Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 8. desember 1988
Börnum á dag-
heimilum boð-
ið í ferðalag
Um 800 börnum á dagvistar-
heimilum Reykjavíkur var boðið í
ferðalag nú nýlega, þar sem þau
fengu plöntur til að gróðursetja
næsta vor. Þessar ferðir byrjuðu í
fyrravetur og þá fóru um 580 börn.
Sá sem á hugmyndina að þessum
ferðum er Pétur Tafjord bílstjóri.
Hann keyrir nú fyrir Hornafjarðar-
leið en var með Hópferðir Péturs í
fyrra.
Pétur sagði við Tímann að ferð-
irnar hefðu fengið góðan hljóm-
grunn í fyrra, og að strax hefði
verið byrjað að spyrjast fyrir um
þær í haust. Þá var sent bréf til allra
dagvistarheimila í Reykjavík og
þeim boðið í ferð.
í fyrra gaf Skógræktarfélag
Reykjavíkur öllum börnunum
greinar og nammi í poka fengu þau
frá Pétri. Hann sagði að eiginlega
hefði nammið verið þeim minnis-
stæðast frá því í fyrra, og því hefði
verið ákveðið að breyta til og „nú
ákváðum við að gefa þeim ávexti
og Trópí í staðinn".
Lagt er af stað frá dagheimilun-
um og haldið að Vatnsenda eða
Rjúpnahæð. Þá er farið að Vífils-
staðavatni og þar segir Pétur börn-
unum jólasögu. Hann segir þeim
líka frá því, að greinarnar sem þau
fá séu þaðan. Að vori gróðursetja
börnin svo plönturnar sínar.
Þegar þessu ævintýri er lokið,
Hópur bama í heimsókn hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi. Svo fá þau líka poka með nammi og Trópí og endurskinsmerki frá
Umferðarráði. Tímamynd: PJetur
halda þau af stað frá Vífilsstöðum
og fara að Skógræktarfélaginu í
Fossvogi. Þar fá þau að velja sér
greinar og þakka svo fyrir sig með
því að sýngja jólalag.
„Á heimleiðinni sting ég alltaf
að þeim smápistli um umhverf-
isvernd og þegar þau fara út úr
rútunni, fá þau pokann sinn með
ávöxtum og Trópí. Umferðarráð
gefur börnunum endurskinsmerki
og fóstrumar fá borða til að líma á
fötin þeirra," sagði Pétur. Hann
vildi koma þakklæti á framfæri við
Plastprent, fyrir að gefa poka undir
greinarnar.
Farnar em 2-3 ferðir í hvert sinn
og tekur hver ferð um 1-1 1/2
klukkustund.
Húsaleiga lægri nú en í ágúst og viröist hafa náð jafnvægi í allri óvissu efnahagsmála:
LEIGUOKRID HVERFUR
Á ÍBÚDAMARKADNUM
Ólafur Gránz, framkvæmdastjóri
Leigumiðlunar húseigenda hf., sagði
að á tímabilinu júlí-ágúst hafi leiga
hækkað samanlagt um nær 10% á
íbúðarhúsnæði. Síðan skall verð-
stöðvun á með bráðabirgðalögunum
og þar með var bannað að hækka
leigugjald. í september-október
lækkaði leiga á íbúðarhúsnæði að
sögn Ólafs og áttu tíðar fréttir af
gjaldþrotum fyrirtækja og einstak-
linga mikinn þátt í þeirri þróun.
Leiguverð hefur nú náð að komast í
jafnvægi að sögn Ólafs, en það er
Leiðrétting
í frétt í gær af útkominni bók um
uppmna Svaðastaðakyns fell niður
nafn höfundar af misgáningi. Höf-
undur er Anders Hansen, kunnur af
skrifum sínum um hesta og hrossa-
kyn. Má segja um Anders að þar sé
kominn einskonar arftaki Gunnars
Bjarnasonar, sem skrifað hefur
bókaflokk um íslenska hestinn sem
nefnist Ættbók og saga.
nokkuð lægra en var í krónutölum
eftir hækkanir í sumar. „Okkur
berst stöðugt nýtt húsnæði og það
hefur einnig átt stóran þátt í að
koma leigunni í jafnvægi. Ég held
t.d. að leiguokur sé að hverfa. Ég á
ekki von á að leiga hækki mikið í
náinni framtíð, þótt verðstöðvun
ljúki í endaðan febrúar,“ sagði Ólaf-
ur Gránz.
Sólveig Kristjánsdóttir, hjá Hús-
eigendafélaginu, sagði að miðað við
þá leigusamninga sem hún hafi verið
að hjálpa fólki með að undanförnu,
sé leigan nálægt svipaðri krónutölu
og var í sumar. Það þýði að leiga á
venjulegri tveggja herbergja íbúð sé
á bilinu 25-30 þúsund krónur á
mánuði. Góðar þriggja herbergja
íbúðir eru svo um fimm þúsund
krónum dýrari í leigu, eða á bilinu
30-35 þúsund krónur. „Auðvitað
eru líka dæmi um tölur fyrir ofan, en
það er undantekning ef fólk er með
okur,“ sagði Sólveig. Sagðist hún
halda að ástæða þess að leiguverð
hefur ekki hækkað síðustu fjóra
fimm mánuði, sé aðallega sú að fólk
viti ekki hvað sé að gerast í þjóðfé-
laginu í dag. „Leigusalar eru í mikl-
um efa og vita t.d. ekkert hvað
verður eftir 1. mars á næsta ári,
þegar verðstöðvunin rennur út.“
Sagði Sólveig að leiguverð á at-
vinnuhúsnæði hafi lækkað talsvert
undanfarna mánuði. Hefur það
lækkað um 10-30% frá því fyrr á
þessu ári.
Leiguverð á húsnæði hefur lækkað miðað við almennt verð
í sumar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Leiga á íbúðarhúsnæði
hefur lækkað heldur en hitt og víðast er leigugjaldið mjög
svipað að krónutölu og fyrir fjórum til fimm mánuðum. Það
samsvarar um 7-8% lækkun miðað við þróun verðbólgu
síðustu 12 mánuði. Leiguokur á þessum markaði er að hverfa
og heyrir til undantekninga að sögn þeirra sem Tíminn ræddi
við í gær. Leigugjald á atvinnuhúsnæði hefur lækkað frá því
í sumar um 10-30% eftir því hvar húsnæðið er staðsett á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Er þessi þróun rakin fyrst og
fremst til verðstöðvunar og óvissu með framhald hennar.
Leiga hefur einnig lækkað vegna aukins framboðs á íbúðar-
húsnæði og framboðs umfram eftirspurn á atvinnuhúsnæði.
Reynsla íslendings af búlgörskum tannlæknum:
„B0RGAR SIG AD
FARA UTAN TIL
TANNVIDGERDA"
Vegna fréttarTímans um ódýrar
tannlækningar í Búigaríu hafði
einn þeirra sem um var getið í
fréttinni, samband við blaðið.
Hann segist hafa farið í ferðaiag
til Búlgaríu í september síðastlið-
inn, en ekki farið sérstaklega til
tannviðgerða. Hann frétti að
læknaþjónusta væri ódýr i lækna-
miðstöð staðsettri rétt hjá hóteli
því scm hann dvaldi á. Maðurinn
ákvað því að athuga hvað það
myndi kosta að gera við tennur
hans.
„Þegar ég fékk að vita verð á því
sem þyrfti að láta gera, sá ég að
ekki borgaði sig annað cn að nota
tækifærið. Ég lét draga úr mér 8
tennur, deyða jaxla og gera við
tvær aðrar tennur. Síðan lét ég
gera brú í efri góm s.em er 8 tennur,
gerðar úr postuiíni og styrktar með
málmi að innanverðu, sem er ör-
ugglega ekki stál.
Alit þetta kostaði mig ekki nema
450 dollara. Ég hef þá skoðun að
vinna þessa tannlæknis sem ég fór
til, sé ekki verri en vinna tannlækna
hérlendis. Hvað efni snertir vii ég
fullyrða að þau efni sem tannlæknir
þessi notaði, eru öruggiega ekki
verri en þau sem tannlæknar nota
hér heima,“ sagði þessi maður.
Hann fullyrti jafnframt að á
þessu geti fólk séð, að það sé
miklu, miklu ódýrara að fara til
tannlæknis erlendis en hér heima,
þurfi fóik á annað borð að láta gera
mikið við tennur sínar. Fólk þurfi
ekki endilega að fara til Búlgaríu,
það sé til dæmis ódýrt líka í
Englandi að fara til tannlæknis.
Hann sé þess fullviss, að búlgarskar
og enskar tannlækningar séu ekki
verri en íslenskar tannlækningar.
Fólk þurfi aðeins að afla upplýs-
inga erlendis frá, hvað þetta
snertir. elk