Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. desember 1988 Tíminn 15 iiiiiiiiiii minning iiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiimiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiij^ Þóra Valgerður Jónsdóttir Fædd 24. apríl 1898 Dáin 29. nóvember 1988 Æfidagur ömmu minnar er að kvöldi kominn. Hún lést á 91. aldurs- ári á sjúkrahúsinu á Selfossi 9. nóvember sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. !>óra Valgerður, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 24. apríl 1898. For- eldrar hennar voru Þórunn Bjarna- dóttir frá Núpi á Berufjarðarströnd og Jón Bjarnason frá Dölum við Fáskrúðsfjörð. Hún var ein fjögurra systra, en þær voru Sigríður og Elísabet sem eru látnar og Málfríður sem er á lífi 92 ára gömul. Á bernskuárum þeirra systra fluttu margir íslendingar til Ámeríku og tók fjölskyldan sig upp og lagði af stað þangað þegar jörðin sem þau bjuggu á var tekin undir hvalveiði- stöð. En margt breyttist á langri ferð. Þegar til Reykjavíkur kom bauðst föður þeirra systra skipsrúm svo að ferðin varð ekki lengri. 29. október giftist amma mín Einari Guðmundssyni bifvélavirkja, syni hjónanna Guðmundar Þórðar- sonar og Guðfinnu Einarsdóttur sem bjuggu á Fellsenda í Þingvallasveit. Einar lést 7. mars árið 1946. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, þau eru: Guðfinna ekkja Jóns Jónssonar bónda í Stóradal Austur-Húnavatns- sýslu. Þau eignuðust 5 dætur. Guð- mundur kvæntur Helgu Nikulásdótt- ur. Þau eiga fjögur börn. Jón kvænt- ur Jónu Sigurðardóttur, og Valgerð- ur ekkja Arnars Valdimarssonar. Seinni maður hennar er Magnús Jónsson. Hún á þrjú börn. Afkom- endur Þóru eru nú orðnir yfir 40. Amma hafði yndi af fallegum söng og hafði sjálf fallega söngrödd. Hún söng mikið á sínum yngri árum, meðal annars með barnastúkukór og síðar unglingakór, og oft á tíðum söng hún einsöng með þessum kórum. Hún söng líka oft með nokkrum söngfélögum sínum við ýmis tækifæri. Síðar starfaði hún í Fríkirkjukórnum. Þar naut hún sín vel því hún var mjög trúuð kona. Ég minnist ömmu þar sem hún sat við gluggann sinn og hlustaði á messur í útvarpinu. Þá hafði hún sálmabók- ina sína einatt við höndina og raulaði með. Amma starfaði lengi með Hvíta bandinu og þótti henni alltaf vænt um þann félagsskap. Hún var gæslu- kona á leikvöllum borgarinnar um árabil, lengst af á „róló“ við Hring- braut, og muna margir sem aldir eru upp í vesturbænum eftir henni þaðan. Tvisvar fór hún til Danmerk- ur. í fyrra skiftið fór hún með dönskum hjónum sem hún var í vist hjááðurenhún giftist. Húnfór aftur til Danmerkur þegar hún var orðin vel fullorðin, og talaði oft af mikilli hrifningu um þá ferð. Hana dreymdi líka alltaf um að fara í siglingu með skemmtiferðaskipi, en því miður rættist sá draumur hennar aldrei. En amma var gamansöm og Iétt og það sem hún komst ekki sjálf lét hún sig ekki muna um að fara í huganum. Henni var eiginlegt að gera gott úr hlutunum og líta á björtu hliðarnar. Það kom henni vel þegar aldurinn færðist yfir og heilsunni fór að hraka. Á efri árum fór hún að sauma út. Þetta tómstundagaman stytti henni margar stundirnar. Alltaf var hún jafn hreykin þegar hún var að sýna hvað hún væri búin að sauma mikið síðan síðast. Amma vildi helst búa heima hjá sér og hugsa um sig sjálf. Hún bjó í íbúðinni sinni á Brávallagötu 46 fram á síðastliðið vor. Hún hefði eflaust ekki getað verið svo lengi heima ef nágrannakona hennar, Jóna Bjartmarsdóttir, hefði ekki hjálpað henni eins mikið og raun bar vitni. Hún leit til ömmu daglega og hjálpaði henni með ýmislegt. Jóna á miklar þakkir skildar fyrir. Dætur Valgerðar, Inga og Bára voru ömmu mikil stoð á síðustu árum. Þær aðstoðuðu hana við heimilishaldið og ýmislegt s.s. verslunarferðir og fleira. Einnig dvaldi amma oft hjá þeim og Einari bróður þeirra og konu hans Hafdísi.í gegnum tíðina átti amma líka skjól hjá börnum sínum og öðrum barnabörnum. Amma veiktist síðastliðið vor og lá á Borgarspítalanum í nokkrar vikur. Þaðan fór hún á hjúkrunar- heimilið á Kumbaravogi og naut þar góðrar umönnunar. Með vetrar- komu versnaði heilsa ömmu mikið og var henni hvíldin því kærkomin. Hún amma mín var þess alveg fullviss að okkar biði annað og meira en lífið hér á jörð og að hún myndi hitta þá sem á undan voru gengnir. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. Sálmur Elínborg S. Jónsdóttir. BÓKMENNTIR Sérstæð bók Þórður Tómasson i Skógum: Þjóóhættir og þjóðtrú. Skráð ettir Sigurði Þórðarsynl frá Brunnhól. Bókaútgáfan Örn og örlygur 1988. Þórður Tómasson í Skógum hefur með því að skrá frásagnir Sigurðar Þórðarsonar frá Brunnhól fest á blað frásagnarstíl og þjóðmenning- ararf „síðasta sagnamannsins“. Skrásetjari segir í formála að ritið „falli ekki undir það sem nefnt er bókmenntir, réttur hennar, ef ein- hver er, felst í því að hún geti orðið síðari rannsókn íslenskrar þjóð- menningar að einhverjum notum“. Ef einhver bók á „rétt“ þá er það þessi bók, sem er svipmynd og frásögur manns, sem lifði þjóðtrú og þjóðhætti fyrri alda, í því byggðar- lagi, þar sem hin fornu þjóðfræði lifðu lengst og geymdi með sér andblæ og frásagnir þessara liðnu tíma, þótt hann dveldi lengst af fjarri ættbyggð sinni. Þórður Tómasson skrifar um þátt sinn að þessari bók: „Verk mitt er aðeins endurskin af frásögnum gam- als sagnamanns. Hreimur og hrynj- andi talaðs orð hjá honum gæddu það lífi, sem aldrei getur færst yfir á bók eða blað“. Þótt blær tungutaks- ins og hrynjandi frásagnarinnar fari forgörðum, þá hefur skrásetjari komið til skila efninu, sem eru þjóðhættir, þjóðtrú og fornar venjur. Bók sem þessi hefur e.t.v. aldrei komið út, hér kemur efnið til skila, ef svo má segja „beint af skepnunni", ómengað og „óleið- rétt“, skrásetjari hefur unnið verk sitt af fyllsta trúnaði og skrásett beint eftir sögumanni, framburður hans kemur fram í textanum eins og gjörlegt er. Hér er þjóðtrúin, þjóð- menningin lifandi komin. Skrásetjari segir nokkur deili á sagnamanni, ætt hans og lífshlaupi. Hann var skyldur Þórbergi Þórðar- syni, Steinþóri á Hala og Gunnari Benediktssyni og hann hvarf ungur af heimaslóðum, en heimanfylgjan var honum hans menningarheimur þar til yfir lauk. Minningin um fornar venjur og menningararf heiðabyggðar festust óafmáanlega í huga hans, hann kunni og lifði andrúmsloftið sem hann hafði ungur meðtekið, alla tíð. Sigurður var vandaður og gætinn í frásögnum (Þ.T.) og athyglisgáfa hans var einstök og minnið trútt eins og þessi blöð votta. Eins og áður segir er efni þáttanna úr Austur- Skaftafellssýslu, nánar einkurn af Mýrum, menning hans var runnin frá föður og móður, hjá afa og ömmu og því fólki sem hann um- gekkst (Þ.T.) Frásagnir Sigurðar skiptast í 40-50 kafla, sem hafa hver sinn titil, svo sem: Maðurinn, draumar, gestir, prestar og hestar, skógar, djákna- dys, sending og í bókarlok eru þulur, gamlar vísur og kveðið fyrir börn. I hverjum kafla er þjóðfræðin inntakið og jafnframt eru þeir krydd- aðir mannlýsingum eða frásögn af atburðum tengdum þjóðtrú. Þessar frásagnir eru náma þjóðtrúar og þjóðfræða, frásögnin safarík og lif- andi eins hún er mælt af munni fram. Endurtekningar finnast ekki og hver þáttur er heild út af fyrir sig. Hér er mikið efni samankomið fyrir þjóð- fræðinga, en jafnframt segir sagna- maður sögumar á þann hátt að þær lifa sem saga og eru vottur fornrar sagnahefðar. Þetta er einstök bók, sem Þórður Tómasson hefur bókfest og þar með bjargað frá gleymsku. Siglaugur Brynleifsson. Framsóknarvist á Sögu Framsóknarvist verður haldin á Hótel Sögu sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Stjórnandi: Jónína Jónsdóttir. Verð aðgöngumiða kr. 400,- (Veitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur Framsóknarfélögin í Keflavík Fundurverðurhaldinn í Framsóknarfélögunum í Keflavík fimmtudag- inn 8. desember í Framsóknarhúsinu kl.8.30. Dagskrá: Aðalfundur fulltrúaráðsins. Aðalfundur húsfélagsins. Bæjarfulltrúar ræða bæjarmálefni. Önnur mál. Framsóknarmaddaman býður upp á kaffi. Framsóknarfélögin. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24480 Jólakort - Jólakort! Höfum til sölu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindi, blómavasa og glösin vinsælu með flokksmerkinu. Jólafundur framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldin í Norðurljósasalnum, Þórscafé fimmtudaginn 8. desember og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Húsið opnar kl. 18.30. Dagskrá: Ávarp ................................Sigrún Sturludóttur form. Jólasaga.............................. Steinunn Finnbogadóttir Jólaljóð............................... Steinunn Þórhallsdóttir Jólasöngur .......................................Rósa Kristín Undirleikari Kristín Waage. Gestir fundarins eru Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, Stefanía María Pétursdóttir formaður Kvenfélagasambands ís- lands og Kristín Guðmundsdóttir formaður Bandalags kvenna I Reykjavík. Allt framsóknarfólk er velkomið, en tilkynna þarf þátttöku til Þórunnar í síma 24480 fyrir kl. 17.00 á miðvikudag. Munið eftir jólapökkunum. Stjórn F.F.K. Vestur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson efna til fundar í Víðigerði þriðjudagskvöld 13. desember kl. 20.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.