Tíminn - 20.12.1988, Síða 5

Tíminn - 20.12.1988, Síða 5
Þriðjudagur 20. desember 1988 Tíminn 5 Sjálfstæðismenn tala mikið og lengi í báðum deildum þingsins. Munu þeir tefja afgreiðslu fjárlaga fram yfir áramót? Sjálfstæðismenn þæfa en neita þó málþófi Sjálfstæðismenn heyja um þessa dagana sitt einkastríð gegn ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar í formi mara þonræðuhalda er tefja afgreiðslu mála bæði í efri og neðri deildum Alþingis. Þess er skemmst að minnast að fyrir jólin í fyrra hélt þáverandi stjórnarandstaða uppi málþófi er fór mjög i taugarnar á þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Núna beita sumir þingmenn flokksins hins vegar mjög svipaðri taktík sjálfir, þrátt fyrir gefnar yfirlýsingar Ólafs G. Einarssonar formanns þingflokksins um að þeir hyggist ekki teQa þinghald. Við málþófið í fyrra var horfið frá þeirri meginreglu er verið hafði við lýði í þinginu að einn fulltrúi hvers þingflokks hélt framsögu- neðu um lagafrumvörp er til um- ræðu voru hverju sinni en aðrir þingmenn komu með stuttar at- hugasemdir ef þeim þótti við hæfi. Þess í stað héldu ailir þingmenn stjómarandstöðunnar ræður svo kiukkutfmum skipti til að tcfja þinghaid. Pað fór því þannig f fyrra að afgreiðsla fjárlaga dróst fram yfir áramót og hafðist ekki í gegn fyrr en á fyrri hluta janúarmánaðar eftir stíf fundahöld í jólaleyfi þingmanna. Menn velta því fyrir sér núna hvort sagan ætli að endurtaka sig. Það er ijóst að sjáifstæðismenn geta haft það í hendi sér hvort fjárlög verða afgreidd fyrir áramót eða ekki. Afgreiðsla þeirra fyrir jól er löngu dottin út úr myndinni og reyndar eru uppi efasemdír um að nokkuð af tekjuöflunarfrumvörp- um stjómarinnar fyrir næsta ár verði afgreitt sem lög fyrir jói. Þeir hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja þriðju og síðustu um- ræðu fjárlaga fyrr en tekjuöflun þeirra liggi ljós fyrir. Það er vissu- lega ekki ósanngjörn krafa en á möti kemur að þeir tefja sjálfir fyrir afgreiðslu tekjuöflunarfrum- varpanna með óþarflega mörgum og löngum ræðum. Ekki tefja þó allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þinghald. Mest ber á þrenningunni í-neðri deild, Þorsteini Pálssyni, Fríðrik Sophussyni og Geir H. Haarde. Peir eru mikið fyrir að ræða málin og koma gjaman þrisvar tii fjórum sinnum upp í hverri umræðu unt þau mál sem stjórnin vill hraða afgreiðslu á. 1 efri deild þingsins er Halldór Blöndal lang afkastamestur ræðumanna, er jafnah efstur á mælendaskrá á eftir frummælanda hverju sinni og skammar stjórnar- liða svo klukkutímum skiptir. Enda er nú svo komið að Halldór er oft og tíðum orðinn hás þegar liðíð er fram yfir miðjan dag, en í hita leiksins liggur honum gjarnan hátt rómur. Þessi nýi siður er virðist nú vera að festast í sessi á Alþingi að formenn þingflokka takmarki ekki ræðutíma sinna manna, getur eins og er ekki talist málþóf, þar sem stjórnarandstaðan stendur ekki saman að honum heldur nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna. Þetta er þó óneitanlega töf. Stjómarliðar hafa bent á að þessi töf geti ekki talist einkamá! þeirra sem að henni standa, því tii að áframhaldandi efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinn- ar geti talist marktækar, verður rekstur ríkissjóðs á næsta ári að liggja fyrir. Megin inntak málflutn- ings sjálfstæðismannana er van- þóknun á auknum sköttum á ein- stakiinga og sérstakiega fyrirtæki. Ráðherrar í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hafa vaxandi áhyggjur af hægri ferð mála i gcgnum þingið. Þeir benda á að með þessum maraþonræðum séu þrcmenningarnir í neðri deild og sólóistinn í efri deild ekki að hjálpa atvinnuiífinu t iandinu sem þeim er svo tíðrætt um heidur, þvert á móti, lengi þeir biðtímann eftir frekari aðgerðum til stuðnings at- vinnulífinu. Þvt' lcngur scm dregst að afgreiða fjárlög þvf lengri verð- ur biðin eftir framhaldi efnahags- aðgerða. Þorsteinn er ekki foringi Þorsteinn Pálsson leggur mikið upp úr því t málflutningi sínum að stjómarandstaöan standi saman sem ein heild gegn auknum skattaálögum rfkisstjórnarinnar. Því fer þó víðs fjarri að svo sé. Málefnalega eru Kvennalisti og Sjálfstæðisflokkur nánast andstæð- ur enda hafa konumar helst stutt þau mál sem sjálfstæðismenn berj- ast harðast gegn, s.s. skatt á vcrsl- unar- og skrifstofuhúsnæði og hækkaðan tekjuskatt hátekju- manna. Borgaraflokkurinn virðist ekki heldur samstíga sjálfstæðis- mönnum, enda býsna ólfk viðhorf ríkjandi hjá þingmönnum flokks- ins og nægir þar að nefna Aöalheiði Bjarnfreðsdóttur sem er upprunn- in í vcrkalýðsstétt og mikið lengra til vinstri en til dæmis Ingi Björn Albertsson. -ág Bráöabirgðalögin og tekjuöflunarfrumvörpin til fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar: ■■ Orlög stjórnarinnar ráðast í nefndinni Frumvarp til breytinga á lögum um Háskólann: Aukið frelsi við ráðningar Senn líður að því að þingstyrkur ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar komi í ljós. Lög til staðfesting- ar bráðabirgðalögunum voru til fyrstu umræðu í neðri deild þingsins í gær og stóð fundurinn fram á nótt. Lögin hafa verið afgreidd frá efri deild og ætlunin var að freista þess að Ijúka umræðunni í neðri deild fyrir daginn í dag, svo hægt sé að leggja bráðabirgðalögin fyrir fjár- hags- og viðskiptanefnd deildarinn- ar. Viðbúið er að lögin taki einhverj- um breytingum í meðförum nefndar- innar, til að koma til móts við sjónarmið stjómarandstöðunnar. Falli bráðabirgðalögin á jöfnum at- kvæðum í neðri deild, fellur stjórnin einnig samkvæmt yfirlýsingum for- sætisráðherra. Þá munu örlög tekjuöflunarfrum- varpanna einnig ráðast í meðförum fjárhags- og viðskiptanefndarinnar. Takist ekki að gera á þeim þær breytingar sem einhver hluti stjóm- arandstöðunnar fellir sig við verða að minnsta kosti einhverjir hlutar þessara frumvarpa felldir á jöfnum atkvæðum. Þau frumvörp sem mest óvissa ríkir um eru frumvarpið um breyttan tekju- og eignaskatt og vörugjaldsfrumvarpið. Til að koma til móts við sjónarmið Kvennalistans hefur heyrst að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hafi lagt fram tillögur um að lækka vörugjald í 10% og hækka tekjuskattsprósent- una um 0,3%-0,5%. Til að ná inn sömu tekjum af vörugjaldinu hefur verið rætt um að breikka skattstofn- inn og leggja 15% aukaskatt á sykur og sykurvörur. Hækkuð prósenta í tekjuskatti yrði notuð til þess að færa greiðslubyrði tekjuskatts frá hinum launalægri til þeirra sem hafa hærri laun. Þannig ætti að nota það Jón Kristjánsson þingmaður. fé sem inn kemur af hærri prósentu til að auka barnabætur og færa skattleysismörkin ofar. Viðræður á milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa farið fram á undanförnum dögum og var síðasti fundur haldinn í hádeginu í gær. Að sögn Jóns Kristjánssonar þingmanns Framsóknarflokksins hafa ekki verið í gangi neinar sérviðræður við neinn einn flokk, heldur rætt við stjórnar- andstöðuna í heild. -ág Bráðlega verður lagt fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um Háskóla íslands. Frumvarpið tekur til mannaráðninga og helstu breyt- ingar eru þær að gert er ráð fyrir að ekki verði unnt að skipa menn í stöður, prófessora, lektora og dós- enta, án þess að fyrir liggi meirihluti í dómnefnd og á deildarfundi við- komandi deildar. Á blaðamannafundi með mennta- málaráðherra kom fram að frumvarp þetta er komið frá Háskólaráði og er sett saman í beinu framhaldi af umdeildri ráðningu Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar í lektorsstöðu fyrr á þessu ári. En í því tilviki tók Birgir Isleifur Gunnarsson hvorki tillit til álits dómnefndar né deildar- fundar. Önnur breyting sem frumvarpið felur í sér er að ritari skuli starfa með hverri dómnefnd. Gert er ráð fyrir að hann verði skipaður af Háskólar- áði og á hann að vera til ráðuneytis, leiðbeiningar og annarrar aðstoðar. Hjá Svavari Gestssyni mennta- málaráðherra kom fram að mikil- vægi þessa frumvarps felist fyrst og fremst í því að með samþykkt þess fái Háskólinn aukið sjálfstæði og ábyrgð háskólaforystunnar verði meiri. SSH Skatan á 420 kr. Þorláksmessuskatan er fylgifisk- ur þeirrar stórhátíðar sem fram- undan er og hafa fisksalar og framleiðendur að undanförnu ver- ið að undirbúa forrétt jólamatar- ins. Hjá sumum eru engin jól komin nema Þorláksmessuskatan hafi verið á borð borin. í Fiskbúrinu á Langholtsvegi 174 fengust þær upplýsingar að verðið á Þorláksmessuskötunni í ár væri 420 krónur kílóið. „Skatan sem við bjóðum upp á er söltuð, kæst og útvötnuð, sem sagt tilbúin í pottinn," sagði Bjarni Kjartans- son í Fiskbúrinu í samtali við Tímann. Aðspurður sagði hann að það hefði færst mjög í aukana á síðustu árum að fólk borðaði skötu á Þorláksmessu, enda tilheyrði það jólahaldinu. Bjarni sagði að skötusalan hefði farið hægt af stað. „Það er búið að vera smá kropp síðustu daga, en búast má við að í dag og á morgun fari að komast kippur í söluna," sagði Bjarni. Skatan sem Fiskbúrið er með í fiskborðinu kemur frá Suðurnesjum. Aðspurður um bestu matreiðsluaðferðina sagði Bjarni að sér þætti best þegar skatan væri sem minnst soðin. „Það á að láta suðuna koma upp og slökkva þá undir pottinum og láta hana standa örstutta stund í. Ekkert vera að sjóða hana í lengri tíma,“ sagði Bjarni, síðan mætti bera fram kartöflur og hamsa eða annað sem fólki þætti viðeigandi. Að sögn fisksala er nóg til af Þorláksmessuskötu að þessu sinni, svo enginn ætti að missa af forrétt- inum að jólamatnum. - ABÓ „Skata var það heillin,“ sagði Snæbjörn Magnússon, eigandi Fiskbúrsins á Langholtsvegi, þegar hann valdi skötuna handa einum viðskiptavinanna. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.