Tíminn - 16.12.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 16.12.1988, Qupperneq 13
Föstudagur 16. desember 1988 Tíminn 13 BÆKUR K\KiV\k \ -. -- g-artland Örlagaþræðir Örlagaþræðir Barbara Cartland Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Örlagaþræðir eftir Barböru Cartland. Þetta er fimmtánda bókin, sem Skuggsjá gefurút eftir Cartland. Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að þvi, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáh. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í veðmáh við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfinningar leysast úr læðingi milh tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem sist af öhu var hægt að láta sér detta í hug... örlagaþræðir er 176 bls. Bókin er sett og prentuð í Prentbergi, Kópavogi, og bundin í Félagsbókbandinu BókfeUi. Sigurður Steinsson þýddi bókina. Veisla í farángrinum Ný útgáfa á snilldarlegri þýðingu Laxness á sígildu verki Hemingways Vaka-HelgafeU hefur gefið út á ný hið sígUda meistaraverk Emest Hemingways, Veisla i farángrinum, sem HaUdór Laxness þýddi, en bókin hefur verið ófáanleg um tveggja áratuga skeið. Veisla í farángrinum er skáldverk með endurminningablæ frá þeim áxum er Hemingway dvaldist í París á þriðja tug aldarinnar. Á þeim tíma var París iðandi miðborg hsta og bókmennta og þangað sóttu Ustamenn hvaðanæva að. AUstór hópur enskra og bandarískra rithöfunda og hstamanna átti þarna samleið og Hemincrway, þá ungur og óreyndur rithöfundur, drakk í sig andann í París ásamt félögum sinum. Þeirra á meðal vom þau James Joyce, Ezra Pound, Scott Fitzgerald og Wyndham Lewis. Islendingar em svo lánsamir að eiga sniUdarþýðingu annars Nóbelsverðlaunahafa, HaUdórs Laxness, á þessu verki og það hefur verið samdóma áht bókamanna að þar fari skáldið á kostum. ANTTI TUURÍ VETRAR STRÍÐIÐ Vetrarstríðið Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér Vetrarstríðið eftir Antti Tuuri. í bókinni segir frá því hvernig óbreyttur hermaður upplifir hinn skelfílega hUdarleik þegar finnska þjóðin þurfti að verjast innrás Sovétmanna veturinn 1939-40. Bóndinn Martti í Austurbotni er fyrirvaralaust kaUaður tU „auka þjálfunaræfinga" og síðan sendur á vígstöðvarnar á Kirjálaeiðinu, þar sem finnski landherinn fékk það hlutverk og tókst að stöðva framrás miklu fjölmennara og betur búins herhðs hinnar voldugu nágrannaþjóðar. Vetrarstríðið stóð einungis í 105 sólarhringa, en er einhver grimmUegasta og mannskæðasta orrahríð sem háð hefur verið, við aðstæður sem em öðmm htt skUjanlegar, í bmnagaddi þar sem hermennimir fengu ekki heita máltíð dögum saman og gátu ekki þrifið sig svo vikum skipti. Martti hefur enga yfirsýn yfir gang stríðsins. Frásögn hans er neðan frá, úr skotgröfunum, og sýnir á áhrifamikinn hátt æðmleysi þess manns sem leysir af hendi það hlutverk sem honum er ætlað í þágu föðurlandsins. Að visu er ekki laust við að kaldhæðni og beiskju gæti stundum frammi fyrir yfirþyrmandi ofurefli. Anders Huldén, sendiherra Finnlands á íslandi, ritar stuttan eftirmála þar sem skýrt er hið sagnfræðUega og stjómmálalega baksvið sögurmar. Antti Tuuri hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985 fyrir skáldsöguna Dagur í Austurbotni sem Setberg gaf út í íslenskri þýðingu sama ár. Þýðandi sögunnar er Njörður P. Njarðvík. Æskuást og önnur kona eftir Jón Gísla Högnason í þessari bók segir frá æsku og uppvaxtarárum ungs manns í sveit á íslandi á öndverðri þessari öld. Þetta er saga um ást og hfsbaráttu, þolgæði og drengskap. Áður hafa eftirtaldar bækur komið út eftir Jón Gísla: Vinir í varpa, Ysjur og austræna, Gengnar leiðir og á s.l. hausti kom út bamabókin Urðarbúinn, sem fékk mjög góðar viðtökur og lof gagnrýnenda. Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar h.f. Aðeins um eina helgi Theresa Charles Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Theresu Charles, Aðeins um eina helgi. Fjölmargar bækur hafa verið gefnar út eftir Theresu Charles, sem flestar eru enn fáanlegar. Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Moma sagt við Margréti: „Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur". Þetta hafði sært Margréti mikið. Aðeins um eina helgi er 192 bls. Bókin var sett og prentuð í Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Félagsbókbandinu BókfeUi. Andrés Kristjánsson þýddi bókina. Rússnesk ljóð Út er komin hjá Máh og menningu ný bók með ljóðaþýðingum úr rússnesku eftii Geir Kristjánsson. Nefnist hún Undir hælum dansara. Bókin geymir 37 ljóð eftir 10 höfunda sem sumir hafa verið taldir með merkustu skáldum aldarinnar. Lesandinn kynnist þama hinum íhygla Pasternak, hinum frakka og kjaftfora Majakovskí og fíngerðum og fögmm ljóðum önnu Akhmatovu. í bókinni er líka hið afdrifaríka ljóð Osip Mandelstam um Stahn, en fyrir það var hann handtekinn og er talinn hafa endað ævina í fangabúðum í Síberíu. Þá em í bókinni ljóð eftir höfuðskáld rússneska symbóhsmans, Alexander Blok, sveitaskáldið Ser Ésénin, Marínu Tsvétatjevu, Évgéni Évtúsjenko, Andrej Voznésénski og nóbelsverðlaunahafann Jósef Brodski. Þýðandinn, Geir Kristjánsson, er löngu virtur og kunnur fyrir þýðingar sinar úr rússnesku. í bókarlok gerir hann grein fyrir skáldunum, sem mörg hver máttu þola ótrúlegar raunir fyrir það eitt að yrkja. Undir hælum dansara er 70 bls. að stærð og gefin út bæði innbundin og í kilju. Hún er unnin i Prentstofu G. Benediktssonar, en Bókfell annaðist bókband. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Lóðaúthlutun Til úthlutunar eru 34 lóðir fyrir einbýlishús við Austurfold og Vesturfold og 14 lóðir fyrir raðhús við Fannafold á svæði, sem nefnt er Fagrabrekka, norðan Foldahverfis í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar sumarið 1989. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borg- arverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð og skipulagsskilmálar. Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með 19. desember 1988 á skrifstofu borgarverkfræðings. Athygli er vakin á því, að endurnýja þarf eldri lóðarumsóknir. Borgarstjórinn í Reykjavík Þakkir Elskuleg börnin mín, venslafólk og vinir. Hjartans þakkir fyrir alla aðhlynningu og alúð, vináttu og virðingu á 90 ára afmælinu mínu hinn 1. des. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur ánægjulega aðventu, gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár. Steinunn Hjálmarsdóttir Reykhólum t Móðir mín, tengdamóðir og amma Ragnheiður Aðalsteinsdóttir frá Hlíð Halakoti, Vatnsleysuströnd verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju, laugardaginn 17. desember kl. 13.30. MundhildurBirnaGuðmundsdóttir Grétar Bæring Ingvarsson Ingvar Kristján Grétarsson Ragnheiöur Helga Grétarsdóttir Guömundur Sveinn Grétarsson Þuríður Kristjana Grétarsdóttir t Móðir mín Finney Reginbaldsdóttir Knarrarstig 2, Sauöárkróki verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Halldóra S. Jónsdóttir t Útför móður okkar Margrétar Guðjónsdóttur Hvítárdal, Hrunamannahreppi fer fram frá Hrunakirkju, laugardaginn 17. desember kl. 14. Blóm og kransar afbeðin en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Rútuferð verður frá BSl kl. 11.30 sama dag. F.h. aðstandenda, börnin t Útför Hjálms Þorsteinssonar fyrrum bónda Skarði, Lundarreykjadal fer fram frá Lundarkirkju mánudaginn 19. desember kl. 14.00. Edda Guðnadóttir Þorvaldur Guðnason

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.