Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. desember 1988 Tíminn 15 llllllllll íi MINNING Guðmundur Björnsson verkfræðingur Fæddur 2. nóvember 1925 Dáinn 13. desember 1988 Þriðjudaginn 13. desember s.l. barst okkur sú harmafregn, að Guð- mundur Björnsson hefði látist þá um nóttina úti í Englandi. Ævinlega þegar slíkar fregnir ber- ast setur mann hljóðan, sérstaklega þegar um samstarfsmenn er að ræða og þeir eru á besta aldri, þátttakend- ur í miklu starfi og forystumenn í uppbyggingu fyrirtækis, sem getur skipt sköpum fyrir viðkomandi byggðarlag. Eg, sem þessar línur skrifa, átti því láni að fagna að vinna með Guðmundi að slíku verkefni, þar sem er fiskeldisfyrirtækið Árlax hf. í Ártungu, Kelduhverfi og á Kópa- skeri. Frá upphafi hefur Guðmundur verið einn aðalhvatamaður að stofn- un þessa fyrirtækis og stjórnarfor- máður þess frá upphafi. Þrátt fyrir umfangsmikið starf við rekstur á stórri og vel metinni verk- fræðistofu, sem hann rak ásamt félaga sínum, Kristjáni Flygenring, hefur hann lagt á sig mikla vinnu við uppbyggingu á Árlax-stöðinni og ekki hugsað um hvort sú vinna þurfti að fara fram að kvöldi eftir langan vinnudag. Ég rek ekki ætt eða uppruna Guðmundar. Geri ráð fyrir að það verði gert af öðrum, sem betur til þekkja. t>ó vil ég geta þess að mér hefur hlotnast sú gæfa að kynnast systkinum hans, sem öll eru traust og mikils metið fólk, alin upp í nyrsta héraði þessa lands, þar sem menn lifðu á landsins gæðum, urðu að treysta á mátt sinn, oft við óblíð og löng vetrarveður. Það er oft sagt að umhverfið móti manninn meira en margt annað og hygg ég að svo hafi verið með Guðmund. Hann aflaði sér góðrar menntun- ar, var mikils metinn sem góður verkfræðingur og ekki síður sem traustur og heiðarlegur maður. Orð hans voru traustari og betri en það, sem oft er skrifað og sett í samninga. Það er mikill fjársjóður, sem slíkir menn gefa sinni samtíð. Eins og ég gat um áður, þá störfuðum við saman í stjórn Árlax hf. frá stofnun þess fyrirtækis. Það hefur verið mér mikils virði að fá að starfa með svo traustum og góðum manni, sem aldrei hefur látið erfið- leika eða mótbárur snúa sér frá settu marki um að byggja upp traust og gott fyrirtæki, heimabyggð sinni til heilla. Við, sem störfum fyrir Árlax hf., eigum eftir að sakna mikið foringja og vinar. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég þakka fyrir leiðsögn og gott samstarf á liðnum árum og segi að það besta sem við getum gert fyrir minningu hans er að halda starfinu áfram af fullum krafti, eins og hann hefur ávallt hvatt tií. Eiginkonu, börnum, aldraðri móður og systkinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um þennan góða mann. Markús Stefánsson Guðmundur frændi er dáinn! Þetta virðist ótrúlegt. Við máttum ekki missa hann, sem var aðaldrif- fjöðrin í því, sem við unnum að saman. Maður verður gagntekinn einhverjum dofa við að fá svo harða áminningu um hve dauðinn er ávallt nálægur. Okkar samvinna var við fiskeldis- fyrirtækið Árlax hf. þar sem hann var stjórnarformaður frá upphafi, auk þess að vera hönnuður þess og tæknilegur ráðgjafi. Á stuttum ferli þessa fyrirtækis hafa fjölmörg vandamál komið upp á og sum þess eðlis, að einhverjum hefði fallið allur ketill í eld. Hann sagði alltaf að vandamálin væru til þess að leysa þau og að lítið væri varið í þetta líf, ef ekki þyrfti að berjast. Hann lá heldur ekki á liði sínu og lét aldrei bilbug á sér finna. Stundum grunar mig þó að áhyggjur hafi haldið fyrir honum vöku. Þegar leitað var til hans með einhver mál þagði hann gjarnan svolitla stund, eftir að hafa hlustað á erindið, og horfði beint fram, sínum haukfránu augum. Byrjaði síðan að greiða úr flækjunni, eins og honum var lagið. Hann var kennari, fyrst og fremst, og vel máli farinn. Guðmundur var strangur maður og kröfuharður. Mestri hörku beitti hann þó sjálfan sig. Hann vann heill að öllum verkum og var sístarfandi. Vandur var hann að virðingu sinni og samviskusamur, dulur og fjasaði ekki um sjálfan sig. Með honum er genginn leiðtogi, sem bjó yfir ómetanlegri reynslu og kunnáttu og taldi aldrei eftir sér að miðla öðrum. Hann var störfum hlaðinn og þeg- ar eitthvað sérstakt stóð til, svo sem að undirbúa aðalfund með vandaðri ársskýrslu, unnum við oft heilu næt- urnar. Það var dýrmætur skóli að fá að starfa með Guðmundi þessi rúm- lega 3 ár. Fyrir aðeins nokkrum vikum sagði hann okkur Markúsi Stefánssyni að eiginlega væri hann búinn að breyta um lifnaðarhætti. Hann hefði nýlega kennt lasleika og tæki nú lyf þess- vegna. Þessi léttstígi ákafamaður þurfti nú stundum að hvíla sig á leiðinni þaðan sem hann lagði bílnum sínum á morgnana og einnig á leiðinni upp stigana þar sem skrifstofan hans var á 4. hæð, en þetta hafði hann hlaupið nokkrum mánuðum áður. Hann sagði okkur frá þessu eins og hann væri að tala um einhvern annan mann og ekki hef ég trú á því að hann hafi, frekar en okkur, grunað að svo stutt væri eftir. Við, sem næst honum störfuðum, erum nú öll vængbrotin, en þegar við náum áttum á ný veit ég að krafturinn, sem hann miðlaði okkur, leiðir okkur ótrauð til að ljúka því verki, sem hann hafði lagt grunninn að. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgd og leiðsögn. Gullu og börnunum sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur. GÞL. lllllll LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Jólahugleiding 1988 Jólin eru í nálægð. Þau flytja sinn boðskap um frið á jörð og blessun Drottins barnahjörð. Það skilur hvert barnslegt hjarta og ef við tileinkum okkur jólin með hugarfari frelsarans þá verða þau okkur bless- unarrík og kær. Það er enginn vandi að gera jólin gleðileg og kannske ennþá minni að eyðileggja þau. Það skyldu menn muna. Boðskapur jól- anna á við alla daga. Ljósið sem kom í heiminn og lýsir upp skammdeg- ismyrkrið. Lífið er mikil guðs gjöf. Hann ætlast til að við förum vel með það og að lokinni göngu um guðs græna jörð skilum við því aftur. Þetta er lögmál sem við getum ekki breytt. Lífið er skóli sem við lærum í og tökum próf. Við höfum áttavitann góða, orð frelsarans. Það er heldur enginn vandi að eyðileggja lífið. Það sjáum við daglega. Heilbrigt líf verður aldrei til verðmæta metið. Og með því að varðveita það, erum við með mikinn sjóð á eilífðarvöxt- um. Árni Helgason. Þetta skyldum við hafa í huga alla tíma og þá ekki síst um blessaða jólahátíðina sem er hátíð hátíðanna og gefur okkur því meir af blessun sem við erum móttækileg fyrir henni. Áfengið er alls staðar til bölvunar. Það vísar aldrei í aðra átt en siðspill- ingar, jafnvel hversu lítið sem er. Það deyfir siðferðismeðvitundina, holar smátt og smátt þar til ekkert verður eftir nema eymdin ef við spyrnum ekki við. Og er það ekki sorglegt að sjá vini okkar, félaga og samlanda hrekjast um á bárum böls- ins í stað þess að vinna heill góðum málum og sjálfum sér. Vímulaus æska, er kjörorðið í dag. Ég vil bæta við: vímulausir foreldrar og vímulaus jól. Þá verður hin sanna jólagleði blessun okkar og vegaljós í skammdegismyrkrinu. Megi þjóð vor eignast vímulausan veg til sannari lífskjara. Það verður bæn og ósk á jólunum. Og megi guð vernda land og lýð frá skaðsemi eiturefna, þá munu bætast harmasár þess horfna. Hugsjónir rætast og þá mun aftur morgna. Guð gefi öllum landsmönnum sönn og gleðileg jól. Árni Helgason Stykkishólmi TVÆR GÓÐAR FRÁ VÍKURÚTGÁFUNNI í GEGNUM ÁRIN í bók þessari eru minnisstæð atvik tólf einstaklinga, sem Ólöf J. Jonsdottir hefur tekið saman. Þeir sem eiga efni í bókinni eru: Albert Guðmundsson, Brynhildur H. Jóhannsdóttir, Aðalheiður Tómasdóttir, Ari Líndal Jóhann- esson, Hallfríður Jónasdóttir, Ingvar Agnarsson, Karl Ólafur Bang, Kristjana Karlsdóttir, Magnús Sigurðsson, Óli Hall- dórsson, sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir og Ólöf J. Jónsdótt- ir. Forvitnileg bók, sem margir munu hafa ánægju af að lesa. GEYMDAR STUNDIR Frásagnir af Austurlandi Þessir frásöguþættir af Austur- landi eru í samantekt Ármanns Halldórssonar frá Eiðum eins og þau þrjú bindi sem áður eru komin. í þessu bindi, eins og þeim fyrri, er margvíslegan fróð- leik að finna um líf fólks, atvinnu- hætti og lífsbaráttu áfyrri tímum. Víkurútgáfan + Útför bróður okkar, Gunnars Össurarsonar húsasmíðameistara frá Kollsvik, Rauöasandshreppi fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. desember kl. 10.30. Sigurvin Össurarson Guðrún Össurardóttir Torfi össurarson. + Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar Margrétar Árnadóttur frá Gunnarsstööum Kristín Gísladóttir Geymdar stundir FRÁSACNIR AF AUSTURLANDI Aínwnn t»>« + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ingibjargar Sigurðardóttur Heiöarbraut 57, Akranesi Jósef Sigurðsson, Guðmundur Óskar og fjölskyldur þeirra Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðrúnar Júlíönnu Jónatansdóttur frá Hrófá Margrét Sigurðardóttir Björn Sigurðsson Helgi Sigurðsson Benedikt Sigurðsson Sigríður Sigurðardóttir Jónatan Sigurðsson Maggi S. Sigurðsson Haukur H. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ingvar Guðmundsson Birgir Kristjónsson Adda V. Þorsteinsdóttir Unnur Hafliðadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.