Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminm Fimmtudagur 8. desember 1988 FRÉTTAYFIRLIT JERUSALEM - Shamirl forsætisráðherra israels gaf ekki mikið fyrir framlag Arafats til friðar og sagði „hryðjuverk" Arafats hljóma hærra en orð hans. í London lýstu bresk yfirvöld ánægju sinni yfir niður- stöðu Stokkhólmsfundar Ara- fats og gvðinganna fimm og kröfðustaogeroa í átttilfriðar. KÚVAIT - Vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna Frank Carlucci sagði að Bandaríkin myndu ekki kalla heim eitt einasta skipa af þeim 25 skip- um sem nú eru á eða við Persaflóa fyrr en Irakar og Iranar hafi samið um frið í Persaflóastríðinu, en þar ríkir nú vopnahlé. MOSKVA - Harður jarð- skjálfti varð í Kákasushéruðum Sovétríkjanna og í norðaust- urhluta Tyrklands. Að minnsta kosti fjórir Tyrkir létust og fjöldi þeirra slasaoist. Fjöldi Armena slasaðist einnia í Sovétríkjun- um en þar vara ekki manntjón. Miklar skemmdir urðu á mann- virkjum. MOSKVA -Ástandið í Arm- eníu er nú mjög viðkvæmt og spenna mikil eftirtveggja vikna kynþáttaóróa í Armeníu og' Azerbaijan. Fréttir frá Azerbai- jan herma að nú sé allt með kyrrum kjörum í lýðveldinu. Þeim embættismönnum kommúnistaflokksins sem ábyrgð báru á brottflutningi kynþátta frá óeirðasvæðunum hefur verið vikið úr starfi. MOSKVA - Þing Eistlands j ítrekaði í gærfyrri afstöðu sína 1 þar sem þingið áskilur sér rétt til að beita neitunarvaldi gegn lögum hins nýja þings Sovét- ríkjanna. Því er Ijóst að erfið- leikar Gorbatsjovs með Eist- lendinga eru ekki úr sögunni þó ný stjórnarskrá hafi verið samþykkt í Æðsta ráðinu. MONTREAL - Samninga- menn í GATT heimsviðskipta- ráðstefnunni virðast nú komnir f sjálfheldu í viðræðum sínum um landbúnaðarvörur. Við- ræðurnar höfðu aðeins staðið í tvo tíma er þeim var hætt. Ekki er aert ráð fyrir nýjum fundi (brað. Illllllllliillllf UTLÖND .............................. .............. ........... l::!Ílí!!!;iHil, nljiiji^ .............................. . . ...... .,||!;ii!i^ .,:;i;ir- ,;ili|iil; ■J|||!II;:' ........ ,;j;;j!i"............;j|||!|i^ Gorbatsjov kynnir róttækar „jólagjafir“ á Allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna: Fækka um 500.000 dáta í Rauða hemum Sovétmenn hyggjast fækka um hálfa milljón manns í herjum sínum á næstu tveimur árum, auk þess sem þeir ætla að draga úr hefðbundnum vígbúnaði sínum. Þetta var jólagjöfin sem Mikhafl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna hafði lofað að gefa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en hann ávarpaði þingið í gær. Sovétmenn ætía að fækka um hálfa milljón manns í Rauða hernum. Mikhafl Gorbatsjov Ieiðtogi Sovétríkjanna skýrði frá þessu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær og stakk einnig upp á vopnahléi í Afganistan. Möndlugjöf Gorbatjovs var tilboð um vopnahlé í Afganistan er taeki gildi 1. janúar 1989 og sú að Sovét- ríkin hyggjast gefa fátækustu ríkjum þriðja heimsins eftir skuldir þeirra við Sovétríkin. Æðsti maður Sovétríkjanna hefur ekki ávarpað Allsherjarþingið síðan Níkíta Krútsjof barði skónum sínum í ræðupúltið þar árið 1960. - Sovésk stjórnvöld hafa ákveðið að sýna enn einu sinni fram á vilja sinn til heiibrigðrar þróunar, ekki aðeins með orðum, heldur einnig með gjörðum. í dag get ég skýrt ykkur frá því að Sovétríkin hafa ákveðið að draga úr herstyrk sínum. Á næstu tveimur árum mun verða fækkað í heraflan- um um 500 þúsund hermenn. Þetta voru orð Gorbatsjovs á Allsherjarþinginu í gær, en þingfull- trúar höfðu beðið ræðu hans með eftirvæntingu, sérstaklega eftir að kvisast hafði út að hann hygðist boða einhliða samdrátt í herafla Sovétríkjanna. - Samkvæmt samkomulagi við bandamenn okkar í Varsjárbanda- laginu höfum við ákveðið að kalla heim sex skriðdrekaherdeildir frá Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi og leggja þær niður. í allt mun sovéski herinn í Evrópu- hluta Sovétríkjanna og á landssvæð- um bandalagsþjóða okkar í Evrópu draga saman umsvif sín um 5000 skriðdreka, 8500 stórskotaliðskerfi og 800 orrustuþotur. Þá munum við einnig draga úr hefðbundnum víg- búnaði í Asíuhluta Sovétríkjanna. Samkvæmt samkomulagi við ríkis- stjórn Alþýðulýðveldisins Mongólíu mun meginhluti þess sovéska herliðs, sem þar hefur dvalið tíma- bundið, verða kallaður heim. í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins var þessum ákvörðun- um Sovétmanna vel tekið þó við- brögð þar væru varfærnisleg. Em- bættismenn NATO sögðu að hern- aðarbandalagið myndi leitast við að ná enn meiri niðurskurði í herafla við samningaborðið. En Gorbatsjov vék að fleiru en samdrætti í herafla Sovétríkjanna í ræðu sinni. Hann bauð einnig upp á vopnahlé í Afganistan frá og með 1. janúar. Lagði hann til að friðar- gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna sæju til þess að vopnahléð yrði virt á meðan mynduð yrðu samsteypu- stjórn á breiðum grunni með þátt- töku stríðandi afla í Afganistan. Þá fór Gorbatsjov fram á það við Javier de Cuellar aðalritara Samein- uðu þjóðanna að hann kæmi á fót alþjóðlegri ráðstefnu sem tryggi hlutleysi og afvopnun í Afganistan í framtíðinni. Gorbatsjov sagði í ræðu sinni að skuldir ríkja þriðja heimsins væru eitt alvarlegasta vandamál heimsins og skýrði frá því að Sovétríkin væru nú að undirbúa skuldbreytingu og jafnvel eftirgjöf á skuldum fátækustu ríkja heimsins. Hvatti hann önnur ríki til þess sama. - í Sovétríkjunum er í undirbún- ingi skuldbreyting á lánum fátækustu ríkjanna og mun endurgreiðslutím- inn verða allt að 100 ár hjá vanþró- uðustu löndunum og í sumum tilfell- um munu Sovétríkin gefa skuldirnar algerlega eftir. Þá vék Gorbatsjov í ræðu sinni að þeirri ákvörðun Bandaríkjamann að veita Yasser Arafat leiðtoga PLO ekki vegabréfsáritun. Hann sagði þá ákvörðun óskiljanlega og að hún stofni tilveru Állsherjarþingsins í New York í hættu. Að lokinni ræðu sinni hélt Gorbat- sjov til fundar við stórvin sinn Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta og arftaka hans George Bush. Fórfund- urinn fram á „Governors Island" í New York höfn. Má gera ráð fyrir að umræðurnar snúist um áfram- haldandi afvopnunarviðræður eftir að Bush tekur við embætti Banda- ríkjaforseta. Stokkhólmsfundurinn: Viðurkennir ísrael skýrt og greinilega Frá Þór Jónssyni í Stokkhólmi Stokkhólmsfundi gyöinganna fimm og Arafats er lokið. Arafat sagöi eftir fundinn: - PLO viðurkennir tvö ríki! Annað er rfld Palestínu og hitt er ísrael! Ég segi þetta skýrt og greinilega! í yfirlýsingu Stokkhólmsfundarins er hvers kyns hryðjuverkum hafnað og þau fordæmd. Áuk Arafats kynntu Ingvar Carls- son forsætisráðherra og Sten An- dersson utanríkisráðherra niður- stöður fundarins á blaðamannafundi í gær. Sænsku ráðherrarnir vildu meina að hér væru um sögulega yfirlýsingu að ræða. Nú þyrfti enginn lengur að fara í grafgötur um að PLO viður- kenndi Ísraelsríki og stigið hefði verið stórt og mikilvægt skref í átt að friði í Mið-Austurlöndum. Frumhlaup ísraelsstjórnar - Fordæming ísraelsstjórnar er frumhlaup af þeirra hálfu, segir Ingvar Carlsson forsætisráðherra. Hvernig er hægt að fordæma fund án þess að vita niðurstöður hans? PLO hefur sýnt viljann í verki að stofna til friðar og lýst því yfir skýrt og greinilega að það viðurkenni tilveru- rétt Ísraelsríkis. Ráðherrarnir tveir sögðu að niðurstöður fundarins hefðu verið fleiri og víðtækari og yrði nánar skýrt frá þeim síðar. Stjórnmálafræðingar sænskir og bandarískir eru samt sem áður fullir efasemda. Þeir benda á að Arafat noti enska orðið „accept“ þegar hann talar um að viðurkenna ríki ísraela sem allt eins geti þýtt „sættir sig við“. Arafat segir hvergi að hann ætli að „sætta sig við“ eða „viðurkenna“ Israel um alla framtíð. Hann viður- kennir tilverurétt ísraels eins og sakir standa en gæti þess vegna skipt um skoðun þegar á morgun. í snatri á brott Eftir blaðamannafundinn var PLO leiðtoganum ekið á fullri ferð gegnum Stokkhólm í langri bílalest þar sem vælandi lögreglubílar fóru fyrir og eftir. Arafat var ekið í svartri drossíu með lituðum rúðum. Hvarvetna sem hann fór um hafði götum í Stokkhólmi verið lokað og langar bílaraðir mynduðust. Lög- regluþjónarnir voru ekki öfunds- verðir af hlutverki þeirra því að sænskir borgarar létu margir hverjir heiftúð sína og taugaæsing bitna á þeim þar sem þeir stóðu í vegi fyrir umferðinni. Að mestu leyti ríkti þó friðsæld um fundinn og ekki þurfti að koma til kasta lögreglu vegna uppþots eða mótmæla. Arafat var í snatri ekið til Haga hallar sem var hans bækistöð á meðan á dvöl hans í Svíþjóð stóð, en þaðan var flogið með hann í þyrlu út á Arlandaflugvöll þar sem beið hans þota er flaug með hann heim. Dularfullur byssumaður Var sænsku öryggislögreglunni léttir að Arafat skyldi farinn frá Svíþjóð. f fyrrinótt leitaði hún ár- angurslaust að manni sem sást snigl- ast um með riffil nálægt þeim stað sem Arafat var. Þó bárust fréttir af því í dag að fundist hefði bíll sem grunur leikur á að sé eign byssumannsins, en lögreglan segist engar upplýsingar gefa fyrr en Arafat sé kominn heill á höldnu heim. Við þetta efni verður ekki skilið öðruvísi en svo að greina frá að ekki hafi allir gyðingar í Svíþjóð snúið baki við gyðingunum fimm sem leyfðu sér að ræða málin við Arafat. . Samtökin „Gyðingar fyrir friði f milli Palestínu og fsraels" sem hafa j aðsetur í Stokkhólmi styðja af full- , um hug framtak sænsku stjórnarinn- 1 ar að bjóða til þessa fundar á hlutlausri grund og harma fordæm- ingu annarra gyðinga. Svart framundan hjá byggingaverka- mönnum í Kína: Sex milijónir atvinnulausar Það er víðar samdráttur og yfirvofandi atvinnuleysi en á fs- landi. Sex milljónir bygginga- verkamanna í Kína munu að líkindum missa vinnu sína á næsta ári vegna þeirrar ákvörðunar kín- verskra stjórnvalda að skera stór- lega niður byggingaframkvæmdir á vegum ríkisins. Það var kín- verska fréttastofan Nýja Kína sem skýrði frá þessu á miðviku- daginn. Atvinnuleysi fer nú mjög vax- andi í Kína, en atvinnuleysi hafði ekki þekkst þar frá því kommún- istar komust til valda árið 1947 þar til vestrænar frjálshyggjuhug- myndir tóku að grassera fyrir nokkrum misserum. Kínverjar birta ekki tölur yfir atvinnuleysi en segja að á milli 20 og 30 milljónir verkamanna hafi nú „atvinnu“ en hafi ekki neitt að gera í raun. Nýja Kína sagði að mörgum stórframkvæmdum á vegum ríkisins verði lokið í marsmánuði ef áætlanir standast og ekki verði farið í nýjar stórframkvæmdir. Því verði sex milljónir verka- manna að leita sér að vinnu annars staðar. Stjórnvöld í Kína ákváðu í september mánuði síðastliðnum að draga úr byggingaframkvæmd- um til þess að minnka verðbólgu og kæla niður efnahagslífið í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.