Tíminn - 29.11.1988, Page 14

Tíminn - 29.11.1988, Page 14
14 Tíminn Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Úr spássíugreinum kvikmyndahöfundar Hrafn Gunnlaugsson: Reimleikar í birtunni, Vaka-Helgafell, 1988. Ég taldi hvorki meira né minna en 16 myndir af höfundi þessarar litlu ljóðabókar innan í henni og að utan. í þessu liggur þannig að Egill Eð- varðsson hefur skreytt bókina mcð allmörgum myndverkum og notað ljósmynd af höfundi sem uppistöðu þeirra allra. Að vísu er höfundur langtífrá ófríður og myndast vel. En er þetta samt ekki svona í það mesta af svo góðu? Og þó má vera að þessi óvanalega myndskreyting eigi rétt á sér hérna. Það sem helst aðgreinir þessa ljóða- bók frá öðrum er einmitt það í hve ríkum mæli hún snýst utan um persónu höfundar síns og önnur verk hans. Eins og menn vita er hann afkastamikill kvikmyndahöf- undur, og stærstur hluti ljóðanna hér tengist með einum eða öðrum hætti þeim verkum. Þar á mcðal vcrður að telja nokkrar myndir af draumum hans að næturlagi sem hér eru með. Má trúlega telja þær Ijóð- myndir fróðlegar þeini sem áhuga hafa, fyrir þær beinu upplýsingar sem þær gefa um hugarstarf höfund- ar sem skapandi listamanns. Önnur Ijóð héreru svo gerð beint utan um kvikmyndirnar, ýmist á vegamótum á borð við frumsýningu eða við lok klippingar, eða þá á mcðan gerð einhverrar þeirra stóð sem hæst. Sum eru líka beinlínis hripuð út á spássíur kvikmynda- handrita höfundar. Að þessu leyti verður að segja að ljóðagerðin hér sé ekki aðalatriðið heldur nánast cin Hrafn Gunnlaugsson. saman aukabúgrein við hlið sjálfrar kvikmyndasmíðinnar. Af þessum sökum verða Ijóðin fremur heimild um gerð kvikmyndanna en frumleg listaverk af eigin verðleikum. Undantekningar frá þessu eru þær helstar að hér er í þreniur ljóðum tekist á við lýsingar á þeim átökum sem fylgt geta skilnaði við einhvern eða eitthvað sent hefur orðið manni kært. Og má þó meir en vera að þau ljóð verði einnig að skilja í samhengi við kvikmyndir höfundar. Á öðrum stað er þarna tekist á við jólahátíðina og þau undirstöðuatriði er hana varða. En ekkert af þessum ljóðum er þó nægilega markvisst til þess að tímabært sé að grípa til sterku lýsing- arorðanna. Helst er þó að hægt sé að tala um sjálfstæða, persónulega og ljóðræna tjáningu í litlu ljóði sem hér er og höfundur hefur ort til minningar um ömrnu sína, Ellen Sveinsson. Það er eitt markvissasta ljóð bókarinnar, enda er þar dregin upp skýr mynd frá jarðsetningu hennar sem verður nokkuð sterk í einfaldleika sínum og látleysi. -esig Landnám í Sigurður Pálsson: Ljóð námu menn, Forlagið, 1988. Fyrsti hluti þessarar bókar ber heitið Ljóðnámumenn, og þar fer fremst góður kunningi. Það er ljóðið Höfundur Njálu, sem kom í sumar í Ljóðaárbók AB og var víst án efa eitt besta Ijóð þeirrar bókar. Þar er af samanfléttaðri skarpskyggni og kímni gefin glögg og skýr mynd af Njáluhöfundi er hann býr sig undir að skrifa bók sína. Þegar maður les það svo aftur fremst í þessari nýju Ijóðabók þá vakna eiginlega vonir um að hún sé öll jafngóð og þetta litla ljóð. En svo er þó ekki. Ljóðið um Njáluhöfund er hér aftur besta ljóð bókarinnar, enda kannski ekki við öðru að búast. Þess er erfitt að krefjast að skáld sendi frá sér eintóm snilldarverk. Ekki vil ég þó með þessu segja að ég hafi orðið fyrir beinum vonbrigð- um með þessa nýju bók Sigurðar Pálssonar. En gagntekinn varð ég þó ekki. Vissulega koma hér fram mörg bestu einkennin á skáldgáfu hans. Hann er vandvirkur og yfirvegaður, og víða má sjá dæmi um jafnt hugmyndaauðgi í mynda- og líkinga- smíð sem fimlega leiki með merking- ar orða. Gott dæmi um hið fyrrtalda er upphaf Ijóðs sem þarna er og heitir Sumardagurinn fyrsti: Sumardaginn fyrsta kemur sólin upp um flegið hálsmál austurfjallahringsins Farfuglarnir sönggalnir í geislum hennar Og þannig mætti halda áfram með þetta ljóð og fleiri þarna sem svipað gildir um. En á eftir Njáluljóðinu koma svo tvö önnur svipaðs efnis, eitt um höfund Vatnsdælu og annað um Laxdæluhöfund. Þau eru vel gerð en ná þó ekki Njáluljóðinu. Svipað á við um lokaljóð þessa kafla, Land- námsljóð, þar sem enn er sótt efni til fornbókmennta og lagt út af því, en tæpast á svo hnitmiðaðan hátt að verulegt bragð sé að. Annar kafli bókarinnar heitir Garðurinn í nokkur skipti. Þar er brugðið upp myndum, ásamt viðeig- andi hugleiðingum, úr garði, útlend- um að því er virðist. Þar er vissulega margt forvitnilegt, en trúlega hefði þó farið betur að reyna að tengja Ijóði efnið þar betur í eina samanhang- andi heild en gert er; eins og þetta stendur er það dálítið sundurlaust. Svipaðar myndir, en sundurlausari ef eitthvað er, eru enn uppistaðan í næsta kafla sem heitir Sumir dagar Sumardagar, og er þetta nafn raunar eitt af fleiri dæmum bókarinnar um leiki þá með samsetningar og merk- ingar orða sem höfundurinn ástund- ar gjarnan. Aftur má þykja að höfundi takist öllu lipurlegar til í næsta kafla, Að koma Að fara, svo sem þegar í fyrsta ljóðinu þar, Að hjá sítrónutré, þar sem viðfangsefnið er tré og hug- leiðingar um það hlutverk þess að framleiða sítrónur með sínu beiska bragði. Myndin er hér að sjálfsögðu útiend, en þó glögg, og hugmyndin er óneitanlega nýstárleg. Og þarna eru fleiri forvitnilegar áningarmynd- ir, bæði enn ein útlend, Að á Place Blanche og svo önnur íslensk, Að hjá Vatnajökli, og er einkum hin síðarnefnda óvanaleg, þar sem vorið breytir jöklinum „í slefandi hálfvita/ En þú er séður þú gætir þín/ Hverfur ekki/ Já þú ert stór“ og svo framveg- is. Og þarna er aukheldur býsna frumlega gert líkingakvæði sem heit- Sigurður Pálsson skáld. ir Dúfur og fjallar um lítinn kött sem á í vægast sagt töluverðum erfiðleik- um með að staðsetja sjálfan sig í Litrófi tilverunnar. Lokakafli bókarinnar flytur okkur svo nokkur ljóð í lausu máli. Segja má að þar sé enn verið að halda uppi þræðinum frá ljóðnámumönnunum í fyrsta hluta, því að þama virðist viðfangsefnið einkum vera að fjalla um þær persónur sem lifa í ljóðum en hverfa svo út úr þeim, ýmist algjörlega eða að hluta. Þar með er þarna tekinn upp svipaður þráður og í byrjun bókarinnar og um það fjallað hvernig persónur geta „numið“ ljóð svipað og land. Er þá aftur komið að því að þær persónur eru þá orðnar lifandi í ljóðinu og hluti af því, hvort heldur eina líf þeirra er þar eða þær grafa niður í ljóðið utan frá líkt og námumenn í jörðina. Má meir en vera að gagnlegt sé til skilnings á upphafsljóðum bókarinnar að lesa þau í samhengi við prósaljóðin hér; á báðum stöðum sé verið að fjalla um það með hverjum hætti menn geti lifað í ljóði sínu. Annars er prósaformið vandmeð- farið í ljóðum. Þar hafa skáld enga fasta hrynjandi eða önnur form- brögð til að styðjast við, heldur verða eingöngu að byggja á hug- myndaauðgi sinni. Þó verður ekki annað sagt en að höfundi takist býsna vel til hérna við það verkefni að hemja ljóðmyndir sínar í knöpp- um lausamálsrömmum, og af þeim sökum eru þessi ljóð vafalaust eitt hið forvitnilegasta í bókinni. Ef leita á að vanköntum hér þá virðist mega telja að þeir felist einna helst í full mikilli hófsemi og sjálf- sögun höfundar. Ljóðskáld þurfa margt að kunna, meðal annars þá list að sleppa öðru hverju fram af sér beislinu. Líka fer ekki á milli mála að höfundur nær hér mun áhuga- verðari árangri þegar hann yrkir út af íslenskum yrkisefnum en útlend- um. Ljóð hans um Njáluhöfund og Vatnajökul eru þar gieggst til vitnis- burðar. -csig Dimmuf ugl og fleira Nína Björk Árnadóttir: Hviti truðurinn, Forlagið, 1988. Segja má að allur fyrsti þriðjung- urinn af þessari nýju Ijóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur fjalli á einn eða annan hátt um tilfinningar, ýmist beint eða þá með líkingamáli. Þar á meðal er ljóð um svo kallaðan dimmufugl. Hann þarf að berjast við vanlíðan í birtunni á sumrin, og þarfnast þá skjóls. En þegar haustar breytist þetta, þá verður hann fær um að fljúga: og megnar með rökkrinu að festa óttann og reiðina í einni einustu fjöður og megnar að sofa svo vært og megnar að syngja og syngja og fljúga og fljúga og syngja og setjast við gluggann og syngja Hér er á ferðinni líkingamál sem getur boðið heim ýmiss konar túlkun. Meðal annars þeirri að hjá sumum geti sumarbirtan - sem raun- ar má sem best standa fyrir mannlega gleði svona yfirleitt - skapað kval- ræði. Aftur á móti sé veturinn tími þessa fólks, sá tími þegar það lyftist úr sumarhíði sínu og gangi í gegnunt endurnýjun kraftanna. Með öðru orðalagi og ólíkt óskáldlegra má þannig túlka þetta Ijóð sem áminn- ingu til lesenda um að fólk sé hvert með sínu mótinu og ekki allt steypt í sama mót. Það sem einum henti þurfi ekki endilega að henta öðrum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um um tóninn í Ijóðunum í þessum hluta bókarinnar. En hér er ort um mannlegar tilfinningar, fyrst og fremst óttann og sorgina, og þær tilfinningar bornar ákaflega opin- skátt á torg. Hérna er þannig framar öðru unt að ræða þær tilfinningar sem menn hér á norðurslóðunt temja sér yfirleitt að hemja undir hrjúfu yfirborði. Og flagga ekki með svona hvunndags. Þess vegna sýnir það vissan kjark hjá skáldi að þora yfirleitt að senda Ijóð á borð við þessi frá sér. f öðrum þriðjungi bókarinnar kveður aftur á móti við töluvert annan tón. Þar erekki kveðið nánd- ar nærri eins innhverft og áður. heldur leyfir skáldið sér þar ýmsa undanslætti til daglega lífsins. Og myndu víst ýmsir segja að tími væri til kontinn í allri þeirri innhverfu sem tröllríður meginþorranum af þeirri Ijóðagerð sem þessi árin er send út til íslenskra lesenda. Þess vegna er það að fáein ljóð VERTU I TAKT VIÐ Tímann ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 með bernskuminningum höfundar og skyldu efni koma hér líkt og notalegur vindgustur inn á sviðið. Þar á meðal er ljóð sem rifjar upp minningar um fjörugar heimasætur í sveit, annað sem lýsir því er barn er flutt fárveikt til læknis yfir úfinn sjó, og það þriðja sem lýsir vináttu tveggja frændsystkina. Þessu skylt er líka fjórða ljóðið sem lýsir gáska unglingsstúlkna í Finnlandi. Og vel fer á því að í beinu framhaldi af þessum Ijóðum koma svo tvö einlæg- lega gerð erfiljóð. í kjölfarið á þessu kemur síðan nokkuð langur Ijóðaflokkur sem flytur rnyndir frá Indlandi, að því er virðist úr ferð höfundar þangað. Aðferðin, sem beitt er, felst í því að bregða upp knapporðum skyndi- myndum af því sem þar hefur borið fyrir augu, allt þar til í lokin að beygt er yfir í töluvert orðfleiri lýsingu á ungum indverskum dreng. Tilgangur höfundar hér má ætla að hafi verið sá fyrst og fremst að flytja lýsingar á stöðum og atburðum frá þessu fjar- læga landi með því að bregða upp af þeim einum saman skyndimyndum. Það tekst þó ekki eins vel og skyldi, því að áberandi skortur er þama á samhengi, og gerir það verkið langt- ífrá svo markvisst sem þyrfti að vera ef það ætti að teljast verulega áhrifa- mikil heild. f síðasta þriðjungi bókarinnar kennir aftur á móti talsvert fleiri grasa. Þar eru meðal annars tvö vel samin ljóð sem lýsa því hvernig stúlka og piltur taka hvort í sínu lagi út kynþroska sinn, ljóð með lýsingu á því er Alfreð Flóki listmálari dregur upp teikningu og vináttu- kveðja til skáldsvstur höfundar, Ragnhildar Pálu Ófeigsdóttur. Og fleira er þar raunar, flest smágert og viðkvæmt, en allt forvitnilegt. Nína Björk Árnadóttir hefur nú um nokkuð langt skeið staðið í fremstu röð meðal hérlendra ljóð- skálda. Hún hefur í áranna rás sent frá sér býsna mikið af Ijóðum sem hafa vakið áhuga. Ekki verður ann- að séð en að með þessari bók haldi hún áfram á rökréttan hátt á svipuð- um brautum og fyrr. Sterkasti hluti bókarinnar er þó án efa fyrsti þriðj- ungurinn, sá þar sem hún hefur safnað saman hinum opinskáu til- finningaljóðum sínum. -esig

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.