Tíminn - 16.12.1988, Page 6

Tíminn - 16.12.1988, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 16. desember 1988 Sveitarstjóri Stöðvarhrepps: Hvetur til samstillts átaks í brunavörnum Sveitarstjóri Stöðvarhrepps, Björn Hafþór Guðmundsson, hefur sent stjórnarmönnum í Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi bréf þar sem hann fer fram á við stjórnina að hún kanni í samráði við viðkomandi aðila, hvort og hvernig hægt er að gera sameiginlegt átak í að auka cldvarnir í fyrirtækjum á sambandssvæöi n u. Ingi R. Helgason forstjóri Bruna- bótafélags íslands hefur með bréfi til Björns Hafþórs lýst yfir ánægju sinni með framtak hans og er honum sammála um að nauðsyn sé á sam- stilltu átaki viökomandi aðila til bjargar og úrbóta. Þá segir hann að BÍ sé tilbúið til að taka þátt í þvílíku átaki. Á fundi Sambands íslenskra raf- veitna og Sambands íslenskra hita- veitna nú í haust flutti Ingi R. erindi þar sem hann hvatti til samstillts átaks til varnar, ekki ósvipað því og sveitarstjórinn gerir með bréfi sínu. Ástæða þess að sveitarstjórinn ritar þetta bréf er vegna verulegs tjóns sem varð í eldsvoða á Stöðvar- firði aðfaranótt 22.október sl. þegar fiskvinnsluhús í eigu Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf. skemmdist mikið í eldi. Hann bendir á að hefðu fullkomin reyk- og hitaskynjunar- tæki verið til staðar, tengd kraftmik- illi aövörunarbjöllu utan dyra eða símkerfi tengt slökkviliðinu, væru miklar líkur á að tekist hefði að hefta útbreiðslu eldsins fyrr og tjónið í þessu tilfelli orðið óverulegt eða mun minna en raun var, bæði hvað snýr að fyrirtækinu sjálfu, trygginga- félögum, sveitarfélaginu og íbúum þess. Björn Hafþór telur að með sam- stilltu átaki fyrirtækja, sveitarfélaga og tryggingarfélaga ætti að vera mögulciki á að gera róttækar breyt- ingar í þessum efnum. Sem umræðu- grundvöll bendir sveitarstjórinn á að tryggingarfélögin breyti iðgjöldum af tryggöum eignum og framleiðslu fyrirtækja í samræmi við áhættur, þannig að lægri iðgjöld séu innheimt af þeim sem kaupa og koma fyrir viðurkenndum búnaði. Hlutverk sveitarfélaga gæti verið að fylgjast betur með ástandi húsa og kerfa, framkvæma prófanir að einhverju leyti á sinn kostnað, fræða forsvars- menn og starfsfólk fyrirtækja um eldvarnir o.s.frv. Fyrirtækin sjálf verði að þrýsta á um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, sem gerði þeim kleift að ráðast í þann kostnað sem er af auknum brunavörnum. Þá bendir sveitarstjórinn einnig á að opinberir aðilar s.s. Brunamála- stofnun og Rafmagnseftirlit svo og þeir sem m.a. hefðu með veitingu vinnsluleyfa að gera, hefðu mcira vald eða a.m.k. beittu því frekar en nú er, ef brunavörnum væri talið ábótavant. Afrit af bréfinu sendi sveitarstjór- inn til hlutaðeigandi aðila, Bruna- bótafélags íslands, Samvinnutrygg- inga, Brunamálastofnunar ríkisins, Rafmagnseftirlits Austurlands, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar, framkvæmdastjóra SSA og slökkviliðsstjóra Stöðvar- hrepps. -ABÓ Tímamynd Ciunnar Er vinnuvélarall ný íþrótt á íslandi? Glóbus hf. hélt upp á tímamót meö vinnuvélaralli: JCBí25áráíslandi Það eru ekki nema fjörtíu og þrjú ár síðan Josep Cyril Bamford hóf smíðar í gömlum bílskúr í Bretlandi og notaðist við járn úr aflögðum loftvarnarskýlum. Fyrst í stað gerði hann upp dráttarvagna en skömmu síðar hóf hann smíðar á sturtuvögn- um fyrir bændur og byggði einnig hús yfir herjeppa. Nú eru framleidd- ar um 16.000 vinnuvélar af ýmsum gerðum undir heitinu JCB og er traktorsgrafan frá JCB einna kunn- ust hér á landi. Það var strax um 1963 að Glóbus hf. fékk umboð til að selja JCB vinnuvélar á fslandi og var það fyrsta landið sem þessar vélar voru fluttar til frá framleiðslulandinu. Það er því búið að flytja inn JCB í tuttugu og fimm ár á íslandi og er talið að vélarnar séu vel á þriðja hundrað talsins. Af þessu tilefni hefur Glóbus staðið fyrir viðamikilli afmælishátíð með stuðningi fram- leiðandans. Hingað voru því sendir nokkrir kunnir vinnuvélarallkappar til að sýna listir sínar og urðu nokkrir forráðamenn JCB þeim samferða. Er vísað til myndanna til frekari skýringa á því í hverju vinnu- vélarall er fólgið. Þó að ekki sé langt um liðið frá því Bamford hóf framleiðslu sína heima í bílskúrnum, er Ijóst að fyrirtækið hefur stækkað mikið. Húsnæði JCB verksmiðjunnar í Bretlandi er rúm- lega 110.000 fermetrar að stærð, eða álíka og 14 fótboltavellir, og starfs- mannafjöldinn er um 1700 manns. KB 20 millj.í ull Ríkisstjórnin hefur að tillögu iðnaðarráðherra ákveðið að veita 20 milljónum króna til íslensks ullariðnaðar, og aftur sömu upp- hæð á næsta ári. Hluti fjárveitingarinnar eða um 14 milljónir, verður greiddur beint til fyrirtækjanna í hlutfalli við verð- mæti útfluttra ullarvara frá þeim. Þær 6 milljónir sem eftir eru, verða notaðar til að kosta sérstakt mark- aðsátak fyrir ullarvöruframleið- sluna á mörkuðum erlendis. Þessi fjárveiting er til viðbótar við þær greiðslur, sem greiddar eru úr ríkissjóði til þess að gera verð íslenskrar ullar samkeppnisfært við heimsmarkaðsverð. Haukur Morthens tekur við gullplötu frá Ólafi Haraldssyni forstjóra Takts. Gunnar Þórðarson sem einnig fékk gullplötu er með þeim á myndinni. Tímamynd BG Heildarútgáfur tólistarmanna setja svip sinn á útgáfur Takts hf: María Markan og Haukur Morthens Hljómplötufyrirtækið Taktur hf. kynnti nýlega jólaútgáfu sína við hátíðlega athöfn. Er óhætt að segja að ■ þeim tólf titlum sem kynntir voru kenni ýmissa grasa, sumt eru endurútgáfur á eldri upptökum, m.a. úr tónbandasafni Fálkans, en Taktur hf er arftaki hljómplötudeildar Fálkans og virðist ætla að halda uppi þeirri hefð Fálkans að hljóðrita og gefa út dýrgripi íslenskrar tólistarsögu jafnt á sviði dægurtólistar sem sígildari tónlistar. Á dægurtónlistarsviðinu, í nokk- uð víðri merkingu, á eflaust eftir að vekja mesta athygli ný útgáfuröð sem útgefandinn kallar „Gullnar glæður“. í þessum flokki koma nú út á geisladiski safn laga með Hauki Morthens og Hljómum. Hljómar, sú kunna hljómsveit og brautryðjandi íslenskra popphljómsveita er 25 ára um þessar mundir og eru á þessum diski 25 af kunnustu Iögum hljóm- sveitarinnar. Haukur Morthens hefur í áratugi sungið sig inn í hjörtu landsmanna og margar af þeim hljóðritunum sem gerðar hafa verið af söng hans hafa um árabil verið ófáanlegar á plötum. Úr þessu er að nokkru bætt með safni 26 þekktra laga sem Haukur söng á árunum frá 1954-1962. Annað hefur verið gefið út í dægurlagadeildinni og má þar nefna „Þjóðlegan fróðleik" þar sem Guð- mundur Ingólfsson leikur íslensk þjóðlög í jazz útfærslu með aðstoð þeirra Þórðar Högnasonar og Guð- mundar Steingrímssonar. Þá má nefna nýjan geisladisk þar sem Björn Thoroddsen gítarleikari er í aðal- hlutverki með aðstoð kunnra er- lendra hljóðfæraleikara. Plata hljómsveitarinnar Grafík, „Get ég tekið sjens" er einnig gefin út á geisladiski fyrir þessi jól. Síðast en ekki síst kemur út á geisladiski safn 24 laga með Ríó tríóinu og heitir þessi útgáfa „Best af öllu“. Eflaust mun þó mörgum finnast mest koma til útgáfu fyrirtækisins á safnplötum með Stefáni íslandi og Maríu Markan, en þetta eru endur- útgáfur unnar í samvinnu við Ríkis- útvarpið á hljóðritunum með þekkt- um íslenskum einsöngvurum. „Áfram veginn" heitir heildarútgáf- an með Stefáni Islandi og er hún jafnframt sú fyrsta í þessari útgáfu- röð alls á 4 hljómplötum og margar þessara hljóðritana hafa ekki heyrst áður á plötu. „María Markan - hljóðritanir 1929-1970“ heitir útgáf- an með Maríu Markan og er hún önnur útgáfan í þessari röð og er á þrernur hljómplötum. En ásamt endurútgáfu gömlu meistaranna kemur nú út ný upptaka þar sem margir af okkar þekktustu einsöngv- urum syngja lög dr. Gylfa Þ. Gísla- sonar. Heitir þessi hljómplata „Ljós- ið loftin fyllir" og á henni syngja Garðar Cortez, Kristinn Sigmunds- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sigríður Ella Magnúsdóttir við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Jólin fá sitt pláss í útgáfunni svo sem við er að búast og á geisladiski hafa verið gefin út 33 jólalög í flutningi ýmissa listamanna, s.s. Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur og Gunnars Þórðarsonar o.fl. Og fyrir börnin er hugsuð platan „Á sjóræningjaslóð- um“ þar sem Örn Árnason leikari bregður sér í gervi afa gamla en það er gervi sem hann notar í barnatím- um á Stöð 2. Loks ber að nefna útgáfu sem með sanni má kalla rúsínu í pylsuendan- um en það er safn af upplestri íslenskra skálda úr verkum sínum. Safn þetta ber heitið „8 þjóðskáld lesa úr verkum sínum“. Þeir sem þarna koma við sögu eru: Gunnar Gunnarsson, Tómas Guðmundsson,. Halldór Laxness, Jón Helgason, Þórbergur Þórðarson, Davíð Stef- ánsson, Sigurður Nordal, og Steinn Steinarr. Þessi skáld lesa mis mikið hver, Þórbergur einna mest en þeir Gunnar Gunnarsson, Sigurður Nordal og Steinn Steinarr minnst. Samtals er hér á ferðinni í einum pakka um 5 klukkustunda lesning á fjórum hljóðsnældum í mjög hagan- lega útbúnu hulstri, sem er af sömu stærð og myndbandshulstur að um- fangi. Þetta eru endurútgáfur úr tónbandasafni Takts og hinn mesti menningarauki - ekki aðeins unn- endum þessara skálda heldur er hér komið fram ákjósanlegt og hand- „ hægt kennslugagn fyrir skóla og skólabókasöfn í landinu. - BG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.