Tíminn - 20.12.1988, Side 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 20. desember 1988
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76, Hverfisgötu 26
RÚLLUKRAGABOLIR
r Efni: 100% bómull. Litir: svart, hvítt, dökkblátt.
Stærðir: M, L, XL.
Verð kr. 795,-
FLUGMÁLASTJÓRN
Námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á
Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 14. janúar n.k.
kl. 1300 og stendur í 10 vikur. Kennt verður 10
klukkustundir á viku.
Rétt til þátttöku eiga þeir sem þegar hafa lokið
bóklegu námi fyrir atvinnuflugmannsskírteini III.
flokks og blindflugsréttindi og þeir sem eru í slíku
námi og ætla að Ijúka því á árinu.
Innritun og frekari upplýsingar fást hjá Flugmála-
stjórn/loftferðaeftirliti, flugturninum á Reykjavíkur-
flugvelli, sími 91-694100.
Flugmálastjórn.
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
i frumvarpi til fjárlaga fyrir áriö 1988 er gert ráö fyrir sérstakri
fjáreitingu, sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa,
er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari væntanlegu
fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. janúar
næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 15. desember 1988.
Hafírðu
smákkað
- láttiTþér þá AUDREI
detta í hug ^ '
að keyra!
IUMFERÐAR
Iráð
Níu manna þingmannanefnd telur að íslendingar hafi
ekki fylgst nógu vel með þróun Evrópusamvinnu:
Bein aðiid að EBE
ekki á döfinni nú
- Þróunin er afar hröð hvaö varöar Efnahagsbandalagið og
íslendingar hafa því miður ekki fylgst nægilega vel með og ég
tel að Norðurlandaþjóðirnar hafi hér talsvert forskot fram
yfir okkur.
Þetta sagði Kjartan Jóhannsson,
en hann er formaður níu manna
nefndar sem stofnuð var með þing-
sályktun þann 11. maí sl. en nefnd-
inni er ætlað að kanna sérstaklega
þróun Evrópu með tilliti til ákvörð-
unar Evrópubandalagsins um sam-
eiginlegan innri markað frá 1992 og
á hvern hátt ísland geti tengst
honum.
Nefndin kynnti störf sín blaða-
mönnum í síðustu viku og sagði
Kjartan Jóhannsson að þau byggðust
á þeirri afstöðu Alþingis að aðild
íslands að bandalaginu væri ekki á
döfinni a.m.k. að sinni.
Kjartan sagði að þar sem allar
hræringar hjá Evrópubandalaginu
skiptu viðskipta- og atvinnulíf fs-
lendinga svo miklu, væri lífsnauð-
synlegt að fylgjast vel með þróuninni
og komast að samningum við banda-
lagið.
Nauðsynlegt væri að fylgjast vel
með þróuninni til að tryggja hags-
muni okkar og freista þess að hafa
áhrif á að ekki verði teknar ákvarð-
anir skaðlegar íslendingum.
Þá sé ljóst að íslendingar verða að
breyta á margvíslegan hátt löggjöf
sinni einkum í sambandi við banka-
starfsemi og fjármagnsmarkað, at-
vinnu- og rekstrarréttindi milli landa
þegar þessi mál verða frjáls innan
bandalagsins.
Fram kom að slíkar lagabreyting-
ar hafa þegar hafist og fyrir skömmu
voru samþykkt ný lög um vörumerki
og einkaleyfi sem eru í samræmi við
lög ríkja Evrópubandalagsins og
taka eiga gildi innan skamms.
Nefndina skipa Kjartan Jóhanns-
son, Eyjólfur Konráð Jónsson,
Kristín Einarsdóttir, Guðmundur
H. Garðarsson, GuðmundurG. Þór-
arinsson, Hjörleifur Guttormsson,
Júlíus Sólnes, Páll Pétursson og
Ragnhildur Helgadóttir.
Nefndin birtir jafnharðan afrakst-
ur starfs síns og hefur nú komið út
bæklingurinn; „ísland og Evrópa,
skipan og þróun viðskiptasam-
vinnu.“
í bæklingnum er fjallað um sögu
viðskipta og efnahagssamvinnu í
Evrópu frá stríðslokum. Þá er yfirlit
yfir tilhögun og skipulag samvinnu
milli Evrópulandanna og loks um
áform Evrópubandalagsins um
hindrunarlausan heimamarkað.
Nýr bæklingur kemur frá nefnd-
inni í þessari viku og fjallar hann um
samvinnu Evrópubandalagsins og
EFTA á síðari árum og þau verkefni
sem unnin eru í þessu samstarfi.
Nefndin vill eins og áður sagði
stuðla að almennri umræðu um þessi
mál og ætlar hún síðar meir að leita
álits ýmissa samtaka atvinnulífsins
um þessi mál og út frá því móta
tillögur sínar og ábendingar. -sá
Dr. Sturla Friðriksson.
Dr. Sturla Friðriksson hefur ferð-
ast víða um heim og komið til
margra forvitnilegra staða í fjarlæg-
um löndum í fimm heimsálfum.
Hann hefur skrifað ýmsar greinar
um ferðalög sín og lýst staðháttum
og náttúruundrum margra framandi
landa en einnig ort um þau Ijóð á
hefðbundinn hátt. Þessi kvæði birt-
ast nú í bók hans Ljóð langföruls. í
bókinni er brugðið upp ljóðrænum
myndum af sögu, umhverfi og líf-
heimi á ýmsum landsvæðum jarðar
allt frá Svalbarða til Suðurskauts-
landsins. Sem dæmi um yrkisefni má
einnig nefna kvæði frá Eldlandi,
Galapagos- og Falklandseyjum og
ýmsum svæðum Afríku, Asíu og
Evrópu. í bókinni eru yfir fimmtíu
ljóð.
Ljóð lang
föruls
Markaðsskrif-
stofa stóriðju
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
hefur greint frá því að stofnuð hafi
verið sérstök markaðsskrifstofa á
vegum iðnaðarráðuneytisins og
orkustofnunar, er kannaði hag-
kvæmni á uppbyggingu orkuvera og
stóriðju. Markaðsskrifstofan var
stofnuð um mitt þetta ár og er starf
hennar þess vegna ekki komið nema
að litlu leyti í Ijós.
Þetta kom fram í svari ráðherrans
við fyrirspurn Jóns Kristjánssonar
og Valgerðar Sverrisdóttur um
hvaða ráðstafanir iðnaðarráðuneyt-
ið hefði gert til að leita samstarfs við
erlendra aðila um uppbyggingu stór-
iðju annars staðar en í Straumsvík.
Jafnhliða því, hvort að í gangi sé
kynningarstarfsemi á öðrum mögu-
leikum í orkufrekum iðnaði. í því
sambandi voru nefndir kostir eins og
álver við Eyjafjörð og kísilmálm-
verksmiðja við Reyðarfjörð. Jón
Sigurðsson sagði að eins og sakir
standa virtust hvorugur þessi kostur
vera hagkvæmur, en áhersla verði
lögð á að leita út fyrir suðvestur horn
landsins við hagkvæmniathuganir.
-ág
Tvíhneppt víð
jakkaföt í ár
Tvíhneppt, víð jakkaföt eru vin-
sælust sem jólaföt í ár og einhnepptir
stakir jakkar úr grófum efnum. Bux-
urnar eru víðar og þægilegar og
peysur tvíhnepptar, grófar, og víðar
yfir axlir, að sögn herramanns í
Herrahúsinu.
Guðgeir Þórarinsson, annar
tveggja eigenda og verslunarstjóri
Herrahússins, tjáði Tímanum að
þetta væri vinsælast meðal ungu
mannanna í dag.“ Þegar menn eru
að nálgast eða eru um miðjan aldur,
fara þeir rólegar í sakirnar", sagði
Guðgeir.
„Eftir að verslunin flutti í nýja
húsið að Laugavegi 47, hefur öll
aðstaða batnað til muna.
Við kunnum alveg prýðilega við
okkur hérna og svo eru hér hugguleg
hús á alla kanta.“
í nýja húsinu fer öll starfsemi
fyrirtækisins frarn. Á fyrstu hæð er
„Víð tvíhneppt föt er það sem ungu
ntennirnir vilja helst í dag“. Guðgeir
Þórarinsson, annar eigandi Herra-
hússins og verlunarstjóri til
vinstri.og Einar Sigurvinsson.einnig
verlunarstjÓri.Tinianiynd: Pjetur
Adam, Herrahúsið er á 2. hæð og á
þriðju hæðinni er skrifstofan. Þar er
saumastofan einnig, og varðandi
fatabreytingar er yfirleitt hægt að fá
þær samdægurs, enda afburða dugn-
aðarkonur á saumastofunni! elk