Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. desember 1988
Tíminn 7
Rannsókn á íslendingum sem taka lýsi aö staðaldri:
EIN MATSKEID
ER OF MIKID
Nýleg rannsókn varðandi langvarandi áhrif lýsisneyslu
fólks sem tekur a.m.k. matskeið af lýsi á dag leiddi m.a. í
ljós að ein matskeið af Iýsi á dag er óþarflega stór
skammtur, og því er fólki enn sem fyrr ráðlagt að taka eina
til tvær teskeiðar af lýsi á dag.
Ein teskeið af þorskalýsi veitir
um það bil ráðlagðan dagskammt
af bæði A- og D-vítamíni, en heil
matskeið veitir um þrefaldan
dagskammt, jafnt fyrir börn sem
fullorðna. Nokkur hætta er talin á
D-vítamíneitrun fari neyslan yfir
fimmfaldan ráðlagðan dagskammt
að staðaldri.
Vegna þessa þótti rétt að rann-
saka áhrif langvarandi lýsisneyslu
fólks, sem tekur a.m.k. matskeið
af lýsi á dag, til að ganga úr skugga
um hvort merkja mætti einhver
forstig D-vítamíneitrunar meðal
þeirra sem mest lýsi taka hér á
landi. - Þess má geta að eiturverk-
anir af A- vítamíni eru höfuðverk-
ur, hárlos, beinverkir og óþægindi
frá húð og slímhúðum. Við mikla
eitrun veldur A-vítamín rugli og
lifrarskemmdum. Eiturverkanir af
völdum D-vítamíns eru nýrna-
steinar og kalkanir á mjúkvefjum.
Lýsi hf. stóð að rannsókninni en
dr. Laufey Steingrímsdóttir sá um
allar mælingar og fóru þær fram við
Wisconsinháskóla í Madison.
Til rannsóknarinnar var ein-
göngu valið fullorðið fólk, alls 37
manns. Annars vegar var valið fólk
sem hafði tekið a.m.k. matskeið af
lýsi í fimm ár samfleytt eða lengur,
og hins vegar til samanburðar jafn-
margt fólk á sama aldri, sem ekki
hafði tekið lýsi eða fjölvítamín
síðastliðin ár. Niðurstöður rann-
sóknarinnar voru á þann veg að
enginn einstaklingur sýndi óeðli-
lega hækkun á hvarfefnum D-ví-
tamíns eða á kalki í blóðvökva,
þrátt fyrir lýsisneysluna. Hins veg-
ar mældust þó nokkur óæskilega
lág gildi D-vítamíns hjá sumum
þeim, sem ekkert lýsi tóku. Þessar
niðurstöður benda eindregið til
þess, að ein matskeið af þorskalýsi
daglega sé skaðlaus skammtur fyrir
fullorðið fólk, svo framarlega sem
D-vítamín er ekki tekið í pillum og
belgjum að auki.
Hins vegar má sem fyrr segir, til
sanns vegar færa að ein matskeið
af lýsi sé óþarflega stór skammtur,
og því er fólki enn sem fyrr ráðlagt
að taka eina til tvær teskeiðar af
lýsi á dag. Rannsókn þessi styrkir
enn frekar vitneskju um hollustu
lýsisins, sé þess neytt í réttu magni,
en fjöldi íslendinga tekur lýsi að
staðaldri sér til heilsubótar einmitt
vegna A- og D- vítamína sem lýsið
hefur að geyma, eins vegna holl-
ustu lýsisfitunnar og mögulegra
áhrifa hennar til varnar hjarta- og
æðasjúkdómum. ssh
Kristján Jóhannsson forstjóri Almenna bókafélagsins. Hjá Almenna bókafé-
laginu koma út á þriðja tug bókartitla fyrir þessi jól. Á myndinni eru bækur
frá forlaginu sem verða veittar í verðlaun í jólagetraun Tímans sem birtast
mun í jólablaðinu. Tímamynd: Pjetur.
Bókin sækir í sig veörið. Kristján Jóhannsson forstjóri AB:
„Bóklestur eykst,
bókaverð hagstætt“
Jólabækurnar streyma fram á bókamarkaðinn þessa dag-
ana enda jólin aðal bókatími íslendinga. Þegar sjónvarp kom
til sögunnar sögðu margir að nú færi að halla undan fyrir
bókinni, menn nenntu ekki að leggja á sig að lesa bækur þegar
þeir gætu fengið bókmenntirnar matreiddar fyrir sig í hljóði
og mynd.
Ekki lækkuðu þessar raddir þegar
myndböndin komu til sögu og eitthv-
að vildu popparar líka teljast til
þeirra sem bjuggu til list og vildu
le'ggja hljómplötur að jöfnu við
bækur. í einhverjum sjónvarpsþætti
fyrir nokkrum árum spurði þáttar-
stjóri einhvern popparann hver væri
munurinn á bók og hljómplötu.
Popparanum vafðist tunga um tönn,
en svaraði síðan eftir nokkra um-
hugsun að platan væri hringlaga og
þunn, en bókin yfirleitt ferköntuð
og þykk.
En er bókin á undanhaldi?
Tíminn spurði Kristján Jóhanns-
son forstjóra Almenna bókafélags-
ins:
„Nei, bóksalan fer vel af stað að
Ein á vakt á toppnum?
Tíminn hafði samband við á annan
tug bóksala, og flestir bjuggust við
að salan hæfist fyrir alvöru um næstu
helgi.
Aðspurðir um hvaða bækur seld-
ust best enn sem komið er að þeirra
áliti, nefndu flestir sömu titlana. -
Ein á forsetavakt, bókin um Vigdísi
Finnbogadóttur, selst mjög vel, en
einn bóksali orðaði það svo að það
væri engin furða þar sem þetta væri
bók sem allir sannir íslendingar
teldu sig þurfa að lesa. „íslenskir
nasistar" selst einnig mjög vel. Ævi-
sögur eru alltaf vinsælar hjá íslend-
ingum og góð sala hefur verið á
ævisögu Sigurbjamar Einarssonar
biskups, sem Sigurður Magnússon
skráir. Sömu sögu er að segja um
bók Bryndísar Schram og bók Ingva
Hrafns Jónssonar.
Aðrar bækur sem bóksalar nefna
helst í sambandi við góða sölu er
„Markaðstorg guöanna" eftir Ólaf
J. Ólafsson, „Þjóð í hafti“ eftir
Jakob F. Ásgeirsson og „Úr eldinum
til íslands" sem er ævisaga Eðvalds
Hinrikssonar. SSH
þessu sinni þó að enn sé of snemmt
að draga ályktanir um hvernig hún
verður miðað við fyrri ár. Allt bendir
þó til að hún verði góð.
Verð á bókum er hagstætt, bækur
hafa hækkað minna en almennt
vöruverð og verð þeirra því hagstæð-
ara en oft áður. Þetta er fyrst og
fremst ákvörðun útgefenda að halda
verði bóka eins lágu og unnt er.
Kristján sagði að reynslan sýndi
að aðrir fjölmiðlar, svo sem sjónvarp
og myndbönd, hefðu ekki dregið að
marki úr lestri bóka. f Bandaríkjun-
um er bóksala og bóklestur í mjög
örum vexti og eftir því sem sjón-
varps- og útvarpsstöðvum fjöígar þá
virðist vegur bókarinnar verða
meiri.
„Fólk á stöðugt erfiðara með að
fylgjast með dagskrárefni stöðvanna
og þar af leiðandi býr það til sína
eigin dagskrá með því að velja sér
bók. Þetta hefur verið þróunin hér-
lendis síðustu tvö til þrjú árin,“
sagði Kristján.
Almenna bókafélagið gefur út 22
bókartitla nú fyrir jólin og sagði
Kristján að mikill áhugi væri á bók
Þórs Whitehead; fslandsævintýri
Himmlers en þar er greint frá hug-
myndum Himmlers yfirmanns SS
um að sameina fsland Þriðja ríkinu.
Þá er komin út hjá Almenna
bókafélaginu Þjóð í hafti eftir Jakob
F. Ásgeirsson en þar er fjallað unt
haftaárin þegar leyfi yfirvalda þurfti
til að fá að kaupa alla innflutta vöru,
hvort sem það voru bílar eða
bomsur.
Gylfi Gröndal hefur skráð endur-
minningar Huldu Jakobsdóttur en
hún og maður hcnnar, Finnbogi
Rútur Valdintarsson, voru með
fyrstu íbúum Kópavogs og Finnbogi
varð fyrsti bæjarstjóri bæjarins og
Hulda tók við embætti af honum.
Þá eru út komnar æviminningar
Eðvalds Hinrikssonar. Eðvald var
Eistlendingur og var í verndarlög-
reglu Eistlands þegar Rússar her-
tóku landið og flýði land en kom til
baka þegar Þjóðverjar hernámu
Eistland en varð fljótlega að flýja
land aftur og barst síðan til fslands
eftir að hafa verið landflótta í Sví-
þjóð eftir stríð.
Rússar dæmdu hann til dauða á
stríðsárunum og sóttu fast eftir stríð
að fá hann framseldan og urðu
blaðaskrif um mál hans hér á landi á
sjötta áratugnum.
Þá er komin út bókin Menn og
málefni, safn greina eftir Kristján
Albertsson, Dagur af degi, ljóðabók
eftir Matthías Johannessen, Ljóð-
aárbókin 1988, Vísnabók Káins, Bör
Börsson í frægri þýðingu Helga
Hjörvar en bókin kemur út í tilefni
af hundrað ára afmæli Helga, Jurta- .
handbókin, Gönguleiðir á íslandi
eftir Einar Þ. Guðjohnsen, bókin
Mamma, hvað á ég að gera, eftir Jón
Karl Helgason en það er handbók
fyrir ungt fólk með ýmsum nytsöm-
um ráðum um hvernig unglingarnir
geta orðið sjálfbjarga í daglega líf-
'inu. -sá
AUGLÝSENDUR!
PÖSTFAX TÍMÍANS