Tíminn - 16.12.1988, Side 5

Tíminn - 16.12.1988, Side 5
3 t j l V Föstudagur 16. desember 1988 Tíminn 5 Gunnar Hilmarsson, stjórnarformaður Atvinnutryggingarsjóðs: Milljarða sparnaður vegna lækkunar vaxta I kjölfar lækkunar á raunvöxtum, nafnvöxtum og dráttarvöxtum undanfarna mánuði hefur fjármagnskostn- aður iækkað um milljarða króna hjá fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Gunnar Hilmarsson, stjórnarformaður Atvinnutryggingarsjóðs, fullyrðir að i þessum atvinnugreinum velti sparnaðurinn á milljörðum króna miðað við milliuppgjör fyrirtækja frá því í haust og sé það dæmi um þá miklu óvissu og breytingar sem ganga yfir þau fyrirtæki er sótt hafa um lán og fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. fjármagnskostnaði vegna lækkaöra vaxta, en Gunnar Hilmarsson, tel- ur að vegna lækkunar þessarar sé ekki hægt að segja annað en staða fyrirtækjanna hafi batnað talsvert frá því sjóðurinn var stofnaður á fyrstu starfsdögum núverandi ríkis- stjórnar. í viðtalinu kemur einnig fram að Gunnar telur þessa bættu stöðu þrátt fyrir þetta ekki nægja Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar sem birtist í Tímanum á morgun. Par er fjallað nánar um þessar breytingar og aörar sem útflutn i ngsgreinarnar hafa gengið í gegnum síðasta eitt og hálft ár og það stjórnleysi sem verið hefur á peningamálum. Hvergi virðist liggja fyrir ná- kvæm samantekt á minnkuðum viðkomandi fyrirtækjum til að þeim takist að rétta úr bágri rekstr- arstöðu án aðstoðar við hlutafjár- aukningu, skuldbreytingar og hag- ræðingu í rekstri. Hefur auðvitað veruleg áhrif Amar Sigurmundsson, formaður Sambands fiskvinnslustööva, segir að mjög erfitt sé að meta þær upphæðir sem sparast hafa við lækk- un vaxta að undanfömu. Amarsegir þó ekki leiki á því nokkur vafi að nafnvaxtalækkun.dráttarvaxtalækk- un og lftilleg raunvaxtalækkun hafi haft sitt að segja. Hjöðnun verð- bólgu og þar með lækkun verðbóta- þáttar skiptir verulegu máli. „Ein- hvers staðar hef ég heyrt að skuldir sjávarútvcgsins nemi um lOmilljörð- um króna f verðtryggðum lánum innanlands, en þá cr átt við bæði útgerð og vinnslu," sagði Arnar. „bannig sjáum við að auðvitað hefur þetta verulcg áhrif. Ég get ekki nefnt neinar tölur í þessu santbandi. En hjöðnun verðbólgunnar lækkar verðbæturnar, raunvaxtalækkunin er lítið komin til framkvæmda, nafn- vaxtlækkunin hefur öneitanlega áhrif og þó sérstaklcga vegna hlaupareikningsyfirdráttar, en ekki síst sú lækkun sem orðið hefur á dráttarvöxtum. Ég hef þó cngar tölur yfir vigtina í þessu í krónum. Mér finnst sú tala sem Gunnar nefnir dálítið há ef hann er aðeins að niiða við þann tíma sem liðinn er síðan í haust,“ sagði Arnar. Benti hann þó á þá staöreynd að þrátt fyrir nokkuð bætta stöðu hvað þetta varðar, væru þessi fyrirtæki áfram rekin með bullandi tapi. I»ess má geta að ráðgjafarnefnd síðustu rfkisstjóraar komst að þeirri niðurstöðu að 1 % lækkun raunvaxta myndi skila 0,2% sparnaði í útgjöld- um sjávarútvegsfyrirtækja. Núver- andi ríkisstjórn hefur tekist að skapa skilyrði fyrir u.þ.b. citt prósent lækkun raunvaxta, en hefur á stefnu- skrá sinni að lækka raunvexti um tvo af hundraði til viðbótar. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagðist eiga erfitt nteð að trúa því að sparnaður þessi mældist í milljörð- urn kröna hvað varðar frystihúsin ein. Heildarvelta frystingarinnar í landinu er um 17-10 milljarðar króna og því er fjármagnskostnaður ekki mældur í milljörðum. Benti hann á að sparnaður fjármagnskostnaðar í þessum greinum væri minni en ella þar scm um væri að ræða erkmd lán að stórum hluta. Klt Þingmeirihluti fyrir skatti á verslunar og skrifstofuhúsnæöi: Kvennalist- inn felldi breytingar íhaldsins Önnur og þriðja umræða um skatt á verslunar og skrifstofuhúsnæði fór fram í neðri deild Alþingis í gær. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild var frestað, en breytingartil- laga sjálfstæðismanna um að skatt- prósentan yrði óbreytt var felld með 24 atkvæðum á móti 12, tveir greiddu ekki atkvæði og fjórir voru fjarstadd- ir. Þó svo að ekki hafi verið greidd atkvæði um frumvarpið í heild sinni var farið fram á nafnakall um hvort hvort vísa ætti því frá annarri til þriðju umræðu og einnig um breyt- ingartillögu sjálfstæðismanna sem áður greinir. Hún fól það í sér að skattprósentan skyldi vera 1,1% af fasteignamati eins og verið hefur, en í frumvarpi ríkisstjórnarinnarergert ráð fyrir að hún verði hækkuð um helming eða í 2,2%. Þingmenn Kvennalista studdu þessa hækkun, en þingmenn Borgaraflokks voru á móti að Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur undanskilinni, en hún sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Tveir af þingmönnum Alþýðu- flokks, þeir Árni Gunnarsson og Sighvatur Björgvinsson og einn af þingmönnum Framsóknarflokksins Ólafur Þórðarson lýstu sig andvíga skattinum en töldu sig bundna af samkomulagi stjórnarflokkanna. -ág Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri Islenskra getrauna og Sigurður Baldursson kanna söluna í gær. Hið fullkomna tölvukerfi gerir það að verkum að allar hreyfingar er hægt að sjá samstundis. Timamynd Pjciur Þrjár vikur í röð hefur fyrsti vinningur ekki gengið út hjá íslenskum getraunum: Verða 10 milljónir í getraunapottinum? Tekjuöflunarfrumvörp stjórnarinnar eitt af ööru á leiöinni í gegn um þingiö: Skattur á erlend lán í efri deild Stjómarfrumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum, er felur í sér heimild til ríkisstjórnar- innar frá Alþingi til að leggja 6% lántökuskatt á erlend lán var sam- þykkt í neðri deild þingsins í gær með tuttugu atkvæðum á móti ellefu. Þingmenn Kvennalista og Borgara- flokks, að frátöldum Albert Guð- mundssyni greiddu ekki atkvæði. Skattur þessi var samþykktur á síðasta þingi, en frumvarp þetta er til framlengingar á heimildinni. Þær breytingar eru þó gerðar á því núna að lán sem tekin eru erlendis vegna kaupa eða reksturs á kaupskipum eða flugvélum sem notaðar eru í atvinnuskyni eru undanþegin skattinum. Það sama á við um lán sem tekin eru vegna sérstakra að- gerða stjórnvalda í þágu útflutnings- greina. Telja má að frumvarp þetta sé öruggt með að komast í gegnum þingið fyrir jól þar sem það verður tekið fyrir í efri deild eftir næstu helgi. - ág Potturinn hjá íslenskum getraun- um verður sá allra stærsti á morgun frá upphafi. Síðustu þrjár helgar hefur enginn verið með tólf rétta og má búast við því að vinningurinn fyrir tólf rétta verði átta til tíu milljónir króna. Salan tók þegar kipp strax á mánudag, sem er mjög óvenjulegt. Salan hjá Getraununum það sem af er þessari viku hefur tvöfaldast miðað við síðustu viku, en þá var einnig metsala. 4,4 milljónir króna færðust frá síðustu leikviku yfir á þessa og var í gær búið að kaupa raðir fyrir sömu upphæð. Reynslan hefur verið sú að 90% sölunnar fer fram á föstudegi og laugardegi og sagði Sigurður Baldursson hjá fs- lenskum getraunum, að búast mætti við að salan í vikunni yrði um 12,5 milljónir. Heildarvinningspotturinn ætti því að verða 8,5 til 9 milljónir króna, fyrir 11 og 12 rétta. í síðustu viku seldust raðir fyrir um 7 milljónir króna cg voru 33 með 11 rétta. Samkvæmt því hefðu 3 átt að vera með 12 rétta. f tvígang í fyrra kom það fyrir að enginn var með 12 rétta þrjár leikvikur í röð og var stærsti vinning- ur þá 4,6 milljónir fyrir 12 rétta. Sölukerfið hjá íslenskum getraun- um er það tæknivæddasta sem um getur í heiminum. Hægt er að tippa þar til nokkrar mínútur eru til leiks og hefur það gert leikinn meira spennandi og haft í för með sér gífurlega söluaukningu, frá því sem var, að sögn Sigurðar. Þetta kemur íþróttafélögunum mjög til góða, því eins og lesendur vita fer hluti af innkomunni til félaganna. Aðspurður sagði Sigurður að stóri vinningurinn sem dreginn var út hjá HHÍ hefði án efa áhrif á söluna hjá íslenskum getraunum. -ABÓ Fórsetinn sæmdur heiðursmerki: Nál úr gulli Forseti íslands, frú Vigdís Finn bogadóttir, verður sæmd heiðurs- merki Norræna áhugaleikhúsráðs- ins í tilefni af 20 ára afmæli þess. Heiðursmerkið er nál úr gulli með átta grímum á, einni fyrir hvert land sem á aðild að ráðinu, en þau eru Álandseyjar, Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, fsland, Noregur og Svíþjóð. Formaður NAR, Ella Röyseng frá Noregi, mun sæma forsetann merkinu á Bessastöðum í dag. Gullnálin er hönnuð af Sigurði Erni Brynjólfssyni og Stefán B. Stefánsson gullsmiður smíðaði hana.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.