Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. desember 1988
Tíminn .3
Nýr Herjólfur
á næstu árum?
Stysti dagur ársins
Vetrarsólstöður voru í gær, 21. desember. Þá er sólargangurínn stystur.
Frá og með deginum ■ dag tekur daginn aftur að lengja, eitt hænufet í
senn. Það er ekki furða þó þessum hafi veríð litið á klukku sína, þegar
mjög rökkvað var orðið í Reykjavík klukkan 16:20. En framundan eru
bjartari tímar og vona sjálfsagt margir að þá einskorði máttarvöldin sig
ekki VÍð SÓlargangÚin. Timamynd Pjelur
Nokkrar umræður spunnust í sam-
einuðu þingi fyrir skömmu um smíði
nýrrar ferju er gangi á milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar. Stein-
grímur J. Sigfússon samgönguráð-
herra sagði það brýnt að smíði
nýrrar ferju gæti hafist innan tíðar,
bæði út frá rekstrar- og öryggissjón-
armiði.
Guðni Ágústsson, annar þing-
maður Framsóknarflokksins á
Suðurlandi, beindi þeirri fyrirspurn
til samgönguráðherra hvað athugun
á smíði þessa skips liði. í lánsfjárlög-
um fyrir árið í ár er heimild til að
lána allt að 100 milljónum til smíði
nýs Herjólfs en slík lánveiting er þó
einungis heimiluð með samþykki
fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra
og formanns fjárveitinganefndar.
Ekki tókst samkomulag á milli þess-
ara aðila um lánveitingu til nýsmíði
en þess í stað tekin sú ákvörðun að
leita eftir notaðri ferju er gæti gengið
á milli Þorlákshafnar og Vestmanna-
eyja. Nú liggur fyrir að sá möguleiki
er ekki fyrir hendi og er þess að
vænta að útboð í smíði nýrrar ferju
geti farið fram fljótlega.
Guðni sagðist vonast til að sjá
nýja ferju siglandi á milli lands og
Guðni Ágústsson þingmaður.
eyja áður en þessu kjörtímabili
lýkur. Það ætti að vera mögulegt þar
eð heimild fyrir smíði nýs skips væri
áfram inni á lánsfjárlögum næsta árs.
-ág
Samið milli ríkissjóðs og lífeyrissjóða:
Vextir lækka
niður í 6,8%
Samkomulag varð í gær milli ríkis-
ins og samtaka lífeyrissjóða um að
þeir síðarnefndu keyptu næstu þrjá
mánuði skuldabréf af Húsnæðis-
stjórn er bera 6,8% vexti. Þessir
vextir hafa verið 7% um nokkra
hríð. Af hálfu ríkissjóðs stóðu fjár-
málaráðuneytið, félagsmálaráðu-
neytið og Húsnæðisstofnun ríkisins
að samkomulaginu.
Skuldabréfin verða verðtryggð
með núgildandi lánskjaravísitölu
næstu þrjá mánuðina. Ákveðið var
að semja aðeins um vaxtakjör til
þriggja mánaða núna þar sem talið
er að línur verði orðnar skýrari
varðandi vaxtastig á næsta árbfyrri
hluta næsta árs. Eru taldar töluverð-
ar líkur á að vextir muni lækka
snemma á næsta ári og hafa fulltrúar
ríkisins í viðræðunum lagt á það
áherslu að tekið verði fullt tillit til
vaxtaþróunar næstu þriggj a mánaða,
þegar samið verður um vaxtakjör
fyrir árið 1989 í heild. Urðu samn-
ingsaðilar ásáttir um að semja fyrir
lok marsmánaðar 1989 um vaxtakjör
fyrir tímabilið apríl til desember
sama ár.
í þessu samkomulagi er einnig
kveðið á um að vextir skuldabréfa
sem Húsnæðisstjórn keypti af lífeyr-
issjóðum á árinu 1987, og bera
6,25% vexti, hækki frá áramótum í
6,35%. KB
Starfsmenn Arnarflugs:
Gefa eftir
af launum
Starfsmenn Amarflugs hafa
ákveðið, allir sem einn, að gefa eftir
10% af launum sínum til fyrirtækis-
ins vegna þeirra rekstrarerfiðleika
sem það á í.
Hugmyndin kom fyrst fram á
starfsmannafundi 7. desember og
fékk góðar undirtektir. Verður þessi
tilhögun höfð á frá og með 1. janúar.
SSH
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 6851
Dregið á morgun,
Þorláksmessu!