin hafa staðið fyrir morðum og sprengjutilræðum er beinst hafa gegn Tyrkjum, en samtökin saka Tyrki um að hafa myrt 1,5 milljón Armena í seinni heimsstyrjöldinni. Sýrlendingar illa þreyttir á átökum í suðurhluta Beirút: Handtaka fjölda Shíta Sýrlenski herinn lét til skarar skríða í suðurhverfum Beirútborg- ar í gær eftir fimm daga bardaga andstæðra skæruliðasvgita Shíta. Sýrlenskir hermenn gengu hús úr húsi, handtók þrjúhundruð skæru- liða og gerði vopn þeirra upptæk. Það voru um sexhundruð vel vopnaðir hermenn sem tóku þátt í þessari „lögregluaðgerð" Sýrlend- inga gegn Amalsveitunum og Hiz- bollah samtökunum sem hafa verið að drepa hverjir aðra að undan- förnu í baráttunni um yfirráð í hverfum Shítamúslíma í Beirút. Amalsveitirnar eru hliðhollar Sýr- lendingum en Hizbollah hliðhollir írönum. Hermenn Sýrlendinga höfðu fengið skipun um að skjóta alla byssumenn, enda orðnir lang- þreyttir á því að koma á vopnahlé- um sem öll hafa verið brotin eftir skamma stund. „Ef þið sjáið einhvern bregða byssu þá skjótið hann samstundis. Drepið hann á staðnum. Við erum ekki að leika okkur hér,“ var dagskipan liðsforingja til her- manna sinna áður en þeir hófu leit að vopnum í sjö hæða blokk í Bourjun Abu Haidar hverfinu, einskonar Breiðholti þeirra Beirút- búa. Að minnsta kosti tuttugu og níu manns hafa verið drepnir og sjötíu og tveir hafa særst frá því átök Shítanna brutust út á fimmtudag- inn. Alls mun hálf milljón manna búa í þeim hverfum þar sem átökin hafa átt sér stað undanfarana daga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.