Tíminn - 16.12.1988, Síða 16

Tíminn - 16.12.1988, Síða 16
16 Tíminn Föstudagur 16. desember 1988 DAGBÓK lllllll ÚTVARP/SJÓNVARP Helgileikur í Fríkirkju Hafnarfjardar Sunnudaginn 18. desember verður helgileikurinn „Hljóðu kirkjuklukkurn- ar“ fluttur af Kór Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar í Fríkirkju Hafnarfjarðar í tilefni af 75 ára afmæli kirkjunnar. Vikuieg laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 17. desember. Lagt af stað frá Digran- esvegi 12 kl. 10:00. I dimmasta skammdeginu og jólaundir- búningi er samvera, kaffidrykkja og hreyfing á laugardagsmorgni góður undir- búningur fyrir helgina. Allireru velkomn- ir í bæjarrölt Hana nú. Kvikmyndahátíð 1989 í Búlgaríu: Með mannúð til friðar og vináttu Dagána 27. maí til 4. júní 1989 gengst . Rauði kross Búlgaríu fyrir alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Varna í Búlgaríu. Hátíðin er haldin undir kjörorðunum: „Með mannúð til friðar og vináttu*1. Hún er vinsæl um allan heim, og síðast þegar slík hátíð var haldin sendu 55 þjóðir og 5 alþjóðleg félög samtals 300 myndir. Myndirnar mega ekki vera eldri cn frá 1. janúar 1987. Þær eiga að fjalla um Rauðakrossstarf, heilbrigði, vistfræðieða mannúðarmál. Lengd skiptir ekki máli. Þátttöku þarf að tilkynna til The Festiv- al Directorate í Sofia fyrir 1. febr. 1989, og myndirnar þurfa að vera komnar til Vama fyrir 25. mars 1989. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu Rauða kross íslands. Rauðarárstíg 18 í síma 91-26722. FÍM-salurinn verður sölugallerí Félag íslcnskra myndlistamanna hefur nýjan rekstur í galleríi sínu, FlM-salnum, Garðastræti 6. Þar verður rekið annars vegar sölugallerí, þar sem fólk gctur keypt verk því sem næst beint af lista- manninunt, en hins vegar verður haldið áfram mcð sýningarsalinn, þar sem stöðugar sýningar verða. Verk sem boðin verða til sölu í gallerí- inu verða eingöngu eltir viðurkennda myndlistamenn. Félag íslenskra myndlistamanna er elsta og virtasta félag myndlistamanna hcr á landi. I desember og janúar verður galleríið eingöngu starfrækt sem sölugallerí og verður skipt um upphengi viku- til hálfs- mánaðarlcga. Opnunartími verður kl. 12:00-18:1X1 virka daga, en í desember verður lokað um leið og verslanir loka. Á laugardögum er opið kl. 14:00-18:00, en í desember verður opið jafnlengi á laugardögum og verslanir hafa opið. Lokað er á sunnudög- Jólakort Félags eldri borgara Fjáröflun til styrktar Félagsheimilis- sjóðs Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur nú yfir. Fjáröflunar- nefndin hefur látið gera jólakort til að afla sjóðnum fjár. Aðalbjörg Jónsdóttir ■jnnaaitt gnrft myndanna sem á kortunum eru og gaf vinnu sína. Kortin verða til sölu á skrifstofu félags- ins að Nóatúni 17, 2. hæð. Einnig verða kortin til sölu í „Opnu húsi“ í Tónabæ, á mánudögum og laugardögum frá kl. 13:30 og í „Opnu húsi“, Sigtúni 3 á fimmtudög- um og sunnudögum á sama tfma. Kortin verða send til félagsmanna ásamt gíró- seðli. Jólasýning í Nýhófn: Kátt er um jólin Laugard. 3. des. kl. 14:00, var opnuð jólasýning í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, undir yfirskriftinni: Kátt er um jólin, koma þau senn! Á sýningunni, sem er sölusýning, verða . verk eftir lifandi og látna íslenska lista- menn. Opnunartími fram að jólum verður kl. 10:00-18:00 virka daga, á opnunartíma verslana á laugardögum og kl. 14:00- 18:00 á sunnudögum. Pennavinur í London Blaðinu hefur borisl bréf frá 27 ára gömlum Lundúnabúa, Stephen Harmsworth, sem langar til að eiga pennavin á svipuðuni aldri á Islandi. Hann skrifar að hann hafi áhuga á músík, bréfaskriftum, ferðalögum, listum og lestri bóka. Utanáskrift til hans er: Mr. S.J. Harmsworth, 53 Eccleston Square, Pimlico, London SWl England Asgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74 er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30 - 16:00. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hrineinn. Listasafn Einars Jónssonar - lokað í tvo mánuði Listasafn Einars Jónssonar er lokaö desember- og janúarmánuði. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:00 - 17:00. Neskirkja - Starf aldraðra Jólasamvera aldraðra verður á morgun, laugard. 17. des. kl. 15:00. Jólahugleiðing, einsöngur, happdrætti, helgileikur og kaffiveitingar. Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja er opin alla daga ncma mánudaga kl. 10:00-18:00. Turninn er opinn á sama tíma. Félag eldri borgara Myndasýning verður í opnu húsi í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnudag 18. des. kl. 15:30. Sýnd verður Færeyjaferð, fyrri áfangi. FREYR 22. nr. 84. árg. í ritstjórnargrein er rætt um kröfur um gæði - og kröfur um verð, en þar er rætt um matvöru. Þá er viðtal við Steingrím J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra: Kjöl- festan verður hinn hefðbundni búskapur. Grein er í blaðinu um fiskeldi og fiskrækt- arsjóð. Þá er sagt frá 30 ára starfsferli Landssambands veiðifélaga. Birtar eru tölur úr Hagtíðindum um búfé, uppskeru garðávaxta og heyfeng áranna 1986 og 1987. Um nautgriparækt eru í blaðinu greinar sem nefnast: Dreifing endursæði- nga mjólkurkúa, Bráðadauði nautgripa og Árstíðabundnar breytingar á frjósemi mjólkurkúa. Sagt er frá afgreiðslu nokkurra mála í Framleiðsluráði landbúnaðarins og grein er eftir Einar Hannesson,fyrrv. skrif- stofustj. Veiðimálastofnunar: Fiskvegir í íslenskum straumvötnum. Á forsíðu er mynd af Nikulásargjá á Þingvöllum. HJUKRim TÍMAWf HJijKHUNAWÉLeOS ÍSLANOS 4 lOU.ÖLAT t3M ABC-jólablað í jólablaði ABC eru sögur og viðtöl. T.d. er viðtal við 7,ára telpu, Klöru íris Vigfúsdóttur, sem leikur litlu stúlkuna Sól í kvikmyndinni „í skugga hrafnsins". Kafli er úr bókinni Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra. Frásögn af æfingu á leikritinu Emil í Kattholti, sem Leikfélag Akureyrar æfir um þessar mundir. Þá eru Jólasögur ABC. Að venju eru þrautir og krossgátur í blaðinu og margs konar þættir, svo sem jólaföndur, Litli kokkurinn, póstkassinn, draumaráðningar, myndasögur og margt fleira. Ritstjóri er Hrafnhildur Valgarðsdótt- VIKAN 27. tbl. 50. árg. Viðtal er við kynlífsfræðinginn Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur. Einnig er viðtal við Bjartmar Guðlaugsson, Eðvarð Ing- ólfsson, Jakob og Ragnhildi, Sigurð gullsmið í Gulli og silfri og fleira fólk í fréttum. Helga Thorberg segir frá bókinni um móöur s(iia-,,Hngin venjuleg mamma" og sagt er frá Lindu Pétursdóttur, fegurðár- drottningu, sem komin er heim í jólafrí. Þá eru rifjaðir upp atburðir í kringum jólaræðu sr. Árelíusar Níelssonar, sem hann hélt 1944. Viðtal ervið Ólöfu Marín Úlfarsdóttur sem starfar á útvarpsstöð- inni Bylgjunni og margt fleira er í þessu blaði Vikunnar. Á forsíðu er mynd af Unni Steinsson. HJUKRUN 4. tbl. 64. árg. Tímaritið Hjúkrun er gefið út af Hjúkr- unarfélagi fslands. f efnisyfirliti þessa blaðs eru nefndar þessar greinar: Hlut- verk hjúkrunarfræðinga í alnæmisfarald- rinum, Fræðsluátak um alnæmi, Trúnað- ur við HlV-smitaða einstaklinga og al- næmissjúklinga, Evrópusamstarf um hjúkrunarrannsóknir, Þróun hjúkrunar sem starfs- og fræðigreinar. Framtíðarsýn nefnist erindi sem Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur MSN, flutti á ráð- stefnu Norðurlandsdeildar eystri innan HFf 8. okt. 1988. Hjúkrun - gömul listgrein en ung fræðigrein, er eftir Maríu Pétursdóttur. Þá er minningargrein um Hrefnu Jó- hannsdóttur hjúkrunarforstjóra. Virðu- tetki hjúkrumicuaefsins nefnist þýdd grein og Hólmfríður Gunnarsdðttir hjúkrun- arfræðingur skrifar: Vinnugleði - heilsu- vernd á vinnustað. Auk þessa eru margar faglegar fréttir og tilkynningar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ingi- björg Árnadóttir. Á forsíðu er mynd af listaverki eftir Nínu Gautadót(,ur, „Krafla“. OKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TIMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 6> Rás I FM 92,4/93,5 FÖSTUDAGUR 16. desember 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Hreinn Hákonarson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988 (Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30Bókaþing Kynntar nýjar bækur. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn ó bak við bæjarfulltrúann Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöð- um) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt- urnar sjö“ Ævisaga Moniku á Merkigili skráð af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les (15). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúfllngslög Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um gróðurhúsaáhrifin og þverrandi orkulindir Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Áður útvarpað 30. f.m.) 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Heilsað upp á Pottasleiki á Þjóðminjasafninu sem nýkominn er í bæinn. Einnig spjallað við börn um þða sem þeim liggu á hjarta í símatíma Barnaútvarpsins. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. „Á persneskum mark- aði“ eftir Albert W. Ketelby. Promenade-hljóm- sveit Lundúna leikur; Alexander Faris stjómar. b. Owen Brannigan syngur þjóðlög frá Bret- landseyjum með hljómsveit undir stjórn Max Harris. c. Þættir úr „Fuglasalanum" eftir Carl Zeller. Erika Köth, Renate Holm, Rudolf Schock og fleiri syngja með Gunther Arndt kómum og Sinfóníuhljómsveit Berlínar; Frank Fox stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988 (Endurtekið frá morgni). 20.15 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.00 Kvöldvaka. a. Þáttur af Klemens Guð- mundssyni Sigurður Gunnarsson segir frá. Þriðji og síðasti hluti. b. Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps syngur Gestur Guðmundsson og Jón Tryggvason stjórna. c. Máttarvöld í efra og neðra Kristinn Kristmundsson les úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar. d. Jón Sigurbjörns- son syngur íslensk lög Ólafur Vignir Alberts- son leikur með á píanó. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist 23.00 í kvöldkyrru Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. Næturútvarp a samtengdum rásum til morguns. á FM 91.1 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fróttayfirliti kl. 7.30 oa 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Olöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fróttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Jón Örn Marinósson segir sögur frá Ódáinsvöllum kl. 7.45. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 I Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laust fyrirkl. 13.00 í hlustenda- þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi af því gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum holl ráð um helgarmatinn. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunn- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra" kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonarfrá Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Einars Kára- sonar á sjötta tímanum. Ódáinsvallasaga endurtekin frá morgni kl. 18.45. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2 Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00). 21.30 Kvöldtónar Lög af ýmsu tagi. 22.07 Snúningur Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja - Yfirlit ársins 1988, fyrsti hluti Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands SJÓNVARPIÐ Föstudagur 16. desember 17.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 18.00 Sindbað sæfari (42) Lokaþáttur Þýskur teiknimyndaflokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Líf í nýju Ijósi (19) (II était une fois... la vie). Franskur teiknimyndaftokkur um mannslíkam- ann, eftir Albert Barrillé. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Áttundi þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Aðalhlutverk Anna Wing, Wendy Richard, Bill Treacher, Peter Dean og Gillian Taylforth. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Breskur teikni- myndaflokkur úr smiðju Jim Hensons. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Ekkert sem heitir. Þáttur fyrir ungt fólk. Umsjón Gísli Snær Erlingsson. 21.05 Handknattleikur. 21.40 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 22.00 Sóngelski spæjarinn (4) (The Singing De- tective) Breskur myndaflokkur sem segir frá sjúklingi sem liggur á spítala og skrifar saka- málasögu. Aðalhlutverk Michael Gambon. Þýð- andi Gauti Kristmannsson. 23.10 í dauðafæri (Point Blank) Bandarísk bíó- mynd frá 1967. Leikstjóri John Boorman. Aðal- hlutverk Lee Marvin, Angie Dickinson, Keenan Wynn og John Vemon. Fangi sem losnar út úr hinu illræmda Alcatraz fangelsi leitar hefnda á félaga sínum og eiginkonu sem með svikum komu honum á bak við lás og slá. Þýðandi Jón O. Edwald 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 'SMM Föstudagur 16. desember 15.35 Ofsaveður. Tempest. Myndin fjallar um óhamingjusaman eiginmann sem kastar af sér fjötrum hjónabandsins og hefwr gamansama leit að frelsinu. Aðalhlutverk: John Cassavetes, Gena Rowlands, Susan Sarandon, Vittorio Gassman og Molly Ringwald. Leikstjóri og fram- leiðandi: Paul Mazursky. Þýðandi: Ingunn Ing- ólfsdóttir. Columbia 1982. Sýningartími 90 mín. 17.55 Jólasveinasaga. The Story of Santa Claus. Teiknimynd. Sextándi þáttur. Leikraddir: Robert Arnfinnsson, Júlíus Brjánsson og Saga Jóns- dóttir. Telecable. 18.20 Pepsí popp. Tónlistarþáttur með nýjustu myndböndum, ferskum fréttum úrtónlistarheim- inum, viðtölum, getraunum, leikjum og alls kyns uppákomum. Þátturinn er unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Kynnar Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Dagskrár- gerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2. 19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.45 Alfred Hitchcock. Stuttir sakamálaþættir sem gerðir eru í anda þessa meistara hrollvekj- unnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningar- tími 30 mín. Universal 1986.________________ 21.15 Áfram hlátur. Carry on Laughing. Nú getum við látið hláturinn létta okkur lífið með því að horfa á gullmola úr gömlu, góðu Áfram-myndun- um. Aðalhlutverk: Kenneth Williams, Barbara Windsor, Jim Dale, Sid James, Hattie Jacques o.fl. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Thames Television 1982. 21.45 Milljónaþjófar. How to Steal a Million. Þessi stórkostlega gamanmynd segir frá listaverka- falsara sem lifir og hrærist í glæsileika tísku- heimsins. Þar sem Frakkland er höfuðborg nútímalista og París er höfuðborg Frakklands gerist leikurinn þar. Dóttir hins virta listaverka- falsara tekur óheiðarieika hans mjög nærri sér en væntumþykja hennar til föður síns er yfir- sterkari og hún á enga von heitari en að einn góðan veðurdag snúi hann við blaðinu. Aðal- hlutverk: Audrey Hepbum, Peter OToole og Eli Wallach. Leikstjóri: William Wyler. Framleið- andi: Fred Kohlmar. 20th Century Fox 1966. Sýningartími 120 mín. Aukasýning 29. jan. 23.45 Þrumufuglinn. Airwolf. Bandarískur spennumyndaflokkur. Aðalhlutverk: Jan-Mi- chael Vincent og Ernest Borgnine. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. MCA. 00.35 Hvita eidingin. White Lightning. Myndin fjallar um Gators, sem er hin dæmigerða kariímynd. Hann dregur fram lífið með leynivín- sölu, en leggur nú réttlætinu liðstyrk sinn til að koma upp um hinn einstrengingslega og hold- mikla lögreglustjóra sem talinn er standa á bak við ólöglegt viskýbrugg. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jennifer Billingsley og Ned Beatty. Leikstjóri: Joshep Sargent. Framleiðandi: Arthur Gardner og Jules V. Levy. MGM/UA. Sýningar- tími 120 mín. Ekki við hæfi bama. Aukasýning 30. jan. 02.15 Gamla borgin. In Old Chicago. Myndin fjallar um tvo ólíka bræður sem leggja allt missætti á hilluna og berjast sameiginlega gegn eldhafinu mikla er lagði stóran hluta Chicago- borgar í rúst. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Don Ameche og Alice Brady. Leikstjóri: Henry King. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Þýðandi: Bjöm Baldursson. 20th Century Fox 1938. Sýningar- timi 90 mín. s/h. 03.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.