Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 Atjan man. binding ▼ ▼ & 7,5% ÞR0STUR 68-50 60 SAWlVINNUBANKiNN VANIRMENN V Ií 111 i IIII Fjórburarnirdafnavel,ensjaldanerróáöllum íeinulengur en í 10-15 mín.: Enn vantar fjórbur- ana eina náttmóður Auglýst var fyrir nokkru eftir aðstoðarkonum til að sinna umönnun fjórburanna í Mosfellsbæ, en ekki hefur tekist að ráða í allar þær stöður sem þarf. Aðeins er búið að ganga frá ráðningu einnar konu sem gengur næturvaktir þrjár nætur í hverri viku. Vonast er til að um áramótin bætist önnur við og þá er ekki eftir nema ein staða við barnagæsluna á þessu barnmarga heimili. Móðirin, Margrét Þóra Baldurs- dóttir, sagði í viðtali við Tímann í gær að ekki væri hægt að sofna út frá fjórburunum þar sem ekki líða nema um tíu til fimmtán mínútur þar til einhver dætranna fjögurra vaknar eða þarf á umsjón að halda. Þessi gangur er viðvarandi nótt og dag og því er ekki mögulegt fyrir eina manneskju að annast þær án aðstoðar. Það er félagsmálastofnun Mos- fellsbæjar sem gengur frá ráðningu aðstoðarmæðranna og er enn leitað logandi ljósi að þriðju konunni, sem tekið getur þátt í gæslunni í fullu starfi. Nokkrar konur eru tilbúnar að taka að sér eina og eina gæslunótt, en talið er að ekki sé æskilegt að hafa of margar persón- ur í hlutverkum aukamæðra. Það er heldur ekki nóg að fá aðstoð dag og dag við þetta mikla verk. „Það er alltaf einhver nýbúin að fá næringu og þá er ekki hægt að sofna út frá þeim eða hvíla sig nema í tíu mínútur til korter í mesta lagi,“ sagði móðirin. „Égget þetta því ekki ein. Það er alveg vonlaust." Um helgar getur Mar- grét Þóra þó andað aðeins léttar þar sem eiginmaðurinn, Guðjón Sveinn Valgeirsson, er þá ekki frá við vinnu sína. Dæturnar fjórar fæddust á Landspítalanum þann 1. nóvember og eru því brátt orðnar tveggja mánaða gamlar. Þær dafna vel að sögn móðurinnar og segist hún vera afar þakklát fyrir það hve hraustar þær eru. Samkvæmt mæl- ingum síðasta mánudag reyndust þær vega 12 til 13 merkur, en þær voru þá orðnar um helmingi þyngri en við fæðingu. „Þær dafna vel og eru hraustar og get ég alls ekki farið fram á neitt betra,“ sagði Margrét Þóra Baldursdóttir. Upphaflega gengu þær undir heitunum A, B, C og D. Við skírn í Lágafellskirkju fyrir skömmu voru þeim síðan gefin nöfnin Alex- andra, Brynhildur, Diljá og Elín. Að sögn foreldranna var ákveðið að halda stafrófsröðinni eins og upphaflega var gert vegna fæðing- arraðarinnar, með þeirri undan- tekningu að dóttirin C fékk nafn sem byrjar á D og dóttirin D fékk nafn sem byrjar á E. KB Fjórburamir. Frá vinstrí: Alexandra, Brynhildur, Elín og Diljá. Óli Þ. Guðbjartsson fer eftir eigin samvisku við atkvæðagreiðslur á þingi: Ábyrgðarhluti að fella stjórnina Óli Þ. Guðbjartsson, annar af þingmönnum Borgaraflokksins er gengu til liðs við ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslum í gær, sagði í samtali við Tímann að það væri mikill ábyrgðarhluti að fella bráða- birgðalög sem tvær síðustu ríkis- stjórnir hefðu staðið að. Hann vísaði til þess óvissuástands er ríkti nú í efnahags- og atvinnumál- um þjóðarinnar. „Þeir menn sem vilja stuðla að falli stjórnarinnar og því öngþveiti sem mundi fylgja í kjölfar þess taka á sig mikla ábyrgð," sagði Óli. Hann sagði að þau Aðal- heiður hefðu tekið þessa ákvörðun vegna eigin samvisku og þingflokk- urinn í heild hefði ekki lagt blessun sína yfir afstöðu þeirra. Albert Guðmundsson kvaddi sér hljóðs við atkvæðagreiðsluna um bráðabirgðalögin í gær og sagði að sér kæmi á óvart sú stefnubreyting sem væri að verða innan Borgara- flokksins gagnvart ríkisstjórninni, en Tíminn hefur heimildir fyrir því að þessi mál hafi komið til umræðu á fundi flokksins aðfaranótt þriðju- dags og þar hafi Albert verið í minnihluta í afstöðu til stjórnarinn- ar. -ág Heildsala sími 91-39550 Búnaðarsamtöká íslandi 150 ára 1837-1987 Afmælisrit Búnaðarfélags íslands Tvö bindi - um 1100 bls., yfir 900 myndir. Saga íslensks landbúnaðar frá miðri 18. öld til okkar daga. • Saga búnaðarframfara og búgreina á fslandi. • Saga bændasamtakanna. • Saga rannsókna, tilrauna, leiðbeininga og löggjafar. • Saga landbúnaðarsýninga og bændaferða. • Annáll Búnaðarþinga, æviágrip og myndir 170 fulltrúa. • Yfir 900 myndir af persónum og merkum atvikum. • Rita-, mynda-, féiaga- og nafnaskrár. • Upphafssaga landgræðslumála, saga húsbygginga bændasamtakanna, útgáfustarfsemi, nám- skeið, starf búnaðarsambandanna, samstarf á erlendum vettvangi. Atvinnusaga, félaqsmálasaga, persónusaga, staðgott uppsláttarrit. Stærsta framlagið til sögu íslensks landbúnaðar hingað til. Ðúnaðarfélag íslands Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík, s.: 91-19200.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.