Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. desember 1988 Tíminn 7 Hægt að spara varðandi hátíð barnanna: Verulegur verðmunur á leikföngum og spilum Mikil verðmunlir er á leikföngum eftir verslunum, allt að 70,8%, en þar er um að ræða s.k. Snákahöll í leikfangaseríunni „Masters of the Universe“. SnákahöIIin er ódýrust í Hagkaupum, þar kostar hún 2.869 krónur en dýrust í Leikfangahúsinu á Skólavörðustíg, þar er verðið 4.900 krónur. Þess ber að geta að í sex verslunum var verðið á bilinu 4.793- 4.900 krónur. Þessar upplýsingar er að finna í niðurstöðum verðkönnunar sem Verðlagsstofnun stóð að dagana 5. og 6. desember. f könnuninni var borið saman verð á 54 leikföngum og 14 spilum í 35 verslunum. Verð- munur á spilum milli verslana er ekki jafn áberandi og á leikföngum þó má nefna að mesti verðmunur var á Útvegsspilinu, munur á hæsta og lægsta verði var 73%. Útvegsspilið kostar 900 krónur hjá Magna Lauga- vegi en 1.560 krónur í Pennanum. I átta tilvikum var lægsta verð á leikföngum í Hagkaupum og Kaup- stað og í sex tilvikum í leikfanga- versluninni Fídó og Smáfólk. Hæsta verð reyndist oftast í leik- fangaversluninni Liverpool, í 15 til- vikum af 46. Einnig reyndist vera hátt verð í Hólasporti og Bókabúð Fossvogs, en í tveimur síðarnefndu verslununum voru tiltölulega fá leik- föng til. Eins og fyrr segir kemur ekki fram jafnmikill munur milli verslana hvað spil varðar. Auk Útvegsspilsins er mikill munur á verði á Matador, lægsta verð er 760 krónur í Bókabúð Vesturbæjar en hæsta verð er í Ástund Austurveri eða 1040 krónur, munurinn er 36,8%. Hvað púsluspil varðar er mesti munur á 1500 stykkja Jumbo púsluspili. Það kostar 560 krónur í Bókabúð Æskunnar en 770 krónur í Ástund Austurveri, hlut- fallslegur munur er því 37,5% Skýringar Áætlað er að u.þ.b. helmingur allrar leikfangasölu eigi sér stað á þessum árstíma, rétt fyrir jólin. Að fengnum þessum upplýsingum ætti að vera ljóst að það getur margborg- að sig að fara sér hægt í innkaupun- um og athuga verðmun milli versl- ana. Að mati Verðlagsráðs eru ýmsar skýringar á þeim verðmun sem fram kemur í könnuninni. Má þar nefna m.a. mismunandi aldur birgða og mismunandi smásöluálagningu. í könnuninni er borið saman verð á nákvæmlega sömu vörutegundum og vörumerkjum, þannig að gæðamun- ur skýrir ekki þennan mismun. Hvað er vinsælast? Tíminn gerði sér ferð í Leikfanga- verslunina Liverpool á Laugavegi til að grennslast nánar fyrir um verð- lagningu og sölu á leikföngum. í versluninni fengust þær upplýs- ingar að leikfangasalan væri komin á fullt fyrir jólin. Vinsælustu leik- föngin fyrir þessi jól fyrir stelpur væru Pony, Sindy og Barbie en munur á milli verslana á þessum vörum er á bilinu 5,8-43,7%. Vin- sælustu leikföngin fyrir stráka eru geimkarlar og fígúrur eins og Trans- formers, Action Force og Masters of the Universe. Verðmunur á þessum vörum er á bilinu 2,3-18,2%. Fyrir þá sem blöskra vinsældir „stríðs- leikja" af þessu tagi er rétt að taka fram að ýmiskonar spil seljast alltaf vel og gömlu spilin Bingó og Mat- ador eru ekki grafin og gleymd. Verslunarstjóri Liverpool sagðist helst hallast að því að mikill verð- munur væri vegna mismunandi aldurs á vörum í verslununum. Sem dæmi má nefna að vörur frá Lego hækkuðu um nærri 30% fyrir tveim- ur mánuðum og slíkt kemur auðvit- að fram ef verslanir eru með nýjar vörur á lager. Fyrrnefnd Snákahöll sem var rifin út fyrir jólin í fyrra hefur ekki selst mikið. Verðmunurinn á henni er gríðarlegur milli verslana eins og kom fram hér að ofan. En allt á sínar skýringar og hjá Hagkaupum feng- ust þær upplýsingar að verðið á títtnefndri Snákahöll hefði verið lækkað nú fyrir jólin og birgðir væru takmarkaðar. Álagning Mikið hefur verið rætt um gríðar- lega álagningu á leikföngum, og heyrst hafa tölur eins og 100-200%. Ekki er hægt að útiloka að um slíkt sé að ræða í einstökum tilfellum, líklegra verður þó að telja að álagn- ingin sé 50-55%. Svo er auðvitað söluskattur á leikföngum og er hann 25%. Þegar keypt eru leikföng er rétt að hafa í huga að hægt er að fá mun ódýrari vöru ef fólki er ekki umhug- að að kaupa tiltekin merki sem mikið hefur verið haldið á lofti bæði í auglýsingum og sjónvarpsþáttum. SSH féSStf Laugavegi 47 flDAflltf' Herrafatnaður fyrir menn á öllum aldri. Tískufatnaður og sígildur fatnaður í úrvali. Verð og gæði fara saman hjá Herrahúsinu og Adam. S. 29122 S.17575 ADAm* Kjörgarður / i | j | 1 m m J .11 11L (/} «5 Laugavegur -3 Laugavegur “ Laugavegur -q |1 r i>r s j j i! ilJO Hlemmur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.