Tíminn - 16.12.1988, Síða 19

Tíminn - 16.12.1988, Síða 19
^ .i.5.^ 'i .' ..t l. c O Föstudagur 16. desember 1988 i.i:iKi'f:iA(; 2<2 a2 KKYKIAVlKlJK 'M ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SVEITASINFÓNÍA Stóra sviðið: eftir Ragnar Arnalds Fjalla-Eyvindur og kona hans Annan dag jéla kl. 20.00 Frumsýning Miðvikudag 28. des. 2. sýning Fimmtudag 29. des. 3. sýning Föstudag 30. des. 4. sýning Þriðjudag 3. jan. 5. sýning Laugardag 7. jan. 6. sýning Þjóðleikhúsið og Islenska óperan sýna 3R@utní;)rt ii>offmanns Föstudag 6. jan. Sunnudag 8. jan. Takmarkaður sýningafjöldi. íslenski dansflokkurinn sýnir: Faðir vor og Ave Maria Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson í kvöld kl. 20.30. Uppselt Miðvikudag 28.12 kl. 20.30 Fimmtudag 29.12. kl. 20.30 Föstudag 30.12. kl. 20.30 dansbænir eftir Ivo Cramér og Módettukór Hallgrimskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-17 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Forsala aðgöngumiða: Nú er verið að taka við pöntunum til 9. jan. 1989. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig simsala með VISA og EURO á sama tima. Sýningar í Hallgrímskirkju: Fimmtudag 22. des. kl. 20.30 Frumsýning Þriðjudag 27. des. kl. 20.30 Miðvikudag 28. des. kl. 20.30 Fimmtudag 29. des. kl. 20.30 Föstudag 30. des. kl. 20.30 Aðeins þessar 5 sýningar Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20 fram til 11. des., en eftir það er miðasölunni lokað kl. 18. Símapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Sími i miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máitíð og miði á gjafverði. Ath. Munið gjafakort Leikfélagsins. Tilvalin jólagjöf. Illl ÍSLENSKA ÓPERAN Málverkasýning íslenska óperan sýnir málverk eftir Tolla í óperunni L n p Opið alla daga kl. 15.00-19.00 y til 18. desember. Gene Hackman lýsti því yfir árið 1979 að nú væri hann búinn að ákveða að hætta að leika. Á árunum 1971-'78 hafði Hackman leikið aðalhlutverk í 15 myndum, sumum stórgóðum, en öðrum verri. Sjálfur var hann óánægður með síðustu 4 myndirnar, og því hætti hann. Hann tók sér þá tveggja ára frí og fór að stunda listir, bæði málaði og var í höggmyndalist. Einnig gerði hann mikið að því að fljúga flugvélum sínum, - en hann á þrjár! Hann fór þó aftur að leika, og hefur m.a. leikið blaðamann í bardaga i Nicaragua í myndinni „Under Fire“ (í skothríðinni) með Nick Nolte og Joanna Cassidy og með Ann-Margret í „Tvisvar á æfinni" (Twice in a Lifetime) o.fl. Hér sjáum við hann í nýrri mynd „Fullt tungl við sundin blá“ (Full Moon in Blue Water) þar sem Gene leikur fiðluspilandi bar- eiganda á ströndinni við Texasflóa. „Þetta er dramatísk kómedía," segir Hackman og hann er ánægður með þessa mynd sína. Arnold Schwarzenegger er einn mesti vöðvakóngur kvikmyndanna. Á meðfylgjandi mynd er hann að byrja smásprett og kastar frá sér peysunni um leið. í myndatexta segir svo: Gætið ykkar verðið ekki fyrir neinu sem Schwarzenegger kastar, - jafnvel þó það sé aðeins prjónapeysa! Arnold hefur krafta í kögglum og leikur vanalega einhverja slíka, og svo er einnig í nýju myndinni í Regnboganum „í eldlínunni" (Red Heat). Þar leikur Arnold Ivan Danko, kaftein í Rauða hernum í Moskvu, sem eltir glæpamann til Bandaríkjanna og fær þar aðstoð við eltingaleikinn. Sá sem leikur aðstoðarmann hans er enginn annar en hinn bráðfyndni Belushi, sem leikur skrýtinn og skondinn lögregluþjón í Chicago og er samstarf þeirra ævintýralegt. ».VMl | \ »1 .*%»•.« VA % V *• Tíminn 19 - Milljónir dollara í boði Florence Griffith Joyner bros- andi og sigurviss á Olympíu- leikunum í Seoul. Hún er þarna í einum af sérsaumuðu íþrótta- búningunum sínum John Forsythe með báðar eiginkonurnar John Forsythe leikur hinn mikla ættarhöfðingja í Ættarveldinu (Dynasty), og er þar milli tveggja kvenna, þ.e. Alexis, fyrrv. eiginkonu sinnar og þeirr- ar núverandi, sem leikin er af Joan Collins. Svo var það að John Forsythe mætti til mikillar hátíðar í Hollywood, - og þar mætti hann einnig með tvær eiginkonur: Julie, þá raunverulegu, og „sjón- varpseiginkonuna" hana Lindu Evans. Samkomu- lagið virtist hið besta hjá tríóinu. Julie og John Forsythe og Linda Evans Olympíustjarna í Cosby-þættina Hinn þekkti sjónvarps- maður og leikari Bill Cosby hefur boðið Florence Griffith Joyner að verða milljóna- stjarna í þáttum sínum. Nefnd hefur verið upphæð eins og 50 milljónir dollarar, sem boðin hefur verið fyrir Olympíustjörnuna með sín þrenn gull- og ein silfurverð- laun. Það eru hæg heimatökin fyrir Cosby að semja við Flo- Jo. f mörg ár hefur hann verið vinur fyrrv. þjálfara hennar, Bob Kersee, sem er giftur mágkonu Flo-Jo. Cosby hefur þekkt Flo-Jo og hennar fólk lengi, og þegar hann tekur tii við að þjálfa sig til að forðast aukakílóin, þá hleypur hann oft með hlaupa- dróttningunni og eiginmanni og núverandi þjálfara hennar, Al Joyner, og stend- ur sig víst vel. Bill Cosby hefur áhuga á að mynda ævisögu Olympíu- stjörnunnar, og einnig er hann með í huga að hún verði í sjónvarpinu með laugar- dagsþátt fyrir börn og komi fram sem íþróttafréttakona, - þ.e.a.s. þegar hún sjálf er hætt keppni. Cosby fékk hug- myndina að barnaþættinum, þegar hann fékk að sjá barna- sögur sem Flo-Jo hefur skrif- að frá því hún var stelpa. varpsþátta hans, og þó eink- sannarlega „fyrirmyndarfað- um dást að samskiptum hans ir“, og það sama gildi um við börn. Hann sé þar svo Cosby í einkalífinu. Bill Cosby býöur hátt i „gullstúlkuna" Flo-Jo Flo-Jo ætlar að fram- leiða sérstök iþróttaföt með sínu merki. Hún þarf ekki að ráða sér- stakar sýningardömur því að sjálf er hún besta auglýsingin íþróttabúninga- tískudama Florence hefur líka í huga að láta framleiða íþróttabún- inga undir sínu nafni, en íþróttaföt hennar á Olympíu- leikunum í Seoul vöktu mikla aðdáun. Þegar er farið fyrir- fram að reikna henni millj- óna-ágóða af því fyrirtæki. Flo-Jo hefur ekkert viljað segja um fyrirætlanir sínar í framtíðinni, en viðurkennir að hafa staðið í samningavið- ræðum við Cosby. Hún segist hafa verið aðdáandi sjón-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.