Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 22. desember 1988 frettayfiri.it BELGRAD - Yasser Arafat leiötogi Frelsissamtaka Pales- tínu lauk eins dags opinberri heimsókn sinni til Belgrad með því að lýsa því yfir á frétta- mannafundi aðnýja ríkisstjórn- in í ísrael væri „ekki fyrir frið heldur stríð“. Arafat saaði að Verkamannaflokkurinn ílsrael hefði brotið gegn kosningalof- orðum sínum. Arafat var í Júgóslavíu til að leita stuðn- ings við sjálfstætt ríki Pales- tínu og var honum tekið sem þjóðhöfðingja. BUENOS AIRES - Jose Dante Caridi hershöfðingi og yfirmaður landhers Argentínu og tveir aðstoðarmenn hans sögðu af sér í gær, tveimur vikum eftir að uppreisnartilraun j var gerð í hernum og afsagnar yfirstjórnar hans krafist. Af- sögn hershöfðingjans kom rétti áður en Raul Alfonsin forseti' landsins hugðist ávarpa þjóð-j ina út af þessum málum. LONDON - Breska lögregl-j an fann stóra sprengjuverk- smiðju þar sem IRA hefur fram- leitt sprengjur sem notaðar hafa verið í sprengjutilræðum á Norður-írlandi og í Englandi. Þá fannst mikið vopnabúr á sama stað. Fundur þessi kynti undir ótta manna um að IRA hefði á prjónunum áætlun um sprengiherferð ( Englandi. BEIRÚT - Leiðtogar hinna tveggja andstæðu ríkisstjórnaí sem hvor um sig telur sig rétta, ríkisstjórn Líbanons vorUi samstíga í að biðja Alþjóða' Rauða krossinn að hætta viði að kalla heim starfslið sitt í Líbanon. Rauði krossinn hefur| kallað starfslið sitt heim til' Genfar vegna síendurtekinnai morðhótana og mannrána. I MANILA -Eduard Shevard-1 nadze sem fyrstur utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna heim- sækir Filippseyjar sagðistl munu vilja byggja upp aukin ogl jákvæðari samskipti ríkjanna tveggja. Kollegi hans á Filipps- eyjum sagði við sama tækifæri að Filippseyingar vonist til auk- inna efnahagslegra samskipta við Sovétmenn. Filippseyingar eru nánustu samstarfsmenn Bandaríkjanna á þessum slóðum. PEKING - Rajiv Gandhi forsætisráðherra Sovétrfkj- anna sagði að heimsókn hans til Kína hefði komið á jafnvægi í samskiptum Indverja og Kín- verja og að hann muni bera sendiboð um vináttu frá kín- versku þjóðinni til hinnar ind- versku. Kínverjar og Indverjar áttu í landamærastríði árið 1962 og gera bæði ríkin tilkall til landsvæða innan núverandi landamæra hins ríkisins. ÚTLÖND ll'llllllllllí Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Israel Hörð stjórnarandstaða í báðum stjórnarflokkunum Ný ríkisstjórn Likudbandalagsins og Verkamannaflokksins í fsrael undir forsæti Shamirs núverandi forsætisráðherra mun að líkindum taka við völdum á morgun eftir að miðstjórnir flokkanna samþykktu stjórnarsáttmálann sem gerður var á mándag. Því er fimmtíu daga stjórn- arkreppu í ísrael nú lokið. En það var ekki tekið út með sældinni fyrir flokksformennina, þá Yitzhak Shamir og Shimon Peres, að ná fram samþykki flokksmanna sinna. Harðar umræður urðu í mið- stjórnunum og voru margir mjög ósáttir með samstarfið, enda flokk- arnir harðir andstæðingar í ísraelsk- um stjórnmálum. Miðstjórn Verkamannaflokksins samþykkti þó stjórnarsamstarfið með miklum mun þrátt fyrir harða andstöðu margra, sérstaklega friðar- hreyfingararms flokksins sem telur að með samstarfinu við Shamir og aðra harðlínumenn sé vonlaust að ná fram friði við Palestínumenn. Skömm harðlínumannanna í Lik- udbandalaginu á stjórnarsamstarfi við Verkamannaflokkinn var síst minni. Einungis 55% miðstjórnar- manna greiddu atkvæði með stjórn- arsamstarfinu. Fremstur í flokki harðlínumannanna var Yitshak Sharon sem sér svart er minnst er á Palestínumenn. Hann varð sem kunnugt er að segja af sér embætti varnarmálaráðherra árið 1983 eftir að dómstóll komst að þeirri niður- stöðu að hann hafi borið ábyrgðina á því að kristnum öfgamönnum var hleypt inn í palestínskar flótta- mannabúðir í Suður-Líbanon, en þeir frömdu fjöldamorð á vopnlaus- um Palestínumönnum þar. Sharon og fylgismenn hans vildu samstarf við öfgafulla hægriflokka og trúflokka. Það fór einnig mjög í taugarnar á honum að í stjórnarsátt- málanum væri aðeins gefið leyfi til að stofna átta landnám Gyðinga á hernumdu svæðunum. Likudbanda- lagið og hægriflokkarnir höfðu ætlað að koma á fót fjörutíu slíkum land- námum, en með þeim er þrengt mjög að Palestínumönnunum er búa þar fyrir. Bandaríkjamenn hafa harðlega gagnrýnt þá ákvörðun ísraela að Shimon Peres formaður Verkamannaflokksins og Yitzhak Shamir formaður Likudbandalagsins urðu að taka á honum stóra sínum tii að fá miðstjómir flokka sinna til að samþykkja nýja ríkisstjórn þessara flokka. stofna ný landnám á hernumdu friðarviðleitni mun erfiðari en ella. svæðunum, enda munu þau gera alla „Aðalvitniö“ í Palmemálinu léttvægt fyrir dómi: Lisbet meinað að bera vitni Frá Þór Jónssyni í Stokkhólmi. Vegna tengsla við hinn myrta mega Lisbet og Marteinn Palme ekki bera vitni í væntanlegum réttarhöldum yfir Christer Pettersson, þeim 41 árs gamla Svía, sem grunaður er um morðið á Olof Palme. Hákan Winberg, forseti Héraðs- hofréttar, túlkar sænsk lög um réttarfar þannig, að náin skyldmenni geti ekki borið vitni undir eiði í málum af þessu tagi. Þetta gildir eingöngu um sakamál, segir hann, og vegna þess að lítt hefur reynt á þetta ákvæði áður verður rétturinn sjálfur að taka af- stöðu til þessa máls. Eftir allar fréttir um að Lisbet Palme væri aðalvitni ákæruvaldsins koma þessar upplýsingar á óvart. Við öll réttarhöld er þó heimilt að afla upplýsinga hjá skyldmennum, en framburður þeirra vegur ekki jafnþungt framburði vitna. Gæsluvarðhald lögmætt Hofréttur í Stokkhólmi tók í gær fyrir áfrýjun lögmanns hins grunaða, sem dregur í efa réttmæti gæsluvarð- haldsúrskurðarins. Hofréttur var þó einhuga í þeirri afstöðu að gæsluvarðhaldsúrskurður sakadóms væri fullkomlega lögmæt- ur og eðlilegur. Hinn grunaði situr í gæsluvarðhaldi til 30. desember, en þá verður saksóknari að gefa út ákæru á hendur honum. Felustaður fyrir vopnið Fleira hefur borið til tíðinda. „Sprengjumaðurinn" svokallaði vill í fyrsta sinn á sínum glæpaferli leggja lögreglunni lið. Hann er dæmdur fyrir morð, morðtilræði og eignaspjöll, en í baráttu sinni gegn samfélaginu hefur hann sprengt í loft upp skrifstofur yfirvalda og einbýlishús saksóknara. Christer Pettersson, grunaður um Palmemorðið, var lífvörður „sprengjumannsins" í fangelsi og utan. Tveimur vikum fyrir morðið var „sprengjumaðurinn" dæmdur í lífs- tíðarlangt fangelsi. Lögreglan telur að „lífvörðurinn“ hafi hefnt fyrir vin sinn með þeim hætti að drepa Palme, þegar tækifærið gafst. Sprengjumaðurinn hefur gegnum lögmann sinn boðist til að segja frá leynilegri sprengjugeymslu í mið- borg Stokkhólms, þar sem kann að vera skammbyssa, sem hinn grunaði gæti haft aðgang að. Það er einn af þeim þráðum í þessu margslungna máli, sem lög- reglan rannsakar þessa dagana. Sannað er að hinn grunaði hefur haft skotvopn undir höndum. Lögregl- una grunar að vopnið hafi hann annað hvort fengið hjá kunningja sínum í fíkniefnaklíkunni, keypt það af vopnasala í Stokkhólmi eða sótt það í hirslur „sprengjumanns- ins“ alræmda. Rússar setja geimdvalarmet Vladimir og Musa eru komnir heim. Þeir hafa nú dvalið í samfellt 366 daga út í geimnum og er það met. Þeir voru þó þremur tímum lengur á sveimi um jörðu en áætlað var þar sem lending þeirra tafðist vegna bilana í tölvukerfi geimfars þeirra. Vladimir Titov og Musa Mana- rov voru þó ekki einir á ferð í gær því Frakkinn Jean-Loup Chretien sem heimsótt hafði þá f sovésku geimstöðina Mír fékk að fljóta með til jarðar í Soyuz TM-6 geim- fari. Þeir lentu nákvæmlega klukk- an tíu að íslenskum tíma í miðju Kazakhstan. Geimstöðin Mír er þó ekki mannlaus því þar dvelja nú Alex- ander Volkov og Sergei Krikalyov, en þeir urðu samferða Jean-Loup út í geiminn 28. nóvember síðast- liðinn. Fyrra dvalarmetið átti Yuri Romanenko en hann dvaldi 326 daga úti í geimnum á síðasta ári. UTLO UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAM Óvíst er hvort nokkur bjargaöist er risa- þota hrapaði yfir Skotlandi í gærkvöldi: 258 farþegar voru um borð Risaþota af gerðinni Boeing 747 jumbo hrapaði til jarðar yfir Skot- landi í gærkvöldi. Talið cr að um 258 farþegar hafi verið með vél- inni, en hún var á leið frá London til New York. Tímanum er ekki kunnugt um að íslendingar hafi verið um borð. Vélin hrapaði til jarðar við bæinn Lockcrbrie í suðurhluta Skotlands. Fréttum barekki saman í gærkvöldi. Sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum greindu frá því að vélin hefði hrapað á bensínstöð í nágrenni Lockerbrie. Sögðu frétta- menn að hundrað metra háar eld- tungur hefðu teygt sig til himins þegar bensínstöðin sprakk. Sjónarvottar sögðu hinsvegar að vélin hefði brunað inn í fjallshiíð og rifið með sér fjögur íbúðarhús. Einnig var greint frá því að þjóðvegurinn milli Englands og Skotlands hefði rofnað í slysinu og nokkrirbílarstæðu í Ijósum logum. Ekki hafði fréttastofa Reuters aflað sér staðfestra frétta um manntjón, eða slasaða í gærkvöldi, þegar Tíminn fór í prentun. Þó var haft eftir flugmanni í Konunglega breska lofthernum að um meiri- háttar harmleik væri að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.