Tíminn - 20.12.1988, Síða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 20. desember 1988
§hb T1
rkv/iviwvi ■ nnr
Jólakort - Jólakort!
Höfum til sölu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindí,
blómavasa og glösin vinsælu með flokksmerkinu.
Landssamband framsóknarkvenna
Nóatúni 21, - s. 24480
Jólaalmanak SUF 1988
Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp:
1. des.
1. nr. 1851 8. des.
2. nr. 4829
2. des. 3. nr. 7315 9. des.
4. nr. 1899
3. des. 5. nr. 6122 10. des.
6. nr. 1500
4. des. 7. nr. 2993 11. des.
8. nr. 8376
5. des. 9. nr. 1780 12. des.
10. nr. 3258
6. des. 11. nr. 1984 13. des.
12. nr. 8352
7. des. 13. nr. 8240 14. des.
14. nr. 7307
15. nr.
16. nr.
17. nr.
18. nr.
19. nr.
20. nr.
21. nr.
22. nr.
23. nr.
24. nr.
25. nr.
26. nr.
27. nr.
28. nr.
1340 15. des.
7485
6401 16. des.
5984
6305 17. des.
1398
4671 18.des.
5488
714 19. des.
7300
4456 20. des.
1016
3260
6725
29. nr.
30. nr.
31. nr.
32. nr.
33. nr.
34. nr.
35. nr.
36. nr.
37. nr.
38. nr.
39. nr.
40. nr.
808
6106
3764
7229
784
1932
4457
2933
7299
5351
1068
5818
Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið
baráttunni lið.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379
og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík.
SUF
Símavarsla
Tíminn óskar eftir að ráða starfskraft í
hálfsdags starf á skiptiborð, í einn og
hálfan mánuð.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma
686300.
Tíminn
llllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR .. ..... ... . ...
Sefandi sáttargerð
Bókarheiti: Mlnna, „Engin venjuleg mamma“
Hofundur samkvæmt tltllsfðu: „Helga Tor-
berg lýkur sögu móður slnnar, Guðflnnu
Brelðfjörð"
Útgefandl: isafold
Bókarstærð: 173 bls.
Sagan Minna, „engin venjuleg
mamma“ er að nokkru leyti ævisaga
Guðfinnu Breiðfjörð, hæfileikaríkr-
ar og sérstæðrar konu eftir bókinni
að dæma. Minna var dugnaðarfork-,
ur, „ehgin venjuleg mamma“, en
átti við geðræn vandamál að stríða
og var drjúgan hluta ævi sinnar
vistuð á stofnunum fyrir geðveika.
Hún varð sjálfbjarga og hóf þá að
rita ævisögu sína til að vinna gegn
hleypidómum um geðsjúkt fólk.
Hún lést frá bókinni ólokinni, 63 ára
gömul. Dóttir hennar tók síðar upp
þráðinn í sama skyni með einskonar
tiltali frá eigin brjósti sem hún óf um
handrit móður sinnar og lauk við
bókina með þessum hætti. Aðal-
persónunni, Minnu, hefur þar með
verið lýst frá tveimur sjónarmiðum,
hennar eigin og dóttur hennar -
Helga vefur tiltal sitt um skáletraðar
innskotsgreinar, handrit móður
sinnar. Gerir þetta af helst til mikilli
tilfinningasemi: „Kannski þarf ég að
spyrja þig einhvers?" ávarpar Helga
handritið. Frásagnaraðferðin leiðir
að vísu til mikillar tilfinningalegrar
nálægðar en er einkar hentug til að
fjalla um efnið af raunsæi sem er
yfirlýstur tilgangur beggja höfunda,
bókin á að vera „innlegg í umræðuna
um breytt viðhorf til fólks með
geðræn vandamál“. Vísað er til eins
af þeim bannorðum fyrri tíma sem
nú eru að verða hversdagslegt mál
milli manna og í opinberri umræðu.
En orð og athöfn fylgjast ekki að í
þessari bók, hún er einkum vitnis-
burður um rótlausa tilfinningasemi
Helgu sjálfrar, þess utan samsafn
staðreynda úr æviferli móður
hennar. Hvorug skyggnist svo neinu
nemi á bak við staðreyndir eða grefst
fyrir rætur tilfinninga.
Minna - Guðfinna Breiðfjörð.
Texti Minnu sjálfrar verður því
fyrirferðarmeiri sem lengra líður á
frásögnina. Sjúkrasagan er einkum
samin af henni sjálfri, frásögn af vist
hennar á Kleppi og síðan á endur-
hæfingarheimilinu Ási, einnig grein-
ir hún frá hvernig henni reyndist að
komast út í samfélag „heilbrigðra“ á
ný. Að þessum köflum er mestur
fengur og þrátt fyrir ígrundunarleys-
ið talsverður svo lítið sem um efnið
hefur verið skrifað af innlendum
vettvangi. Frásögn Minnu af „hinu
ytra“ lífi geðsjúkra er hispurslaus,
næstum skýrslukennd. Hún greinir
frá fordómum utanveggja, tómlæti í
garð þess sjúka innanveggja og upp-
gjöf þess vitstola. Hún fjallar um
samskipti sín við „kerfið'* sem hún
kallar Klepp II, og hefði verið hægt
að bæta þau skrif með því að stytta
þau. Spurningar leituðu oft á Minnu,
t.d. hvers vegna svo fór fyrir henni
sem gerði, en hana virðist hafa skort
áræði til að leita svara. A.m.k. örlar
ekki á slíkri viðleitni í skrifum
hennar.
En dóttirin þá? Sjónarmið það
sem hún valdi sér, er í sjálfu sér
gagnrýnið, en þeirri viðleitni er ekki
fylgt eftir, efnið hvorki skyggnt né í
það kafað, því fer fjarri. Fremur að
hún tipli á steinum, dýfi tánni í - og
kippir henni svo að sér.
Frásögn Helgu einkennist af næst-
um barnslegri aðdáun á móðurinni.
Hún leggur sig fram við lýsingar á
fegurð hennar og þó sérstaklega við
lýsingar á kjólum hennar og ytra
umbúnaði. Minna var alltaf fín og
sæt í augum annarra, skemmtileg og
vinsæl. Og þegar dætur hennar voru
í hennar umsjá gilti allt þetta um þær
líka. Á hinn bóginn má heita að
Helga hlaupi yfir þá kafla í lífi
móður sinnar sem líklegir eru til að
vera undirrót þess sem síðar varð.
Hvað gerðist í Eyjum annað en að
Minna lék þar í leikritum? Einhvern
ádrátt fær lesandi, þegar þar er
komið sögu, um misferli föður og
eiginmanns í embætti - fyrir góðsem-
is sakir - og skilnað upp úr því. En
tiltal Helgu er ekki þess efnis að slík
mál varði það neitt frekar, enda við
hæfi að líkja því hjali við eftirmæli
miðlungsprest, frekar en sálfræði-
lega og félagslega afhjúpun. Við
sefandi sáttargerð um látna mann-
eskju til stuðnings hinum eftirlif-
andi.
Einsemd hinna hugsjúku er varla
minni þrátt fyrir útkomu þessarar
bókar. Annar aðalhöfundur hefur
þó væntanlega skrifað sig frá efninu
og þó það komi málinu ekki við er
það þó eitthvað.
Frágangur á bókinni er góður.
Myndir eru allmargar. Þær sýna
lokaðan heim ókunnugs fjölskyldu-
lífs sem heldur áfram að vera það að
lestri loknum.
María Anna Þorsteinsdóttir
íslenskar þjóðlífsmyndir
Ólöf J. Jónsdóttir:
f gegnum tíðlna.
Minnisstæö atvik
Víkurútgáfan.
Hér segja 12 menn frá minnisverð-
um atvikum. Fremst segir frá Albert
Guðmundssyni og er það þáttur frá
frægðarför hans sem knattspyrnu-
kappa úti í heimi og styðst sú saga
mjög við frásögn Jónasar frá Hriflu
í Bókinni um Albert.
Þessu næst eru fjögur kvæði eftir
Brynhildi H. Jónsdóttur, eiginkonu
Alberts. Þau eru bókarprýði. Hvert
fyrir sig væru þau samboðin góð-
skáldum.
Aðrir þættir bókarinnar eru
myndir úr íslensku þjóðlífi. Slíkar
þjóðlífsmyndir njóta mikilla vin-
sælda því að þjóðin vill muna sögu
sína og fortíð og skilja hana. Að vísu
dvelja tveir sögumanna við veru sína
í framandi landi en utanfarir og nám
erlendis má flokka undir íslenskt
þjóðlíf svo algengt sem það er.
Frásögn Hallfríðar Jónasdóttur
um fyrsta sumarið sitt í síldinni á
Siglufirði ætti vel heima í lesbók um
íslenska atvinnusögu, hófleg, glögg
og sönn.
Trúlega þykir þátturinn um Ara
Jóhannesson í selinu rísa einna hæst
bókmenntalega séð en auðvitað
greinir menn alltaf á um það eftir
smekk og geðþótta.
Svo sem títt er þegar minnisstæð
atvik eru rifjuð upp víkja sumir
sögumenn að því sem skynjað er en
hvorki mælt né vegið. Þar kemur
fram trúin á huldar máttarverur og
æðri hjálparhendur. Svo er til dæmis
í síðasta þættinum, sem Ólöf hefur
frá sjálfri sér og sækir ekki til
annarra.
í formála bókarinnar segir m.a.:
„Stuttir frásöguþættir eru sjaldn-
ast tæmandi örlagasögur, en þeir
standa oft í beinum tengslum við
þjóðlíf og menningu, lífsskoðun,
hjátrú o.s.frv. Á þann hátt geta þeir
verið fróðlegir. En öðru fremur
liggur gildi þessara frásagna í hinu
mannlega, - því sem liggur til grund-
vallar skyldleika okkar allra.“
Þetta segir nokkuð um það með
hvaða hugarfari bókin skal lesin.
H.Kr.
Á AKREINA-
SKIPTUM
VEGUM
á jafnan að aka
á hægri akrein
Heimur í hnotskum
Fjölfræði fyrir börn og unglinga
Höfundar Jane Elllott og Colin Klng meö
aftstoS Susan Crawford og Annabel Cralg.
Bjaml Fr. Karlaaon þýddl. Bókln var fyrst
útgefin af Uabome Publlshing Ltd. London
1986. „Prlntet in Yogoslavla" stendur innan
á tltllblaöl. Útgefandl er Fortaglö.
Eins og nafnið gefur til kynna
kennir fjölmargra grasa í þessari
bók. Þar er í stuttu máli gerð grein
fyrir jörðinni, þeirri reikistjömu sem
við búum á, eðli hennar og sérkenn-
um. Við kynnumst einnig sögu
jarðar, jurta- og dýraríkinu, sögu
mannkyns frá öndverðu til okkar
daga, háttum og siðvenjum hinna
ólíku kynstofna, vísindum og helstu
tækniundrum okkar tíma. Aftast í
bókinni er atriðisorðaskrá.
Hér hefur aðeins verið tæpt á
helstu meginþáttum bókarinnar og
ætti það að gefa til kynna um hvað
hún fjallar öðm fremur. Texti bókar-
innar er á 120 blaðsíðum. Efnis-
flokkamir em rúmlega 60 og er
hverjum þeirra gerð góð skil í stuttu
og skýru máli. Allmargar skýringa-
myndir em á hverri blaðsíðu og telst
mér til við lauslega talningu að þær
séu um 1000 alls. Þær em vel gerðar
og veita veigamiklar upplýsingar um
efnið auk þess sem þær em augna-
yndi.
Þessi ágæta bók er sannur fróð-
leiksbrunnur fyrir unga áhugasama
lesendur. Þar fá þeir svör við ótal
spumingum, sem leita:' á hugann
auk þess sem efni bókarinnar gefur
mikil tækifæri til samræðna og ann-
arra tjáskipta, sem flestir tala um að
skorti svo víða nú til dags.
Þetta er eiguleg bók og aðgengi-
leg. Tómas Einarsson