Tíminn - 20.12.1988, Page 19

Tíminn - 20.12.1988, Page 19
Þriðjudagur £0. desémbér 1988 Tíminn 19 ii\nuo ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Annan dag jóla kl. 20.00 Frumsýning, uppselt Miðvikudag 28. des. 2. sýning Fimmtudag 29. des. 3. sýning Föstudag 30. des. 4. sýnlng Þriðjudag 3. jan. 5. sýning Laugardag 7. jan. 6. sýning ibo)fmanne Föstudag 6. jan., fáein sæti laus Sunnudag 8. jan. Takmarkaður sýningafjöldi. íslenski dansflokkurinn og Arnar Jónsson sýna: Faðir vor og Ave Maria dansbænir eftir Ivo Cramér og Mótettukór Hallgrimskirkju syngur undir stjórn HarAar Áskelssonar. Sýningar í Hallgrímskirkju: Fimmtudag 22. des. kl. 20.30 Frumsýning Þriðjudag 27. des. kl. 20.30 Miðvikudag 28. des. kl. 20.30 Fimmtudag 29. des. kl. 20.30 Föstudag 30. des. kl. 20.30 Aðeins þessar 5 sýningar Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20 fram til 11. des., en eftir það er miðasölunni lokað kl. 18. Simapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Simi í miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltið og miði á gjafverði. Munið Gjafakort Þjóðleikhússins: Jolagjof sem gleður. i.i:iKi--f-:iA(;2(2 22 kfakiavIkijr •r SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds 'g' 1 Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Þriðjudag 27.12. kl. 20.30. Miðvikudag 28.12 kl. 20.30 Fimmtudag 29.12. kl. 20.30 Föstudag 30.12. kl. 20.30 Söngleikur eftir Ray Herman Þýðing og söngtextar: Kari Ágúst Úlfsson Tónlist: 14 valinkunn tónskáld frá ýmsum tímum Leikstjóm: Karl Ágúst Úlfsson Leikmynd og bgningar: Karl Júlíusson Tónlistar-, söng- og hljómsveitarstjóm: Jóhann G.Jóhannsson Lýsing: Egill Örn Ámason Dans: Auður Bjamadóttir Leikendur: Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Hanna María Karlsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Harald G. Haraldsson, Eria B. Skúladóttir, Einar Jón Briem, Theódór Júlíusson, Soffía Jakobsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Guðrún Helga Arnarsdóttir, Draumey Aradóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnra hljóðfæraleikara leikur fyrir dansi. Frumsýning á Broadway 29. desember kl. 20.30 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-17. Forsala aðgöngumiða: Nú erverið aðtaka við pöntunum til 9. jan. 1989. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISA og EURO á sama tíma. Ath. Munið gjafakort Leikfélagsins. Tilvalin jólagjöf. Tv- Sr - Er þaö satt aö þú sért bensín- laus, eða ertu bara aö plata mig í kelerí, eins og venjulega? - Komdu bara inn... Þaö er ekki læst... Fjórir af dvalargestunum taka Dick upp og giska á hvað hann sé þungur. Þarna eru þessi fjögur þegar búin að losna við nokkur aukakíló, - en þó sér ekki högg á vatni í stríði gegn offitu - Fitubollurnar flykkjast í megrun til Dick Gregory, fyrrv. grínleikara, sem nú helgar sig baráttunni gegn offitu Dick Gregory losnaði und- an þungu fargi þegar hann hafði barist við aukakílóin með góðum árangri og náð „kjörþyngd" sinni, sem hann segist ætla að halda allt lífið. Hann Iangaði því til að hjálpa öðrum sem áttu í þessari örðugu baráttu við offituna. Því bauð hann 13 manns að taka þátt í námskeiði hjá sér, en fólkið var allt geysilega illa farið vegna offitu. Það var í júní sem megrun- arnámskeiðið hófst, og í haust hafði árangurinn þegar orðið mikill, - en betur má ef duga skal, sagði Dick Greg- ory. Hann lýsti því yfir við offitu-sjúklingana í byrjun kúrsins, að hann væri að gera tilraun til að bjarga lífi þeirra, en þau væru að éta sig í hel. Dick segir, að um 30% Bandaríkjamanna séu hættu- lega feitir. Þeir fari í megrun- arkúra um tíma, en síðan sæki allt í sama horfið, því að nauðsynlegt sé fyrir þetta fólk að breyta um lífshætti, matar- æði og hreyfingu. Reginald Toran, 31 árs að- stoðarforstjóri megrunar- stöðvarinnar í Newark, New Jersey, segir, að aðaluppi- staðan í fæðinu þar sé megr- unarduft, uppfullt af vítamín- um og nauðsynlegum snefil- efnum. Grænmeti og ávextir eru svo sem uppbót á fæðið. Sálrænar ástæður getaveriðorsökoffitu Ron Miller, sem er mat- sveinn frá Marion, Indiana, sagði að hann hefði byrjað ofát um 10 ára aldur. Hann kenndi sér um drukknun syst- ur sinnar, og til að deyfa sársaukann og sektarkennd- ina fór hann að borða í tírna og ótíma. „Þess vegna varð ég kokkur,“ sagði Ron, „því þá gat ég alltaf verið að borða.“ Hann var yfir 300 kíló þegar hann kom á nám- skeiðið. Eftirtveggjamánaða dvöl hafði hann losnað við 70 kíló, og ætlar að halda áfram og reyna að losa sig við 40 kíló í viðbót. Mæðgin komu saman í megrun Joe Gray er 16 ára og hann og Nancy, mamma hans bjuggu tvö ein saman. Þau voru hrifin af stöppuðum kar- töflum og sterkum, feitum sósum og notuðu það sem meðlæti með öllum mat. Hann var hættur að fara í skólann, því að þó skólasyst- kini hans væru ekki stríðin, þá gátu þau ekki annað en hlcgið að honum þegar hann sat fastur í sæti sínu í skóla- stofunni eða skólabílnum. Joe var orðinn 160 kíló og mamma hans 180 kíló þegar þau leituðu til Dicks Greg- ory. Joe hefur losnað við 30 kíló á tveimur mánuðum og mamma hans álíka mikið. Margar fleiri sögur eru sagðar af þessu fólki sem við sjáum hér myndir af, en myndirnar tala samt best sínu máli. Hvað verður um Athinu? Dauði Christinu Onassis 19. nóvember sl. kom öllum á óvart. Hún var aðeins 37 ára og var í heimsókn hjá vinafólki í Buenos Aires, þegar hjarta hennar brást. Talið er að mikil lyfjaneysla árum saman hafi átt sinn þátt í harmleiknum. Athina dóttir hennar var heima í Sviss hjá barnfóstr- unni. Telpan verður 4 ára 29. janúar nk. og er einkaerfingi Onassis-auðævanna sem talin eru nema um 50 miiljörðum króna. Þrátt fyrir öll auðævin var Christinu Onassis vorkennt sárlega í uppvextinum. Vissu- lega fékk hún allt sem hún benti á af veraldlegum gæð- um og óþarfa en foreldrar hennar máttu tæpast vera að því að sinna henni að öðru leyti og hún ólst að mestu upp á heimavistarskólum í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Það hlutskipti var það versta sem hún gat hugsað sér til handa dóttur sinni. Síðan missti hún móður sína, einkabróður og loks föður sinn, öll fyrir aldur fram. Faðir Athinu, Thierry Roussell hefur látið sér annt um telpuna og þau Christina höfðu sæst eftir skilnaðinn og voru góðir vinir. Nú spyr fólk sem svo, hvort Thierry taki við uppeldi telpunnar. Flytur hann ef til vill í íbúð Christinu í París til að telpan fái að alast upp í kunnu umhverfi? Þess má geta að hann á aðra dóttur með þekktri, franskri fyrirsætu og er sú aðeins fáum mánuðum yngri en Athina. Þegar Thierry og Christina skildu, fékk hann að halda sveitasetri þeirra skammt frá París, aðeins steinsnar frá heimili foreldra hans. Þar hefur hann búið, innan við rammgerðar girðingar og með varðhunda á hverju strái. Þegar hann skreppur í Athina litia Onassis er einkaerfingi 50 milljarða króna eftir seinasta harmleikinn í fjölskyldunni. bæinn, fer hann ekki akandi áreiðanlegt að allir sem láta sig uppeldi hennar varða, vilja henni aðeins það besta. Hún er hæglát telpa, brosmild og hvers manns hugljúfi. eins og nágrannarmr, heldur með þyrlu. Hvort sem Athina elst upp í íbúð móður sinnar eða á setri föður síns, má telja alveg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.