Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 5
rnimiT l ftpp c •)Ar,<-pcipfin f.r msi-; p S'i Föstudagur 23. desember 1988 Tíminn 5 Sædýrasafnið sem varð gjald- þrota fyrir þremur árum skilur eftir sig Ijót verksummerki. í kofa þar sem safnið var forðum daga eru fjórar kengúrur geymd- ar. Kofinn er lítill og sóðalegur, stærðin er u.þ.b. 2x5 metrar. Ekkert er inni í kofanum nema bert steingólfið og körfur með mygluðu brauði, salati og ávöxt- um. Að vísu hefur verið komið fyrir ofni til að veit einhvern yl. Þarna verða dýrin að híma því út geta þau ekki farið vegna kuldans. Eftir að Sædýrasafnið varð gjaldþrota var öllum öðrum dýr- um lógað, en hið furðulega er að allan þennan tíma hefur lífinu veríð haldið í kengúrunum fjórum, sem eru á bilinu fjögurra til fimm ára gamlar. Engar skýringar fást hjá for- ráðamönnum safnsins á þessari meðferð og Dýravemdunarfé- lagið hefur alltaf staðið í þeirri trú að engin dýr væru eftir á staðnum, því hafa forráðamenn safnsins alltaf haldið fram. Blaðamaður Tímans og ljósmynd- ari gerðu sér ferð á staðinn til að kanna hvort upplýsingar um þetta væru réttar. Húsin á staðnum eru öll í niðurníðslu og umhverfið er allt afskaplega kaldranalegt og óvistlegt. Á staðnum var maður sem sagðist koma þarna daglega til að líta eftir háhyrningalauginni. En á undan- förnum árum hefur safnið fangað lifandi háhyrninga til að selja á söfn erlendis. Eftir nokkra stund kom í ljós að upplýsingarnar eru réttar, á staðnum eru kengúrur. Leyfi fékkst til að líta á dýrin, en ekki mátti mynda þau eða birta frétt í blaðinu. Tíminn hundsar þetta bann vegna þess að þetta er dæmi um ómannúð- lega meðferð á dýrum sem eiga alls ekki að lifa við jafn slæmar kringum- stæður og þarna eru, sem eru eins ólíkar náttúrulegum lífsaðstæðum þeirra í Ástralíu og hugsast getur. Starfsmaðurinn sagði að til hefði staðið að lóga dýrunum í byrjun desember en það hefði dregist. - Það er kannski engin furða því með réttu hefði átt að lóga dýrunum fyrir þremur árum. Kengúrurnar eru frekar smáar en það furðulega er, að dýrin fjögur eru tannlaus og lítur helst út fyrir að tennurnar hafi verið dregnar úr þeim. Ekkert um málið að segja Tíminn setti sig í samband við Helga Jónasson fræðslustjóra, sem er í forsvari fyrir það sem eftir lifir af starfsemi safnsins. Helgi var spurður að því af hvaða ástæðum dýrin væru látin lifa við þessar aðstæður. „Þær eru þarna til bráðabirgða í nokkra daga.“ - En hafa dýrin ekki verið þarna frá því að safnið varð gjaldþrota? „Þær eru búnar að vera þama alla sína tíð.“ - Afhverju hefur dregist svona lengi að lóga þeim eða koma þeim fyrir við mannúðlegri aðstæður? „Ég get ekki svarað því. Þeir sem vinna þarna hafa haldið mikið upp á þessi dýr og hugsað um þau.“ - Eru það þá starfsmenn sem hafa viljað halda í dýrin? „Ég sé Tvær af kengúrunum fjórum sem geymdar eru á Hvaleyrarholti, þar sem Sædýrasafnið var forðum daga. ekki forsendur fyrir því að fara að ræða þetta.“ - En hefur ekki verið talað við ykkur af fólki frá Dýraverndunar- félaginu? „Nei, það hefur ekki verið neitt að kengúrunum, þær eru í upphituðu húsi og vel um þær hirt.“ - Ég sá hvernig er búið að þeim, þær eru fjórar í litlum kofa. Maður- inn sem ég hitti sagði að þeim yrði lógað mjög fljótlega. Veistu hve- nær það verður gert? „Ég upplýsi það bara ekkert, ég vil ekki ræða þetta frekar.“ - Má ég spyrja hvort þið hafið reynt að koma þeim úr landi í dýragarða? „Nei, við höfum ekki reynt það.“ „Hvað ertu að segja!“ Var það fyrsta sem Jórunn Sör- ensen formaður Sambands dýra- verndunarfélaga íslands sagði þeg- ar Tíminn tilkynnti henni um keng- úrurnar. „Við héldum að það væri búið að lóga öllum dýrum sem voru í safninu og vorum ánægð með það. Sædýrasafnið var alltaf til vandræða og fjöldi mála sem kom upp vegna slæmrar meðferðar á dýrunum. Varðandi þetta til- tekna mál sagði Jórunn: „Þetta kemur mér mjög á óvart eins og ég sagði áðan því okkur hafði verið Tímamynd: Gunnar sagt að þarna væri ekkert kvikt lengur. Ég á heldur alls ekki von á því að það sé vel um dýrin hugsac því áralöng vandræði voru meo safnið á meðan það var og hét. Nú eru engir áhorfendur til staðar til að veita aðhald, þannig að ég á ekki von á góðu.“ Dýraverndunarfélagið mun taka þetta mál fyrir og sjá til þess að dýrin losni undan þessari slæmu meðferð. SSH m Ekki hefur öllum dýrum Sædýrasafnsins verið lógað - andstyggileg meðferð* Kengúrur híma í kulda og trekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.