Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fímmtudág'úr 22: ÖésémbéY 1988 iixnug 4S> í ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðiö Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Annan dag jóla kl. 20.00 Frumsýning, uppselt Miövikudag 28. des. 2. sýning Fimmtudag 29. des. 3. sýning Föstudag 30. des. 4. sýning Þriöjudag 3. jan. 5. sýning Laugardag 7. jan. 6. sýning Þjóöleikhúsið og fslenska óperan sýna JPgmnfíprt iboffmanne Föstudag 6. jan., fáein sæti laus Sunnudag 8. jan. TakmarkaSur sýningafjöldí. íslenski dansflokkurinn og Arnar Jónsson sýna: Faðir vor og Ave Maria dansbænir eftir Ivo Cramér og Mótettukór Hallgrimskirkju syngur undir stjórn HarSar Áskelssonar. Flytjendur: Arnar Jónsson, leikari og dansararnir: Ásdís Magnúsdóttir, Asta Henriksdóttir, Baltasar Kormákur, Birgitte Heide, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, GuSrún Pálsdóttir; Hany Hadya, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir, Jón Egill Bragason, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleif sdóttir, Robert Bergquist, Sigrún Guðmundsdóttir og Þóra Guðjohnsen. Sýningar í Hallgrímskirkju: I kvöld kl. 20.30 Frumsýning Þriöjudag 27. des. kl. 20.30 Miðvikudag 28. des. kl. 20.30 Fimmtudag 29. des. kl. 20.30 Föstudag 30. des. kl. 20.30 Aðeins þessar 5 sýningar Miðasala í Þjóðleikhúsinu á opnunartíma og í Hallgrimskirkju klukkutíma fyrir sýningu. Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-18. Símapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Sími i miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsvelsla Þjóðlelkhússins: Máltíð og miði á gjafverði. Munið Gjafakort Þjóðleikhússins: Jólagjöf sem gleður. ' I Vertu í takt við Timann ÁUGLÝSINGAR 686300 u:iKiT:iA(;a2 2é2 Kf-rVK|AVlKllK M SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds 'Æ; t ■tö’ %>> Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Þriðjudag 27.12. kl. 20.30. Orfá sæti laus. Miðvikudag 28.12 kl. 20.30. Örfá sæti laus. Fimmtud. 29.12. kl. 20.30. Örfá sæti laus. Föstudag 30.12. kl. 20.30. Örfá sæti laus. Fimmtudag 5. jan, kl. 20.30 Föstudag 6. jan. kl. 20.30 Laugardag 7. jan. kl. 20.30. Sunnudag 8. jan. kl. 20.30. MAl A P OWDANSÍ Söngleikur eftir Ray Herman Þýðing og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: 23 valinkunn tónskáld frá ýmsum tímum Leikstjórn: Karl Ágúst Úlfsson Leikmynd og búningar: Karl Júlíusson Útsetningar og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Egill Örn Árnason / Dans: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Pétur Einarsson, Helgi ; Björnsson, Hanna María Karlsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Harald G. Haraldsson, Erla B. Skúladóttir, Einar Jón Briem, Theódór Júlíusson, Soffía Jakobsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Guðrún Helga Arnarsdóttir, Draumey Aradóttir, Ingólfur Bjöm Sigurðsson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnra hljóðfæraleikara leikur fyrir dansi. Sýnt á Broadway 1. og 2. sýning 29. desember kl. 20.30, Uppselt. 3. og 4. sýning 30. desember kl. 20.30. Uppselt. 5. og 6. sýning 4. janúar kl. 20.30. 7. og 8. sýning 6. janúar kl. 20.30. 9. og 10. sýning 7. janúar kl. 20.30. Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-17. Lokað á aðfangadag og jóladag. Opið 2. jóladag kl. 14-16. Forsala aðgöngumiða: Nú er verið að taka við pöntunum til 9. jan. 1989. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISA og EURO á sama tíma. Nú er verið taðtaka á mótu pöntunum til 9. janúar 1989. Ath. Munið gjafakort Leikfélagsins. Tilvalin jólagjöf. Andrew McCarthy er einn af ungu „hjartaknúsurunum" í Hollywood, en það er heill hópur ungra leikara sem hefur fengið það viðurnefni vegna þess að þeir eru snöggir við að skipta um vinkonur og skilja eftir í slóð sinni brostin hjörtu ungra og ástfanginna stúlkna. En sem sagt: Andrew McCarthy er laus og liðugur og líkar það vel! Andrew var einn af ungu leikurunum í St. Elmo‘s Fire og fékk þá góða dóma hjá gagnrýnendum, en áður haf ði hann leikið í myndum sem ekki fór mikið orð af. Síðan lék Andrew í myndinni Kansas, en þar er hann í hlutverki sveitapilts, sem leiðist út í að taka þátt í bankaráni. Nú nýlega var hann í öðru aðalhlutverkinu í myndinni „Fresh Horses", þar sem hann leikur á móti hinni ungu og efnilegu leikkonu Molly Ringwald og er samband þeirra í myndinni mikil ástarsaga. Við sjáum þau Molly og Andrew á meðfylgjandi mynd í hlutverkum sínum í kvikmyndinni „Óþreyttir hestar". Paulina Porizkova hefur lifaft tímana tvenna þó aft hún sé ekki nema 23 ára. Sænsk og tékknesk yfirvöld rifust um hana - nú er hún fræg fyrirsæta Paulina Porizkova heitir hún fullu nafni en það er hætt við að hún verði að fara að endurskoða það. Paulina, sem er tékknesk að ætt og uppruna, er nefnilega orðin ein hæst launaða fyrirsæta heims og hefur nú leikið sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Það má því búast við að nafn hennar verði á hvers manns vörum allt hvað líður og það er ekki víst að allir geti lagt svona erfitt nafn á minnið. Það er reyndar langt síðan Paulina varð fræg þó að hún sé ekki nema 23ja ára. Hún var bara þriggja ára þegar „Vorið í Prag“ fékk skyndileg endalok við komu hersveita Varsjárbandalagsins til Tékkóslóvakíu 1968. For- eldrar hennar flúðu til Sví- þjóðar en skildu hana eftir í vörslu ömmu sinnar í Prag. Þegar mamma hennar ætlaði að sækja hana fjórum árum síðar fór hvorki betur né verr en svo að hún var handtekin. Það var ekki fyrr en 1974, þegar Svíar voru komnir í háarifrildi við Tékka út af málinu og Olof Palme var sjálfur farinn að blanda sér í það, að þeim mæðgum var leyft að yfirgefa Tékkóslóv- akíu. Þegar Paulina var 15 ára og gekk í skóla í Stokkhólmi uppgötvaði John Casablan- cas, eigandi bandarísku fyrir- sætuumboðsskrifstofunnar Elite hána og skömmu síðar prýddi andlit hennar forsíður margra frægustu tískublaða heims. Síðan 1983 hefur Paulina búið í New York og í fyrra lék hún í fyrsta sinn í kvikmynd. Gagnrýnendur voru á einu máli um að ekki hefði komið eins efnileg leik- kona fram úr hópi fyrirsæta síðan Audrey Hepburn kom fram á sjónarsviðið. Paulina hefur verið á samn- ingi við snyrtivörufyrirtæki Estée Lauder síðan í byrjun ársins og fyrir það fær hún 6 milljónir dollara. Óneitan- lega virðist framtíð Paulinu nú tryggari en fyrir 20 árum þegar foreldrar hennar urðu að skilja hana eftir í Tékkó- slóvakíu þegar þau lögðu á flótta. Hvað varð um geirvörtuna? Sem kunnugt er halda Frakkar það hátíðlegt á næsta ári að 200 ár eru liðin frá frönsku byltingunni. Og þar sem vinátta Frakka og Bandaríkjamanna hefur ver- ið hin besta síðan á dögum Lafayettes, sem veitti Banda- ríkjamönnum stuðning í frelsisbaráttunni gegn Eng- lendingum á 18. öld, þótti bandarísku póstþjónustunni vel við hæfi að minnast bylt- ingarafmælisins með því að gefa út nýtt frímerki. Á nýja frímerkinu eiga að vera hinar kvenlegu ímyndir Liberté, Egalité og Fraternité (Frelsi, jafnrétti og bræðra- lag), sem eru tákn byltingar- innar. Mynd frelsisins er frægust á málverki eftir Dela- croix. En nú hefur verið upplýst að smáatriði vantar á mynd- ina á frímerkinu. Brjóstið sem stendur upp úr rifinni blússu hefur enga geirvörtu. Skýringar yfirmanna póst- þjónustunnar þóttu heldur óskýrar. Einn þeirra sagði að geir- vartan hefði horfið þegar myndin var smækkuð, slíkt gerðist oft. En prentarinn sem annaðist verkið sagðist hafa fengið fyrirmæli um að fjarlægja geirvörtuna. Formælandi póstþjónust- unnar sagði hins vegar að við frímerkjagerðina væri ná- kvæmlega fylgt franskri fyrir- mynd. „Þeir afmáðu miðju geirvörtunnar á sínu frímerki og þá gerðum við það líka,“ segir hann. Þá var leifað til Frakka um skýringu á geirvörtuhvarfinu og þeir spurðir hvort þeir hefðu virkilega fiktað við sitt eigið þjóðartákn. Svarið var harðákveðið nei. Og sá emb- ættismaður sem svaraði bætti við á franska vísu: „Falleg teikning af nakinni konu er alltaf falleg.“ Elnhvers staftar á lelðlnnl á frfmerkl hvarf gelrvartan af byttlngar- konunnl sem er tákn frelsislns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.