Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
; Átján man. binding
_ - + ▼
>1 cn ÞRDSTUR
68 50 60
SAMVINNUBANKINN VANIR MENN
Ólíklegt að frumvörp um vörugjald og tekju- og eignaskatt hafist í gegn óbreytt:
VERE IUR 4.3 M ILUARDA
GAT
Tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar fyrir fjárlög
næsta árs eru þau mál sem mest brenna á mönnum á
Alþingi þessa dagana. Huldumaður Stefáns Yalgeirssonar
er hvergi sjáanlegur og nú ríkir alger óvissa um hvort
tekjuöflunarfrumvörp upp á 4300 milljónir króna fari í
gegn um þingið eða ekki.
Það þykir næsta ljóst að frum-
varp um skatt á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði, sem á að skila
um það bil 150 m.kr., skattur á
erlendar Iántökur, sem skila mun
svipaðri upphæð, frumvarp um
bifreiðagjald er skila á um 300 m.
kr. og frumvarp um skattskyldu á
innlánsstofnanir er einnig er
reiknað með að skili um 300
miljónum, komist áfallalaust í
gegn um þingið. Samanlagt eiga
þessi tekjuöflunarfrumvörp að
skila ríkissjóði um 900 milljónum
króna, verði þau afgreidd frá
Alþingi sem lög án breytinga. Þá
eru eftir tvö veigamestu fylgi-
frumvörp fjárlaga næsta árs,
frumvarp um breytingar á lögum
um vörugjald, sem ætlað er að
skila 1600 m.kr. nýjum tekjum í
ríkissjóð og frumvarp um breytt-
an tekju- og eignaskatt sem reikn-
að er með að afli um 2700 m. kr.
til viðbótar. Alger óvissa ríkir um
að hve miklu leyti þessi tekjuöfl-
un nær fram að ganga í afgreiðslu
frá neðri deild.
Fyrsta umræða um frumvarpið
um breytingu vörugjalds, en það
felur í sér hækkun á álagningar-
prósentum þess og breikkun á
þeim stofni sem gjaldið nær til,
var kláruð í neðri deild í gær.
Allir þingflokkar stjórnarand-
stöðunnar lýstu sig andvíga frum-
varpinu í heild, en fram kom í
máli Kristínar Halldórsdóttur að
Kvennalistinn getur hugsað sér
að styðja einstaka liði þess. Þeir
eru skattlagning á gos, sælgæti og
sykurríkar vörur eins og áður
hefur komið fram. Kristín sagði
að Kvennalistinn ætti eftir að
skoða frumvarpið betur en vel
gæti hugsast að finna mætti fleiri
liði í tollskrá sem Kvennalistinn
gæti fallist á að yrðu hækkaðir.
Frumvarpið um tekju- og
eignaskattinn hefur enn ekki ver-
ið lagt fram, en það var til
umfjöllunar í þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar í gær og er reiknað
með að það verði lagt fram á
næstu dögum. Ekki er talið lík-
legt að það hljóti hljómgrunn í
röðum stjórnarandstöðunnar og
óvíst hvort það verður afgreitt,
nema þá með verulegum breyt-
ingum. -ág
ísafjörður:
Sóttu
slasaðan
sjómann
Björgunarbátur Slysavarnafélags-
ins á ísafirði, Daníel Sigmundsson,
sótti slasaðan sjómann um borð í
Orra ÍS, sem staddur var út af
Hornvík.
Björgunarbáturinn lagði af stað
frá ísafirði um hádegisbil í gær og
var hann væntanlegur til ísafjarðar
um kvöldmatarleytið. Ferð hans
seinkaði hins vegar eitthvað, þar
sem slæmt veður var á þessum
slóðum. -ABÓ
Ógnaði
lögreglu
Maður vopnaður skotvopni ógn-
aði lögreglumönnum í Kríuhólum
um miðjan dag í gær. Tókst að tala
manninn til og afvopnaði lögreglan
manninn án þess að nokkru skoti
hafi verið hleypt af. Maðurinn var
fluttur í fangageymslu. - ABÓ
Borgarráð og Kringlan:
Sunnudags-
lokun áfram
Á fundi borgarráðs í fyrradag var
felld tillaga um að leyft yrði að hafa
versianir í Kringlunni opnar þá
sunnudaga sem eftir eru til jóla.
Tillagan féll á jöfnum atkvæðum
og féllu atkvæðiþvert á flokksbönd.
Með tillögunni greiddu atkvæði Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson og Davíð
Oddsson en á móti voru Sigrún
Magnúsdóttir og Magnús L. Sveins-
son, en þess má geta að Sigrún er
kaupmaður en Magnús verslunar-
maður.
Þá var samþykkt að úthluta Félagi
eldri borgara byggingarlóð við
Skúlagötu, ekki langt frá Skúlatorgi,
samþykkt var að loka Ofanleiti en
umferð gegn um götuna, sem er
íbúðargata, hefur verið mikil.
Tekið var fyrir erindi frá Foreldra-
félagi lækna að félagið fengi húsið
sem áður var Tjamargata 11 en flutt
var að Skerplugötu 1 í Skerjafirði
þegar bygging ráðhúss Reykjavíkur
hófst.
Félagið hyggst reka foreldrarekið
dagheimili í húsinu fyrir börn fé-
lagsmanna og var borgarráð sam-
þykkt því að félagið fengi húsið til
þessara nota annaðhvort til leigu
eða kaups.
Þá var bmnabótamat fasteigna í
borginni hækkað um 16,5% og borg-
arráð samþykkti fyrir sitt leyti að
Tónlistarsjóður Guðjóns Sigurðs-
sonar, sem er að upphæð 2 milljónir,
rynni til byggingar tónlistarhússins.
-sá
Heildsala
simi
91-39550
Tveir af lagermönnum LHS-flugelda sitja hér rólegir að sjá á hleðslunni sem söluaðilár voru ekki enn búnir að
sækja eftir hádegi í gær. Staðurinn er mikill leynistaður af augljósum öryggisástæðum. Tfmamynd Pjetur
„Tertur“ koma í stað tívolíbomba:
100 tonn flugelda
Innflutningur á flugeldum á vegum LHS-flugelda og
KR-flugelda og Fiskakletts verður síst minni íárení fyrra,
eða um og yfír hundrað tonn. Þegar Tímin skyggndist inn
í birgðastöð LHS-flugelda voru stæðurnar farnar að
minnka en í gær hófst útkeyrsla af lager til söluaðila. Það
vekur athygli að í ár verða tívolíbombur ekki til sölu enda
hefur það verið bannað samkvæmt ákvörðun dómsmálar-
áðuneytisins, þótt þær verði áfram fluttar inn vegna
flugeldasýninga hjálparsveita skáta. í stað tívolíbombanna,
sem tengdust slysum á þremur mönnum um síðustu
áramót, hafa LHS-menn ákveðið að bjóða svokallaðar
„tertur“ og einnig sýningarrakettur sem eru stærri en
rakettur þær er almenningur hefur átt kost á til þessa.
LHS-flugeldar eru stærsti innf- ekki útlit fyrir annað en að sú
lytjandi flugelda og hefur verið
það um nokkurra ár skeið. Flytja
þeir inn um 65-70% allra flugelda
sem koma til landsins. Kom þeirra
hlutur til landsins í átta fjörutíu
feta skipagámum. Auk innflutn-
ings er einnig um að ræða nokkur
tonn af innlendri framleiðslu og er
framleiðsla verði með svipuðu móti
og í fyrra.
í fyrra voru seldar yfir 50 þúsund
tívolíbombur að sögn Tryggva Páls
Friðrikssonar hjá Landssambandi
hjálparsveita skáta. Ekki hefur
verið sannað að ástand bombanna
hafi átt þátt í því að slys hlutust af
notkun þeirra. Þrátt fyrir það hefur
verið fallist að fullu á að tívolí-
bombur verði ekki til sölu og eru
þær því engöngu fluttar inn til nota
á flugeldasýningum. Er stærstu
sýningar-tívoiíbombur um 12
tommur að þvermáli og því langt
frá því að kallast almenn söluvara.
• Að sögn Björns Hermannsson-
ar, hjá LHS-flugeldum, hefur sú
stefna verið tekin að bjóða kræsi-
legar „tertur“ og sýningarrakettur
til að bæta mönnum upp missinn á
tívolíbombunum. Sýningarrakett-
ur þessar eru ekki frábrugðnar
stærstu rakettum sem almenningur
hefur fengið að meðhöndla til
þessa, nema að því leyti að þær eru
stærri en þær stærstu og skrautlegri
eftir því. Það á því ekki að vera
meiri vandi eða meiri slysahætta
fylgjandi þessum stóru rakettum
en gengur og gerist með þær
stærstu sem verið hafa á markaði
til þessa. KB