Tíminn - 29.11.1988, Síða 19

Tíminn - 29.11.1988, Síða 19
Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Tíminn 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðiö Stór og smár eftir Botho Strauss. í kvöld kl. 20 4. sýning Fimmtudag kl. 20 5. sýning. Laugardag kl. 20 6. sýning. Þriðjudag 6.12 7. sýning. Fimmtudag 8.12 8. sýning. Sunnudag 11.129. sýning. Þjóðleikhúsið og islenska óperan sýna iboffmanní Miðvikudag kl. 20 Uppselt Föstudag kl. 20 Uppselt Sunnudag kl. 20 Uppselt Miðvikudag 7.12 Fáein sæti laus Föstudag 9.12 Uppselt Laugardag 10.12. Uppselt Föstudag 6. jan. Sunnudag 8. jan. Ósóttar pantanir seldar eftir kl. 14 daginn fyrir sýningardag Takmarkaður sýningafjöldi í islensku óperunni, Gamla bíói: Hvar er hamarinn? Sunnudag kl. 15. Aukasýning. Siðasta sýning. Miðasala í islensku óperunni, Gamla Bíói, alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19 og sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Sími 11475. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanireinnig virka daga kl. 10-12. Simi i miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Þríréttuð máltíð og leikhúsmiði á óperusýningar: 2700 kr., á Stór og smár: 2.100 kr. Veislugestir geta haldið borðum fráteknum í Þjóðleikhúskjallaranum eftir sýningu. l VfSA ___________________________I Brooke Shields er ánægð með að fá í fyrsta sinn hlutverk þar sem hún á að sýna vonda og ógeðfellda persónu. „Þetta er alveg sérstakur áfangi fyrir mig,“ segir Brooke, hin fagraog sakleysislega, sem hefur verið stjarna frá því hún lék í „Pretty Baby“ 12 ára að aldri. Brooke Shields leikur nú í mynd sem heitir Demantagildran (Diamond Trap). Þetta er 14. mynd hennar og þarna leikur Brooke hörkukaldan ljósmyndara sem fær ágirnd á demöntum, er hún ljósmyndar þá fyrir uppboð á Manhattan í New York. Síðan færist fjör í leikinn, þegar bandarísk leynilögga kemur til London til samstarfs við Scotland Yard, því að ljósmyndarinn fallegi hafði flogið yfir haf ið og nú leikur grunur á að hún hafi haft fleira í ferðatöskunni en föt til skiptanna. Brooke segist njóta þess að vera einu sinni laus við að leika „góðu stelpuna". i.i:iKiT:iA(;a2 KKYKjAVlKlJK Fimmtudag kl. 20. Sunnudag 4.12 kl. 20. Ath.Næst síðasta sýning SVEITASINFÓNÍA eftir Ftagnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson I kvöld kl. 20.30. Örfá sæti laus Miðvikudag 30.11 kl. 20.30. Örfá sæti laus Föstudag 2.12 kl. 20.30. Uppselt Laugardag 3.12 kl. 20.30. Uppselt Þriðjudag 6.12 kl. 20.30. Fimmtudag 8.12 kl. 20.30. Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Forsala aðgöngumiða: Nú er verið að taka við pöntunum til 11. des. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISA og EURO á sama tíma. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ HOSS KöTiimöimomMm Höfundur: Manuel Puig 18. sýning fösludaginn 2. des. kl. 20.30 19. sýning sunnudaginn 4. des. kl. 16 20. sýning mánudaginn 5. des. kl. 20.30 Sýningar eru í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgöfu 3. Miðapantanir í sfma 15185 allan sólarhringinn. Miðasala í, Hlaðvarpanum kl. 14.00-16.00 virka daga og 2 tímum fyrir sýningu. Maryam d’Abo sem lék í síðustu James Bond myndinni (fyrstu Bond-mynd Timothy Daltons), lék nýlega ásamt Joe Cortese í mynd sem kölluð er „Something Is Out There“, en Joe Cortese leikur lögreglumann í Los Angeles sem með aðstoð fallegrar og dularfullrar konu reynir að finna og yfirvinna skelfilega veru frá öðrum heimi, sem vinnur voðaverk á jörðinni. Ánægður með sumarið Svona fer Luciano Pavarotti að því að njóta lífsins í góða veðrinu heima hjá sér. BARN í VÆNDUM Bob Geldof og Paula Yates eiga nú von á öðru barni sínu. Þegar Paula tilkynnti Bob það símleiðis, fleygði hann öllu frá sér þar sem hann var heima á írlandi að taka upp kvikmynd og flaug til London á stundinni til að fagna með Paulu. Þess má geta að þau voru skilin að borði og sæng um hríð en nú virðist sem sagt allt vera komið í besta lag á þeim bæ. Hjónin eiga dóttur fyrir og blessað barnið heitir því skondna nafni Fifi Trixibelle. Nú bíður heimur- inn í eftirvæntingu eftir að heyra hvað þeim dettur í hug að láta nýj a borgarann heita. Efnilegur unglingur Fyrir tveimur árum eða svo kom ungur utanbæjarmaður til Los Angeles til að hefja nám í hönnun. Áður en leið á löngu kviknaði með honum löngun til að spreyta sig sem leikari líka. Hann byrjaði smátt og fékk agnarlítil hlut- verk í agnarlitlu leikhúsi. Einhver með sambönd kom þó auga á hann og útvegaði honum meira að gera. Piltur- inn heitir Brad Pitt og fékk Iítið hlutverk í Dallas. Eftir það virtust honum allir vegir færir. Nú hefur hann lokið við fyrstu kvikmynd sína og byrjaður á annarri. Ef trúa má þeim sem vit hafa á svona hlutum í Hollywood er hér á ferðinni upprennandi kvik- myndastjarna. Stórsöngvarinn Lueiano Pavarotti er afaránægður með nýliðið surnar. Ekki að- eins fór hann í mikla hljóm- leikaför og hafði upp úr henni jákvætt umtal, geysimikið klapp og rúmlega fyrir salti í grautinn á næstunni, heldur var veðrið heima hjá honum á Ítalíu með allra besta móti svo hann naut lífsins þar fram í fingurgóma þegar hann mátti vera að. Hann býr ann- ars í Pesaro á Norðaustur-ít- alíu. Oft hefur verið sagt um Pavarotti að hann sé mcsti tenór heinisins og það má satt vera þó ekki sé litiö nema á vaxtarlagið. Par er hann sannarlega mikill... Paula Yates og Bob Geldof eru sátt á ný og eiga von á öðru barni. Afneitar föðurlandinu Krókódíla-Ástralinn Paul Hogan er byrjaður á nýrri kvikmynd en vill lítið láta uppi um hvað hún fjallar. Þó má telja fullvíst að Krókó- díla-Dundee komi þar hvergi við sögu. Hetja myndarinnar mun þó vera Ástrali í Banda- ríkjunum. Skrítið af Paul, því hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji helst að áhorfendur gleymi alveg að liann sé ástralskur. Hann bætti meira að segja við að áhorfendur gleymdu um leið og þeir settust til að horfa á mynd með Michael Caine, að hann væri breskur. Paul Hogan vill að fólk gleymi að hann er Ástrali.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.