Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. desember 1988 Vt í r ) M ‘r HELGIN 3 I- einmitt þar lá þýski kafbáturinn fyrir Braga og er engu líkara en að hann hafi vitað upp á hár um þessa nýju siglingaleið. Þegar skipstjórinn á Braga kom upp að kafbátnum með skipsskjölin, voru allir menn uppi og hafði bátur- inn þá sett upp loftskeytastengur og náð sambandi við Þýskaland. Undr- uðust þeir Bragamenn hve fljótir þeir voru að koma loftnetinu upp. Voru Þjóðverjar kátir, þar sem þeir höfðu fengið þá fregn að. þýski flutningakafbáturinn Bremen væri kominn til Amerfku heilu og höldnu í gegn um herskipagirðingar bandamanna. Guðmundi skipstjóra var boðið upp í turn kafbátsins, þar sem kaf- bátsforinginn og nokkrir aðrir biðu hans. Spurði nú foringinn hvaða skip þetta væri, hvaðan það væri, hvert það ætlaði og hvaða farm það væri með. Spurði Guðmundur þá aftur hvaðan þeir væru. Yfirforing- inn svaraði þvf engu en gaf merki, og um leið breiddu hinir þýska herfánann út fyrir framan hann. Brá honum þá allmjög, því að í lengstu lög hafði hann vonað að þetta væri enskur kafbátur. En þetta var þá kafbáturinn U 49 frá Emden. Þegar ákveðið var að sökkva Braga, voru öll matvæli tekin úr honum og flutt yfir í kafbátinn. Ennfremur tóku Þjóðverjarnir riffil og belgíska marghleypu, sem skip- stjóri átti. Matvælunum var öllum skilað aftur þegar hætt var við að sökkva skipinu, nema einum kassa af smjörlíki og einum kassa af mjólk, en í staðinn lét skipstjóri þá fá 14 flöskur af koníaki og sjenever. Þjóðverjar þeir sem komu um borð í Braga voru fjarska kurteisir og alúðlegir og höfðu engan andvara á sér. Var því líkast sem þeir litu á skipshöfnina sem sína menn. Foringi þeirra hafði verið skipstjóri í fjögiir ár á veiðiskipi frá Esbjerg í Dan- mörku og talaði dönsku reiprenn- andi. Varð því fljótt um viðkynningu og sambúðin góð allan tímann. Á fyrsta degi eftir að Þjóðverjar tóku Braga mættu þeir stóru segl- skipi. Brunnu víkingarnir í skinninu að stöðva það og sprengja það í loft upp. En veður var svo slæmt að það var ekki viðlit. Urðu þeir því, þótt leitt þætti, að láta skipið sigla sinn sjó og sáu það seinast til þess að það sigldi norður með írlandsströnd. Fjölgar um borð Nú er þar til máls að taka er fyrr var frá horfið, að þeir á Braga gáfust upp við að leita að skipverjum af hinu sökkvandi skipi, Seatoniu, og Á árum fyrri heimsstyrjaldar var vistin um borð í kafbátunum ekki eftirsóknarverð. Bátarnir voru þröngir og kaldir. Myndin er úr vélarrúmi eins þeirra. sigldu suður á bóginn. Var þá haldið til hafs með hægri ferð og stefnt í suðurátt. Var líkri stefnu haldið alla næstu nótt og fram undir klukkan 10 næsta morgun. Var þá komið suður í Biscayflóa á þær slóðir, sem gert hafði verið ráð fyrir að þeir hittu kafbátinn. Nú sáu þeir á Braga þrjá togara saman, ekki langt í burtu. Var þá siglt í áttina til þeirra. Allt í einu sáu þeir að einn togarinn sökk og var þá sett á fulla ferð, því nú vissu Þjóð- verjarnir að þarna mundi kafbátur- inn vera. Reyndist það rétt. Kafbát- urinn var þá ofansjávar með loftnets- stengur uppi. Við hlið kafbátsins lá mannaður bátur og á þiifari hans var ótrúlega mannmargt. Var nú Braga gefið merki að senda bát sinn þangað, og var það gert. Sótti hann 15 menn um borð í kafbátinn og voru það skip- verjar af Seatoniu, sem kafbáturinn hafði bjargað. Á bátnum sem lá við hlið kafbátsins vorú 10 menn af togaranum, sem sökkt var. Þegar kom um borð í Braga var farið að spyrja menn af Seatoniu spjörunum úr. Þeir sögðu að 32 menn hefðu verið á skipinu og þegar kafbáturinn hefði stöðvað það og skipað þeim að fara frá borði, hefðu 16 farið í hvorn bát og róið í burtu, en kafbáturinn skaut þá tundur- skeyti á skipið. Fyrir öðrum bátnum var stýrimað- ur, en skipstjóri fyrir hinum. Bátur stýrimanns setti upp segl og sigldi áleiðis til lands og vissu þeir ekki meira um hann, annað en hvað talið var líklegt að hjálparbeitiskipið með sænsku hlutleysismerkjunum hefði bjargað honum. Kafbáturinn komst í kast við það skip. Skaut skipið á hann mörgum fallbyssuskotum sem ekki hæfðu og kafbáturinn sendi því tvö tundurskeyti, sem hæfðu ekki heldur. Skildi þar með þeim, en vegna ótta við kafbátinn mun skipið ekki hafa viljað skipta sér neitt af Braga, er það mætti honum/ Bátur skipstjórans á Seatonia hafði laskast nokkuð þegar honum var rennt fyrir borð og var naumast sjófær. Tóku því kafbátsmenn bát- verja alla til sín, en slepptu bátnum. Fimmtán voru nú komnir um borð í Braga, en skipstjóra tók kafbáturinn til fanga, vegna þess að skjöl hans voru ekki í lagi og hann var hortug- ur. Skipverjar af togaranum höfðu þá sögu að segja að þegar kafbáturinn kom á vettvang, stöðvaði hann alla togarana þrjá og setti menn um borð. Sökkti síðan skipi þeirra, eftir að þeir voru allir komnir um borð í bátinn. Kolaflutningur Nú voru eftir tveir togarar. Lá annar þeirra fyrir botnvörpunni, en hinn hélt sér við með vélinni. Vegna þess að farið var að ganga á kol Braga, ákváðu Þjóðverjar að taka skyldi 50 smálestir af kolum úr togurunum og flytja um borð í hann. Var þegar byrjað á því verki. Eng- lendingar voru látnir vinna að því að ná kolunum upp úr lest og flytja þau til Braga, en Bragamenn tóku á móti. Var byrjað að taka kolin úr þeim togaranum, sem lá fyrir vörp- unni. En nú tók að hvessa og hrakti Braga hvað eftir annað frá togaran- um. Tafði þetta vinnuna mjög, svo að það var tekið til bragðs að binda skipin saman með kaðli og vír. Eftir það gekk betur um stund. Alltaf herti veðrið, svo að nú drógu þeir varla áfram, sem áttu að róa bátnum milli skipanna. Var þá strengdur mjór kaðall í milli þeirra og báturinn dreginn á honum. Þetta dugði snöggvast, en þá var sjór farinn að ganga svo yfir Braga að koiarúmin ætluðu að fyllast og höfðu dælurnar ekki við. Þá var hætt við kolaflutn- inginn og höfðu nú Braga bæst eitthvað um 15 smálestir. Því urðu Bragamenn fegnir að ekki náðist meira af kolum, því Þjóðverjar höfðu sagt þeim að þeir ættu að fara með þeim suður til Gibraltar, ef kol fengjust nóg. Síðan voru matvæli úr togaranum flutt um borð í Braga og eins skips- hafnirnar tvær, 20 menn, lOafhvoru skipi. Hundi beðið lífs Togurunum skyldi nú sökkt. Höfðu Þjóðverjar áður komið sprengjunum fyrir í þeim á hentug- um stöðum. Skipuðu þeir nú Braga- mönnum að róa með sig um borð í togarana, til þess að kveikja í sprengjunum. Þá kom skipstjórinn af öðrum togaranum til Guðmundar skip- stjóra. Var hann með tárin í augun- um og sagði kjökrandi frá því að hundur sem hann átti hefði orðið eftir um borð. Bað hann nú Guð- mund blessaðan að fá Þjóðverjana og menn sína til að bjarga hundin- um. Það var auðsótt mál. Hundinum var bjargað og í þakklætisskyni fyrir það gaf skipstjóri Guðmundi hundinn. Átti Guðmundur hann nokkra hríð, var boðið stórfé fyrir hann í Santander, en afdrif hans urðu þau að hann fór fyrir borð á Braga. Þjóðverjar létu Bragamenn hjálpa sér að kveikja í sprengjunum og svo var aftur farið um borð í Braga. En gleymst hafði að leysa kaðalinn, sem batt hann við enska togarann. Hefði verið ógaman að vera svo að segja rétt við hlið hans, þegar sprengingin varð. Þess vegna var það tekið til fangaráðs að vinda kaðalinn upp á vörpuvinduna, þang- að til hann slitnaði og Bragi varð laus og sigldi brott. Ekki sáu þeir togarana sökkva, því nú var orðið myrkt af nótt. Kafbáturinn var þá farinn sína leið. Togarar þessir hétu „Caswell" frá Swansea, „Harfat Castle“ frá sama stað og „Kyoto" frá Cardiff. Enn þrengist um borð Tekið var nú að þrengjast um borð í Braga, þar sem þar höfðu bæst við 49 menn, 45 af hinum sökktu skipum og fjórir Þjóðverjar. Meðal Seatonia skipshafnarinnar Vertu óvenju stundvís með Sérþjónustu stafrœna símakerfisins |f símanúmerið þitt er tengt stafræna síma- kerfinu og þú ert með tónvalssíma með tökkunum □ E og □ getur þú nýtt þér fjölbreytta og hagnýta SÉRÞJÓNUSTU I STAFRÆNA SÍMAKERFINU. Vahning/Áminning Dæmi um einn þjónustu- þátt af mörgum innan Sérþjónustunnar er VAKNING/ÁMINNING. Ef þú þarft nauðsynlega að vakna á ákveðnum tíma eða láta minna þig á áríðandi stefnumót er hér einföld og örugg leið. Þú stimplar inn ákveðinn tíma í símann þinn og í fyllingu tímans hringir síminn og minnir þig á að beðið hafi verið um upphringingu. Óbrigðult. VAKNING/ÁMINNING er nú þegar tengd öllum símum í stafræna símakerfinu. Þú getur því notfært þér þessa þjónustu strax án þess að gerast áskrifandi að henni. Kynntu þér SÉRÞJÓN- USTU STAFRÆNA SÍMAKERFISINS nánar í söludeildum Pósts og síma eða á póst- og símstöðvum. SÉRÞJÓNUSTA í STAFRÆNA SÍMAKERFINU POSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.