Tíminn - 03.12.1988, Side 14

Tíminn - 03.12.1988, Side 14
14 J' HELGIN llllllllllll ÍTÍMANSRAS lllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllll Atli Magnússon Fullveldisafmæli Þá eru sjötíu ár liðin frá því er þeir sem uppistandandi voru í Reykjavík 1. desember 1918 söfnuðust saman við stjórnarráðið að veita viðtöku því sem eftir hafði staðið af dönskum yfirráðum: Sig- urður Eggerz hélt ræðu og lúðra- flokkur Reynis Gíslasonar spilaði Eldgamla ísafold og Kong Chris- tian. Þar með öxluðu Danirnir af varðskipinu byssurnar, „marsér- uðu burt og skildu okkur eftir,“ eins og vitur maður hefur orðað það svo snyrtilega. Lengi mætti fílósófera um það hvernig þjóðinni hefur farnast, eft- ir að „danska mamma“ sleppti af henni hendinni. Einnig er viðeig- andi á slíkum tímamótum að horfa lengra aftur og minnast áfanga í sjálfstæðisbaráttunni. Þá vaknar maður til vitundar um það að nútíma íslendingar eru ekki sér- lega uppnæmir fyrir þessari sjálf- stæðisbaráttu og spyrja má hvað því valdi. Ætla má að partur af skýringunni sé sá að sjálfstæðisbar- áttan var aldrei barátta þjóðarinn- ar, heldur aðeins mjögfárra manna - rómantíkeranna f kring um Fjölni og svo Jóns Sigurðssonar og spor- göngumanna hans. Þessir menn höfðu aldrei mjög eindreginn stuðning þjóðarinnar, þótt hún drattaðist með, þegar ekki var lengur sætt. Vestfirðingar nenntu t.d. helst ekki á kjörstað að koma elskuðum Jóni sínum á þing, þótt þeir væru óþreytandi að nudda í honum með að útvega sér lorgnett- ur eða kvefmixtúrur í Kaupmanna- höfn. Þegar nýjar kynslóðir Hafn- arstúdenta tóku svo upp merkið nærri aldamótum, voru foringjarn- ir aftur á móti orðnir svo fyrirferð- armiklir í sjálfsþótta að almenning- ur þorði varla nálægt neinu að koma, þótt hann hefði viljað. Und- ir veifum hatramra innbyrðis ill- inda skolaði þjóðinni heim til full- veldisins. Sennilega meðfram vegna þess að Danir þorðu ekki orðið að dýfa fingri ofan í þennan nornaketil. Þannig hefur íslenska þjóðin aldrei orðið „patriotar", eins og svo almennt er með ýmsum útlend- um þjóðum. Vel hugsanlegskýring er sú að hér töluðu menn sig og skrifuðu til fullveldisins, en áttu engin vopn. íslendingar áttu ekki vopn eftir siðaskipti. Fyrir vikið er sjálfstæðisbarátta vor mjög snauð af rómantík og menn hafa orðið að tjalda atvikum eins og upphlaupinu á Þjóðfundinum, íslendingabrag Jóns Ólafssonar og „fánamálinu“ á Reykjavíkurhöfn. „Patriotismi“ þarf dramatík, eins og Skotar orna sér við morðin við Culloden og írar geta skyrpt út sér tönnunum af bræði vegna Boyne og Páskaupp- reisnarinnar, enn þann dag í dag. En þótt vér séum litlir „patriot- ar“, íslendingar, þá áttum vér víst okkar frelsishetjur og sannarlega eru þeir Jónas og Jón einnar fylli virði á stúdentaballinu. í stað ein- hverrar tilþrifamikillar frelsisbar- áttu skírskotum vér líka klóklega til annarra hluta: vér eigum forn- sögunum að flagga, sem kostuðu aldrei nema kálfsblóð, sem er ódýrt fengin lífsréttlæting einnar þjóðar - þrátt fyrir þessa undantekningu með Snorra. Ög nú kunnum vér að standa saman - a.m.k. út á við. Þótt einingin megi ekki miklu minni vera við að bjarga landinu undan þjóðargjaldþrotinu, þá sést ekki rofa í skarð í röðum varnar- liðsins um hvalinn. Það liggur við að þarna örli á „patriotisma" eftir langa bið. Enda varla annars staðar að finna kanónur og blóðsúthell- ingar á vorri tíð... Laugardagur 3. desember 1988 Jú, jú. Það var Systra- stapi, sem myndin var af á dögunum. En menn munu ekki þurfa að hrista koliinn lengi yfir myndinni í dag, en við spyrjum hver þessi sá hinn sérkennilegi foss muni vera. Þetta ættu allir að geta ráðið við hjálparlaust. ii m HiiaBBB 3B3B BBB mm mmn KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.